Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.01.1905, Blaðsíða 2
2 IÞjóðviljinn. XIX., 1. það jafnan talið, að rIslandsbankiu tóJcþá loks til starfa 7. júní, og var þar Jiieð stór bót ráðin á peninga-eklunni hér á j landi. Að- því er snertir bókmenntirnar á gamla árinu, má þess geta, að sömu blöð komu út, sem árið áður, nema hvað aust- firzka blaðið „Bjarki“ hætti þvímiðurað koma út. — Meðal nýrra bóka, er út komu, má aórstaklega nefna: þriðja hepti af Ijóðmælum síra Matthíasar Jochumsson- ar, nýja kvæðabók eptir Þorstein Oísla■ son, og ekki sízt íslenzk-enska orðabók eptir Oeir T. Zoeqa kennara, auk bók- menntafólags og þjóðvinafélagsbókanna, o. fl.; en yfir höfuð var liðna árið eigi atburðarikt í bókmenntalegu tilliti. I ipolitisku tilliti mun liðna ársins á hinn bóginn jafnan minnzt, sem merkis- árs, i sögu þjóðar vorrar, þar sem stj'orn- arskrárbreytingin öðlaðist gildi 1. febr. síð- astl., og íslenzka ráðaneytið varð búsett i höfuðstað vorum, jafn framt þvi er landshöfðingjaembættið lagðist niður, og síðar á árinu einnig amtmanna- og land- fógeta-embættin. Stjórnarskrárbrotið, er framið var, þegar nýi ráðherrann var skipaður, mun á hinn bóginn standa, sem svartnr blett- ur, í annálum liðna ársins; en eigi hafa þó aðrir, en ráðherrann, og nokkrir rkaupamenn“ hans, atazt á honum enn, sem komið er, hvað sem síðar verður. Helzt til getspakur reyndist „f>jóðv.“ einnig því miður — það sýnir saga liðna ársins rnjög glögglega —, er vér spáðum því í fyrra, að nýi ráðherrann myndi eigi reynast þjóðinni það happaþing, sem sumir vinir hans létu í veðri vaka, þar sem hann, jafn framt því að tjá sig ærið litilsigldan gagnvart erlenda valdinu, hefir sýnt mjög tilfinnanlega vöntun á ást til réttlætis og óhlutdrægni, og skort á virðingu fyrir lögunum, og ályktunum alþingis. Alþingiskosningarnar, er fram fóru í fimm af kjördæmum landsins síðastl. sumar, sýndu einnig yfirleitt, að þjóð- inni er farið að skiljast, hvar komið er, og vonandi opnar nýja árið auguu á enn fleirum. — Því miður urðu vesturfarir all-miklar, er stöfuðu af ótíðinni og harðindunum árið áður, enda skipun nýju stjórnarinn- ar eigi þannig vaxin, að hún drægi úr vonleysinu, eða glæddi trúna á framtíð inni hér á landi, sem þurft nefði. — • '.............. Nyársprédikan stjórnarblaðanna. Bæði stjórnarblöðin, „Reykjavík“ og „Þjóðólfur“, flytja nú í byrjun ársins lang- ar greinar þess efnis, hve mjög blöð vor stjórnarandstæðinga bregðist skyldu sinni gagnvart fósturjörðinni. „Reykjavík“ hagar að vísu orðum sín- urn almennt, og segir ofur-sakleysislega, að hún láti hvern sjálfráðan um það, hvort honum virðist nokkuð af hugleiðingum blaðsins geta átt við menn og málefni hér á landi; en „Þjóðólfur“, sem hefir á hendi fjósaverkin, er látinn kasta óspart af spaðanum, enda er honum sú iðjan heDtust. Talar hann um „hið látlausa skamma þvogl og íllgirnisþvaður sumra blaða um allt, er hin nýja stjórn vor gerir“, segir, að beitt sé „alls konar ó- ráðvendni í rithætti . . til að óvirða ráð- herrann og ófrægja“, telur „öll hrópyrði stjórnar-óvinanna“, og „sorpaustur Fram- sóknar- og Landvarnarmáltólanna“, „ekki á neinu öðru byggð, en óviturleguflokks- ofstæki og hatri“; ráðherrann sæti „á- stæðulausum, ósvífnisíegum árásum fyrir hvað eina, sem gert er“, enda séu stjórn- arandstæðingar „valdsjúkir og ófyrirleitn- ir skrumarar, sem ekkert hafi annað á borð að bera, en íllgirni og rangsleitni“. En „Þjóðólfur“ gamli huggar sig þó, og segir: „Þjóðin er ekki svo grannvit- ur og sljóskyggn, að hún sjái ekki, hvers konar hvatir það eru, sem stýra penna þessara skammsýnu og ofstækisfullu úlf- úðarseggja“; ráðherrann, sem sé svo ein- staklega „réttsýnn“ og „óhlutdrægur“ hafi „sanna hylli alls þorri þjóðarinnar“, og sé því þetta „látlausa ósanngirnis og úlf- úðarspark að vettugi virt hjá þjóðinni, og alls staðar fyrirlitið að maklegleikum“. Þetta er aðal-inntakið í nýársprédik- un „Þjóðólfs“-guðfræðingsins, og hefir þótt rétt, að tína hér upp nokkur aðal- kjarnyrðin, svo að fleiri fengju að sjá þau, en þeir fáu, sem „Þj óðólf“ lesa, því að eitt er víst, að svona greinar spilla ekki málstað vor stjórnarandstæðinga, en geta fremur haft gagnstæð áhrif, því að ekki má því gleyma, að því að eins hag- ar „Þjhðblfur'í svona orðum sínum, að hann J veit liúsbbnda sínum, ráðlierranum, vera S það þbknanlegt. En þegar stjórn einhvers lands, læt- ur blöð sín kveða upp þann skýlausa dóm yfir öllu, sem haldið er fram af hálfu stjórnarandstæðinga, að það sé sprottið af ofstæki, hatri og mannvonzku, þá er það óbrigðult merki þess, að sú stjórn er ítt, og hverju þjóðfélagi hin háskalogasta. Blöð stjórnarandstæðinga hér á landi hafa jafnan rökstutt aðfínnslur sínar við stjórnina mjög rækilega, og hafi þeim tekizt það miður heppilega, svo sem stjórn- arblöðin láta i veðri vaka, má stjórninni vera það mjög kærkomið, að eiga jafn afl-lítilli mótspyrnu að mæta, ogþvíauð- veldari ætti þá vörnin að vera. filn þegar helzta vörnin af hálfu stjórn- arinnar er í því fólgin, að láta blöð sín freista, að koma þeirri skoðun inn bjá almenningi, að allar aðfinnslur stjórnar- andstæðinga sóu sprottnar af hatri og fúl- mennsku, þá er hætt við, að allir hyggn- ari menn þjóðarinnar sjái, að fátt muni um varnir hjá stjórninni. Auðvitað ætlast enginn til þess, að blöð stjórnarinnar, „Þjóðólfur“ og keypta málgagnið, játi aðfinnslur vor stjórnar- andstæðinga róttar, eða hæli fratnuustöðu vorri; það væri til of mikils mælzt, þar sem ætlunarverk þeirra er vitanlega, að reyna að gylla stjórnina, og breiða blæiu yfir allar hennar ávirðingar, hverju nafni sem nefnast; en getsakirnar, og smánar- yrðin, sem stjórnarblöðin beita gegn oss stjórnarandstæðingum, verða stjórninni ó- efað miklu frernur til ógagns, en ,gagns; það sannast. En það er ástæðulaust af oss, að vera að fást um það, þótt mennirnir „sean- dalíseri“, og látum vór hór því staðar numið að sinni. JRuLtsímÍnvi. fÚr bréfi að vestan): „Skiptar eru skoðanir manna um afrek ráð- herrans í ritsímamálinu; allir hugsa gott til þess, að fá hann, hrort sem þotta verður núkollhríð- in, eða ekki. — Svo dýr getur ritsiminn þó orð- I ið, að í ófæru sé stefnt fyrir oss, snauða menn, og á því ríður um fram allt, að þingið eigi kost á nokkurn veginn nákvæmum og Járeiðanlegum áaetlunum um kostnað landsímans; annars lítt ráðlegt, að leggja út í slíkt stórfyrirtæki, eins og fjárhag vorum nú er komið. Sjálfsagt má ætla, að ráðherrann hafi revnt að ná sem beztum kostum fyrir Island, sem hon- um var auðið, eu því miður virðast erindislok þessarar utanferðar, eins og þeirrar í fyrra, að sumu leyti benda á, að hann megi sín fremur lítils hjá „þeim dönsku“ þar i Hófn. því að varla getur honum hafa verið það ljúft í fyrra, að taka á móti útnefningu sinni, svo þveröfug, sem hún var, við skoðun hans sjálfs, og allrar ís- lenzlcu þjóðariimar, nó holdur nú, að samþykkja lagningu ritsímans á land á Austfjórðum, svo mjög, sem hann fyrir skömmu hafði úthúðaðþeirri tillögu dr. Valtýs Ghtðmundssonar. Það er vissulega óskemintilegt fyrir oss Is- lendinga, ef útlenda valdsins kennir eins eptir, sem áður, í landstjórn vorri, og ef svo þar á ofan skyldi bætast, að ráðkerrann yrði, að meira eða minna leyti, talsmaður þess valds hér heima á Fróni; en vorkunnarlaust ætti þjóðinni að vera, að búa ekki til lengdar við slika afar-kosti“. Fátœkrainálftnefndin. í þá nefnd hefir stjórnin ný skeð kvatt síra Magnús Andrésson á G-ilsbakka, í stað Páls sáluga Briem. Hinir tveir, sem sæti oiga í nefndinni, ern: skrifstofustjóri Jón Magnússon og Ouðjón Ouð- laugsson á Kleifum, báðir stjórnarliðar, svo að líklega hefir eigi þótt mælast vel fyrir, að taka þriðja manninn úr þeim hópnum. Raddir almennings. Þingeyingur, er beðið befir um „Þjóðv.“, ritar 23. nóv. síðastl.: „Eg skal geta þess, að eg panta blaðið sérstaklega vegna þess, bversu drengilega þér hafið átalið framkomu ráðherrans í undirskiiptarmálinu, og fleiri landsmálum, t. d. í skólamálinu. — Sömuloiðis er eg yður þakk- látur fyrir greinina um skilaboð Deuntzer’s nú síðast“. Mörg svipuð bréf berast ritstjóra „Þjóðv.“ öðru hvoru, er sýna glögglega, í hvaða stefnn álit almennings fer, að því er ýmsar gjörðir ráð- herra vors snertir. Prentarasamtökin. Ekki hefir stjórnarliðum orðið kápan úr þvi klæðinu, að geta stöðvað „Isafoldarprentsmiðju11, og „Félagsprentsmiðjuna11, nú um áramótin. — Prentsmiðjurnar bera sig báðar karlmannlega, og segjast þegar hafa fengið svo mikinn mann- afla, er nægi, til að prenta „tsafold“ og „Ing- ólf“, sem og annað, er að kalli i bráðina. Það er því líklega hæpið, að stjórnin treyst- ist til þess, að láta þetta óskabarn sitt, nýja prentfélagið, fá „opinberu prentunina“, noma það bjóðist til þoss, að leysa hana svo ódýrt af hendi, að „Isafoldarprentsmiðjunni11 þyki það ekki borga sig, að sitja fyrir, svo sein gainlir samningar heimila, og þá fer nú starfinn að líkindum að verða litt eptirsóknarverður. En hvað þessir 20—30 prentarar ætla þá að starfa, og láta nýja „prentbáknið“ vinna, er svar- að geti kostnaði, borgað laun þeirra allra, voxti af má ske 50 þús. króna fjárupphæð, o. s. frv., mun þ.ykja fróðlegt að vita.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.