Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1905, Blaðsíða 1
Verð áryanqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — [= Nítjándi árgangur. =[ ■ -!•—|= RITST.T ÓRI: S K ÍJ L I THOKODDSEN. | Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 2. - Bessastöbum, 13. JAN. 19 0 5. Ifna og lldavélar selur jjristján Jorgrímsson. Ritsímamálið. --o<Jx>-; Fróðlegt verður að vita, hvort „heima- stjóruin11 fylgir sömu reglunni, sem gamia stjórnin, að demba ýmsum iagafrumvörp- um inn á þing, án þess þjóðin fái vitn- eskju um þau, fyr en þau eru lögð fram í þingsalnum, eða því sem næst, ef ein- hver blaðamaður fær af náð að sjá þau 2—3 dögum fyr. Vér höfum opt vakið máls á því, hve óheppiieg regla þetta er. Að svo miklu leyt.i, sem unnt er, þarf reglan að verða sú, að þjóðin eigi svo tímanlega kost á þvi, að kynna sér frum- vörp stjórnarinnar, að kjósendur geti á þingmálafundunum að vorinu iátið uppi skoðanir sinar um málin, svo að þing- menn þurfi eigi að greiða atkvæði um þau á þingi, án þess að hafa átt kost á því, að bera sig saman við kjósendur sína. Eitt stórmál, sem menn vita, að stjórn- in hefir að undanförnu verið að fást við, er ritsmamaUð, sem ráðherrann hefir, á- samt danska samgöngumálaráðherranum, samið um við norræna ritsímafélagið, eins og skýrt var frá í 40. nr. „Þjóðv.“ f. á. En um einstök atriði samnings þessa er almenningi ókunnugt, svo að blaða- menn geta eigi skýrt stórmál þetta fyrir þjóðinni, svo sem þörf er á. í dönskum blöðum er svo að sjá, sem norræna ritsímafélagið telji samning þenna fullgildan, án þess samþykkis al- þingis sé leitað; en hvort svo er, verður eigi sagt, meðan samninginum er haldið leyndum. Svo mikið hefir þó kvisazt, að menn vita, að samningur þessi er alls eigi sam- kvæmur fjárveitingu siðasta alþingis, en leggur landinu miklu meiri útgjaldabyrð- arwá herðar, en þingið ætlaðist til. Það mættu þvi teljast firn mikil, ef ráðherrann hefði leyft sér, að gjörasamn- ing þenna, án þess að geyma þinginu rétt til þess, að eiga lögákveðið atkvæði um málið. Hafi ráðherrann eigi gætt þessa, þá er lítt trúlegt, að „heimastjórnarmennirn- ir“ séu orðnir svo auðsveipir „þénararw, að þeir geri sér það að góðu, að fjárveit- ingarvald alþingis sé þannig fótum troðið. En þó að ráðherrann hafi ritað undir samning þenna að áskildu samþykki al- þingis, þá vœri fróðlegt að vita, hvaða nauðsyn hefir hnúð hann til þ«ss, að rita undir sanining, sem eigi að eins fer í hein- an lága rið yfirlýstar shoðanir sjálfs hans í rits/nmniálimi, heldur og við fjárveiting þingsins? Hví mátti eigi bíða næsta alþingis? Hví mátti eigi leggja fyrir það tilboð norræna ritsímafélagsins, og láta það svo sjálfrátt um þnð, hvort það gengi að boð- um félagsins, eður eigi? Þingið hafði þá algjörlega óbundnar hendur, í stað þess er undirskript ráð- herrans undir samninginn leggur talsvert band á þingið, ekki sízt á flokbsmenn ráðherrans, „heimastjórnarmenninaw, sem nauðugir munu vilja ganga í berhögg við herra sinn, og gjöra samning hans ó- gildan. Yér fáum því eigi betur séð, en að ritsíma-samningur ráðherrans, hvernig sem á hann er litið, sé árás á fjárveiting- arvaid alþingis, og teljum þjóðina því eiga fyllstu heimtingu [á því, að ráðherrann geri sem allra-bráðast glögga grein fyrir, hvaða nauðsyn hefir rekið hann til þess, að flýta þessum samningum svo mjög. I einu blaði (wIngólfiw) hefir einnig verið vakið máls á þvi, að hugsanlegtsé, að hér sé að eins um einkaleyfissamning að ræða, er veiti norræna ritsímafélaginu einkarétt til ritsimalagningarinnar um á- kveðið áraskeið, án þess félagið sé skuld- bundið í því efni. Samningur þessi gæti þá orðið til þess, að hindra allar framkvændir í máli þessu um hríð, og væri þá sannarlega ver farið, en heima setið. Yér eigum að vísu örðugt með að trúa því, að ráðherrann hafi léð nafn sitt undir slíka fjarstæðu; en hví þegir stjórn- in við þessu? Á dönskum blöðum er svo að sjá, sem norræna ritsimafélagið eigi, eptir samninginum, að annast lagningu land- símans, frá Austfjörðum til Eeykjavíkur, að öllu leyti, og gera landinu reikning fyrir þeim hluta kostnaðarins, sem fer fram úr þeim 300 þús. króna, er félagið leggur sjálft fram, 'hversu há, sem sú upphæð kann að verða. Sé þessu þannig varið, væri fróðlegt að vita, hvernig eptirlitinu afhálfuland- stjórnarinnar á að vera háttað, hvaða trygging er fyrir því, að félagið noti að eins haldgott efni, að útbúnaður allur verði sem tryggastur o. s. frv., því að illa væri þá farið, ef notað væri svo ó- nýtt efni, t. d. endingarlitlir tréstaurar, að landsíminn væri orðinn ónýtur eptir 10—20 ár. Enn fremur þyrfti stjórnin sem fyrst að skýra almenningi frá því, hvaða trygg- ing er sett fyrir þ ví, að efnið verði feng- ið á sem ódýrastan hátt, að flutningur þess til landsins, og upp í sveitir og ó- byggðir, verði sem kostnaðarminnstur o. s. frv. Að líkindum má og ætla, að stjórnin geti gefið nokkurn veginn glöggar upp- lýsingar um kostnaðinn við lagningu landsímans, áætlun um árlegan viðhalds- kostnað, kostnað við rekstur fyrirtækis- ins hér innan lands o. s. frv, Enn fremur þarf þjóðin að fá að vita, um hvaða sveitir landsíminn, milli Aust- fjarða og Reykjavíkur, á að liggja, og hvaða aukalínur stjórnin hefir áformað, að lagðar verði út úr aðal-línunni, svo að sem flest kauptón, og sveitir, geti orðið ritsímasambandsins við umheiminn að- njótandi. Hver er kostnaðurinn við lagningu þeirraj aukalína, við viðhald þeirra og ár- legan rel.stur? Er norræna félaginu einnig ætlað, að leggja þessar aukalínur á kostnað lands- sjóðsins? Um allt þetta þarf þing og þjóð að fá sem glöggastar upplýsingar. Það er auðvitað mjög þýðingarmikið fyrir landið, að komast í ritsímasamband viðl: umheiminn, og að geta skipzt á hrað- skeytum hér innanlands, en í slík stór- fyrirtæki ræðst þó enginn hygginn mað- ur, án þess að geta gert sér nokkum veginn ljósa grein fyrir kostnaðinum. En sannast að segja, efum vér mikil- lega, að ráðherrann hafi glögga hugmynd um, hvað allt þetta kostar, eða viti öllu meira um það,' en Pétur, eða Páll. Og sé nú svo, sem vér hyggjum, heíði óefað verið réttara, að hann hefði frestað öllum samningum, unz leitað var álits og atkvæða fjárveitingavaldsins, þar sem hann eigi gat komizt að þeim samn- ingum, er síðasta alþingi áskildi, enda hafðyhann enga heimild til frekari, nó annara, samninga. Áður en samið er við norræna ritsíma- félagið, þarf þjóðinni einnig að verða það ljóst, að eigi sé kostur á þráðlausri firð- ritun milli íslands og útlanda, er sé kostnaðarminni. Sérstaklega þarf og að íhuga það, hvort þráðlaus firðritun myndi eigi borga sig betur hér innan lands, ekki sízt er til viðhaldskostnaðarins er litið, sem hlýtur að verða ærið tilfinnanlegur í jafn strjál- byggðu, óg óveðrasömu, landi, sem ísland er, þegar um landsíma ræðir. Má vera, að þráðlaus firðritun sé dýr, sem stendur, sakir einkaréttar, sem þeirri uppfundingu hefir verið tryggður; en hvað lengi stendur sá einkaréttur? Að öllum likindum tæpast lengur, en 10—15 ár enn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.