Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.01.1905, Blaðsíða 2
6 Þjóbtiljinn. Og séu nú líkur til þess, að vér, að þeim tíma liðnum, getum komið á þráð- lausu firðritunarsambandi við útlönd, og innan lands, með margfalt minni kostn- aði, en vér nú yrðum að leggja fram, samkvæmt ráðherra-samninginum, myndi það þá eigi ærið íhugunarefni, hvort flas- andi væri að þvi, að ráða nú þegar mál- inu til lykta? Þegar um slik fyrirtæki ræðir, er kosta miljónirnar, megum vér eigi gleyma því, að þjóðin er fámenn, og gjaldþolið lítið. Að lokum þarf einnig að koma fram glögg skýrsla um það, hvað til þess kem- ur, að norræna ritsímafélagið leggur nú allt kapp á það, að halda máli þessu í sínum höndum, og hvort það er eigi rétt, sem hermt hefir verið, að Bretastjórn hafi synjað félaginu um framlengingu einka- leyfis til ritsíma milli Jótlands og Eng- lands, og víðar, nema það leggði ritsíma til Islands. Sé svo, þá eigum vér Islendingar lag- lega að hjálpa félaginu úr kröggum, og hefir þá ráðherra vor alls eigi reynzt þessu danska stórgróðafélagi óþarfur hjálpar- maður. Það er því, sem von er, ærið margt, sem enn þarf að skýrast, áður en þjóðin getur skapað sér glögga, og rökstudda, skoðun i stórmáli þessu. Og þessar skýringar teljum vér stjóm- inni siðferðislega skylt að láta almenn- | ingi í té svo tímanlega, að þjóðin geti rækilega áttað sig á málinu á undan þing- málafundunum í vor. Bókfregn. Ámi Garborg: 1 ýndi faðirinn. Þýð- ing úr ný-norsku, eptir Árna Jóhannsson. Kostnaðarmaður: Davíð Östlund Rvík lí»04. 115 bls. 8vo. Höfundur bókar þessarar er norska skáldið Árni Oarborg, sem er i tölu beztu skálda Norðmanna, þótt eigi hafi hann náð heimsfrægð þeirra Björnson’s og Ib- sen’s. — Bókin segir frá manni, sem horf- ið hafði frá æskustöðvum sínum, út í heiminn, og eytt þar lífinu i gjálífi og glaumi, en var orðinn örvasa, og dauðvona, einstæðingur, er sagan hefst, og þráir þá heitt, að finna aptur föðurinn, sem hann hafði glatað, raeðan heimurinn lék við hann, og hann við heiminn; en týndi faðirinn, sem hann er að leita að, er guðs- trúin, sera horfin er úr sálu hans í þessum vandræðum sínum, snýr hann sér fyrst til prestanna, er „sungu sálma sina, og þuldu bænir og kjarnyrði“, en föðurinn fann hann ekki. — Á sömu leið fór einnig, er hann sneri sér til speking- anna, og einn hinn elzti þeirra vék sér þá að honum, og mælti: „Ert þú einn af þeina, sem leita föðursins? Eitt vil eg segja þér: Sá, sem leitar, mun finna, en ekki það, er hann leitar eptir. Fað- irinn er þannig til orðinn, að barnið skapaði hann í sinni mynd; það hugsaði sér hann mik- inn, og voldugan, og skipaði hann sér til trausts og athvarfs, — af því að það var sjálft lítið og vanmáttugt, og gat ekki verið föðurlaust. En þegar því vex fiskur um hrygg, og það fer að verða óánægt með skipulag, og niður- röðun, hlutanna, og þegar það faer ekki hjálp, er það biður um hana, og ekki svar, er það spyr, þá fer það á leit eptir föðurnum, en finn- ur — sig sjálft“. Að lokum finnur hann bróður sinn, er gjörzt hafði einsetumaður, á eyði-heiði, selt allar eigur sínar, og gefið þær fá- tækum, svo að margir töldu hann vit- skertan, og bókin er svo nær öll um sam- ræður þeirra bræðra, um tilveru guðs, og ákvörðun lífsins, eða eintal hins fyrnefnda um efasemdir og hugarstríð sjálfs hans. Það er auðsætt, að köfundur bókar þessarar hefir sjálfur gengið gegnum hreinsunareld efasemdanna, og að hjá hon- um hafa vaknað ýmsar spurningar, er opt hljóta að hvarfla í huga þeirra., er hugsa um hina leyndardómsfullu ráðgátu lífsins, eins Og t. d., er hann segir: „Sumir eru fæddir góðir. Öðrum er skákað inn í heiminn með svo mörgum illum hugrenn- ingum, og þeir vaxa upp í svo illu loptslagi, að þeir geta ekki orðið góðir .... Og líttu á heiminn, og taktu eptir, hvernig allt gengur þar. Þeim, sem góðir eru, líður ílla. Þeir, sem vondir eru, lifa í vellystingum. Réttvís- in er þögguð niður; valdið ræður. Og að eins ein lög eru til: að hinn sterki oti hinn veika. Og samt sem áður trúir þú á stjórnandann, trúir, að hann sé mönnum, eins og faðir!“ En þrátt fyrir þessar, og þvilikar, efa- semdir, lætur höfundurinn þó mann þenna sigra að lokum, áður en hann deyr, læt- ur hann finna föðurinn, og ganga örugg- an „inn í hið óþekkta, eins og í bjartan draum“. Þó að bók þessi sé ekki skemmtibók, heldur öllu fremur hugvekja alvarlegs efnis, ætti hún að lesast, og lesast með athygii, því að hún ber að mörgu leyti snilldarbraginn á sér, og ræðir um það efni, sem öðru hvoru hlýtur að vekja urn- hugsun flestra. Þýðingin á þessari bók Oarborg's virð- ist yfir höfuð hafa tekizt fremur vel, málið víðast látlaust og vandað. Enski heimspekingurinn Huxley segir, meðal annars, í ritum sínum: Hvar sem eg lit á nátt- úruna, finn eg hvergi minnstu ástæðu, er sýni, j að jeg eigi fremur að gjöra það, sem rétt er, on I rangt. Að eins í sjálfum mér er rödd, sem eigi lætur j mig hafa frið, en krefst þess í sífellu, að eg j gjöriþað, sem rétt er, og hún sker sjálf úr því, hvað rétt sé. Hún dregur sjálf merkjalínuna milli góðs og ílls, og leiðir fram nýja hugsjón, nýja lifsstefnu, sem heimurinn, er umhverfis oss er, þekkir alls eigi. Hún krefst þess, að eg breyti gagnstætt allri náttúrunni, gagnstætt eðli sjálfs mín, og skipar mér að heyja baráttu við sterkar hvatir, sem i eðli sjálfs mín eru. Og þetta skipar hún mér að gjöra, án þess • að greina nokkra aðra ástæðu til þess, en þá einu, að það sé rétt. — Hún heitir engum laun- um, engum ábata, en skipar mér þvert á móti, — svo að eg verð að hlýða henni —, að fórna bamingju sjálfs mín, nautnum mínum, og jafn ; vel lifinu, til þess að hlýðnast boðum hennar. I Vissulega er þetta leyndardómsfull rödd, er j eigi stendur í neinu sambandi við náttúru-öflin og náttúrulögmálið; en þó er því svo varið, að brjóti eg boðorð hennar, missi eg virðinguna fyrir sjálfum mér, og missi það, sem meira er um vert, en lífið sjálft. Náttúran spyr á hinn bóginn aldrei um það, hvað rétt sé, eða rangt, heldur að oins um það, XIX., 2. hvað haganlegast sé; þar ræður lögmál eigin- girninnar, og sá verður að þoka, sem máttminni er. Mjög tilfinnanleg rangsleitni er það, hvernig þeir menn eru settir hér á landi, er þurfa að höfða mál gegn sýslumönnum, eða eiga í málaferlum, þar sem sýslumaður þeirra víkur dómarasæti, sakir frændsemi, mágsemda, eða af öðr- um orsökum. ± slíkum tilfellum verður málspartur- inn að fá setudómara skipaðan, sem all- optast er búsettur í öðru lögsagnarum- dæmi, eða má ske í öðrum landsfjórðungi, og ekki er skyldugur, til þess að hreifa sig, nema málsparturinn greiði honum fyrir fram áætlaðan ferðakostnað, og dag- peninga, eða setji örugga tryggingu fyr- ir greiðslu kostnaðarins eptir á, og getur þetta opt og tíðum skipt hundruðum króna. Félitlir menn, er svo er ástatt fyrir, að mál þeirra eigi verður rekið, nema með setudómara, verða því all-oj)tast að leggja árar í bát, og geta eigi náð rétti sínum, þar sem þeir hafa eng- in tök á því, að leggja fram fé það, er þarf, til þess að fá setudómara á dóm- staðinn. Á hinn bóginn er það aaðsæ réttlœtis- krafa, að maður, sem þarf að höfða mál gegn einhverjum sýslumanninum, eða ná- frænda hans t. d., á ekki á neinn hátt að vera ver settur, en sá, er mál höfðar gegn einhverjum öðrum, sem sýslumaður hans getur sjálfur fjallað um. Til þess að ráða bót á þessu órétt- læti, sem opt hefir komið hart niður á einstökum mönnum, er eina ráðið, að gera landssjóði að skyldn, að greiða allan þann sérstaka kostnað, er af skipun setu- dómara leiðir, svo sem ferðakostnað setu- dómarans til dómsstaðarins, og heim apt- ur, dagpeninga o. fl., svo að sá, er setu- dómarans beiðist, sé að engu leyti ver settur, en ef hann hefði átt þess kostinn, að nota dómara héraðs síns. Það er og aðgætandi, að meðan svo er, sem nú, að það má heita félitlum mönnum ókieyft, að ná rétti sínum gagn- vart héraðsdómurum hér á landi, þá er hætt við, að þeir sýslumenn geti verið til, sem leyfi sér ýmislegt gagnvart sýslubú- um sinum, sem þeir eigi mundu gjöra, ef málaferli gegn þeim væru ekki kostn- aðarsamari, en gegn hverjum öðrum. En sizt ætti þjóðfélagið á nokkurn hátt að gefa tilefni til þess, að leiða í slika freistni. Auðkúlu-prestukall. Um Auðkúlu-prestakall í Húnavatnsprófasts- dæmi hefir enginn sótt, nema síra Stefán M. Jónsson, sem þar hefir verið prestur, en fengið hafði veitingu fyrir Stokkseyrar-prestakalli. — Það má því telja víst, að hann sitji kyr í sínu fyrra prestakalli, og að Stokkseyrar-prestakall verði að nýju auglýst til umsóknar. Landsbankinn. Landsbankastjórninni þykir, sem von er, leið- inlegt, að landsbankaseðlarnir séu settir skör lægra, en seðlar „íslandsbanka“, og gangi að eins með afföllum erlendis, og hefir þvi komið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.