Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.01.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.01.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqsing (minnst 62 arkir) 3 kr. 50 aur.; rrlendis 4 kr. 50 aur.. og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJOÐYILJINN. •— |= Nítjándi ÁBÖANGDH. =1-..— ] IJppsögn skrifleg, ógild nema kotnin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliöa uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðiö. M 3. ifna og lldavclar selur Iristjdn Jorgrímsson. tJtlönd. Ráðherraskiptí í Danmörku. — Port-Arthur unnin. Helztu tíðindi, er borizt bafa frá út- lönduro, eru: . Danmörk. Þar gengu um áramótin óveður mikil, ofsa-stormar, bleytuslög og rigningar, er víða ollu all-miklum eigna- skemmdum, svo sem nákvæmar mun getið verða í næsta nr. rÞjóðv.u í des. kvað „Sjó- og verzlunar-réttur- inn“ í Kaupmannahöfn loks upp dóm í máli því, er böfðað hafði verið, út af voða-slysinu, er varð 28. júní síðastl., þegar gufuskipið rNorgeu, eitt af skip- um „sameinaða gufuskipafélagsins", fórst við blindskerin rEock allu, í grennd við Skotland, og fleiri hundruð manna drukknuðu. — Laut rannsóknin eÍDkum að því, hvort slys þetta hefði orsakazt af kirðuleysi GundeVs skipstjóra, eða af íll- um útbúnaði á skipi og áliöldum, og varð niðurstaðan sií, að rsameinaða gufuskipa- félaginuu væri eigi sök á gefandi, en á hinn bóginn þótti Gitndel skipstjóri eigi liafa látið dýpis-mælingar fara fram, sem þurfti, áður en skipið kenndi grunns; en þar sem hann þótti hafa sýnt mikið snar- ræði, og dugnað, eptir að skipið kenndi grunns, var hann þó látinn sleppa á þann hátt, að borga nokkurn hluta málskostn- aðar. Svo fór, sem rÞjóðv.u spáði, að danska ráðaneytið myndi eigi reynast fast í sessi, þar sem þrætu-eplinu, „hýðingarfrum- varpiu Álbertí’s, var varpað inn á þingið í haust. Það varð, sem vita mátti, til þess, að auka suDdrunguna í þingliði vinstrimanna, enda bætti það eigi um, að Madsen, hermálaráðherra, varð óvinsælli með degi kverjum. Hefir hann lítt þótt fylgja stefnu vinstrimanna í hermálum, en reynt á ýmsar lundir, að efla víg- girðingarnar umhverfis Kaupmannahöfn, er byggðar voru i tið hægristjórnarinnar, í fullu lagaleysi, auk þess er frjálslynd- ari vinstrimönnum mislíkaði framkoma hans, og fjárbrutl til hersins, að ýmsu öðru leyti. Loks varð óánægjan yfir þeim Albertí og Madsen svo almenn, að þeir sáu sér eigi anDan kost vænni, en að beiðast lausn- ar frá ráðherrastörfum 6. jan. síðastl., og jafn framt þeim sleppa völdum: OleHan- sen, landbúnaðarráðherra, Enevold Sörensen, innanríkisráðherra, og Christensen-Stadil, Bessastöbum, 21. JAN. ráðherra kennslumálanna, enda hafa þeir stutt Álbertí og Madsen í ráðaneytinu að ýmsu leyti. Svona stóðu sakirnar, er „Kong Ingeu fór frá Leith, og var þá talið víst, að eigi héldu völdum áfram aðrir, en Deuntzer, forsætisráðherra, Chr. Hage, fjármálaráð- herra, og Jónhcke, sjómála-ráðherra, og svo að sjálfsögðu Hafstein vor. —H verir ráðherrar verða, í stað þeirra Alberti’s og Madsen’s, og félaga þeirra, var óvíst, en talið líklegt, að þeir yrðu úr flokki frjáls- lyndari fylkingararms vinstrimanna; en um þetta koma nú óefað fréttir þessa dagana, og skýrir þá rÞjóðv.u greinileg- ar frá tíðindum þessum. — Frakkland. Þaðan er þeirra tiðinda að geta, að Syveton þingmaður, er barði Andrée hermálaráðherra í þingsalnum, réð sér bana í des., ekömmu fyrir jólin. Mjög hávaðasamt á þingi Frakka ný skeð, og enn á ný lent þar í barsmíðum. Spánn. Nýlega trúlofaðist Álfonso kon- ungur, og er konuefnið þýzk hertogadótt- ir, Maria Antoinette að nafni. — Hún er frá Mecklenburg-Schverin, og færi betur, að hún seekti meiri gæfu í drottningar- sessinn, en nafna hennar, kona Loðviks XVI, Frakka konungs, er tekin var af lífi í stjórnarbyltingunni miklu.---- Rússland. Ekki ætlar Nicolaj keisari að verða við þeirri ósk fulltrúa rSem- stvou-héraðsnefndanna, er getið var í 50. nr. „Þjóðv.u f. á., að veita þegnum sín- um frjálslega stjórnarskipun, heldur kvað stjórninni vera fast í huga, að halda fast í einveldið. — Á hinn bóginn hefir Nicol- aj keisari þó látið skipa nefnd manna, til þess að ræða éinhverjar tillögur til breyt- inga, er fyrir honum kvað vaka, og eru þær byggðar á því, að einveldinu sé hald- ið, og telja frjálslyndir menn þær því þýðingarlausar, þótt þær kæmu einhvern tíma til f'ramkvæmdar, sem er næstahæpið. Mjög er nú sagt róstusamt í ýmsum borgum á Kússlandi, svo að segja dag- lega uppþot einhvers staðar, og götubar- dagar öðru hvoru, t. d. ný skeð í höfuð- borginni, Pétursborg, þar sem mælt er, að um 100 manna hafi beðið bana, en stjórnin treyBtir þvi, að hún geti kúgað allar uppreisnar tilraunir með harðneskju og hervaldi, sem fyr; en hvort þær von- ir hennar rætast, eÍDS og nú er ástatt á Bússlandi, er liklega nokkuð vafasamt. Austræni ófriðurinn. 13. des. náðu Japanar, eptir harða atlögu, Kínkvan- virkinu, einu virkja þeirra, sem næst eru Port-Arthur. — Höf ðu þeir grafið göng að virkinu neðan jarðar, og brutust þar frara, og réðu á virkið, en biðu ógurlegt mann- fall, áður en þeim tókst að lokum að ná því. Þar tóku þeir 10 fallbyssur, auk 19 0 5. annara hergagna, og tók þeim eptir þetta að ganga greiðlegar, með þvi að nú þok- uðust þeir brátt svo nálægt borginni, að þeir gátu eigi að eins skotið á hana, heldur og á skip þau, er á höfninni lágu. 14. des. tókst Japönum að gera her- skip Rússa „Sevastopolu óhaffært; það var eina stórskipið, er Rússar áttu þá eptir í Port-Arthur, og tókst japönskum ^undurbátum að skjótast að því í dimm- um hríðarbyl, þar sem það lá skammt fyrir utan hafnarmynnið, og senda því tundurskeyti, er gerðu það hriplekt. — Rússneskir tundurbátar, er voru þar í grenndinni, urðu einskis varir, fyrenum 8einan, og sökktu Japanar einum þeirra. — Siðan náðu og skot frá umsáturshern- um „Sevastopolu, og var það þá algjör- lega úr sögunni. Loks krepptu Japanar svo að liði Rússa í Port-Arthur, að varnarliðið beidd- ist griða á nyársdag, og seldi borgina í hendur J&pönum. Borgin var þá nær öll í rústum, og nær þriðjungur borgarbúa sárir, eða sjirk- ir á annan hátt, og áttu við hinn versta aðbúnað að búa, þar sem meðul voru öll þrotin, ekkert neyzluvatn fáanlegt, nema rigningarvatn, og vistir einnig orðnar mjög af skornum skammti, allt ketmeti t. d. þrotið, o. s. frv. Skotfæri Rússa voru þá einnig upp unnin, svo að þeim var Dauðugur einn kostur, að gefast upp. — Flota-leifar Rússa í Port-Arthur voru þá einnig gjöreyddar, því að þær fleytur, sem Japanar höfðu eigi eyðilagt, höfðu Rússar sjálfir sprengt í löpt upp. Tala þeirra manna, karla og kvenna, er gáfust upp, var alls um 48 þús., þar af nær helmingur hermenn, og 12 rússn- eskir hershöfðingjar. Japanar leyfðu yfirmönnum, og rússn- eskum embættismönnum í Port-Arthur, að fara hvert á land, er vildu, en létu þá þó áður lofa því við drengskap sinn, að bera eigi vopn gegn Japönum, með- an er ófriðurinn stæði yfir, eða vÍDna þeim neitt ógagn. Eins og nærri má geta urðu Japanar afar-kátir, er Port-Arthur var unDÍn, og Japanskeisari vottaði þegar Nogí hershöfð- ingja, er stýrt hefir umsáturshernum á landi, þakkir sinar, sem og logo aðmír- áli, er sótt hefir borgina af sjó. Stössd hershöfðingja, er stýrt hefir liði Rússa í Port-Arthur, tjáði keisarinn einnig virð- ingu sína, og bauð honum á sinn fund; en Stössel hershöfðingi lagðistþá veikur, eptir allt stritið, enda óvíst, hvort sem var, að hann hefði þegið boð keisarans. Það er og sízt að furða, þó að Jap- anar fagni þessum mikla sigri, sem hefir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.