Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Blaðsíða 2
Skútustöðum og Jón Jónsson á Stafafelli, og s íra Jón Halldórsson á Skeggjastöðum. Strandaður Ibotnverpingur. Enskur kotnverpingur, frá Akerdeen, „Banff- shire“ að nafni, strandaði, aðfaranóttina 16. jan- úar síðastl., á miðjum Breiðamerkursandi í Skapta- feilssýslu. — Skipið var að koma frá Bretiandi, og misstu skipverjar skipsbátinn litlu áður, en skipið rakst á grunn, svo að þeir urðu að bíðaí skipinu 28 kl.stundir, en gátu þá loks vaðið í land, um há-fjöru, og tók sjórinn þeim í mitti. — Tóku þeir síðan að leita byggða, en ár voru ófserar, og voru þeir því komnir upp undir jökla, og æt.luðu að láta þar fyrir berast, alveg úrræða- lausir, og var þá komið kalza-veður, og frost, svo að þá hefði óefað kalið. •— En til allrar ham- ingju vildi svo til, að Björn bóndi Pálsson á Tvískerjum hafði 17. janúar farið á reka, og sá Strandið, og mannasporin, og fann strandmenn- ina að Iokum, og gat komið þeim hðim til sin. Dvöldu þeir þar til 24. janúar, er 6 Oræfingar lögðu af stað með þá til Reykjavíkur, og var Ari hreppstjóri Hálfdánarson á Eagurhólsrnýri fyrir förinni. — Komu menn þessir til Reykja- víkur 6. febr., og lét skip3tjórinn, Alfred Jones, mjög vel vfir gestrisni, og hjálpfýsi, er þeir hefðu hvívetna þegið. Rjómabiiiinum fjölgar smátt og smátt; eitt var stofnað i Fnjóskadal i Suður-Þingeyjarsýslu 3. janúar síð- asti.. og rjómabú eru í undirbúningi í Mývatns- sveit, og i Þorkelshóls- og Engihlíðar-hreppum í Húnava.tnssýslu. 19. janúar hélt br. Sig. búfr. Sigurðsson, aðal- frumkvöðull rjómabúanna hér á landi, fund að Þjórsárbrú, og mættu þar fulltrúar frá 10 rjóma- búum. — Á fundi þessum var stofnað sambands- félag fyrir sunnlenzku rjómabúin, og samþykkt frumvarp, er hr. Sig. Sig. hafði samið í þvi skyni. mógir Bárðar var Halldóra Ólafsdóttir prests, skálds á Söndnm, Jónssonar. Þau hjón Ólafur og Þórdís bjuggu nokkur ár á Ketilseyri, og síðar á Hrauni í Keldudal, en brugðu síðan búskap, og byggðu ibúðarhús á Þingeyri, með því Ólafur stundaði sjóinennsku, og var skip- stjóri ár eptir ár. Börn þeira hjóna voru: 1. Andrés, lærði sjómannafræði, dó ógipt- ur, utanlands. 2. frú Svanfrícíur, seinni kona verzlunarstjóra F. R. WendeJs á Þingeyri. 3. frú Marsíbíl, koaa Matthíasar Ólafssonar, kaupmanns í Haukadal, 4. frú Ólína, kona Rermanns Wendels á Þing- eyri. 5. Þórdís, er fór til Amoríku. 6. G-ufi- munda, kona Böðvars tómthúsmanns á Þingeyri. 7. Steinn. 8. ólaf'ur. Þórdís sál. var kvennval, trygglynd og einkar hjartagóð. Hún var langa tíð mjög heilsubiluð, en bar heilsubrest sinn með frábærri þolinmæði og glaðværð, svo að aldrei heyrðist annað, en allt léki í lyndi, og allir þeir, sem einhver kynni höfðu af henni, unnu henni hugástum. Hún var jarðsett að Söndum, með fjölmennri líkfylgd, þann 23. desember. Flutti síra Þbrður Otafsson gagnorða hús- kveðju á heimili hennar, áður en líkið var borið þaðan, og líkræðu i kirkjunni. — Áður en likið var borið frá sorgar- húsinu, voru og sungin nokkur erindi, er ort hafði Sighvatur Gr. Borgfirðingur á Höf ða, og er þar, meðal annar«s, kveðið svo -að orði: Fjárkláðiun. Hans hofir því miður, þrátt fyrir baðanirnar í jj fyrra vetur, orðið vart á 2 bæjurn í Sva.rfaðar- j dal i Eyjafjarðarsýslu, og á 2 bæjum í Aðal- | reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Vonandi er, að skoðanir þær, sem fjárkláða- í læknirinn, hr. O. Myldestad, hefir nú skipað fyrir um, fari samvizkusamlega fram, því að ella er hætt við, að kláðinn kunni einhvers staðar að J eynast, og væri það mjög illa farið, slíku stórfé, sem landssjóður ver til útrýmingarinnar. Man n alát. Þann ltí. desember siðast). andaðist, á Þingeyri i Dýrafirði, húsfrú Þórdís 01- afsdbthr. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Olafnr bóridi á Auðkúlu í Arnar- firði, J'onsson, bónda á Auðkúlu, öuðmunds- sonarfráAnðkúlu,Arasonar,fráHaukabergi, Jónssonar í Reykjarfirði, Hannessonar læknis, Grunnlaugssonar, prests á Stað á Reykjanesi, Snorrasonar. Kona Olafs á Auðkúlu var Guðny Ólafsdottir, bónda frá Raukadal í Dýrafirði, Ólafsspnar í Hauka- dal, Bjarnasonar frá Hvammi í Dýrafirði, Þorvaldssonar. Þær ættir eru mjög fjöl- meimar um Dýrafjörð, og víðar vestra. Þórdís sál. var fædd á Auðkúlu í Arnarfirði 14. ágúst 1840: fór hún ung til móðurfólks síns í Haukadal, og ólst að míkluleyti upp hjá því, en fór aptur heim til foreldra sinna vorið 1866, og giptist þar 6. sept. 1867, eptirlifandi manni sinum, Ólafi skipstjóra yngra Péturssyni frá Kjaranstöðum og IJofi, Ólafssonar eldra á Innrihúsum i Núpsþorpi, Hákon- arsonar frá Arnarnesi, Bárðarsonar; en „Llfs og dauðans herra hár! Ó, sú hönd,’ sem líknar lýðum, líka sendir opt og tíðnm hörnum sínum sorg og tár; en þótt skilið ei vér fáum alvalds mikla speki ráð, í hans gjörðum öllum sjáum, einskær mildi felst og náð. Ljúfa Þórdís, líf þitt var fyrirmynd að dyggð og dáðum, Drottinn hjó þig ótal ráðum, kost að sýna kvenndyggðar. Bjargföst tryggð í hreinu hjarta hverja stundu bjó þér með; fáar brúðir betur skarta, blítt var þitt og rósamt geð. Ó, hve friðsælt líf þitt leið, þér af hjarta allir unnu, er þitt lífsstarf meta kunnu, allt þitt langa æfiskeið. Þú varst söm í sæld og harmi, sí-glaðvær á tímans braut, studd af Drottins öflga armi yfirvannstu hverja þraut“. Blessuð sé minuing hinnar framliðnu merkiskonu. — S. 24. des. síðastl. andaðist að heimili sínu, Höfða í Grunnavíkurhreppi í Isa- fjarðarsýshijbænda-öldungurinn.JówFayws- son, 73 ára að aldri, fæddur 10. des. 1831. — Hann var elztur bænda i Grunnavik- urhreppi, og hafði búið að Höfða yfir 40 ár, síðan vorið 1863. Jón sálugi Yagnsson var kvæntur Saló- me Jóhannesdóttur, frá Kvíum, er lifir mann sinn. — Þeim hjónum varð alls 10 barna auðið, og dóu fjögur í æsku, en 6 eru á lífi, öll upp komin, og mannvæn- leg, og eru þau þessi: 1. Elín, ekkja Guðm. sáluga Benediktssonar, búandi á parti úr jörðinni Höfða. 2. Híram, bóndi á Atlastöðum í Fijótum í Sléttuhreppi. 3. Finnhogi, húsmaður í Kjós í Grunna- víkurhreppi. 4. EngUráð, gipt Elíasi bónda Halldórssyni á Nesi. 5. Hjálmar, fyrir- vinna hjá móður sinni á Höfða. 6. Þuríð- ur, ógipt, hjá móður sinni. Enda þótt Jón sálagi Yagnsson væri dugnaðarinaður, bæði til lands og sjávar, var búskapur 'hans þó tíðasfc fremur þröng- ur. þar sem börain voru. mörg, og kom hann þeim þó öllum heiðarlega upp, og mannaði þau vel. — Hann var maður vel greindur, ræðinn, og skemmtinn í viðmóti, og margt vel gefið, og var því jafnan, sem maklegt var, talinn í röð fremstu sveitunga sinna. — 2. janúar þ. á. andaðist á Akureyri cand. phlios. Bernharð Agust Laxdal, 28 ára að aldri, fæddur 6. sopt. 1876. — Banainein hans var berklaveiki, er hann hafði þjáðst af í 18 mánuði. — Hernharð var einkasonur höfðíngshjónanna Eggerts kaupm. Laxdal á Akureyri og Rannveig- ar, konu hans. — Hann varð stúdent 1897, og tók heimspekispróf í Kaupmannahöfn ári síðar, en hætfci síðan ná-ni, og var við verzlunarstörf, fyrst á Pafcreksfirði, og síðan á Akureyri. — Hann lætur ept- ir sig oinn son, 6 ára, Eggert að naíni. Nýlega er og látinn Konráð hrepp- stjóri Jbnsson á Bæ á Höfðaströnd í Skaga- fjarðarsýslu, um sjötugt. — Hano var í töiu merkustu bænda þar um sveitir. „Komst upp um strákinn Tuma“. A aðal-fundi blutafélagsins „Reykjavík“, er haldinn var 3. febr. síðastl., voru, meðal annars, lagðir fram reikningar félagsins fyrir síðastl. ár, og báru þeir það með sér, að á árinu 1904 höfðu alls verið greiddar að eins 714 kr. fyrir blaðið „Reykjavík11, og af þeirri upphæð voru þó 168 kr. fyrir fyrri árganga blaðsins. Út af þessu vakti hr. Kr. 0. Þorgrímsson, bæjarfulltrúi, sem er einn af hluthöfunum, máls á þvi, hve ílla færi á því, að blað, er sjálft nefndi sig „málgagn sannsöglinnar“, væri sí og æ að guma af kaupendafjölda sínum, og biðja menn, að „hjáipa til“, að fylla fjórða kaupanda þús- undiðdi, þar sem sýniiegt væri í reikningunum, a.ð kaupendurnir væru ekki eitt þúsund, hvað þá heldur fleiri, enda lítil hagsýni, að hafa upplag- ið af slíku blaði 3010 eintök, eins og „málgagn sannsöglinnar“ teldi vera. Hr. Gruðm. Gamalíelsson, bókbindari, er tekið bafði við útsenaingu blaðsins um áramótin síð- ustu, er Ben. kaupmaður Þórarinsson bætti þeim starfa, stóð þá upp, og lýsti því, í hjartans ein- lægni, mjög hátíðlega yfir, að samkvæmt útsend- ingabókunum, cr hann hefði í höndum, færi því svo fjarri, að kaupendatalan næði einn þúsundi, að kaupendur blaðsins „Reykjavík14 yœru ekki yflr 600. Það er hægra að hugsa sér, en að lýsa ókyrrð- inni, er kom á stjórnarliða á fundinum, meðan hr. Guðm. Gamalíelsson liélt ræðu þessa: þeir urðu ýmist rauðir, sem blóð, eða hvítir, sem mjöll, og stóðu þarna býsna toginleitir, og niður- lútir, sumir hverír, en aðrir fóru að sussa, til að reyna, að þagga niður í Guðmundi. Nokkuru eptir fundinn var br. Guðm. Gamalí- elsson .“íðan — í hefndar skyni fyrir breinskiln- ina — settur frá útsendingar-staríinu, og ritstjóri „málgagns sannsöglinnaEý!) tókst sjálfur á hend- ur, að láta annast um Vitsendinguna framvegis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.