Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Blaðsíða 3
ÞjÓÐVIL.TINfJ. 27 XIX., 7. Lansr-kaupeiida-fæsta klaðið á landinu yirðist stjórnarmálgagnið „Reykja- Tik“ vera — samkvæmt upplýsingum þeim, er komu fram á fundinum, sem getið er hér að framan —, nema ef vera skyldi, að stjórnarmál- tólin á norður- og vesturlandi gætu keppt við það i þeirri grein. Að því er snertir blöðin, sem koma út kér syðra, þá mun óhsett að fullyrða, að „Reykjavík- in“ sé ekki einu sinni hálfdrættingur við neitt þeirra, að því er til kaupendafjöldans kemur. Vér höfum talið rétt að benda á þetta, i eitt skipti fyrir öll, sakir þess hve skrafdrjúgt „ReyJrja- víkinni11 verður tíðum um útbreiðslu sína, jafn framt því er hún hefir gert iítiö úr kaupenda- tölu blaðs vors. Hinu — sem einnig gæt.i þó verið ástæðatil að minnast á —, hvaða dóm það verðskuldar, að skýra rangt frá kaupondatölu blaða, til að ginna atvinnurekendur til auglýsinga, skulum vér sleppa að þessu sinni. Besnartöðnm 16. fébr. 190 Frosthörkur voru all-miklar hér svðra 10.—12. þ. m., allt að 10—12 stigum á reaumur; en 13.— 14. þ. m. gerði hagstæða hláku, og stórfellda rigningu, og sunnanrok, í gær, svo að jörðin, sem áöur var alsvelluð, ■ r nú orðin maracö. Taugaveiki hefir að undanförnu verið að stinga sér niður hér og hvar í Reykjavík, og ætti al- menningur því, sem auðið er, að forðast allar samgöngur við þau heimili, sem veikin er á. G-ufuskipið „Saga“ kom frá ísafirði til Revkja- víkur 8. þ. m. — Með skipinu komu frá ísafirði, snögga ferð til R.víkur, útvegsmennimir Arni Gíslason, Jón Magniissnn og Tfrnás Gumuirsson, og blikksmiður Ingvar Vigfiisson. S. d. kom frá útlöndum gufuskipið „Evvíva“, fermt kolum til Bryde's-verzlunar. — Skip þetta hafði einnig kol til Tang’s-verzlunar á ísafirði, og lagði af stað þangað 11. þ. m., og tóku þeir Arni Gíslason, Jón Magnússon og Tðmás Gunn- arsson sér far með því vestur. Við jarðarför frú Sigríðar Einarsson. er fór fram i Reykjavík 9. þ. m., 1 viðurvist mikils fjöl- mennis, flutti dómkirkjnpresturinn, sira Jóhann Þorkelsson, húskveðju á heimili foreldra hennar, en prófastur Jens Pálsson flutti ræðu í dómkirkj- unni, sem var tjölduð svörtu í viðhafnar og sorg- ar skyni. Skáldin Guðm. Guðmundsson og Steingr. Tlior sieinsson höfðu ort einkar snotur og bjartnæm sorgarljóð, er sungin voru við jarðarförina. Póstgufuskipið ,,Laura“ lagði af stað frá Reykja.vík á áætlunardegi, 10. þ. m., beina leið til Leith. — Með skipinu fór fjöldi farþegja til útlanda, þar á meðal alþingismennirnir Jón Jóns- son ffrá Múla) og Pét.ur Jónsson frá Gautlöndum, er ætluðu að ná i „Vestu“ í Leith, og fara með henni til norðurlandsins: enn fremur kaupmenn- irnir Asgeir Sigurðsson, ogfrúhans, Olafur Árna- son frá Stokkseyri, og hans frú, Jón Þóröarson og Jes Zimsen, ungfrú Unnur Thoroddsen, frú Thordal, verzlunarmennirnir I. Kaaber og Sörcn- sen, skipbrotsmenn af tveim strönduðum botn- verpingum o. fl. — Til Vestmannaeyja fór og margt sjómanna o. fl. Gufuskipið „Firda“ kom 13. þ. m. fráútlönd- um, fermt salti til verzlunarinnar ',Edinboi'g“. — Skipið lagði daginn eptir af stað til ísaf jarðar. Fregnin í síðasta nr. blaðs vors, um lát Filippusar i Gufunesi, sem höfð var eptirmanni, er kom beina leið af Landakotsspítalanum, fregn, sem annað blað hefir einnig flutt, reynist, sem betur fer, eigi rétt, enda þótt nefndur maður sé því miður mjög þungt haldinn. Auk frú Bryndísar Zoega, er sagt hefir sig úr aðstoðarsýningarnefndinni í Reykjavík eins og „Þjóðv.“ hefir áður getið, hefir og Erl. gull- smiður Magnússon í Reykjavík sagt skilið við nefndina, og á hann heiður skilið fyrir það. Leikfélag Reykjavíkur sýndi „Jeppa á Fjalli“, hið alkunna; leikrit Holberg’s, í fyrsta skipti 11. þ. m., og síðan tvö næstu kvöldin, 12. og 13. þ. m., og var jafnan húsfyllir. — Félagið hefir vandað mjög allan útbúnað, bæði að því er leik- tjöld og búninga snertir, og eigi til sparað. — Hr. Arni Eiríksson lék Jeppa, en Je.ns Vaage baróninn, sem kemur fram í ýmsum geríum, meðan gaman er hent að ræflinum, og fyllisvín- inu, Jeppa á Fjalli, sem talið er trú um, að hann sé barón, en síðan drepinn á eitri, hengd- ur, og að lokum dæmdur til lífsins aptur. — Hr. Krni Eiríksson þótti yfir höfuð leysa hið vanda- sama hlutverk sitt vel af hendi, og að sumu leytí snilldarlega, þó að það spiliti nokkuð á- hrifunum, að hann fær eigi jafnan dulið sinn eigin málróm, sem skyldi. — Gerfið á Jeppa var einnig mjög gott, og þá eigi síður gerfi Jakobs skómakara, sem hr. Kr. Ó. Þorgrímsson þótti leika mjög meistaralega. — Betur hefði þótt á því fara, að Nille, kona Jeppa, hefði verið leikin af karlmanni, oða að minnsta kosti af þreknari og rosknari kvennmanni, en ungfrú Láru Indr- iöadóttur, því að leik-hæfileikar hennar eiga betur við önnur hlutverk. Síðan jeg var 25 ára gamall hefi eg þjáðst aí svo íUhynjuðu magakvefi, aðjeg 20 voðalegu öskri, að jeg hrökk við, sem eg hefði verið barinn En jafn framt öskrinu heyrði eg annað hljóð, og það var brota-hljóðið i járninu, er hrökk sundur. Goriila-apinn sveiflaði hengilásnum kringunj sig, og kastaði honum síðan á gólfið. Ept.ir fáar mínútur hlýtur Hermann að koma; við gitjum þétt upp við vegginn. Mér stendur enginu voði af apanum. — Hann situr ofur-þolinmóður við hlið mér, og hefir ekki augun af hurðinni. Hað er, sem dauði búi í augum hans. Ef jeg geri Hermanni ekki vísbendingu, þá er jeg viss um, að hann — En hvað get eg gjört? Já — hvað get eg gjört? Jeg hoyri fótatak Hermann’s úti. —Nú nemur hann staðar, og er að fást við slána. Apinn sveigir sig, senj boga, og augu hans leiptra, sem glóandi kol. Hann er með uppspennt ginið, og stóru tönnurnar standa út, sem í holdlausri, og skininni hauskúpu. Æ, guð minn —! * * * „Mér þykir leitt, að hafa tafið yður allan þenna tíma“, mselti aðstoðar-læknirinn við Ríkarð yfirlækni, um leið og hann kom inn aptur. Yfirlæknirinn gekk fram og aptur' um gólfið, með höfuðið niðri á bringu, og báðar hendur fyrir aptan bakið. Vasabókin, er þessi einkennilega skýrsla var rituð i, .lá þar á borðinu. 17 Mér fannst hann likjast svo mjög manni, að það blyti að vera morð, að drepa hann. Var hanri eigi fangi, veslingurinn, eins og jeg? I sínu landi hafði hann að líkindum verið höfðingi, frjáls og óháð hetja í skógunum, er öll hin dýrin fiýðu? Það var víst fremur af forvitni, en af hrekkjum, að bann hafði tekið frá mér matinn. Við hugsun þessa rann mér öll reiðin, svo að eg hné aptur niður á gólfið. Og nú var allt um seinan, þvi að allt í einu heyrð- ist eitthvert murr i honum, og hann gægðist upp. Jeg fann, að gripið var í öxlina á mér, og að ap- inn dró mig þýðlega að sér. Jeg missti hnífinn úr hendinni, og vissi ekkert, hvað af honum varð. Nokkur augnablik horfði hann forvitnislega á mig, og vænti eg þá dauða míns í sömu svipan, og fór þá fjarri, að eg kviði honum. En það skein engin reiði út úr augum hans, enda hallaði hann sér út af aptur, og hélt handleggnum utan um mig. Jeg reyndi alls ekki að losa mig, og svona atvik- aðist það, að við báðir, veslingarnir, sofnuðum, hvor við annars hlið, í fangelsinu okkar. Laugardaginn, klukkan átta að kvöldi. Hermann er, sem óður maður, og lamdi apann i kvöld, með svipu, svo að apinn varð hamslaus af bræði; en jeg er nú óhræddur við hann. Hermann formældi okkur voðalega. — Hann er sjóð- vitlaus, maðurinn, og við erum á hans valdi. Hvernig endar þetta?

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.