Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.02.1905, Blaðsíða 4
28 Þjóðviljinn. gat uálega engan inat þolað, og eigi not- ið neinnar hvíldar urn nætur, og hefi eg því verið nær þvi ófær til vinnu. — Þó að jeg leitaði niér læknishjálpai, varð á- stand mitt stöðugt lakara, og jeg var þeg- ar hættur að vænta nokkurs bata, þegar jeg fór að reyna Kína-lífs-elexír Valde- mars Petersen’s. — En við notkun elex- írsins er jeg orðinn alveg heill heilsu, og hefi aptur íengið matarlyst mina. — Síð- an hefi eg jafnan haft flösku af Kína- lífs-elexír á heimili mínu, og álit það vera bezta heimilismedal, sem til er. Nakskov, þ. 11. desember 1902. Christoph Hansen. hestasali. Kina-lífs-elexírinn er að eins egta, þeg- ar á einkennismiðanum er vörumerkið: Kinverji, með glas í hendi, og nafn þess, er býr elexírinn til, sem er Valdemar Pet- ersen, Friðrikshöfn — Kaupmannahöfn, sem og innsiglið X- í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið jafnan eina flösku við hendina, bæði heima og utan húss. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan, Til nciixinis. 25 Nítjándi árgangur „Þjóðv.u, sem verð- ur að minnsta kosti 52 arkir, kostar 3 kr. 60 a. hér á landi, og er gjalddaginn fyr- ir júnílok næstk. Borgun má greiða í innskript við verzlanir, er innskript leyfa, ef útgef- XIX., 7. Otto Monsteds cLanska smjörlíki er bezi. anda er jafn harðan sent innskriptarskír- teinið. Eins og auglýst varí 51. nr. fyrra ár- gangs, fá nýir kaupendur alveg ó- keypis freklega 200 bls. af skemmtisögum, sem annars kosta 1 kr. 50 a. í lausasölu en sending sögusafnsins er þó bundin því eðlilega skilyrði, að greitt sé að minnsta kosti helmingur árgjaldsins [fyrir fram. Enn fremur fá nýir kaupendur ókeyp- is síðasta ársfjórðung 18. árgangs „Þjóðv.u, ef óskað er, og meðan upplag blaðsins hrekkur. Útsölumenn fá sérstök vildarkjör, eins og auglýst var í 51. nr. f. á. Nýir útsölumenn gefi sig fram. ___ Gerið svo vel, að benda nábúum yðar, og kunningjum, á „Þjóðv.u, og skýra þeim frá kjörum þeim, er nýjum kaup- endum bjóðast. „Þjóðv.“ þarf að vera í hvers manns hendi. Styðjið oss til þess! ’il kaupGndanna. Þeir, sem enu hafa eigi greitt 18. árg. ,Þjóðv.“, eru vinsamlega beðnir að minn- ast þess, að gjalddagi blaðsins var í júnimánuði siðastl. Þeir, sem enn fremur skulda fyr- ir eldri árganga blaðsins, hafa væntan- lega strengt þess heit um áramótin, að gjöra bragarbót á nýja árinu. Eimreiðin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. PRENTSMIÐJA U.TÓÐVILJANS. 18 • Sunnudaginn, á hádegi. Jeg heyrði hljóm kirkju- klukknanna. — Skyldi hún hafa beðið fyrir mér? Cluð veit, að eg þarfnast fyrirbæna hennar! Hvað skyldi hún halda, að orðið sé af mér? Skyldi öll von hennar þrotin? En, æ, það er heimskulegt, að vera að hugsa um þetta! Mánudaginn, á hádegi. Jeg hefi engan tima, til að skrifa. — Skyldi jeg geta gert honum skiljanlegt, hvað það er, sem eg vil? Pri(íjudaginn. Það gengur vel! Hann er farinn að veita því athygli. En Hermann er farinn að draga mjög mat við okk- ur, svo að í dag fékk eg að eins ofur-litla brauðskorpu. Og jeg er orðinn svo þreyttur, svo magnvana! Ef til vill er allt orðið um seinan. Miðvikudaginn, á hádegi. Hvernig sem fer, ætla eg þó að láta það liggja skrifað eptir mig. Á mánudaginn rannsakaði eg hengilásinn, sem fyr- ir hleranum er. Lásinn er sterkur, og af vandaðri gerð, svo að eg sá strax, að eigi myndi auðið, að ná honum sundur. Hermann rannsakar hann einnig tvisvar á degi hverjum. En járnið, sem heldur járnslánni, sem sett er fyrir hlerann, og lásinn hangir við, er gamalt, og farið að verða mjög ryðgað. Þegar jeg stóð, og var að rannsaka þetta, kom ap- inn lallandi til mín. Æ, vinurinn minn! Hefði eg að eins kraptana þína, eða þú vitið mitt. Svona atvikaðist það, að mér hugkvæmdist þetta, 19 og jeg er nl!l farinn að geta haft áhrif á hann, svo að hann hermir allt eptir mér, sem eg gjöri. Á þriðjudagskvöldið fór honuni að skiljast, að það myndi vera fagurt starf og karlmannlegt, að toga í hengi- lásinn. I morgun hélt jeg áfram, og neytti allra krapta minna, sem að vísu voru litlir, og sýndi honum, hvernig jeg reyndi að brjóta ryðgaða járnið, sem járnslánni heldur. Það var auðsætt, að apinn veitti þessu mjög ná- kvæma eptirtekt, og virtist mér hann hlægja, ofur-apalega, að máttleysi rnínu. Ef til vill reynir hann nú bráðum — og — þá — Seinna. — Frjálsir, frjálsir, frjálsir! Hrausti api, við erum frjálsir! En biddu, vinur minn, bíddu! Við eigum onn eptir að jafna reikninginn við hann Hermann! Ytri hurðina getum við heldur ekki brotið upp, og sæi Hermann, að við hefðum sloppið út úr búrinu, myndi hann hlaupa brott, og svelta okkur í hel, og þá er hætt við, að þú gleymdir sjálfúm þér, er sultur færi að sverfa að þér, og kynnir þá að drepa mig. Vertu því þolinmóður, api minn sæll! En, sakir gleði minnar, hefi eg gleymt, að geta þess, hvernig þetta atvikaðist, og skal eg því skýra frá því. Hér um bil kl. 4 byrjaði apinn að toga fast í hengi- lásinn, og marði sig þá í fingurna, svo að hann varð allt í einu hamslaus af reiði, og tók þá á öllum heljarkröpt- um sinum, svo að járnið svignaði. Þegar eg sá þetta, æpti eg hátt, sumpart af gleði, og sumpart af hræðslu, og svaraði apinn mér þá með svo

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.