Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.03.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.. og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. Nítjándi Akoangdr. -+—RITSTJÓRI: SKÚLI THOHODDSEN. =|m?-»- I TJppsögn skrifleg, ógild ] nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi I samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 9. BeSSASTÖÐUM, 1. MABZ. 1 9 C 5 og ildavélar selur dn Jorgrímsson. TJ tlond. Til viðbótar útlendu fréttunum í síð- asta nr. blaðs vors, skal enn getið þess- ara t.íðinda: Ttoregur og Svíþjóð. Áformað hafði verið, að fundur yrði í vetur haldinn í Stokkhólmi, þar sem menn reyndu með sér ýmsar riorrœnar iþróttir; en sakir á- greinings Norðmanna og Svia, út af konsúlamálinu, hafa Norðmenn ályktað, að taka engan þátt í fundi þessum, og hefir Fridþjófvr Nansev, hinn alkunni Norðurheimskautafari, sem var formaður norsku nefndarinnar, lýst þessu hluttöku- leysi Norðmanna opinberlega yfir. f 2. febr. andaðist skyndilega Johan Johannsson, 64 ára, einn af helztu for- kólfum „landmannaflokksins“ í Svíþjóð. Þýzkaland. 16. janúar síðastl. hófust verkföll mikil í kolanámum í Westfalen, og síðar í fleirum héruðum áÞýzkalandi, svo að alls voru um 200 þús. verkmanna atvinnulausir, er síðast fréttist, og kol þvi tekin mjög að hækka þar í verði. — Krafa verkmanna er, að vinnutíminn sé að eins 8 kl.timar á dag, og að kaup sé þó jafn framt. hækkað. f 13. janúar andaðist snögglega, úr hjartaslagi, Oarl Alexander, fursti í fursta- dæminu Lippe-Detmold. Nýlega er og látinn Adolph Menzet, á 90. aldursári, einn af frægustu málurum á Þýzkalandi. — Hann málaði einkum ýms málverk, er snertu sögu Þjóðverja, einkum Friðriks mikla, og var tekinn í tölu aðalsmanna, er hann varð áttræður. Spánn. Þar eru nýlega orðin ráð- herraskipti, og heitir sá Villaverde, sem er formaður hins nýja ráðaneytis. í öndverðum febr. voru afar-miklir snjóar á Spáni, sem og í Frakklandi sunnanverðu, og í öðrúm héruðum við Miðjarðarhafið, svo að elztu menn þykj- ast eigi muna slíka ótíð, og brá þeim því illa í brún, er höfðu farið þangað suður, til að njóta veðurblíðunnar, sem þar er tíðast um þenna t.íma árs. — Svissaraland. Ungur klerkur, Georg Adamer að nufni, fannst ný skeð myrtur, og líkið rænt, í grennd við Ringlíkon. — Hafði hans verið vitjað af ungum manni, er bað hann að fylgjast. með sér, til þess að þjónusta móður sína, er lægi fyrir dauðanum. — Reyndist sú saga að eins uppspuni, og hefir eigi vitnazt, hver þorparinn var, sem ginnt hafði prestinn, og myrt. hann. Ungverjaland. Þar eru þingkosning- ar nýlega um garð gengnar, og beið stjórnin ósigur, svo að Tisza hefir beðizt lausnar frá stjórnarformennskunni; en ó- víst var, hver við tæki, er síðast fréttist. — Af þingflokkum þeirn, sem andvígir eru stjóminni, varð sjálfstjórnarflokkur- ÍDn, er Franz Kossuth stýrir, lang-fjöl- mennastur við kosningarnar, en hæpið að líkindum, að sá flokkur nái völdunum, þar sem Franz Jóseppi keisara þykja kröfur þess flokks koma að ýmsu leyti í bága við hagsmuni alríkisins. — Rússland. I 7. nr. „Þjóðv". var stutt- lega getið drápanna miklu í Pétursborg; það var 22. jantíar, er þeir atburðir gjörð- ust, og voru tildrögin þau, að verkamenn i Pultilows-vopnasmiðjunni í Pétursborg höfðu hætt vinnu, krafizt hærri launa, betri aðbúnaðar, og að vinnutíminn væri að eins 8 kl.stundir á dag. — Síðar hættu fleiri verkamenn í borginni vinnu, svo að alls voru um 100 þús. verkamanna atvinnulausar, og varð það ráð þeirra, að leita á fund Nicolaj keisara,tjákonum vand- ræði sín, og leita hans ásjár, og í því skyni stefnduþeirtil „Vetrarhallarinnar“,oggekk ungur klerkur, Gapon að nafni, á undan mannþyrpingunni, í prests skrúða, ber- andi í annari hendinni bænarskrá verk- manna til keisara, en krossmark í hinni. Annar klerkur, Sergíus að nafni, var og í fararbroddi, og hélt á stórri mynd af Nicolaj keisara, og töldu verkamenn vist, að keisari myndi þegar rétta hag þeirra, ef þeir gætu persónulega flutt honum bænarskrá sína. — Á hinn bóginn urðu viðtökurnar nokkuð aðrar, svo sem getið var í 7. nr. blaðsins, þar sem Vladimír, föðurbróðir Nicolaj keisara, lét skothríð- ina dynja á fólkinu, svo að það féll hrönnum saman. Meðal þeirra, er féllu, var síra Sergíus, en Gapon prestur varð sár, og vita menn eigi, hvað um hann er orðið, hvort hann liggur í einhverju sjúkrahúsi, eða hefir verið hnepptur í fangelsi, eða leynir sér einhvers staðar. — Hann var átrúnaðargoð verkmanna, mælskumaður mikill, og valmenni, er hef- ir látið sér einkar annt um, að fá kjör verkmanna bætt á ýmsar lundir. Aðfarir stjórnarinnar komu, sem von var, öllu í bál og brand, svo að daginn eptir brutu verkamenn upp vopnabúr, til þess að nó sér vopnum, hrúguðu upp vögnum o. fl. á strætum, sér til varnar, og urðu þá enn mannvig eigi all-fá; en svo fór að lokum, að stjórninni tókst að kúga uppreisnina gjörsamlega. Þegar fregnirnar bárust frá Péturs- borg, urðu og verkföll, og uppþot, í ýms- um öðrum borgum á Riisslandi, svo sem í Moskva, Sevastopol, og ekki sizt í War- schau, höfuðborginni á Pólverjalandi — í Sevastopol kveiktu hermenn í herforða- búrum, og í hibýlum ýmsra liðsforingja, og i uppþoti í ’Warschau er mælt, að 600 manna hafi beðið bana, en miklu fleiri orðið sárir. Meðal þeirra, er sár hlutu í Warschau, var irara-konsúll Breta þar í borginni, og hafa Bretar tekið það óstÍDDt upp, svo að Rússar verða að líkindum að láta hegna þeim, er verkið unnu, og bæta fyllstu bótum. Ijestkoff, borgarstjóra i Warschau, hefir Nicolai keisari veitt alræðisvald, eins og Trepow í Pétursborg, og hafa þeir báðir beitt alræðisvaldi sínu hlifðarlaust, og hneppt fjölda manna i varðhald. Meðal þeirra, er settir hafa verið í varðhald, er rússneska skáldið Maxím Gor- kí, sem er einn af heimsfrægustu ritsnill- ingum Rússa, og hefir því fjöldi frægustu rithöfunda í ýmsum löndum Evrópu sent áskoranir til Rússa-stjórnar, að láta Gor- kí lausan, og lét stjórnin það þá berast út, að honum hef ði verið sleppt úr varð- haldi; en eptir síðustu fregnum er það tilhæfulaust, og halda margir, að hann verði rekinn til Síberíu, ef hann eigi verð- ur hengdur. Innanríkisráðherrann Svíatopolsk-Mirskí, sem var hlynntur stjórnarbót, hefir feng- ið lausn frá embætti, og sömuleiðis Witte, fjármálaráðherra, einn af helztu stjórn- málamönnum Rússa, og Murawiew, dóms- málaráðherra, og hvivetna eru verstu, og ófyrirleitnustu, íhaldsseggirnir settir til æðstu valda. Maður sá, er tók við innauríkisráð- herrastöriurmm, eptir Svíatopolsk-Mirskí, heitir Bolygin. Hann var áður em'bættis- maður i Moskva, og var þá nefndur „Litli Plehve“, endadét hann það vera eitt hið fyrsta verk sitt, að láta gera húsleit hjá Witte, fyrverandi fjármálaráðherra, og gjöra ýms skjöl hans, og privatbréf, upp- tæk. því að grunur leikur á því, að Witte muni hlynntur frjálslegri stjórnarskipun. En þó að stjórnÍDni hafitil þessa, me& hlí fðarlausri notkun hervaldsins, tekizt að kúga uppþotin — og voru þó enn tölu- verðar óeyrðir viða á Póllandi, er siðast fréttist —, þá er óánægjan hjá rússnesku þjóðinni orðin svo rík, og almenn, að bú- ast má við stórtiðindum þá og þegar. Nicolaj keisari, sem hefir dvalið i höll sinni Czarkoje Selo, fann ný skeð á skrif- borði sínu bréf frá leynifélagi, er tjáist hafa dæmt hann til dauða, og segir einn sinna rnanna farinn af stað í þeim erind- um, að fullnægja dómnum. 30. jan. var og haldinn fjölmennur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.