Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.03.1905, Blaðsíða 2
34 ÞjÓö VILJINN . XIX, 9. / fundur í New-York í Bandaríkjunuir, þar sem ýmsir ræðumennirnir kvöttu menn í heyranda hljóði, til þess að rayrða keÍ9- ara, og ýmsa ættmenn hans. — Amerísk blöð segja og, að um mánaðamótin jan. — febr. liafi 100 „níhili.9taru lagt af stað frá Bandarikjum til Rússlands, og haft gnótt af sprengiefni meðferði s. — Það er því sizt að vita, hvaða voðatíðindi kann að bera að höndum á Rússlandi, er minnst varir •.........-rrrrrrr^ Hvað Donum er sagt. Ritstjóri danska blaðsins „Politiken“ hefir það eptir embættismönnum íslenzku stjórnarskrifstofunnar i Kaupmannahöfn 14. janúar síðastl., að hr. H. Hafstein sé, „9em stendur, eini maðurinn, er só mögu- legur, sem ráðherra áíslandi, því að hann sé eigi að eins i svo fullu sarnræmi við alþingi, sem unnt sé(!!), heldur njóti hann og slíkrar lýðhylli á eyjunni, að eins dæmi séu.(!!) Fyrir íslenzka blaðlesendur þarfnast jafn frekjuleg ummæli, sem þetta, alls eigi neinna athugasemda. þar sem fram- koma hr. H. Hafstein's i stjórnarskrár- málinu, og i fréttaþráðarmálinu, saman borin við ályktanir alþingis, er almenn- ingi í fersku minni, og lýðhyllin(!) þess eðlis, sem þjóðkunnugt er; en sé það kon- ferenzráð Ólafur Halldórsson, sem hefir gefið „Politikenu þessar nýstárlegu upp- lýsingar, myndum vér, og fleiri Islend- ingar, óska þess af heilum huga, að kon- ferenzráðið fylgdi fremur sömu reglu framvegis, sem hingað til, að leggja stund á þagmælskuna, þar sem politíkin er annars vegar, því að málið er slæmur gallagripur, sem kann að verða mis- brúkað. Nokkur orö um þilskipa-útveginn hór. Um hann hefir margt og mikið verið ritað í blöðunum, eins og annað — hver árangur hefir orðið, er óvíst. En ein hlið þilskipa-iitvegarins hefir enn ekki verið nefnd, nefnilega sú siðferðislega hlið. Allir atvinnuvegir eru i sjálfu sér ærlegir, en það má gera þá óærlega og svivirðilega. Aður en þilskipin komu upp, þá var róið á vertíðum á opnum fleytum, og munu marerir enn muna, hvernig til gekk í verstöðunum fyrir sunnan, i Yogunum, í Garði, í Leiru o. s. frv. Ólifnaðurinn, og siðleysi þess fólks, sem safnaðist þannig saman, lifir í máls- hættinum: „allir eru ógiptir í verinu“, ænda hefir Islendingum margt annað ver- ið tamara, en skirlífið. En þetta er nú sér á parti; menn munu muna, hvernig athæfi sumra sjómanna var, þegar þeir fóru í netin: áflog og ryskingar, skammir og rifrildi, þjófnaður og rán, skorið á tross- uraar, skemmt fyrir öðrum, og yfir höf- uð hafður í frammi allur yfirgangur, sem við varð komið — málaferli, ogallskon- ar ófögnuður fylgdi með — allt þetta á sjónum, þegai verið var að hirðaþágjöf, sem náttúran hafði iagt upp í hendur mannanna. Hvort mikið hafi verið um drykkjuskap þá, vitum vér ekki. Um lokadag komu sjómenn saman hór i Reykjavik, og var þá ætíð drykkjuskap- ur; en þá stóð öðru vísi á, þá voru þil- skipin ekki komin til sögunnar; útgerð- arrnenn hér voru ekki farnir að ráða menn til 9Ín, og sjómennirnir vom þá einir sór, og forustulausir. En eptir að fiskiveiðarnar fyrir sunn- an voru hættar, eptir að „gnllkistur11 sjávarins voru lokaðar af manna völdum, og fiskurinn flúinn, þá tóku þilskipin við; þau gátu elt fiskinn út á djúpið, þar sem opnar fleytnr gátu ekki haldizt við. Þá komu upp „útgerðarmennu, bæði kaupmenn, skipstjórar, og aðrir, sein gátu, og sá fjöldi, sem hafði róið í verinu, safnaðist nú saman á þilskipin, og voru ráðnir af útgerðarmönnunum. Aftöktr- staðurinn var þá náttúrlega hér í Reykja- vik (eða í öðrum kaupstöðum; en það kemur oss hór ekki við), og allur þessi fjöldi safnaðist hér saman, bæði menn hóðan úr bænum, og svo fjoldi ofan úr nærsveitunum, eða kann ske lengra að, með því bændur sendu vinnumenn sína til sjóarins. Út úr þessu hefir á hverjum komudegi, eða lokadegi, orðið hiðsvæsn- asta fyllirí, drykkjuskapur, og hinn svi- virðilegasti ólifnaður, áflog, og alls konar óregla, svo lögreglan hefir ekkert haft við. (Innan um eru náttúrlega alminni- legir menn, sem ekki taka þátt i þessu, en þeirra gætir ekki, í öllu þessu synda- flóði). Það tjáir nú samt ekki, aðkenna sjómönnum einum um allfc þetta; þeir koma hingað aðvífandi, votir og kaldir, soltnir og hælislausir, hafa hvergi höfði sínu að að halla, og drykkjukrárnar eru hin einu hús, sem þeir geta farið inn í. En þetta er einmitt útgerðarmönnunum að kenna; þeir hafa aldrei hugsað um það, að þessir menn eru á þeirra snærum, og þeir eru skyldir að bera einhverja um- hyggju fyrir þeim. Útgerðarmönnum hef- ir aldrei dottið i hug, eða þeir hafa aldrei tímt, að hafa til handa þeim nokkurt skýli — i útlöndum er þetta siður hvar- vetna, að þar eru hús fyrir slika menn (Logishus); þeir hafa einungis hugsaðum sinn eigin hag, og að brúka þessa menn, eins og húðarhesta, eða þræla, til þess að græða á þeim. Það eru því þeir herrar útgerðarmenn, sem eru sú sanna orsök í allri þessari óreglu, og ófögnuði, sem spillir öllum friði á götum bæjarins, svo ekki er jafn vel óhætt, að fara ferða sinna, ekki sizt fyrir kvennfólk; þetta gengur fram eptir allri nóttu, og fólk í nálægum lrúsum hefir ekki frið; svo er allt af verið að fara í „tukthúsiðu með verstu óróaseggina, sem i rauninni eru þjónar útgerðarmannanna, sem ekkert skipta sér af þeim, en láta bæjarmenn gjalda sinnar eigin nízku, og smámenn- isskapar. Svo kastaði nú tólfun am, þegar norsku sjómennirnir komu hingað þann 24. febrú- ar, 50 að tölu — það þurfti ekki svo mikinn fjölda, til þess að misbjóða fá- mennum, og varnarlausam 'oæ, sízt þar sem ekki er annað að sjá, en þessi lýður sé ekki af betra taginu. Hér skal ein- ungis lauslegr. drepið á, að þersi brúkuu á landsfé „til innflutninga“ er gersam- lega ólögleg, stolið frá landsmönnum handa útgerðarmönnum, þar sem alþing- ið ætlaðist til, að menn fengist hingað til jarðræktar, en ekki til sjómennsku. Enda kemur það fljótt í Ijós, að vorir sjó- menn eru rniklu betri að öllu leyti (ef rétt er farið með þá), en útlendur skríll, sem hingað er fenginn, einungis í því skyni, að hann sé kostnaðarminni: en reynzlan inun sýna, hversu þaðrætist. — Svo komu nú þessir 50 „ódauðlegu“ að- vífandi — útgerðarmennirnir, sem höfðu pantað þá, standa ráðalausir, og geta ekki tekið á móti þeim, ekkert skýli er til, enginn viðurgerningur — ekkert hugsað fyrirfram um, að taka á móti þeim; eða er það nokkur móttaka, að fleygja þeim inn í eitthvert „pakkhúsu, í seglabunka, eða hroðarusl, þar sem enginn getur hvílt sig? Svo lenda þeir í fylliríinu, sem er það óumflýjanlegatakmark fyrir þess kon- ar æfi. Útgerðarmennirnir standa, eins og vindþurrir beinasnar, vifcandi hvorkií þenna heim né annan; allar götur eru fullar af óhljóðura, bölvi og ragni, bar- smíðum og hnífastingjum, og lífshætta fyrir hvern mann, sem ganga þarf. (I nótt voru níu þannig „pantaðir“ o: narr- aðir, Norðmenn, látnir i „tukthúsiðu, til heiðurs fyrir útgerðarmennina, sem áttu að taka á móti þeim). Þannig er fyrsti „innflutningurinn“ hingað til lands. Hversu mikil skömm, og svívirðing, þetta sé fyrir höfuðstaðinn, og þjóðina, þarf ekki að skyra hér. 25. febrúar ’05. Hrólfur. Maður varð úti. Vinnuraaður frá Hólmavík í Steingrímsfirði, Ragnar Jónsson að nafni, lagði af stað frá heimili sínu seint i janúarmánuði, og ætlaði suður í Reykhólasveit, en varð úti á þeirri leið, og var ófundinn, er síðast fréctist. Verðlagsskrár-meðalalin, sem gildir frá 16. maí þ. á. til jafnlengdar 1906, er samkvæmt verðlagsskránum, sem hér segir: I Austur-Skaptafellssýslu .... 46 aur. „ Yestur-Skaptafellssýslu . ... 42 — „ Vestmanneyjum...................50 — „ Rangárvallasýslu................47 — „ Árnessýslu.....................; 49 — „ Gullbr. og Kjósarsýslu og í Reykjavik................58 - „ Borgarijarðarsýslu..............56 — „ Mýrasýslu.......................57 — „ Snæfellsness og Hnappadalssýslu . 68 — „ Dalasýslu.......................64 — „ Barðastrandarsýslu..............60 -r- „ ísafj.sýslu og kaupstað .... 60 — „ Strandasýslu....................52 — „ Húnavatnssýslu..................46 — „ Skagafjarðarsýslu...............52 — „ Eyjafj.sýslu og Akureyrarkaupstað . 52 — „ Þingeyjarsýslu .....................53 — „ Norður-Múlasýslu og á Seyðisfirði. 59 — „ Suður-Múlasýslu.................63 — Skipstrand. Gufuskipið „Scandia11, fermt trjávið og kolum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.