Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst £2 arkir) 3 kr. 50 awr.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJÓÐVILJINN. - -|= Nítjándi áröanöttb. =| =— 4-8^1= RITSTJÓBI: SKÚLI IEOKODDSEK. - I Uppsögn skrifleg, égild i nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júni- mánaðar, og kaupandi samhliða wppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 12. Bessastöðum, 22. mabz. 19 0 5. fifna og lldavelar selnr Ipristjdn gorgrímsson. Réttlætistilfinning ráðherrans. Stór-hneixlanleg réttarrannsókn. Eins og getið var í 33. nr. „Þjóðv.u f. á., tilkynnti sýslumaðnr Lárus H. Bjarnason, „dánumaðura í Stykkishólmi, hreppsnefndinni í Neshreppi innan Enn- is 13. apríl f. á., að sakamálsrannsókn yrði hafin gegn henni, þar sem hún hefði sent tvær gjafsókna-beiðnir til amtmanns, í stað þess að senda þær fyrst til „dánu- mannsins", og láta hann koma þeim til amstins. Engum heilvita manni á öllu landinu duldist, að hór var alls eigi um neitt lagabrot af hálfu hreppsnefndarinnar að ræða, og var því eigi annað sýnilegt, en að „dánumaður“ hefði gjörzt brotlegur gegn 131. gr. hegningarlaganna, er lætur það varða embætt.ismissi, eða jafn vel betrunarhússvinnu, ef embættismaður á- lyktar sakamálsrannsókn gegn manni, sem hann veit, að er saklaus, Oddviti hreppsnefndarinnar, síra Helgi Arnason í Olafsvík, krafðist. því 29. júni f. á., að hafin yrði rannsókn gegn téðum „dánumanni“, svo að gengið yrði úr skugga um, hvort athæfi hans væri ekki saknæmt, samkvæmt nefndri grein hegn- ingarlaganna. Auðvitað er það helgasta skylda hverr- ar st.jórnar, að gæta þess, að réttvísinni sé hlutdrægnislaust fram fylgt í landinu, jafnt er vinir, sem mótstöðumenn stjórn- arinnar, eiga hlut að máli, og mátti því ætla, að stjórnin yrði eigi sein á sér, að láta rannsaka athæfi „dánumannsinsu, þar sem rétti saklausra manna var jain stórum misboðið. En þetta fór á annan veg; „dánu- manniu var að vísu skipað, að gera ekki alvöru úr þessari heimskulegu sakamáls- rannsóknarhótun sinni; en rannsókn á at- hœfi sjálfs hans fékkst ekki, enda þótt mjög þung hegning lægi við, ef sannazt hefði, að bréf hans frá 13. apríl f. á. hefði eigi verið sprottið af fákunnáttugjhans, eður stöku skilningsleysi. Þarna sýndi sig dável verndin gegn embættisvaldinu, sem alþýða má vænta, meðan núverandi ráðiierra fer með völdin. Og svo kemur nú síðari þátturinn, sem sýnir þetta enn Ijósar, og eigi er síður mjög eptirtektaverður. Nefndur „dánumaður“ byrjar á siðastl. hausti hégómlega rannsókn gegn hrepps- nefndinni í ofan nefndum hreppi, út. af innheimtu á lireppsfó, og hreppsnefndar- mennirnir, sem eðlilega — ept.ir þvi, sem á undan var gengið — bera litið traust til „dánumannsinsw krefjast þess þá, að hann víki dómarasæti, þar sem hann hafi sýnt þeim óvildarhuga með þvi, að á- lykta sakamálsrannsókn gegn þeim, ,,þó að honum væri með öllu alkunnugt um, að þeir væru saklausiru. Mennirnir segja þetta blátt áfram, eins og þeir meina, því að þeim skilst eðlilega ekki, að „dánumaðuru, löglesinn maðurinD, hafi verið svo nauða fákunn- andi, að hann hafi ekki vitað, hvað hann gerði, er hann ályktaði sakamálsrann- sóknina gegn þeim 13. april f. á.; og þó að löglærður maður mynui hafa hagað orðum sínum öðru vísi, og náð þó sama takmarkinu, að fá hrundið „dánumanniu úr dómarasæti í rannsóknmni, þá þarf sannarlega býsna háar hugmyndir um tign embættisvaldsins, til þess að hugsa sér, að fá komið fram ábyrgð gegn hrepps- nefndarmönnunum, eptir 102. gr. hegn- ingarlaganna*, út af öðru eins, eins og framkomu „dánuma,nnsinsu gegn þeim var háttað. En hvað gerir nú ráðherrann, — hann, sem vanrækt hafði, að gegna þeirri skyldu sinni, að láta rannsaka athæfi „dánu- mannsins11 gegn hreppsnefndarmönnun- um, þegar þeim var hótað sakamálsrann- sókn saklausum? Jú, nú er hann svo tilfinninganæmur, er honum virðist embættistign mágssíns vera. misboðið, að lögfræðingur úr íteykja- vík er, með ærnum kostnaði, látinn vera. vikunum saman vestur á Snæfellsnesi, til þess að elta hreppsnefndarmennina með sakamálsrannsókn, og taka skýrslu um lífsferil þeirra, sem glæpamanna**. Béttvísin, sem speglar sig í þessu háttalagi ráöherrans, er vissulega dæma- fá, og aumkunnarverður er hann óneitan- lega í meira lagi, ráðherrann, að hafa látið „dánumanninnu teyma. sig jafn greinilega út í ógöngurnar. Má liann sannarlega vara sig á þeirn *) i 02. gr. begningarlaganna lætur það varða fangelsi, eða sektum, að vaða upp á embættis- mann með smánunum, skammaxyrðum, eða öðr- um meiðandi orðum, þegar hann er að gegna em- keetti sínu, eða út af því. — Hreppsnefndarmennirnir, sem rann- sóknin|beinist á móti, eru: Alexander járnsmiður Válentínsson i Olafsvik, Bjarni bóndi Sigurðsson á Völlum og Sigufbjörn Guðleifsson í ÖlafBvík.— Sira Tlelgi er og sakaður um, að hafa hripað upp- kast-ið að þessum móðgunarorðumfþ um „dánu- manninn“, eptir beiðni nefndarmanna; en því miður er það merkilega „document11 glatað. vini sinum, og sýna sig kjarkmeiri gegn honum, en raun er á orðin. TÍT ÚIÖ Jtici. Til viðbótar útlendu fréttunum i sið- asta nr. blaðsins, skal þessara tíðinda getið: Danmörk. Nýi forsætisráðherraDn, Christensen-Stadil, sem jafn framt er her- málaráðherra, hefir farið fram á, að verja noegi til annara hernaðar-útgjalda þvi, sem sparast kunni af einhverri fjáveitingu til hersins, og á sú regla að gilda í 3 ár, frá 1. april næstk. — Þetta þykir „vinstri- íiokk fólksþingsins4 sama, sem þingið af- salí sér lögmætu atkvæði sínu um alit það fé, er til hermála er veitt, og hafa. því spunnizt harðar rimmur, útaftillögu þessari, enda stendur þettanýja ráðaneyti þegar svo völtum fæti, að það hefir orðið að njóta styrks hægrimanna, til þess að koma fram í fólksþinginu vilja sinum í hermálum, og er því að líkindum óhætt að spá því, að ráðaneyti þetta verði ekki mjög langlíft. — —- — Noregur og Svípjóð. Norska ráðaneyt- ið hefir eigi orðið á eitt mál sátt um það, hvað gera skuli i konsúlamálinu; vildu sumir ráðherrarnir, einkum Michelsen, sam- þykkja lög um skipun sórstakra norskra konsiíla, og Deyta þess, að konungur hef- ir að eins frestandi neitunarvald, en á hinn bóginn vildi Hagerup, forsætisráð- herra, o. fl, leita samninga við Svia um full&n skilnað ríkjanDa í bróðerni, og þá stefnu telur skálda-kongurinn Björnson nvi hollasta, en telur sjálfsagt, að rikin geri siðan bandalag með sér, til sóknar og varnar. ef útlendum óvinum sé að mæta. Þessi ágreiningur ráðherranna leiddi til þess, að 28. febr. beiddust tveir ráð- herrar, Michelsen og Schöning, lausnar frá ráðherrastörfum, og varð þá niðurstaðan sú, að Hagerup beiadist lausnar fyrir ráðaneytið i heikj sinni, enda hafði krón- prinzinn, er nú hefir konungsvöldin á hendi, og situr í Kristjaníu, birt ávarp, án tilhlutunar ráðaneytisins, þar sem hann heldnr mjög eindregið fram skoðun 8vía- stjórnar í konsúlamálinu, og mælist það afar-ílla fyrir. — Nýtt ráðaneyti var þó enn eigi skipað, er síðast fréttist, heldur hafði Hagerup’s-ráðaneytið lofað, að hafa ráðherrastörfin fyrst um sinn á hendi. Gustaf Adolph, sænski prinzinn, hefir ný skeð fastnað sér Margréti Victoríu, bróðurdóttur Játvarðar konungs, dóttur hertogans af Connaught. — Þau kynntust í vetur suður í Cairo, á dansleik í höll kedívans í Egyptalandi, og láta því er- lend blöð, sem ástir hafi ráðið, og er það

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.