Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Blaðsíða 2
46 I>JÓ»VILJTNN. XIX., 12. ejaldnar, er koDungmenni eiga hlut að máli. — — — Þýzkaiand. 9. maí næstk. eru 100 ár liðin, siðan þýzki ljóðsnillingurinn SchUler andaðist í "Weimar, og verða þar þá hátíðahöld mikil. I febr framdi verkmaður i þorpinu Neundorf það ódæði, að ráða 5 börnum sínurn bana, og hengdi hann síðan sjálf- an sig á eptir. Sjö ára gömul telpa í Berlín, María Ðebrusch að nafni, hvarf ný skeð í Ber- lín, og fannst lík hennar siðan í útjaðri borgarinnar, hræðilega limlest. — — — Rússland. Sem dæmi þess, hve al- menn verkföliin eru á Bússlandi um þess- ar mundir, má geta þess, að í héraðinu Litla-Rússlandi gengu um 300 þús. verk- manna atvinnulausir. — í Warschau hafa lögregluþjónar einnig hafið verkfall, og búist við sama í Moskwa, og í borginni Kiew hafa jafn vel vinnukonur hætt vinnu. Oapon klerkur, sem nú er í París, skýrir frá, að hann hafi komizt á brott úr Rússlandi á þann hátt, að hann rak- aði skegg sitt, og bjó sig, sem bónda, og lézt vera dauða-drukkinn, er honum var ekið á sleða úr Pétursborg, þar sem hann lá ragnandi innan um ýmislegt rusl. Komst hann á þenna hátt til Finnlands, og þaðan sjóleiðis til Sviþjóðar. Skáldsagnahöfundinum Maxím OorM, er sleppt var úr varðhaldi, gegn veði, hefir verið bannað, að fara burt úr borg- inni Ríga, meðan mál hans er óútkljáð; það var ríkur verksmiðjueigandi í Moskwa, að nafni Sarwa Marossow, er bauð fram veðið, 10 þús. rúblur. Leyni-miðnefndin á Rússlandi, er gengst fyrir höfðingja morðum, lét ný- lega það boð út ganga,. að hlé yrði gert á morðum um þriggja vikna tíma, til að vita, hvort stjórnin bætti ráð sitt; en eptir síðustu fréttum virðast litlar horfur á því, þar sem Nicolaj keisari virðist fremur réðlaus maður, og tekur það stund- um aptur að kvöldi, er hann ákveður að morgni. — Nýlega gaf hann t. d. út aug- lýsingu, er Pobjedonnosev, formaður „helgu synodunna,r“, hafði samið, og var þess efnis, að kvatt yrði til þings, til þess að tryggja einveldið; en seinna um daginn gátu ráðherrarnir þó nnnið keisara til þess, að gefa út nýja auglýsingu, er ó- nýtti hina fyrri, sem ráðherrarnir óttuð- ust, að myndi korna öllu í bál og brand. Mælt er, að töluvert sé nú einnig far- ið að brydda á byltingahug meðal her- mannanna, og reynist það rétt hermt, má óefað telja einveldinu lokið þá og þegar. fdéraðið Georgia, fyrir sunnan Kauk- asus, segja siðustu fréttir, að sé alveg á valdi uppreisnarmanna þar, svo að það náist eigi aptur, nema með hervaldi. I borginni Tschita í Transbaikalíu i Síberíu hafa jámbrautarþjónar rifið upp Síberíu-járnbrautina á nokkrum stöðum, og krefjast þess, að ófriðinum sé hætt, og gerir þetta stjórninni afar-mikið óhag- ræði. — Bandaríkin. 11. febr. brann leikhúsið Casino i New York til kaldra kola, en leikendur, sem þar voru við æfingu, er eldsins varð vart, gátu þó forðað sér, svo að manntjón varð ekki. I Yirginíu kviknaði í námu einni í febr., og biðu þar 107 menn bana. f Látinn er nýlega skáldsagnahöf- undurinn Lewis Wállace; meðal skáldrita hans er skáldsagan „Ben Huru, sem þýdd er á dönsku, og stöku menn hér á landi kannast, við. Anarkistar í New-York héldu fjöl- menna fundi, er morð Sergiusar stórfursta fréttist, og lofuðu mjög það verk. í borginni New Orleans varð ný skeð mikill eldsvoði, er olli 5 milj. dollara eignatjóni. — Austræni ófriðurinn. 26. febr. hófst stór-orusta í grennd við borgina Mukden, og var henni eigi lokið 8. marz, er síð- ast fréttist, en Rússar hopuðu þá víðast undan, svo að sýnilegt þótti, að Japanar ynnu orustuna. — Um mannfall í orustu þessari voru fregnir enn ógreinilegar, en hraðskeyti, er stöfuðu frá Rússum, sögðu óviga i þeirra liði um 40 þús., en um 60 þús Japana; en á slíkum fregnum er auðvitað lítt reiður að henda. Kurohi, einn af hershöfðingjum Jap- ana, hafði brotizt yfir fjöll og firnindi, og kom að baki Rússum, og er það Rúss- um versti óleikur, og hætt; við, að lið þeirra verði ef til vill króað, og komist eigi undan, ef Rússar bíða ósigur.— Jap- anar hafa einnig Tallíen-skarðið á sínu valdi, og er þaðan greið gata til Mukden, enda hafa Japanar látið skotin dynja á borginni, svo að all-mikill hluti hennar lá í rústum, og flúnir voru þaðan aliir, sem gátu, nema hermenn. Japanar leggja nú mjög rnikla áherzlu á, að ná hafnarborginui Yladivostock í Síberíu á sitt vald, og ætla að sækja hana bæði á sjó og lándi. — Hafa þeir tekið um 40 flutningaskip, er fara áttu til Vladivostock. — Takist þeim að ná þeirri borg, hafa Rússar eDga hafnarborg þar eystra, og á fioti þeirra þá illa að- komu, er austur kemur. Öðru hvoru er að koma upp kvittur um það, að friður muni bráðlega saminn, og þykir sjálfsagt, að Japanar fái þá yfir- umsjá i Koreu-ríki, og fái Port-Arthur, og Liaotung skagann, til fullrar eignar, en Rússar láti af hendi Mandsjuríið, alla leið að Charbin, til Kínverja, og að Vladi- vostock verði óháð borg, þar sem öllum þjóðum sé heimil verzlun. — Síberíu-járn- brantin, eða að minnsta kosti austur- hluti hennar, ætti þá og að vera frjáls flutningabraut, er slæði undir vernd stór- veldanna. — Herkostnaðargreiðslan, segja friðarspámennirnir, að helzt muni valda ágreiningi. — En þrátt fýrir þetta, og því líkt hjal, munu enn því miður Htlar horfur á því, að ófriðarloka sé bráðlega að vænta. <3........B3BB9 Landbúnaöarnefndin hefir þegar rubbað upp tólf lagafrumvörpum, sem birt eru í fyrsta hepti búnaðarritsins þ. á., og eru frumvörpin þessi: I. Um bændaskola. Nefndin vill leggja niður búnaðarskólana, sem nú eru, en stofna tvo bændaskóla, annan á Suður- en hinn á Norður-landi, þar sem að eins fer fram kennsla á vetrum, eingöngu bókleg. Tillagan virðist fara í alveg öfuga átt, þar sem aðai-gallinn við núverandi bún- aðarskóla vora er einmitt sá, að verklega kennslan er ónóg. II Um v&tryqging sveitábœja. Hrepps- félögum heimilað, að stofna brunabóta- sjóði fyrir sveitabæi, með skylduábyrgð, og ábyrgist sveitasjóður allar skyldur og skuidbindingar brunabótasjóðs hreppsins. Afar-viðsjárverð ákvæði, sem ótrúlegt er, að þing og þjóð samþykki. III. TJm sölu opinberra jarðeigna og ítalca. Stjórninni heimilað, að selja þjóð- iarðir og kirkjujarðír, ásamt ítökum og kvöðum, og rniðast kaupverðið að jafnaði við á%. Nýmælið þarflegt, þó að einstök á- kvæði séu mjög athugaverð, og stjórninn i veitt of mikið vald. IV. Um forkaupsrétt á jarðeignum ein- stakra manna. Að ábúandi hafi jafnan forkaupsrétt, en sveitarfélag, ef ábúandi gengur frá. Mjög óheppilegt, og myndi skapa verðfall allra fasteigna í landinu. V. Um breyting á, og viðauka við lög um stofnun rœktunarsjóðs Islands. Að lána megi úr sjöðnum, gegn öðrum veðrétti, til ábýliskaupa, hvort heldur eru jarðir, eða grasbýli og þurrabúðir utan kaup- staða. Virðist, til. bóta. VI. TJm þinglysing byggingabréfa. Að þinglýsa skuli á 1. eða 2. manntalsþingi byggingabréfum fyrir allar jarðir. sem á leigu eru seldar, að árlegum sektum viðlögðum. Hugsunin rétt, en þar sem fjöldi ábú- anda sitja byggingarbréfslausir, og eru að lögum eigi skyldir að taka a móti byggingarbrófum, þá er eigi gott að sjá, hvernig veslings landsdrottnarnir eiga að koraast undan harðji'ðgi landbúnaðarnefnd- arinnar. VII. Um ág&ng búfjár. Nefndin ætl- ast til, að frv. þetta verði ekki útkljáð á næsta þingi, en að eins rætt þar (lagfært?), og siðan leitað um það álits sveitarstjórn- arvalda, og samþykkt á alþingi 1907. VIII. Um gaddavirsgirðingar. Að stjórn- in (hr Zöllner?) annist á næsta fjár- hagstímabili gaddavírskaup fyrir sýslu- félög, sveitarfélög, búnaðarfélög, og sam- vinnu kaupfélög, en framkvæmd „gadda- vírslagannau sé frestað. Eramkvæmd „gaddavírslagannau var sjálf-frestað. — Nefndin hef ði átt að sníða upp rír þeim lög um lán til girðinga al- mennt, einkum úr innlendu efni. IX. Um samþykktir um kynbœtur naut- gripa. Sýslunefndum, með sarnþykki hér- aðafunda, leyft að gera slíkar samþykkt- ir, er „stjórnarráðiðu synjar eða stað- festir, eptir velþóknan sinni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.