Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1905, Blaðsíða 4
48 Þjóðviljinn. XIX., 12. Frakknesbar liskiskútur stranda. Tvær frakkneskar fiskiskútur hafa ný skeð strandað f grennd við Kúðafljótsós í Skapafells- sýslu. — Fregnir um skipströnd þessi eru frem- ur óljósar, en talið, að strandmenn liafi bjargazt i land. Kvenní'élag llúsavikur befir í febr. samþykkt áskorun til isl. kvenna þess efnis, að taka alls engan þátt í dönsku ný- lendu-sýningunni. 200 norskir sjúmenn eru ráðnir til ýmsra útgerðarmanna á Aust- fjörðum, og kvað ýmsir þeirra eiga að róa þar á opnum bátum í sumar. — Stórkaupmaður Thor. E. Tuliníus flytur þá til Austfjarða með gufu- skipinu „Friðþjófur“. Manna lát.. 3. marz síðastl. andaðist að beimili sínu Naustum í Skutiisfirði i Norður-ísafjarðarsýslu Samúel EaXldwason húsmaður, á 52. aldursári, fæddur 1853. — Hann bafði iegið þungt haldinn misseris-tíma, og var banamein hans krabbamein I maga. Foreldrar Samúeis sáluga voru: Halldór Pórðarson, bónda að Árbæ í Bolungarvik, Hall- dórssonar, og Bannveig Olaýsdóttir á Kirkjubóii í Skutilsíirði (ý 28. ág. 1901>. — Arið 1877 kvæntist Saniúel heitinn eptirlifandi ekkju sinni, Sigríði, dóttur Páls, íormanns og útvegseiganda á Isafirði, Guðmundssonar. bins mikilhæfasta manns, óðalsbónda í Arnardal, Pálssonar; en móðir Sigríðar er Guðbjörg, dóttir Sigurðar beit- ins Hinrikssonar á Seljalandi, og systir Hinriks sáluga, kaupmanns á ísafirði, og er Guðbjörg enn á lífi, háöldruð og iasburða, á vegum nefndrar dóttur sinnar. Þeim hjónum, Samúel og konu bans, varð alls 8 barna auðið, og dóu þrjú þeirra i æsku, en þessi 5 eru enn á lífi: 1, Bannveig, er dvelur í Kaupmannahöfn, 2, Ualldór, formaður og útvegseigandi, 3, Páll, er stundar sjómennsku, 4, Kristján, er stundar sömu atvinnu, og 5, Bjarney, ófermd, hjá móður sinni. Bræðurnir eru og heima, aliir ókvæntir. Samúel sálugi var einkar ötuil og laginn verkmaður, að hverju sem hann gekk, hvort er var á sjó eða landi. — Hann var drengur góður, og vel látinn af öllum, er hann þekktu. — Hann var maður all-vel greindur, og mörgum góðum hæfileikum gæddur. — Hann hafði verið hús- maður á Naustum í mörg ár, og bjargast þolan- lega, þrátt fyrir barnafjöldann, með aðstoð góðr- ar og myndarlegrar eiginkonu. Jarðarför Samúels sáluga fór fram að Eyrar- kirkju á ísafirði 11. marz síðastl., í viðurvist fjölmennis, og var hann jarðsunginn af sira Sígurði Stefánssyni 1 Vigur, í fjarveru sóknar- prestsins. Bessasföðum 22. marz 190~>. Tíðin óstöðug, og stormasöm, en að öðru leyti einkar hagkvæm, að því er landið snertir. — Til sjávarins á hinn hóginn lítið hægt að hafast að, svo að þilskipin hafa enn sára lítið aflað. „Vesta“ kom frá útlöndum 17. þ. m., norðan og vestan um land. Meðal farþegja, er komu með skipinu, voru: Sighvatur bn rikastjóri Bjarna- son, consúil Sigfús Pl. Bjarnarson fi'á Isatirði, fni Hemmert frá Skagaströnd, verzlunarmaður O. Blöndal frá Sauðárkrók, Maíthías prestur Eggerts- son í Grimsey, síra Eiríkur Gíslason á Stað í Hrútafirði, nokkrir skólapiltar, o. fl. Sýslunefndin í Gullbringusýslu heldur aðal- fund sinn í Hafnarfirði 7. april næstk., en sýslu- nefnd Kjósarsýslu 14. s. m., sömuleiðis í Hafn- arfirði. _________ ,,Nanna“, aukaskip frá Thore-félaginu, kom til Reykjavikur 13. þ. m., frá Kaupmannahöfn og Leith. — Skipið hafði eigi viljað taka farþegja, eg lagði aptur af stað til útianda 16. þ. m. Meðal farþegja, er komu frá útlöndum með „Lauru“ 13. þ. m., voru: kaupmennirnir Asgeir Sigurðsson, og frú hans, P. J. Thorsteinsson frá BiJdudal, Th. Thorsteinsson, og Sigurður Kristj- ánsson frá ísafirði, eand. jur. Halldór Júlíusson, ungfrúrnar Gunnhildur Thorsteinsson og Guð- mundina Nielsen frá Eyrarbakka, yfirbakari Carl Frederiksen, söðlasmiður Jónathan Þorsteinsson, skósmiður Jón Brynjólfsson o. fl. „Laura“ lagði aptur af stað til útlanda 18. þ. m., og tóku sér far með henni: frú Bryndís Zoega, Gesiur Einarsson frá HæJi, fyrrum pönt- unarfélagsstjóri, o. fl. Leikfélag Beykjavíkur sýndi 19. þ. m. i fyrsta skipti nýtt leikrit, er nefnist „Hjálpin11, eptir P. A. Bosenberg. „ísiandsbanki41 ætlar að fara að reisa sér bankahús, sem á að verða fuligjört í sumar, og verður byggt úr islenzkum steini. Danskt björgunarskip kom til Beykjarikur 17. þ. m., og er erindi þess, að reyna að ná á flot botnverpingum, er strönduðu i vetur. Heilnæmasti og bezti Bor*ð-bitter er egta Kína-lífs-elexírinn, þegar bonum er blandað saman við portvín, sherry, eða brennivín í því hlntfalli, sem hér segir: þriðjung, eða helming, úr heilli flösku af elexír í heilflösku (8/4 pt.) af hinu ofan nefnda. Sérhver, sem smakkað hefir þessa bitter-tegund.tel ur h an a m esta á gæti í heimi. Ciilna-lífs-elexír er að eins ekta, þegar á einkennismiðan- um er vörumerkið: Kínverji, með glas í hendi, og nafn verksmiðju-eigandans, Yaldemars Petersens í Friðrikshöfn—- Kaupmannahöfn, ásamt innsiglinu V'FF' í grænu lakki á flöskustútnum. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. PRENTSMXÐJA I> JÓDVILJANS. 38 „Mig langar til þess, að tala við Hidith nokkrar mín- útur. Jeg bélt, að hún væri hérna enn þáu. „Edith befir höfuðverk, og vill því vera ein. Hftn getur því eigi hitt yður að máli, fyr en sezt verður að borðum“. Moðan Danira þuldi þetta, vék hún sér ögntilblið- ar, eins og bún byggist við, að liðsforinginn myndi engu að siður brjótast inn, þar sem hann hlaut að hafa séð Edith, og skilja, að þetta var að eÍDS í því skyni gjört, að gjöra honum örðugra, að öðlast fyrirgefningu fyrir brot sín. Gerald leit og þangað, sem Editb var, en teygði svo að eins bermannlega úr sér, og mælti: „Þá bið eg yður að bera ungfrÚDni kveðju mina“. Að svo mæltu gekk bann burt, an þess að líta við. Hann var naumast farinn út úr herberginu, er Edith kom inn aptur. í andliti heDDar lýsti sér íremur undrun, en gremja, og var, sem hún skildi eigi oíaDÍgjöfina. „Hvað? Er bann farinn?“ kallaði bún reiðilega. „Hann hlaut þó að sjá, að jeg stóð hér rétt við dyrnar, og beið hans. — En hann hefir liklega ekkert kært sig um, að finna mig“, Daníra yppti öxlum. „Jeg er hrædd um, að þér veiti örðugt, að „venja“ þenna mann“, mælti hún. „Hann er ekkert barna-meðfæri; það var það, sem hann var að sýna þér áðan“. Edith stappaði fætinum i gólfið, eins og óþekkt barn. „Það er, sem eg sagði“, mælti Edith, „að hann vill gera sig viðurstyggilega herralegan. En það fór honum nú annars ekkert ílla, því að haDn var ári hermannlegur, þegar hann gekk burt“. 39 Um leið og hún mælti þetta, fór hún að reyna, að herma eptir göngulagi Geralds, en gat þó eigi komið Dan- íru, til að brosa minnstu vitund. „Varaðu þig á þráinu í honum“, mælti hún blátt áfram, og alvarlega. „Þér mun veita full örðugt, að vinna sigar á þvi“. * * * Það voru nú liðnar nálega þrjár vikur, siðan her- sveitÍD kom, og allur þorri hermannanna var þegar far- inn til ófriðarstöðvanna, enda þótt liðsflokkur Gerald’s væri enn í Cattaro. Hann var því orðinn all-óþolinmóður, þar sem hann, og menn hans, voru í bráðina í kastalanum, er gnæfði þar yfir borgina, og höfðu eigi annað að starfa, en að gæta nokkurra herfanga. Það var létt verk, og gat, hann þvi daglega setið tímunura saman hjá unnustu sinni, og neytti hann þess auðvitað. Einn dag, snemma morguns, er þokan grúfði yfir fjöllunum, og flóanum, og fáir voru enn á ferli, nema stöku skipstjórar, og verkamenn, var Jörgen Moos á gangi, í einkennisbúningi sinum. Hann hafði náð i einn af skipstjórunum, og var eitt- hvað að reyna, að tala við hann, en þar sem skipstjórinn skildi ekki anDað tungumál, en slafnesku, og bendingar urðu þýðingarlitlar, gekk Jörgen burt í íllu skapi, rnuldr- andi eitthvað um fábjána, er ekki skildu Tyrólsku. En er hnnn gekk í þessum þönkum, heyrir hann allt í einu, að sagt er: „Er eigi, sem mér sýnist, að þarna gangi Jörgen Moos, minn ungi vinur?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.