Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.04.1905, Blaðsíða 1
Verö árgangsins (minnst
52 arhir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnimán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
— |= Nítjándi ábganguh. =|. '=—
-f—&os|= RITSTJÓEI: SKÚLI THOIIODDSEK. =|**S~h—
I Vppsögn skrifleg, ógild
I nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
\ mánaöar, og kaupandi
samhliöa uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaöiö.
M 16.
Bf.SSASTÖÐUM, 15. APBÍL.
19 0 5.
Ifna og ildavélar
selixr"
Jpristjdn Jorgrímsson.
TT ilöncl.
Fremur tíðmdafátt frá útlöndum. —
Helztu tiðindi þessi:
Daumörk. 28. marz síðastl. fór fram
kosning nokkurra bæjarfulltrúa í Kaup-
mannahöfn, og voru þær kosningar sótt-
ar af afar-miklu knppi. -- Álbertí, og
stjórnarflokksmenn, fylgdu þar hægri-
mönnum að máium, sem í fyrra, gegn
„80cialistum“, og frjáislyndari hluta
vinstrimanna, og tóku nú fleiri menn
þátt í kosningunum, en dæmi eru til
nokkuru sinni áður, þar sem svo telst til,
að full 80af kjósendum hafi neytt
kosningarréttar síns, en í fyrra að eins
74^, og var það þá fjölmennari hlut-
taka, en áður voru dæmi til. — Leiks-
lokin urðu þau, að Albertingar, og hægri-
menn, biðu algjörðan ósigur, og sigruðu
bæjarfulltrúaefni „socialista“, og vinstri-
manna, með 3—4 þús. atkvæða mun.
Meðal þeirra, er kosningu hlutu, er
fíerman Trier nafnkunnastur. — Hann
hefir í mörg ár verið formaður bæjarfull-
trúanna, og forseti fólksþingsins var hann
einnig, unz hann í vetur sagði þeim starfa
af sér, er vinstri þingflokkurinn klofnaði.
Kosninga-úrslit þessi eru talin mesti
ósigur fyrir stjórnina, og órækur vottur
þess, að meiri hluti Kaupmannahafnarbúa
líti svo á, sem Christensen, stjórnarfor-
seti, og félagar hans, hafi svikið stefnu-
skrá vinstriflokksins í ýmsum greinum,
og þykir því eigi ósennilegt, að kosning
þessi hafi talsverð áhrif í Danmörku,
þegar til þingkosninga kemur.
Eins og „Þjóðv.u hefir þegar getið,
náði hið illræmda „hýðingarfrumvarp“
Alherti’s samþykki þingsins, og er nú
orðið að lögum. — I fólksþinginu var
frumvarpið þó að eins samþykkt með 56
atkv. gegn 46, og 4 þingmenn voru fjar-
verandi, og 7 greiddu eigi atkvæði, svo
að meiri hluta fólksþingsins gat Alhertí
þó eigi haft með sér í þessu máli, enda
þótt ýmsir þingmenn úr stjórnarflokknum
(„umbótaflokknum“), sem atkvæði greiddu
gegn frumvarpinu i fyrra, væru nú með
því, til þess að stjórnin yrði eigi í minni
hluta.
G-eta má þess, að allir helztu lög-
fræðingar Dana á þingi voru eindregíð
gegn lögunum, og öll frjálslyndari blöð
á Þýzkalandi, Frakklandi og Bretlandi,
er „hýðingarlagannau minnast, telja þau
vott um siðleysi dönsku þjóðarinnar. —
i Á hinn bóginn lúka sum rússnesk apt-
| urhaldsblöð miklu lofsorði á „hýðingar-
j lögin“, og segja, að þetta sé það, sem
fólkið þurfi að hafa(!)
f Látinn er nýlega dr. Gerth Winther,
91 árs að aldri, fyrrum þingmaður. —
Hann sat á grundvallarlagaþÍDgi Dana
1848—’49, og er nú að eins einn þeirra
manna á lífi, er þá áttu sæti á þingi,
Cederféld de Simonsen, kammerherra.
2. apríl voru 100 ár liðin, síðan H. C.
Andersen, danska æfintýra-skáldið, fædd-
ist (f 4 ág. 1875), og minntust Danir
þess aldar-afmælis með ýmsum hátíða-
höldum.
t Látinn er ný skeð Styhr biskup,
er um hríð var kennslumálaráðherra, 1
ráðaneytistíð Estrups. —Enn fremur and-
aðist 31. marz siðastl. elzti þingmaður
Dana, Thyyeson að nafni, konungkjörinn
landsþingsmaður, tæpra 99 ára að aldri.
— Hann mætti síðast á þingi, er lands-
þingið felldi frv. DeimteerVráðaneytisins
um söln dönsku Yestur-indversku eyj-
anna; lét þá flytja sig á þing, þótt hrum-
ur væri, til þess að greiða atkvæði gegn
sölunni. — En konungkjörnir þingmenn
í Danmörku eiga, sem kunnugt er, þing-
set.u æfilangt, hversu hrumir, sem þeir
verða. —
Noregur og Svíþjóð. 22. marz síðastl.
voru hátíðaliöld all-mikil í Ohristianiu í
minningu þess. að Björn Björnson, sonur
no rska þjóðskáldsins, hafði þá fengizt við
leikmennt i 25 ár. — Hann hefir stýrt.
aðal-leikhúsi Norðmanna i mörg ár, og
farizt það svo myndarlega, að Norðmenn
telja hann föður leibmennterinnar þar i
landi.
Heldur harðnar rimman milli Norð-
manna og Svía, út af konsúlamálinu, og
hefir það ekki bætt um, að þing Svía
hefir nýlega kosið 6 menn lír hvorri
þingdeild, til þess að genga í eins konar
leyni-nefnd, ásamt konungi, til þess að
ræða það mál. — Þykir Norðmönnum
eigi fara vel á því, að Svía-konungur,
sem jafn framt er konungur Norðmanna,
eigi sæti i slikri nefnd.
Ungur preslur í Sviþjóð, Gvnnar Sjö-
fors að nafni, 26 ára gamall, sem var í
heimsókn hjá föður sinum, presti í
Hjortsberga, veitti föður sínum banameð
öxi, 22. marz siðasth, og hljóp siðan til
skógar, og var band-óður, er hann náð-
ist. — Hefir að likindum framið morð
þetta i vitfirringu. —
Bretland. Norðmaðurinn A. Bech, sem
setið hafði í betrunarhúsi á Bretlandi í
! frek 7 ár, þótt. saklaus væri, af þvi að
lögregluþjónar héldu hann vera annan,
en hann var, hefir nú fengið 90 þús.
króna í skaðabætur á þingi Breta, og eru
það taldar hærri skaðabætur, en nokkuru
sinni hafa áður verið greiddar, þó að líkt
hafi komið fyrir.
Marconi, er fundið hefir upp firðritUn
þá, sem við hánn er kennd, kvæntist ný
skeð í Lundúnum irskri stúlku, vell-auð-
ugri, O’Brien að nafni, og námu brúðar-
gjafirnar, sem þau fengu, alls 2 milj.
króna.
Álexandra, Breta-d rottning, og ýms
skyldmenni hennar, var nýlega lögð af
stað til Portugals, i hynnisför til kon-
ungshjcmanna þa r. —
Frakkland. 30. marz varð járnbraut-
ar slys skammt frá París, og biðu 3 menn
bana, en 9 urðu sá rir.
f Látinn er nýlega frakkneski skáld-
sagnahöfnndurinn Jules Vcrne, fæddur
1828. — Hann hefir ritað yfir 10C) skáld-
sögur, er þýddar hafa verið á fjöldatungu-
mála, og hafa hlotið mikið lof, t. d. skáld-
sögurnar: „Kringum jörðina á 80 dög-
tim“, „Ferðin til tunglsins“, o. s. frv.
Þýzkaland. Ný skeð brá Vilhjálmar
keisari sér til Miðjarðarhafsins, á skipi
sinu „Hohenzollernu, og kom i þeirri
ferð við i borginni Tanger í Marocco, og
tók soldén honum með mestu virktum,
enda hélt Vilhjálmur keisari ræðu, með-
an er hann stóð þar við, og fórmörgum
orðum um það, hve áriðandi það væri,
að Marocco héldi áfram að vera sjálf-
stætt. og óháð riki, þar sem allar þjóðir
ættu jainan rétt til verzlunar og við-
skipta. — Frakkar og Bretar, sem samið
hafa svo með sér, að Frakkar skuli liafa
yfirumsjá í Marocco, svipað þvi, er Bretar
hafa á Egyptalandi, hafa orðið afar-gram-
ir yfir þessari ræðu Yilhjálms keisara,
sem þykir gera slæmt strik í reikning-
inn. — —
Serbía. Krónprinzinn í Serbíu var
nýlega á gangi, í grennd við Belgrad,
ásamt kennara sínum, og var þá skotið
á hann byssukúlu, er særði hann á höfði,
en þó eigi hættulega. — Mælt er, að
konungur, og ættmenn hans, vilji þó láta
heita svo, sem þetta hafi atvikazt af
slysi, og eru því fregnir um atburð þenna
fremur óljósar. —
Kríteyingar héldu þjóðfund nýlega,
og lýstu þvi þar yfir, að þeir vildu eigi,
að eyjan væri lengur undir yfirráðum
Tyrkja-soldáns, heldur sameinuð Grikk-
landi, og miun þetta gjört að ráðum Ge-
org’s, Grikkja-prinz, er stórveldin skip-
uðu til landstjórnar á eyjunni, eptir
grísk-tyrkneska stríðið; en hvort stórveld-
in taka þessu nú betur, en fyr, má telja
mjög óvíst. — —
Rússland. Þer er nú allt stórtiðinda-
laust, því að naumast má það lengur til
tiðinda teljast, þó að uppþot séu þar öðru