Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.04.1905, Blaðsíða 4
64
Þjóbviljinn.
einnig á framfarir þær, er orðið hafa hór
á landi í ýmsum greinum á seinni árum.
Bessastöðum 15. apríl 190).
Síðan veðráttan snerist til norðanáttar, 4. þ.
m., hafa haldizt stöðugir norðan-kalzar, og hvass-
viðri all-optast.
Aflabrögð all-góð í Garði og Leiru, og öðrum
verstöðum við sunnanverðan Faxaflóa. þegar gæft-
ir hafa leyft. — Um síðustu helgi voru hæðstu
hlutir 4—6 hundruð af netafiski, en almennt
2—8 hundruð.
Strandbáturinn „Hólar11 kom frá Kaupmanna-
höfn 9. þ. m., en „Skálholt" 12. þ. m.
Bátarnir hyrja háðir strandferðirnar í dag.
„Tryggvi kongur“ lagði af stað til Breiðaflóa,
og Vestfjarða. 6. þ. m., með 40—60 farþegja, og
var þar á meðal prófastur Sigurður Gunnarsson
i Stykkishólmi, og Kinar Markússon, umboðsmað-
nr i Ólafsvík.
Skipið er ókomið að vestan að kvöldi 14. þ. m.,
en á, samkvæmtáætluninni, að leggja af stað til út-
landa í dag, og tekur ráðherra H. Hafstein 'SÓr
far með því.
Húshruni varð i Keykjavík aðfaranóttina J0
þ. m., og brann til kaidra kola tvíloptað geymslu-
hús, með áfastri smiðju og salthúsi, og voru hús
þessi partur af svo nefndri „Sjávarborgar“-eign,
sem verzlunin „Edinborg“ á/ — Eldsins varð
eigi vart, fyr en um kl. 4 að morgni, og var
hann þá orðinn svo magnaður, að ekki var neitt
viðlit, að slökkva hann.
Auð- ætt. þykir, að bruni þessi sé af manna
vöidum, því að það sást, að brotin hafði verið
upp járnhurð, er var fyrir dáiitlum klefa, sem
peningíBikápur var geymdur i, og hafði peninga-
skápurinn verið skemmdur nokkuð, með meitli,
eða öðru þess háttar áhaldi, en þó eigi tekizt,
að brjóta hann upp. — Mun þjófsi því hafa tal-
ið sínai faj'ir njiður góðar, og viljað hefna sín
og dylja vegsummerkin með þvi, að kveikja i
húsinu.
Meðal annars, er inni brann, var hestur, sem
hafður var í smiðjunni. — Ýmsar reikningsbæk-
ur, og skjöl, er lutu að útgerð „Edinborgar“-
verzlunar, brunnu einnig, og sömuleiðis nokkr-
ar vörur, og húsgögn, er allt var vátryggt.
Bæjarfógetinn í Keykjavik befir auglýst, að
borgaðar verði 100 kr. hverjum þeim, er fyrstur
láti lögreglunni í té upplýsingar, er leiði til þess,
að komast fyrir, hver valdur sé að brennunni.
Fyrir tveim árum brann geymsluhús á sama
stað, auðsjáanlega af manna völdum, og komst
eigi upp, hver valdið hefði. — Ef til vill erþað
sami, þorparinn, eða þorpararnir, sem nú hafa
aptur verið á ferðinni.
Tvö aukaskip frá Thore-félaginu, „Vibran“
og „Friðþjófur“, komu til Reykjavíkur 14.’þ. rn.,
fermd ýmis konar vörum, sem „Tryggvi kong-
ur“ gat eigi tekið, er hann fór síðastfrá útiönd-
um.
I HUI III | l.umil M l'l I III I IHUI'lll II II. 11.11 'I IIIIII 'IfllllH L Wlll'll 1111
Mikil verðlaun
fær hver sá, er sannar það, ‘fyrir Valde-
mari Petersen í Friðrikshöfn—Kaup-
XIX., 16.
mannahöfn, er býr til hinn egta Kína-
lífs-elexír, að hann hafi fengið eptirlík-
ingu eptir Kína-lífs-elexír, er hann beiddi
um hinn egta, sem á einkennismiðanum
ber vörumerkið: Kínverja, með glas í
hendi, og nafn verksmiðjueigandans, á-
samt innsiglinu —_p- í grænu lakki á
flöskustútnum.
Egta Kína-lífs-elexirinn er heimsins
bezti heilsubitter, og fæst alls staðar.
PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS.
64
in hefir losnað dálítið áðan, og veitti eg þvi ekki eptir-
tekt, fyr en nÚDa“.
Gerald stöðvaði nú múldýr sitt, og sté af baki, og
var Eanira þá þegar stokkin úr söðlinum, og virtist eigi
kæra sig neitt um aðstoð hans.
Gerald lagaði nú gjörðina, og mælti síðan:
„Er ekki réttast, að lofa múldýrunum, að kasta ögn
mæðinni, þar sem vegurinn befir verið örðugur, og enn
er all-góður kippur til kasta]aDS?u
Dm leið og hann mælti þetta, batt hann beizlin sam-
an, og gekk svo þangað, sem Danira stóð.
Útsýnið var einkar fagurt, og stóðu þau því lengi,
sem hugfangÍD, unz Daníra sneri sér við, benti í fjarlægð,
og mælti:
„Þarna sjáið þér myndina af landi voru, og ímyr.da
eg mér, að náttúru-fegurð þess þoli jafn vel samjöfnuð
við heimkynni yðartt.
„Yissulega.tt, svaraði Gerald, „og tekur því jafn vel
að sumu leyti fram, þar sem haf-flöturinn speglar sig að
fjallabaki. — Landið er yndislega fagurt, og skortir það
það eitt, að gáturnar, sem það geymir í skauti sínu, væru
nokkru færri.
„En eruð þér eigi einmitt að ráða þessar gátur, þar
sem eigi er sá krókur, eða kin i, sem herlið yðar rannsak-
ar ekki, að því er íbúunum segist frá?“
„Oss fýsir að minnsta kosti að vita, hverir eru vin-
ir vorir, og hverir óvinir“, svaraði Gerald, „og hygg eg
oss hafa rétt til þess, að spyrjast fyrir um þaðtt.
Gerald lagði svo mikla áherzlu á oið þessi, að Dan-
íra tók eptir því, leit forvitnislega framan í hann, og
mælti siðan stuttlega, og kuldalega:
56
„Spyrjið hvers, þér viljiðtt.
„Og ef eg spyrði þess þá fyrst. hvaðan þér þekkið
Ivan Obrevic?tt
„Jeg hefi þegar sagt yður, að eg þekki hann alls ekki“,
mælti Danira.
„Þér hafið sagt það; en jeg trúi því nú ekkitt.
Danira rétti úr sér, all-tigulega, og xnælti:
„Jeg bið yður, hr. Steinach, að fara ekki að beita
uppeldis-tilraununum yðar við mig. — Jeg er ekki Edith“.
„En þér eruð uppeldisdóttir setuliðsstjórans, og er-
uð í hans húsuro, sem hans eigið barn, og finn eg hvöt
hjá mér, til að minna yður á það, þar sem þér virðist al-
veg liafa gleymt þvítt, svaraði Gerald.
Daníra varð náföl í framan, og ætlaði auðsjáanlega
að svara fremur svæsnislega, en stillti sig þó, eins og ein-
hver hefði snögglega aðvarað hana, og svaraði því að eins
ofur-hæðnislega:
„Hús setuliðsstjórans hefir, að minnsta kosti til þessa,
verið laust við allt — njósnar-snuðr“.
Gerald kipptist við, eins og hann hefði verið bar-
inn, blóðroðnaði i andliti, og greip ósjálfrátt til sverðsins.
Svo var, sem eldur brynni úr augum hans, og í
rödd hans lýsti sér afar-mikil æsing, og ákafi, er hann
svaraði:
„Orð þessi komu frá konu munni! Hefði karlmað-
ur dirfzt, að móðga mig á benna hátt, skyldi hann eigi
hafa beðið svarsinstt.
Daníra hafði eigi vænzt þess, að þessi orð hennar,
sem töluð voru í hugsunarleysi, hefðu slík áhrif, og duld-
ist nú eigi, að hún hafði móðgað hann mjög freklega,