Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.04.1905, Blaðsíða 3
XIX, 16.
Þjóðviljinn
63
meðal beztu jarða-vetra, og hross óvíða tekin í
hús, enda er nú auð jörð í Skagafirði, og heyforði
nægilegur, þar sem næstl. sumar var með beztu
sumrum hér í SkagaEirði, bæði að því er gras-
sprettu, og tíðarfar, snerti. — Heilbrigði fremur
góð hjá almenningi. -- Nýlega er þó dáinn Andr-
és bóndi Björnsson á Reykjavöllum, nýtur bóndi,
og drengur góður, sem eptirsjá er að“.
Frakknesk fiskiskúta sokkin.
Enskur botnverpingur sigldi nýlega á frakkn-
eska fiskiskútu, fyrir sunnan land, og laskaðist
húu svo, að hún sökk, og komust skipverjar, 25
að tölu, nauðulega i skipsbátinn, og vildi það
til lífs, að þeir hittu aðra frakkneska fiskiskútu,
er flutti þá til Vestmanneyja, og komu þeir
þaðan til Reykjavikur með „Hólum“.
Botnvorpingurinn, er skemmdum þessum olli,
skeytti skipverjum að engu, en hraðaði sér brott,
sem mest hann mátti.
II vammsprestakall
i Dalasýslu prófastsdæmi ('Hvamms- og Stað-
arfellssóknir) er auglýst til umsóknar, og er um-
sóknarfrestur til 25. maí næstk., enda veitist
brauðið frá næstk. fardögum. — Brauðið er met-
ið 1357 kr. 62 a., en prestsekkja nýtur af
vissum tekjum þess. — Á brauðinu hvíla eptir-
stöðvar tveggja lána, er ávaxtast, og afborgrst,
með 6°/0 í 28 ár. Var annað þessara lána, upp-
runalega 1600 kr., tekið til kirkjubyggingar 1882,
en hitt, upprunalega^BOOO kr., tekið til íbúðar-
hússbyggingar 1894.
Skipstrand.
Frakknesk fiskiskúta strandaði ný skeð í Ár-
nessýslu, i grennd við Stóra-Hraun. —- Menn
björguðust allir.
íll-kynjuð hálsveiki.
íll-kynjuð hálsveiki (,,difterítis“) hefir stung-
ið sér niður á nokkrum bæjum í Öræfum í Aust-
ur-Skaptafellssýslu, og voru þegar þrír menn
dánir þar úr veiki þessari, er síðast fróttist.
Sendimaður kvað vera nýkominn til Reykja-
víkur, til þess að tilkynna stjórnarráðinu þetta,
og þarf að líkindum eigi að efa, að gjörðar verði
tafarlaust nauðsynlegar sóttkvíunar-ráðstafanir.
Meira, i inmv
virðist ráðherranum vera, að styðja
dönsku nýlendu-sýninguna, sé það satt,
sem segir í „Ingólfiu, 10. apríl síðastl.,
að forngripavörður Jón Jakobsson hafi
— með Ijúfu samþykki yfirboðaranna —
tekið ýmsa muni úr forngripasafninu, til
þess að lána þá á sýninguna.
Yæri æskiiegt, að stjórnarblöðin skýrðu
almenningi sem allra fyrst frá þvi, ef
þetta er ranghermt, en bentu ella á heim-
ildina til þessa tiltækis.
Spítalaráðsmaðurinn nýi.
Sfcjórnarblöðin, „'Þjóðólfur14 og „Reykja-
vik“, keppast hvort við annað, að lýsa
yfir því, að ráðherrann beri enga ábyrgð
á skipun hr. Hermanns Jönasarsonar, sem
ráðsmanns við holdsveikraspitalann; það
sé spítala-stjórnin, sem því hafi ráðið.
Þessi tilraun stjórnarblaðanna, til að
varpa ábyrgðinni af hr. H. Hafslein, sýn-
ist óneitanlega benda á, að þau finni það
á sér, að ráðstöfun þessi muni mælast
miðlungi vel fyrir.
En þó að það só meiri hluti spítala stjórn-
arinnar, dr. Jbnassen og Jídius Havsteen,
sem bera ábyrgðina í orði kveðnu*, dylst
*) Priðji maðurinn í stjórnarnefnd spítalans,
héraðslæknir G-uðm. Björnsson, var skipun Her-
manns algjörlega mótfallinn, að því er blöðin
„ísafold“ og „Fjallkonan“ fullyrða. —
þó eigi, að það er „mataru- eða „magaa-
politik stjórnarflokksins, sem ráðið hefir.
Og faðir þeirrar stefnu flokksins er ráð-
herra H. Hafstein, sem eigi þykist geta
haldið sér í völdunum á annan hátt.
Mun og flestum finnast, sem oss, að
svo sé „uef náið augurn“, að sennilegt
sé, að hvorki hefði dr. Jönassen, mágur
ráðherrans, né ná-frændi hans, Jtdíus Hav-
steen, dregið taum Hermanns, og tekið
hann fram yfir aðra, miklu hæfari um-
sækendur, ef ráðherrann hefði eigi verið
þvi mjog fylgjandi.
En ráðherrann þarf að hafa Hermann
með sér á alþingi, og þorir þvi ekki að
styggja hann, fremur en aðra fyrverandi
flokksbræður sína, sem eiga að samþykkja
„undirskriptaru-hneixlið,ritsimi-samning-
inn o. fi. o. fl.
Aumt er, að vera ráðherra upp á svona
spítur.
„Lífið á íslandi á nítjándu öld“.
Um það efni flutti frú Bríet Bjarnhéð-
insdöttir, útgefandi „Kvenuablaðsinsu, fyr-
irlestur í „Fredrika-Bremeru-félaginu í
Svíþjóð, 22. okt. síðastl., og er fyrirlest-
ur þe3si prentaður í „iíordisk Tidskriftu,
sem gefið er út af „Letterstedtskau félag-
inu i Stokkhólmi.
Fyrirlestur þessi er, svo sem.vænta
mátti, skipulega saminn, og gefur útlend-
ingum einkar glöggt yfirlit yfir daglega
lífið á íslenzliu bóndabýli, og minnist
B6
en þótti þó hálf-gaman að, að hafa getað sært þetta kalda
steinhjarta s?o, að neistar flugu úr steininum.
Hún lygndi niður sugunum, og raælti hálf-hátt:
„Það voruð þér, sem móðguðuð mig fyrst —og jeg
hafði eigi annað mór til varnar, en orðinu.
Gerald hafði nú þegar jafnað sig aptur, og virtist
iðrast þess, hve rnjög hann hafði þotið upp.
„Jeg er hræddur um, að jeg Deyðist til þess, að
móðga yður enn á ný“, svaraði hann, ofur-rólega, og kulda-
lega. „Það er mál, sem við hljótum, fyr eða síðar, að
spjalla um, og þar sem við erum hér nú tvö, þá er rótt-
ast, að gera það nú þegaru.
Enda þótt orð þessi væru fremur óskiljanleg, virtist
Daníra þó hafa skilið þau, þar sem hún beiddist alls engra
Útskýringa.
Fjarri fór því þó, að hún liti undan, heldur virtist
hún þess albúin, að þoka hvergi.
„Fyrir átta dögum þurfti eg að koma boðum til
setuliðsstjórans, sern eigi mátti fresta“, hélt Q-erald áíram
máli sínu, „og fór því árla morguns fótgangandi frá kast-
alanum til borgarinnar.
Þér þekkið að líkindum litla húsið, er slafneski sjó-
maðurinn býr i, spottakorn frá veginum, og þarf eg því
eigi að lýsá þvi fyrir yður. — Það var fyrir dögun, er
eg gekk þar fram hjá, og sá eg þá, að hurðinni var
hrundið upp, og að karlmaður og kvennmaður komu
þar út.
Karlmaðurinn var ekki I. Obrevio, heldur ungur
maður, grannvaxinn, í hérlendum þjóðbúningi; og stúlk-
una þekkti eg glöggt, þrátt fyrir morgun-þokuna; en
hvernig hún hefir komizt út um borgarhliðið, sem eigi
B3
„Jeg held ekkiu, og var auðsætt, að hann vildi ekki
láta undan dutlungunum í Edith.
„Þér viljið gefa Edith dálitla ráðningu“, mælti Dan-
íra hálf-hátt.
„Edith verður að læra, að hafa meiri áhuga, að þvi
er köllun mína snertir. Það er nauðsynlegt fyrir liðsfor*
ingja-frúarefni“.
„Auðvitað“, svaraði Daníra, „en eg er því miður
hrædd un, að kennslan mistakist, eins og þér hagið henni“.
„Hvers vegna?u spurði Q-erald. „Edith er enn að
nokkru leyti barn, og börn verða að læra, og kann eg yður
þakkir fyrir góð ráð í þvi skyniu.
Þetta sagði Q-erald all-hæðnislega, en Daníra lót, sem
hún skildi það ekki, og mælti:
„Ráðið er að eins eitt, og það er vandalitið; þór verð-
ið að vinna hjarta hennar“.
„Og á því álítið þér, að jeg hafi enn ekki haft
lag?u
„Þér hafið eigi hirt um það, að því er virðistu, svar-
aði Daníra. „Að því er Edith snertir, sem alin er upp í
eptirlæti, ávinnst skólameistaranum ekkert, en unnustinn
getur áunnið allt“.
Q-erald beit á vörina, og þagnaði, — Hann fann, að
Daníra hafði rétt að mæla, en gat þó eigi varizt þess, að
hug9a um, hve uppstökk Edith var.
Yegurinn varð nú brattari, og duldist Q-erald eigi,
að Daníra hafði gott taumh-ald á múldýrinu; en allt í einu
sá hann hana þó kippa fast í tauminn, og hallast fram i
söðlinum.
„Er nokkuð að?u spurði Gerald.
„Ekkert, sem neinu skiptir“, svaraði Daníra. „Gjörð-