Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.04.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.04.1905, Blaðsíða 3
ÞjÓÐVIIíJINN 67 XIX, 17. félagið ekki taka það að sér, má hún láta sotja upp, og reka á sinn kostnað, útbúnað til þráð- lausrar firðritunar ruilli Færeyja og einhvers fltaðar nærri Keykjavík, moð því skilyrði, að fé- lagið fái sama gjald fyrir hraðskeyti þau, sem send eru með hinum þráðlausa útbunaði, eins og fyrir sæsimahraðskeyti frá íslandi og þangað, eða yfir ísland. Meðan slík þráðlaus tengsli eru notuð reglulega, færist styrkurinn úr hinum is- lonzka landssjóði, sá er nefndur er í 2. gr., nið- ur um 13,000 kr. á ári. 7. gr. Færi svo, að einhver annar, en félagið, eækti á leyíistímanum um leyfi fyrir hraðskeyta- sambandi milli ísiands og einhvers lands utan Norðurálfu, skal veita félaginu kost á, að láta uppi álit sitt um málið, og skal það að öllu jöfnu hafa forgangsrétt að slíku leyfi. Sé komið á firðritun milli íslands og einhvers lands utan Norðurálfu, skal mega beimta styrk- veitingar þær færðar niður, sem nefndar eru í 2. gr., með hliðsjón á hagsmunum þeimfyrirfé- lagið, sem þar af hlotnaðist. 8. gr. Fólk það, sern skipað verður, til að stunda sæsímann á stöðvunum i ijórshöfn, og á Seyðisfirði (Reyðarfirðij, á að hafa dönsk þegn- réttindi. Það á að vinna eið þann, um að þegja yfir firðritunarleyndarmálum, sem fyrirskipaður er dönskum firðritunarstarfsmönnum, og vera háð hegningarfyrirmælunum í lögum frá ll.maí 1897, 18. gr. 9. gr. Danska stjórnin áskilur sér rótt, til að taka alveg fyrir afnot sæsímans af ástæðum, er við koma allsherjar-griðum (den offentlige Sikk- erhed), án þess að félagið geti fyrir það gert neitt tilkall til skaðahóta. 10. gr. Eptir lok hvers reikningsárs, sendir félagið rikismannvirkjaráðgjafanum, og íslands- ráðgjafanum, skilagrein fyrir tekjum og gjöldum sæsímans, um liðið reikningsár. 11. gr. Ekki má félagið öðru vísi, en með samþykki ríkismannvirkjaráðgjafans, og Islands- ráðgjafans, selja leyfi þetta öðrum í hendur. Svo er og samþykki ríkismannvirkjaráðgjafans nauð- synlegt, ef félagið vill skipta um þjóðerni, eða færa aðsetur sitt frá Kaupmannahöfn. 12. gr. Um lögskýring á þessu leyfisskjali skal félagið vera háð úrskurði ríkismannvirkja- ráðgjafans. Haldi félagið eigi skuldhindingar þær, er því eru á herðar lagðar í þessu leyfisskjali, máláta það hafa fyrirgert leyfinu. Allabrögð Norðmanna. Það hefir ræzt betur ur aflabrögðum Norðmauna, en á horfðist í vetur, því að eptir síðustu fregnum f'rá útlöndum, var afli þoirra 1. april síðastl. orðinn alls 24 inilj. fiska, og er það rneiri afli, en fong- inn var í sömu mund næstu þrjú undan farin ár. — I fyrra var aflinn 1. apríl að oins orðinn 19 milj. fiska, og er því mis- munurinn töluverður. Hvort þetta kann að hafa lækkandi áhrif á fiskverðið, sem nú er all-hátt, er eigi gott að segja, enda hlýtur það að fara mikið eptir því, hvernig aflabrögð- in verða i vor í Finnmörk. Nkipstrund. Enskur botnverpingur strandaði, 3. aprfl síð- astl., á skeri fram undan Barðanum áVestfjörð- um. — Menn björguðust allir. Skiptapl varð enn á ísafjarðardjúpi 22. marz síðastl. — Pað var sexæringur frá ísafirði, er gekk frá Ós- vör í Bolungarvík, og mun honum hafa hvolft á siglingu undir Stigahlíðinni, því að þar sást skipið á reki, mannlaust, enda var veður hið. versta, svo að flest skip, er reru úr verstöðun- um Bolungarvík og Hnffsdal, sneru aptur. Formaður á sexæringi þessum var Benedikt Vagn Sveinsson, húsmaður f Isafjarðarkaupstað, •er lætur eptir sig ekkju, og 6 börn, einkar ötull og laginn formaður; en auk hans drukknuðu há- setar hans allir, 5 að tölu, og vorn þeir þessir: 1, Benedikt Kristmnndsson, búsmaður á ísafirði, er lætur eptir sig ekkju, og 2 börn í æsku. 2, Þörarinn Arason, húsmuður á Stakkanesi í ísa- fjarðarkaupstað, er lætur eptir sig ekkju, og 1 barn, i æsku. 3, Oísli Magnússon, unglingspiltur á ísafirði. 4, tí-uðjón Quðmundsson, sömuleiðis unglingspilt- ur á ísafirði, og 6,J. Jóhannesson, unglingspittur frá Neðri-Arnar- dal. Að mönnum þessum öllum er mikil epdrsjá, J og margir, sem um sárt eiga að binda, eins og j tíðast vill verða, er lík slys her að höndum. ---------- ( Frá ísalirði J er „Þjóðv.“ ritað 11. april síðastl.: „í gær, í og í dag, hefir verið hér blindhríð, svo að varla ■ sést milli húsa; en fremur er þó frost-lítið. — j Yfir höfuð hefir ótíð, og íllviðri, hamlað mjög j öllum störfum mauna hér vestra, síðan á nýári, j bæði á sjó og landi, og hefir því verið fremur j lítið um sjóferðir i vetur, en líkindi til, að fisk- : ur fengist, ef gæftir væru, þvi að 6., 6. og 7. þ. : m. var mikið góður afli hjá mörgum í Bolung- I arvik; en mjög stendur fiskurinn djúpt, og þvi j eugin tiltök, nð ná í afla, neuia á rigmenntum skipum. Nýjar verzlanir eru sem óðast að þjóta upp hér á Isafirði, og hafa þossir leyst borgarabréf til verzlunar hér í kaupstaðnum í vetur: Sigurð- ur verzlunarmaður tínðmundsson, Einar snikkari Bjarnason, Jón Snorri Arna son, snikkari, Kristján „Vestra“-prentari, frú Anna Benediktsson,ogFrið- berg Stefánsson. — Enn fremur ætlar og Braun, frá Hamborg, að fara að setja hér upp verzlun, sem Sophus J. Níelsen, fyrrum verzlunarstjóri, kvað eiga að veit.a forstöðu. Sumir eru þegar farnir að kvarta um heyleysi hér við Djúp, og bæmi því vel, að mega sleppa við vorharðindin að þessu sinni“. i r Súgandaflrði (VePtnr-lsnf'arðnrsýslu) er „Þjóðv.“ ritað 27. marz þ. á.: „Haustafli varð hér fremur lítill, og vetrarafli getur enginn talizt, enda tíðin óminnilega hörð, og stormasöm. — Heybirgðir hafa þó flestir hér nægar, ef vor- ið verður ekki því barðara“. f 16. rnarz síðastl. andaðist í Seyð- isfjarðarkaupstað cand, philos. Skapti Jós- epsson, ritstjóri „Austra“, tæpra 66 ára að aldri, fæddur 17 júní 1889. — Hann var sonur Jöseps héraðslæknis Skaptason- ar á Hnausum (f 1875), varð stúdent 1861, og síðan mörg ár í Kaupmannahöfn, en lauk eigi embættisprófi. — Hann var um tíma ritstjóri „Norðlings“, og síðan rit- stjóri „Austra“, sem kunnugt er. — Ekkja hans er Sigriðxir Porsteinsdóttir, prests á Hálsi í Fnjóskadal, og meðal barna þeirra hjóna eru: Þorsteinn, prentsmiðjueigandi og póstafgreiðslumaður á Seyðisfirði, sem nú kvað taka við ritstjórn „Austra“, og Ingibjörg, sem átti þátt í útgáfu kvenna- blaðsins „Framsóknu, ásamt móðnr sinni. Eptirmæli. Eins og getið var í 5. nr. „Þjóðv.u þ. á., var Asgeir bóndi Einarsson á Hvíta- nesi í Ögurhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu einn þeirra manna, er drukknuðu á ísafjarðardjúpi í mannskaðaveðrinu mikla, 7. janúar síðastl., og skal hér nú stutt- lega getið helztu æfiatriða hans. Asgeir sálugi Einarsson var fæddur í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Norður- Isafjarðarsýslu 7. marz 1869, og var þvi tæpra 86 ára að aldri, er hann andaðist. — Foreldrar hans voru: Einar hrepp- stjóri Hálfdánarson, prests Einarssonar á Eyri i Skutilsfirði, og Hildur Tgrfings- dóttir, systir Odds sáluga á Hafrafelli, og þeirra bræðra, og var Asgeir sálugi því systkinabarn við Guðm. bónda Oddsson á Hafrafelli, Pétur kaupmann Oddsson í Bolungarvík, og systkini þeirra. — Yor- ið 1870 færðist faðir hans, Einar hrepp- stjóri Hálfdánarson, búferlum frá Fremri- Hnífsdal að Hvítanesi i Ögurhreppi, og ólst Ásgeir sálugi þar upp hjá honum, og dvaldi hjá honum, unz hann vorið 1896 kvæntist optirlifandi ekkju sinni, Halldóru Pétursdóttur, bónda Halldórsson- ar frá Kleifum í Skötufirði (f 1899), og konu hans Sigríðar lllugadóttur, og byrj- uðu þau hjÓDÍn sama vorið búskap á nokkrum parti af Hvitanesi, og bjuggu þar síðan. Þeim hjóuum varð alls 6 oarna auðið, og eru þessi 5 á lifi: Kristin Alfheiður, 8 ára, Þörunn, 6 ára, Kristján, 5 ára, GunnhUdur, 3 ára, og Petrína Sigríðw', 1 árs. Asgeir sálugi byrjaði ungur formennsku í Bolungarvík, og fórst það velúrhendi, því að hann var ágætur sjómaður, og lip- ur, og viðfelldinn, við fólk sitt, enda lán- uðust honum fiskiveiðar fremurvel, með- an hann gat fylgt þeim með kappi; en sakir heilsulasleika (magaveiki), er opt þjáði hann á seinni árum, gat hann eigi stnndnð sjó-óðrn, sem þörfirt krafði, og varð þvi að mestu leyti ad aia önn íyrir sér, og barnahóp sinum, með rírum land- búnaði, og átti því síðustu árin við frem- ur þröngan efnahag að búa Hann var maður all-vel greindur, og einkar laginn, að því er verkleg störf snerti, vel hagur á tré, og yfir höfuð að mörgu leyti vel gofinn maður, konu sinui ástríkur eiginmaður, og börnum sínum umhyggjusamur faðir, ogstakt ljúfmenni í allri framkomu sinni, er unni öllugóðu, og göfugu, en hataði allt ljótt, og fánýtt,'- i þó að hann væri hversdagslega fáskipt- inn, og orðvar. Asgeir sálugi var nokkur ár í hrepps- nefnd Ögurhrepps, og kom þar, sem ann- ars staðar, fram, sem tillögugóður dreng- skaparmaður, enda ávann hann sér ást, og hylli, allra, er kynni höfðu af honum, og var jafnan fús til þess, að styðjahvern góðan félagsskap í sveit sinni, og i sýslu- félaginu. Hið sviplega fráfall hans, á miðri lífs- leið, frá hálfnuðu dagsverki, er þvímjög sorglegt, og Ásgeirs sáluga sárt saknað, eigi að eius af vinum hans, og vanda- fólki, heldur og af sveitungum hans, og öðrum, er honum kynniust. Friður guðs sé með sálu hans. V.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.