Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.04.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.04.1905, Blaðsíða 2
66 ÞjÓeVLJIlNN. XIX., 17. IV. ísleiidingar! Hér eruoi sannarlegt stor- mál að ræða, sem eigi að eins blýtur að bafa hin víðtækustu ábrif á allan fjárhag þjóðfélagsins, og einstaklinga þess, um langan aldur, heldur hefir og mjög mikla þýðingu, að því er þjóðar-sjálfstæði vort snertir. Brýnið því rækilega fyrir þingmönn- um yðar á vorfundunum, að gæta þess vandlega, að leiða þjóðina eigi út í neina fjárhagslega bfæru í máli þessu, og að samþykkja ekkert það, sem kröptum þjóð- arinnar er um megn, heldur velja þann veginn, sem kostnaðarminnstur er, án alls tillits til hagsmuna erlends stórgróðafé- lags, eða vilja danskra ráðherra. Brýnið það enn fremur fyrir þeim, að gefa því nákvæmlega' gætur, að fjár- veitingarvald alþingis sé ekki fótum troð- ið, hvort sem ráðríki, eða ístöðuleysi, ráð- herrans er um að kenna. Neitið, að láta rígbindast á danska kiafann! »...............• ÚtlÖrLd. Fri útlöndum hala ný skeð borizt þessi tíð- indi: Daninörk. Þingi Dana var slitið . apríl,og gerðist það síðast sögulegt, að stjórnin lofaði, að styðja að þvi, að breyta kjördæmaskipun, og fjölga þingmönnum i fólksþinginu, svo að þing- menn yrðu þar alls 132, í stað 114, sem nú eru. -j- Látinn er nýlega P. Hansen, 65 ára að aldri, ritdómari við kgl. leikhúsið i Kaupmanna- höfn, og þjóðkunnur rithöfundur í Danmörku. — Hann dó úr krabbameini.-------- Frakkland. Nýlega kom Játvarður, Breta konungur, við á Frakklandi, á ferð til Miðjarð- arhafsins, og var fagnað þar forkunnar vel af Loubet forseta, og öðru stórmenni, enda vænta Frakkar nú alls trausts þaðan, að því er yfir- umsjá í Marocco snertir, enda er mælt, að Ját- varður konungur ætli á ferð þessari að koma við i Tanger, og leggur þá soldáninum i Marocco liklega aðrar lifsreglur, en Vilhjálmur keisari gerði, er hann var þar á ferðinni ný skeð, sbr. síðasta nr. „Þjóðv.“ 7. april varð í París uppvíst um samsæri, er fór í þá átt, að taka Loubet forseta, og ráða- neyti hans, höndum, og koma Victor Napoleon, bróðursonarsyni Napoleon’s mikla, til valda. — Yið samsæri þetta eru riðnir nokkrir hershöfð- ingjar o. f 1., en Viclor, sem nú situr í Brússel, og er að biðja dóttur Leopold’s konungs, læzt ekkert hafa um þetta vitað. —---- Belgía. þar er nýlega látinn frægur mynda- smiður, Konstantín Meunier að nafni. Spánn. 8. apríl hrundi stórt steinhús, sem var i smíðum í Madríd, og biðu yfir hundrað verkmanna bana. — Vildu ýmsir kenna þetta slæmu eptirliti af hálfu þeirra, er fyrir hús- gjörðinni stóðu, og tókst lögreglunni með naum- indum að varna þvi, að þeir væru drepnir. — Ítalía. Þar urðu ráðherraskipti i marzmán- uði, og heitir sá Fortis, er veitir nýja ráðaneyt- inu forstöðu, í stað Gíolittí’s, sem áður var for- sætisráðherra. — Rússland. í biðstofu Nicolaj keisara var ný- loga tekinn fastur maður, er bafði á sér tvær sprengikúlur. — Hann var klæddur, sem liðs- foringi, og ætlaði að ná fundi keisara, er hann veitti ýmsum liðsforingjum áheyrn, ogrkðahon- um bana. — En með því að maðurinn þótti í- skyggilegur, og hinir liðsforingjarnir könnuðust ekkert við hann, var hann rannsakaður, og sást það þá, hvað erindi hans var. Rússa-stjóm h?fir nýlega slakað til við Finn- lendinga i ýmsum greinum, numið úr gildi hervarnarskyldulögin frá 1901, bannað að vikja dómurum úr embætti, nema með dómi, o. s. frv.; en því miður er hætt við, að þetta só að eins tilraun til þess, að hafa Finnlendinga góða, með- an byltinga-öldurnar rísa sem hceðst á Rúss- landi, og sæki því síðar i fyrra horfið. Skaði sá, er bændur í hóruðunum Ozernikow og Orlow, hafa unnið á jarðeignum koisara, og ættmanna hans, skipta mörgum inilj. rubla. Gapon prestur, er var foringi verkmanna, þeg- ar blóðbaðið mikla varð í Pétursborg í janúar, var í Lundúnum í marzmánuði, til að afla þar skotvopna, og „dynamíts11, og safna samskotum handa byltingamönnum í Rússlandi. — Annars dvelur hann lengstum í Genf á Svissaralandi, og þaðan hefir hann ritað Nicolaj keisara aðvör- unarbréf, og skorað fastlega á hann, að sinna frelsiskröfum þjóðarinnar. —------- IndUnd. Þar hófust ákafir jarðskjálftar 4. apríl, einkum í norðvestur-héruðunum, í grennd við Himalaya-fjallgarðinn. — Borgirnar Dharm- sala, Palampur og Kangra, eyddust að mestu, með því að húsin hrundu, og sumstaðar komu sprungur í jörðu, er gleyptu bæði dautt og lif- andi. — Alls er talið, að farizt hafi 10—12 þús. manna í jarðskjálftum þessum, sem einnig hafa valdið afar-miklu eignatjóni. — — Austrœni ófriðiirinn. Af Eystrasaltsflota Rússa, er Roshdestwenskí stýrir, fróttist það ný skeð, að hann fór 8. april gegnum Malacca- sundið. — Þar sáust þá 47 rússnesk herskip, stærri og smærri, og hafa japönsk herskip einn- ig sézt þar í grenndinni, svo að búist er við sjó-orustu þá og þegar. Allar friðar-fregnir eru nú aptur bornar til baka, og halda hvorirtveggja fram liðsafnaði, Rússar og Japanar, og gera Japanar ráð fyrir, að geta haft 1 rnilj. hermauna í Mandsjúriinu á hausti komanda; en nú er lið þeirra þar tæp hálf milj. Lið Rússa í Mandsjúríi er á hinn bóginn að eins talið 300 þús., og heldur Línewitsh yfirfor- ingi því til borgarinnar Kirín, sem er stórborg á leiðinni millí Mukden og Charbin, og hefir hann eytt mjög byggðir, þar sem hann hefir farið um, til þess að gera Japönum örðugra, að afla vistafanga o. fl. Ritsímasammngurinn. „ísafold“ birfci 19. aprtl síðastl. rit- síraasatnningian, eða loyfisbréf norræna ritsímafélagsins til fréttaþráðarlagningar til Islands, og sogist ritstjóri „Isafoldaru ábyrgjast, að þýðing saaraingsins, sem auð7Ítað er saminn á dönsku, sé i alla staði rétt. Með því að þjóðinni er afar-nauðsyn- legt, að kynna sér saroning þanna sem rækilegast, enda þótt stjórnin fiafi auð- sjáanlega — af mjög auðskildum ástæð- um — ætlað sér að þegja um einstök at- riði samningsins í lengstu lög, líklega til þings, birtum vér lesendum vorum sarnn- ing þenna orðréttan. Hann er svo hljóðandi: 1. gr. Sæsíminn verður lagður frá Hjaltlandi til Þórshafnar, og þaðan til Seyðisfjarðar (eða Reyðarfjarðar). Ef ekki koma tálmanir, sem ríkismannvirkjaráðgjafinu kannast við, að séu ó- viðráðanlegar, eða þó afsakanlegar, og íslands- ráðgjafinn, er kemur til lendingar símans á ís- landi, á sæsíminn að verða tekinn til notkunar 1. okt. 1906 i síðasta lagi. Simalagningin fer fram með því eptirliti, sem rikismannvirkjaráðgjafinn fyrirskipar. 2. gr. Þetta leyfisskjal gildir 20 ár frá þeim degi, er sæsíminn verður tekinn til notkunar, ásamt málþræði þeim til Reykjavíkur, sem talað er um í 4. gr. hér á eptir. Um 20 ár frá þeim degi, er sæsíminn til Seyðisfjarðar feða Reyðarfjarðar) er tekinn til notkunar, eptir að símalagning er tekin gild af ríkismannvirkjaráðgjafanum, og af íslandsráð- gjafanum, er kemur til lendingar sæsíraans, og endastöðvar hans, á íslandi, fær fólagið 54,000 kr. ársstyrk úr ríkissjóði Dana, og 35,000 kr. ársstyrk úr landssjóðnum íslenzka (sbr. þó nið- urlag 6. gr.). Nú slitnar ritsimasambandið milli Hjaltlands og Færeyja um lengri tíma, en 4 mánuði, og fell- ur þá niður áður nefnd styrkveiting hvorttveggja þann tíma, er símslit haldast umfram 4 mán- uði. Verði símslit milli Færeyja og íslands lengur, en 4 mánuði í senn, fellur niður styrk- urinn úr landssjóðnum íslenzka. og helmingur styrksins úr danska ríkissjóðnum, þann tíma, er símslit haldast umfram 4 mánuði. Endurnýja má leyfið, þegar það or útrunnið. Vilji þá félagið ekki fá það endurnýjað styrk- laust, eða félagið hefir brotið af sér leyfið (sbr. 12. gr.), á Danmörk og ísland tilkall til, að fá sér sæsímann seldan í hendur til saraeignar, eptir hlutfallinu 2/g og */3> Vilji ísland ekki eiga hlut í, að eignast sæsímann, á Danmörk tilkall til þess einsömul. 3. gr. Meðan leyfið stendur. renna allar tekj- ur af rekstri sæmsímans til félagsins. Ríkismannvirkjaráðgjafinn tiltekur, allt að 5 árum í senn, hvað endurgjald fyrir afnot sæiím- ans megi vera hæzt. Ekki mun það verða hækkað, nema með ráði Islandsráðgjafans. Endurgjald fyrir afnot land- símans islenzka tiltaka íslenzk stjórnarvöld, fyr- ir innlend símritaviðskipti. 4. gr. Meðan leyfið stendur, her félagið all- an kostnað af viðhaldi sæsímans, og rekstri hans, samkvæmt kröfum tímans. Félagið kemurupp, á sinn kostnað, ritsímastöðvum í Þórshöfn,ogá Seyðisfirði feða Reyðarfirðþ, og lætur annast öll stör? við þær; en það er, að afgreiða hraðskeyti eptir sæsímanum. En óviðkomandi er félaginu afgreiðsla hraðskeyta eptir landþráðum, og eins afhending þeirra á stöðvarnar, og af þeim. Til- högun samvinnu milli félagsins og þeirra, er bafa á hendi afgreiðslu pósts og hraðskeyta innan lands, fer eptir samkomulagi við hlutaðeigandi yfirvöld. Frá lendingarstað sæsímans á íslandi til Reykjavíkur verður lagður málþráður, sem á að verða tekinn til notkunar 1. okt. 1906, i siðasta lagi, nema óviðráðanlegar, eða þó afsakanlegar, tálmanir komi til. Til þessa málþráðar leggur fólagið landssjóði íslands 300 þús. kr. eitt skipti fyrir öll. Þráðinn lætur hin íslenzka stjórn leggja á kostnað landssjóðs, og verður hann hans eign. Landssjóður ber allan kostnað af viðhaldi landsímans, og notkun hans, enda renna þang- að allar tekjur af rokstri hans. Nú slitna símar félagsins, eða bila að öðru leyti, svo að tekur fyrir símritun, eða hún verð- ur torveld, og skal þá félagið gera allar nauð- synlegar ráðstafanir, til að gera sem fljótast við þá bilun. Nú slitnar, eða bilar, málþráðurinn milli lend- ingarstaðar sæsímans og Reykjavíkur, og mun hin íslenzka stjórn laga það sem fljótast. Félag- ið á þó alls ekkert tilkall til skaðabóta fyrir tekjurýrnun þá af sæsímanum, som er að kenna truflun á landsímanum. 6. gr. Félagið er með þessa hér heimiluðu simalagning háð fyrirmælum hraðskeytasáttmála þess, er geiður var í Pótursborg 10/22 júlí 1875, með þar til heyrandi milliþjóða-hraðskeytareglu- gerð, eins og hún er á hverjum tíma. 6. gr. Meðan leyfistíminn stendur, má ekki veita neinum öðrum, en félaginu, leyfi fyrir sæ- síma, eða öðrum rafmagnstengslum, er ætluð séu til almenningsnota, milli íslands og Færeyja inn- byrðis, nó milli íslands og Færeyj i og einhvers annars hluta Norðurálfunnar. En ekki skal leyf- isskjal þetta vera því til fyrirstöðu, að reistar sóu á íslandi, og í Færeyjum, þráðlausar firðrit- unarstöðvar, til þess að skiptast á hraðskeytum við skip á sjó úti. Færi svo, að hinni íslenzku stjórn þætti æski- logt, áður en leyfistíminn er út runninn, og vilji

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.