Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.05.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.05.1905, Blaðsíða 1
Terð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borqist fyrir júnímám- a larlok. ÞJÓÐ VILJINN. ~|= NÍTJÁNDI ÁEGANGltJB. =| - —.* —Sr«|= JRITSTJÓRI: SKÚLI THOKODDSEN. =|aosg— I U'ppsögn skrifleg, ógild \nema komin sé til útgef- j anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 22. II Bessastöðum 27. maí. 19 0 5. Ifna og ildavélar selur Jristjdn ftorgrímsson. liísímamálið. íRitlingur E. Hjörleifssonar). I síðesta nr. blaðs vors var þess get- ið, að ritstjóri Einar Hjörleifszon hefði nýlega gefið út dálitinn ritling, til þess að hnekkja ýmsum allra verstu ósann- indunum, og blekkingunum, er svomjög úir og grúir af i „ A.ndvarau-ritgjörð Jóns Olafssonar, sem stjómarliðar hafa látið sérprenta, og strá út meðal almennings. Skal hér nánar minnst lítið eitt á efni ritlings þessa. Hr. Einar Hjörleifsson getur þess fyrst, að nú sé fengin full vissa fyrir því, að Marconí-íé\agið í Lundúnum sendi hing- að mann í sumar, með ótakmörkuðu um- boði, til að semja við alþingi, og minn- ist síðan á tilboð félagsins, er ráðherrann hefir í höndum. Hr. E. Hj. hefir vitneskju sína í þessu efni frá félaginu sjálfu, og sýnir fram á, hve gífurlega rangt hr. Jón ólafsson skýrir frá ýmsum atriðum tilboðsins, og hversu hann þegir yfir ýmsu, er miklu máli skiptir. Hr. J. Ól. segir þannig, að loptskeyta- sambandið hafi ekki átt að ná til Seyðis- fjarðar, Akureyrar og ísafjarðar, og hafi þó eptir tilboðinu, átt að kosta 982,130 kr.; en sannleikurinn er, að félagið hafði hoðizt til jbess, að leggja talsíma til állra þessara haupstaða, og var kostnaðurinn við það innifalinn í ofan nefndum 932,130 kr. Sömuleiðis þegir Jón Ól. yfir því, að félagið hafði í bréfi til ráðherrans, dags. 3. sept. 1904, tekið það sterklega fram, að það sé samningsatriði, hfort það ekki færi Defnda upphæð töluvert niður, tjáist vera því ókunnugt, livað flutningur á efni o fl. kosti, og hafi það því tiltekið svo hátt verð, að séð verði nokkurn veginn við öllu, sem fyrir geti komið. En í stað þess að leita frekari samn- inga við félagið, hirðir ráðherrann ekkert um, að gefa félaginu þær upplýsingar, sem það segir sig vanta, eö kastar sér í arma norræna ritsimafélagsins, án þess að grennslast neitt eptir, hvað Marconí- félagið kynni að vilja færa Verðið langt niður. „Milndi nökkur heilvita maður hafa farið svo að, ef hann hefði verið að semja fyrir sjálfan sig?u spyr hr. E. Hjörl. — En „nú var verið að semja fyrir ís- lenzka fátæklinga, sem ekki voru líkleg- : ir, til að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Það gerir allan muninn“. Þá sýnir hr. Einar Rjörteifsson enn fremur fram á, hversu Jön Olafsson skýr- j ir rangt frá, að því er rehsturskostnaðinn | við loptritasambandið snertir. — Jón Ól. i telur hann árlega 103,320 kr., með 16 stunda vinnutíma á sólarhring, en gleym- ir að geta þess, að þar er miðað við ensk vinnulaun, sem eru miklu hærri en vinnu- laun hér á iandi, eins og hann líka lætur þess ógetið, að félagið hafði jafn framt gert áætlun um reksturskosínaðinn, ef vinnutíminn væri að eins 8 tímar á sól- arhring, og spöruðust þá 37,880 kr. á ári. Hr. E. Hj. kemst því að þeirri niður- stöðu, að reksturekostnaðurinn myndi að eins nema 32,260 kr. á ári, í siað 103,320 kr., sem Jón Ól. telur hann(!) Að því er viðhaldskostnaðinn snertir, sem félagið hafði stungið upp á 47,466 kr. árlega, sýnir hr. E. Hj. einnig fram á, að Jón Ól. dylji almenning sannleik- ans, þar sem hann geti þess eigi, að fé- lagið nefnir þessa upphæð, sem fyrsta boð, ef það eigi að ábyrgjast viðhaldið, þar sem það sé gjörsrmlega ókunnugt veðráttu, og öðrum eðlisháttum landsins. Hr. E. Hj. bendir siðan á, hve ósenni- legt það sé, að stjórnarandstæðingar hafi átt betri kost á því, að fá gott tilboð hjá Marconi-félaginu, en sjálfur ráðherr- ann, og kemst því að þeirri eðlilegu nið- I urstöðu, að ráðherrann hafi ekkert viljað við það semja, og fer hann um þetta svo felldum orðum: „Eáðherrann heiir ekki viljað semja við Marconí-félagið, þó að það byði oss margt'alt betri kosti, en Ritsímafélagið, ekki viljað semja við það með neinu móti. Hvernig í ósköpunum getur á því staðið? munu menn spyrja. Hvernig skyldi standa á því? Af hverju skyldi það koma öðru, en sleikju- skapnum við danska valdið. Þeir vildu ekki láta símalagninguna hingað ganga úr greipum Ritsimafélagsins norræna. Og fyrir þá sök vildi ráðherra vor það heldur ekki. Auðvitað er það gott, að vera í góðri i vináttu við Dani. Auðvitað er það gott, i að ráðherra vorum sé vel fagnað í Kaup- mannahöfn. En vilja islenzkir bændur, og fiski- menn, að landssjóður borgi fyrir það mörg hundruð þúsund krónur?“ Þá sýnir hr. Einar Hjörleifsson enn fremur mjög glögglega fram á, að rit- simasamningur ráðherrans við norræna fréttaþráðarfélagið fer í algjörðan bága við ákvæði fjárlaganna, þar sem þingið krafðist þess, að komið yrði á hraðskeyta- sambandi, milli útlanda og íslands, beint til Reykjavíkur, og þaðan til þriggja kaupstaðanna, fyrir að eins 35 þús. kr. j árlega í 20 ár, í stað þess er ráðherrann ver allri þessari upphæð til þess eins, að koma sæsíma frá útlöndum til Austfjarða, og leggur landinu þar á ofan á herðar stórkostlegan kostnað til lagningar, rekst- urs og viðhalds landsima. — Til frekari skýringar þessu atriði, tekur hr. E. Hj. einnig upp í ritgjörðina kafia ixr mjög Ijósri grein um þetta efni, eptir yfirdóm- ara Jön Jensson. Að lokum minnist hr. E. Hj. á þá kenningu stjórnarblaðsritstjórans, hr. Jóns Ólafssonar, að alþingi sé bundið við rit- símasamninginn, og telur það gífurlegasta hneixli, og vott um mestu óskammfeilni, að bera slíkar kenningar á borð fyrir al- menning. Telur hann það glæpsamlegt, að reyna að telja þjóðinni trú um, að þingið ætti ekki að eiga kost á, að vera i ráðum um fjárveitÍDgu, er ætla má, að nemi meira, en l1/^ miij. kr. á tveimur næstu áratug- um, eptir ritsímasamningi ráðlierrans. Um þetta atriði kemst hr. Einar Hjö: - leifsson, meðal annars, þannig að orði: „Þessar kenningar eru svo stórhættu- legar, og svo stórsvívirðilegar í stjórn- frjálsu landi, að hér verður hver ærlegur Islendingur að risa í móti og segja: Nú er oss of mikið boðið. Þetta þoÞ um vér ekki! Ráðherrann hefir ekki einu sinni þá afsökun, þegar hann er, að fornspurðu al- þingi og þvert á móti fjárlögum, að skuld- binda oss til að leggja fram mörg hundruð þúsunda, að hann hefði ekki getað kom- izt að betri kjörum fyrir oss. Hann hefði getað komizt að þeim miklu, miklu betri. Þingið hefir ekki þá afsökun, að það geti ekki komist að betri kjörum í sum- ar, þegar það fer að ræða málið. Það getur komist að þeim miklu, miklu betri. Samt ætti þingið að vera fyrir fram bundið! Það ætti að vera fyrir fram skuldbundið til að ganga að þeim fjár- framlögum, sem gerð eru beint á móti tilætlun þess og beint á móti lögum þess. Þetta væri einveldi. Ótaknarkað, ó- mótmælanlegt einveldi yfir peningum landsmanna. Hefir þá öll vor sjálfstjórnarbarátta vcrið i því skyni háð, að vér skyldum geta komið á einveldi hér á landi? Hér á ekki eingöngu að tefla um mörg hundruð þúsund krónur fyrir ver- aldarinnar fámennustu og fátækustu menntaþjóð. Hér er um annað enn meira að tefla. Hér er að tefla um frelsi þjóðarinnar. Þeir menn, sem halda því fram, að ráðherra vor geti skuldbundið þingið með

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.