Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.05.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.05.1905, Blaðsíða 3
XIX, 22. Þjóðviljin n 87 jeg strauk hendinni um ennið og niður allt andlitið og jeg strauk niður allt skeggið. 7. Og jeg sagði: misiingar! íallega eru það mislingar. 8 Og jeg vissi ekki að þetta var öí- undin, þvi öfundin kemur eins ogbakteríur eða basillur og býr um sig í vondum vessum. 9. Og jeg þekkti hana ekki strax. Og jeg sagði við sjálfan mig: Þetta get- ur verið öfund, en það getur lika verið mislingar eða eitthvað annað. Og jeg sagði: Þessir mislingar eru ólíkir hinum mislingunum gömlu, 10. og jeg sagði: Þú biður við og hef- ir allar gætur á þér þangað til þetta brýst út, 11. og það braust út. VI. kapítuli. 1. Því jeg heyrði rödd sem sagði: „Allur gamli spítalinn er orðinn fullur af ungu fólki, piltnm og stúlkum, sem ætia að verða þar í liálfs mánaðar ein- angrun til þess að mega fara burt úr bæn- um. Þau kvað vera um 40. Er það hópur“. 2. Og jeg hlýddi á röddina eins og höggdofa og þá fann jeg að eitthvað braust út og sjá, það var hrein og skær öfund, jafn áreiðanleg eins og mislinga- flekkirnir á Vesturgötu, 3. og jeg sagði: Vei vei! þúertorð- inn gamall, gamall, gamall! búinn að hafa mislinga fyrir 23 árum. Þú færð aldrei, aldrei að vera 15 — 23 ára og vera einangraður á gamla spítalanum og bíða eptir mislingum eða skjóta þeim skjá. 4. Og jeg tók mér munntóbaks tuggu. Og jeg sagði: þið glöðu snáðar, þið ungu pottormar. 5. Þið getið beðið eptir mislingum, þið getið talað um að fá mislinga, 6. jeg öfunda ykkur, öfunda, öfunda, öfunda; sjá, óendanlega öfunda jeg ykk- ur, jeg öfunda alla, sem eru ekki 23 ára og geta fengið mislinga. 7. Sjá, þetta er öfundin. Þetta er j öfundin, sem jeg á að hafa enn þá í viku. Þvi sál min á enn þá að vera þreytt i 7 daga og í 7 daga á mér enn þá að j leiðast hvað litlu jeg kem af og vera j orðinn svona gamall. 8. Svona er öfundin. Hún er allt öðru vísi en jeg hélfc. 9. Hennar áhyggja er allt öðru vísi ; en áhyggjur hinna. Því hver hefir sína I ákvörðuðu áhyggju, öfundin sína, andarn- j ir sína, jarðnafar sína, hótel og hótel- j grunnar, bankar og bankagrunnar, bæjar- ; bryggjur og ritsímar, 10. allt hefir sína sérstöku öfund og j ábyggju. 11. Þú æska! Þú ein hefir engar áhyggj- ur. Þú máfet biða eptir mislingum. Þú ein, alein ert ekki 23 ára og getur ein- angrað þig á gamla spítalanum, og látið öfunda þig, öfunda þig utan enda. Þorsteinn Erlingsson. Jlit og mdl, og fleira. i. (Framh.j En (þar sem eg sagði áður, að málið vseri maðurinn, og maðurinn málið, þá er eðlilegt, að | að leiðir til íhugunar á mannlifinu, og enginn mun geta neitað því, að lííið hér er gróflega fjör- ugt — á pappírnum, þvi að vér lifum allir á pappírnum: pappírsframfarir, pappírsspítalar, pappírsritsímar, pappírspeningar, pappírsandar, og pappirsskammir — þarna kemur nú prakt- pappírsblaðið „Reykjavik11 með praktkvæði um sumargleðina og prakt-auglýsingar frá Thomsen.s magasíni um hárauð praktföt karlmanna,"hárauð- an frakka, hárautt vesti og hárauðar buxur — hver man ekki eptir þegar Símon Dalaskáld — sá frægi Símon — kom að norðan á hárauðum buxum — og svo er í „Reykjavíkinni11 hárauð- ur ekta magasínhattur, stór og föngulegur, ljóm- andi hárauður stjórnarhattur með ótal höttum innan í, eins og harðólétt grásleppa full af bráð- feitum rauðmaga-ungum: jtar eru ungir og efni- legir stjórnarhattar, afkvæmi þess gamla Adams, sem lengst af hefir unað sér hér á voru landi Islandi; barðahattar, stráhattar, Pan amahattar, silkihattar, landvarnarhattar, heimastjórnarhattar, Valtýshattar, reiðhattar, brennivínshattar og blý- hattar — og þar er roðhatturinn sem nefndur er í Ogmundargetu — allir kafrauðir eins og blót- neyti af politisku ofstæki, og innan í þeim er mynd, líklega af stjórninni, róleg, ánægð með lifið og okkur alla — guð gefi okkur lofaður og gullið í „Eskihlíð11, sem enginn veit hvar er að finna á jörð- unni, því hér hefir þetta nafn aldrei þekkst fyr en blaðamönnunum hefir öllum komið saman um að búa til þessa skepnu — það er góðs viti að þeim kornur saman í einhverju, því ekkert á þetta skylt við Eskifjörð eða Eskiholt, enda hefir ávallt verið sagt „Oskjuhlíð11 og aldrei annað, þótt hugs- anlegt sé að hér hafi vaxið eskigras einhver tíma — nafnið „hlíð“ er líka eitthvað óeðlilegt nú, eins og „Hlíðnrhús11 — enginn veit nú hvernig á þessu stendur; en hugsi menn sig betur uiu, þá er ekki furða þó þeim þyki vænt um „Eski- hlíðar“-nafnið, þvi það minnir á Eskimóana, sem vér höfðum þá æru að láta „íslandsvininn11 Dan- íel Bruun spyrða okkur saman við eins og þorska á móti steinbítum og setja á Parísar-sýninguna 1900 (á ritinu sem gefið er út um þetta eru Fær- eyjar aðallandið; standa efst og fremst, en ísland og Grænland eru jöfn og samtíða) — þá hömuð- ust yfirvöld vor og fleiri fyrirtaks gáfumenn hér til að hjálpa „kaf-teininum“, hjálpa honum um ljótt íslenzkt kvennfólk með brennivínshatta og fornfálegar skuplur, merki um að við værum all- ir ekkert annað en forngripir ( það er annars einn- ig merkilegt, að „Nyislandsk Lyrik11 þýðingar ísl. kvæða ept’r Ólaf Hansen, er gefin út af „Selskab for germansk Filologi11 1901!) — þar, í kveri kaf-teinsins, er mynd af kvennsöðli ntm ókunugir menn munu eiga illt með að átta sig á (þá er öðruvísi myndin í ferðabók Eggerts Ól- afssonar, þó gömul sé), og svo einhverju af forn- gripasafninu sem ómögulegt er að sjá hvað eigi að vera: eitthvað sem gæti verið stokkur, rúm, ullarlár eða smérskrína (engin stærð er nefnd) — svo eru nefnd einhver kirkjuleg skrapatól sem enginn veit. til hvers eru — yfir höfuð ekk- ert einkennilegt iyrir ísland, ekki fremur en rúnasteinninn frá Grænlandi, sem erekkertein- kennilegur fyrir Grænland — en svo er þetta „merkilega rit (og því má ekki gleyma) puntað roeð nöfnum þeirra dýrðlinga sem hafa hjálpað til þessa fyrirtækis með sinni makalausu þekk- ingu á forngripum og sögu landsins! Þá var gullöld bér, þá þótti allt þetta gott og blaða- mennirnir sögðu ekkert, og svona gengur það og mun liklega jafna sig, þar sem „friðarpostul- inn“ er nú kominn til Kaupmannahafnar til þess að eyðileggja allt „Dánenfrosserei11 og hræra það saman Við það danska „Islánderfresserei11 sem ekki er ný bóla i sögu vorri og mætti rekja upp eptir mörgum öldum. I „Austra11 25. marz þ. á. auglýsir „þjóðskáldið11 (nú kallaður af forsjóninni til að „pólitíséra11 jafn framt því að „póetiséra11 — ekki sjást á honum „ellimörkin11, segir einn Braga- bróðirinn í „Skírni11) að hánn hafi sent „Þjóðólfi11 skoðanir sinar á sýningarmálinu, og væri ósk- andi að fá að sjá þessa vizku, sem efalaustmun verða öllum til sömu uppbyggingar og annað frá þeim pythiska vefréttar þrifæti — þessi hálf- pólitiski hrærigrautur verður sjálfsagt eins og fyrirtaks kálgrautux eða grísesylte, sem loftung- urnar „þjóðskáldsins11 munu sitja að og moka upp í sig í bróðerni úr sama fati — tinfati eða tréskál, kann ske eins og þeirri sem Hákon jarl og Karkur þræll mötuðust úr forðum daga. Ann- ars tek eg það ekki mjög nærri mér þótt vér séum settir á bekk með skrælingjum, því varla er fyrir því hafandi að eltast við slíkar greinar útlendra blaðamanna, má lesa eina frá 14. april 1897 í landfræðissögu Dr.' Þorvaldar Thorodd- sens, 2. bindi bls. 354—355 neðanmáls; og enn stendur í „Österreiohisoh ungarisohe Revue11, 34. bindi, 1904, áþekkt níðbull eptir einhvern „Karl Huffnagl11 — væri maðurinn ekki eins vitlaus og á eptir tímanum og hann er í þessari „rit- gerð“, þá segði eg hann væri nagli úr hross- hófnum á Mefistofeles. „Eimreiðin11 ætti eins að taka þetta til að sýna íslendingum, eins og eintómar dellur og lofræður um ómerkilegt rugl héðan. En þetta er allt á pappírnum — því hvernig á það að vera öðruvísi en á pappirnum? Er ekki allt á pappírnum, sem ort er af þessum óendanlega skáldagrúa sem hlammar sér allstaðar niður — sumir orðnir gamlir og ónýtir, þó aldrei geti þeir þagrað — hvar sem rúm er i einhverju blaði — en ekki fyrir það, þó að margt eða flest af þessu sé lítiis virði og iítið annað en upp- tuggur af eldri hugmyndum, þýðingar og eptir- stælingar, þá gerir þessi ljóðagerð samt- ómet- anlegt gagn, því að það eru einmitt skáldin, sem viðhalda málinu sem hreinustu og sizt spilltu af útlendum orðum, og það er eins og mi nn finni þetta ósjálfrátt, því ekki er eins mikið gefið út af neinu hér eins og ljóðabókum og kvæðakver- um. Þessi er því þeirra kostur og verðleiki, jafnt og með „íslendingasögurnar11, því að menn læra málið ósjálfrátt, einmitt á því að lesa þær, en alls ekki af „Wimmers grammatík11 eða nokkru því sem kennt er í íslenrku í skólunum; undir eins og farið var að „kenna11 móðurmálið, þá var dauðadómurinn kveðinn upp yfir því, þá fór öllu aptur, og þeir sem bezt rita, hafa alls ekkert lært til þess i nokkrum skóla. Að kaupa og lesa „íslendingasögur11, er því bezta kennslan í móðurmálinu sem til er og fengin verður, og ekki er það lítil minnkun, að Björn ritstjóri varð að hætta við að gefa út Heimskringlu, af þvi hún gekk ekki út — eða mun það hafa spillt fyrir þessu fyrirtæki að verkið er kallað á titilblaðinu „Noregs konunga sögur11, en ekki „Heims- kringla11 ? eða þekkir enginn aðra „Heimskringlu11 en Vesturheims blaðið í Winnipeg? Nær hefði verið að kaupa þessa útgáfu Björns, sem var vel útgefin og kostaði lítið, heldur en að brutla með tuttugu þúsund króna loptkastala til minn isvarða um Snorra, því sá minnisvarði mundi þó aldrei verða nema á einum stað, en ritverkið er sá minnisvarði aem allir geta eignast og tíminn getur ekki eyðilagt — og ekki þekki eg meiri vanvirðu íslendingum til handa heldur en þegar hingað var send frá Noregi dönsk þýðing af Heimskringlu, ljót að allri gerð með ljótri mynd imyndaðri, þar sem Snorri er myndaður eins og vatnskarl og allt eptir því — þeii- hafa í heimsku sinni haldið að vér værum búnir að missa málið og gleyma því eins og þeir sjálfir, og hlytum nú að krjúpa á dönskum „altarisgrátum11 — ein- stöku menn munu hafa keypt þetta hér, en mest mun hafa verið sent aptur. (Framh.) Frá ísafirði er „Þjóðv.11 ritað 17. maí síðastl.: „Tíðin afar- illviðrasöm, snjóar öðru hvoru, og frost á nótt- um, svo að heita mátti, að allt væri hjúpað fönn- unz 13. þ. m. sneri til suðvestan storma, og stór- ielldra rigninga, svo að síðan hefir snjóinn leyst óðum. Aflabrögð dágóð hér við Djúp, þegar á sjó- inn gefur, en fiskur þó ekki genginn lengra inn i Djúpið, en á móts við Bolungarvík, nema einn daginn inn á Hnifsdals-miðin. — Hrogn- kelsaveiðin nú mjög farin að réna, og kúfiskur aðal-beitan hjá almenningi, enda eru nú engar hömlur lagðar á notkun hans, hvar sem er í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.