Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.05.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.05.1905, Blaðsíða 2
86 Þ JÓÐVILJINN. 22. eamningum um fjárframlög, sem þingið hefir ekki veitt — og það meira að segja þvert ofan í fjárlög landsins — þeir eru að reyna að særa þjóðfrelsi vort ólífssári. Eigum vér Islendingar að lofa þeim að gera það? Eigum vér að reynast enn aumari en forfeður vorir reyndust í Kópavogi forð- um ? Þá létu þeir eptir líflát þjóðfrels- isins hálfblindandi. Eigum vér að láta það viðgangast með Opin augu, alsjáandi ? Nei, vér eigum ekki að láta það við- gangast — það veit hamingjan! Það sýnir sig í sumar, hvort vér gerum þaðu. Vonandi er, að þessi röggsamlega, og lipra, hugvekja hr. Einars Hjörleifssonar sýni almenningi, hvaða voða stjórnin, og hlöð hennar, eru að reyna að stofna landj voru í, og taki því svo rækilega í taum- ana á þingmálafundunum í vor, að þing- ið hafni ritsímasamningi ráðherrans með sem allra flestum atkvæðum. Fyrsti pistill til „Þjóðviljans“. (Mislinga-pistill). I. kapítuli. 1. Ond mín er þreytt. Hvar má hún finna hvíld? Þetta hefir verið vond vika, já, versta vikan. Hið heita sólskin og dýrðlega veður hefir ekki megnað að þíða klaka míns innra manns. 2. Engin sála skilur mín leiðindh þftð eru ekki leiðindi annara manna; einsk- is manns leiðindi eru eins og mín. 3. Því öðrum mönnum leiðist, ogsjá, þeim finnast dagarnir langir og næturn- ar eru þeim vökunætur. Mínir dagar líða sem mínútur: þeir eru 16 tímar, lengstu dagar vorsins, og sjá, þeir hverfa eins og ber í skyrsá, eins og trúboði í Kína eins og kaffibolli ofan í vatnskerlingu. Svona hverfa minir dagar. Jeg er ekki hálfnaður með það að kvöldi, sem jeg hélt að jeg gæti leikandi lokið fyrir nón, 4. og svo ber jeg ekki við að halla mér út af, án þess að sofa fulla 8 tíma í einum dúr, hvernig sem mér liggur á að vakna hálftíma fyr. Og þá hverfa mér aldrei úr minni orð Hallgríms á Snæringsstöðum, þar sem hann segir svo í orðskviðum sínum : „Það get jeg aldrei fyrirgefið forsjóninni, að láta mæðurnar ganga með bömin í 40 vikur; þaðkemst ekki mikið í verk með því, og iífið svo ekki lengra en þettau. 5. Eru þetta ellimörk, bræður minir? Fer tíminn að hverfa út um greipar manni þegar líða fer á ævina? 6. Enginn ungur maður finnur til þess eða saknar tímans. Minir dagar eru of stuttir. Til þess hef jeg aldrei fundið fyrri en þessa viku. Eins og mislinga- flekkir hverfa mínir dagar. Málhvíld. II. kapítuli. 1. Jeg er öfundsjúkur. Eiturnaðra öfundarinnar hefir spýtt ólyfjan í sinar mínar og brjósk. Hún er eins og gull- sótt i grósséra. Eins og kvikasilfur í konsúl. Húshjallur storkar mér; ómálga hlutur heldur yfir mér hrókaræður. Krist- inn maður! Þetta er óblessun öfundar- innar. En öfund min er ekki annara öf- und, mín leiðindi ekki annara leiðindi. Leiðindin eru súr ávöxtur sprottinn upp af hinni ósýnilegu djöflarót öfundarinnar. Heimula leiðindanna vex fljótt. Arfi öf- uudarinnar er bráðþroska. 2. Á mánudaginn var, sjá, þá var öf- tmd mín minni en mustarðskorn, já, minni en mislingabaktería. Öfund mín var þá ósýniieg eins og andi í borðfæti. Nú er laugardagur, og sjá, öfund mín er orðin endalaus. Á henni er hvorki sporður né höfuð; hún er eins og ritsímaþráður milli landa, sem enginn sér neinn enda á. 3. 0, hve sæll var jeg. Dagar mínir runnu eins og Giamli Carlsberg úr hálf- flösku á heitum vordegi, yndislegir á að líta, mátulega svalir, mátulega langir. Jeg gat vaggað mér allan daginn í stóln- um mínum svo barnsglaður, eins og jeg væri að skoða gullmaurildi á jarðnafri eða lesa ágætis ósannindi um politiska and- stæðinga. Jeg öfum'aði engan; mannanna börn og þeirra pirumpár ónáðaði mig ekki. Jeg var sæll í mínu hjarta. 4. Jeg leit í kringum mig. Sjá, þar var allt eins og jeg hafði raðað þvi sjálf- ur. Þar var ekkert öðru vísi en jeg vildi, 5. ef einhver sió ösku af vindli á gólfið í staðinn fyrir að skara öskuna af vindlinum á barminum á öskubollanum — sjá, það kallaði jeg mótlæti; 6. ef einhver spýtti óviljandi í stóra kaffibollann minn, sem jeg hafði í granda- leysi sett í skuggann á gólfinu, haldandi að það væri annað ílát — sjá, það kall- aði jeg óhreinlæti. 7. Svo ánægður var jeg og áhyggju- laus að jeg kallaði það baga ef jeg hafði ekki nema 2 aura í buddunni, þegar jeg þurfti að kaupa fyrir 10 krónur. Já, svo mikið var andvaraleysi mitt, að jeg hélt, að þetta sælu ástand tæki aldrei enda. Ánægður leit jeg í kringum mig hvern dag 8. og Ijóst var út að Jíta. Engin öf- und, enginn öfundarskuggi var í Síon. 9. Og jeg sá blessaða sólina allt af í sundinu milli gamla spítalans og hlöð- unnar hans Jóns Jenssonar eða hennar frú Guðrúnar á spítalanum. Og jeg spurði aldrei hver átti hlöðuna eiginlega, svo vænt þótti mér um sundið. Jeg spái nú samt að Guðrún eigi hlöðuna. 10. Og þó mig langaði til að sjá sól- ina, þegar hún komst upp fyrir Ostlund, þá var jeg þó sáttur við hann og Fræ- korain hans fyrir því. Þau skyggðu að eins á örfáa geisla meðan jeg svaf. Vak- andi tóku þau engan geisla frá mér. 11. Jón Jensson yfirdómari tók reynd- ar frá mér nokkra geisla í skammdeginu og það bar við að jeg sagði: Helvíti er burstin há á þér núna, Jón, nú tókstu víst 3 eða 4 geisla frá kalanum mínum. En aldrei lét jeg sólina undirganga yfir minni reiði. III. kapítuli. 1. Og sjá, gamli spítalinn var mér meinlegastur. Hann var ormurinn í ald- ingarðinum. Og spítalinn tók frá mér hálfa (sólina) hvern dag. Hann tók hana á vetrum og hann tók hana á sumrin. 2. Spítalinn tók hálfa sólina á hverjum degi. 3. Og samt var jeg ánægður. Jeg ósk- aði að eins opt spitalanum með kjallara og öllu saman í það dýki, sem vellur af eldi og brennisteini, og svo tók jeg mig (á) aptur, 4. því sjá, Guðmundur Jakobsson gat byggt þar einhvern ófögnuð í staðinn, jafnháan Ostlund. 5. Svona liðu mínir dagar. IV. kapítuli. 1. „A dögum feðra vorra, þurftu hin- ir konungkjörnu ekki að bera áhyggjur fyrir kosningardeginum, en á vorum dög- um munum vér sjá teikn, og þar munu (koma) mislingar og skammir í Israel“, segir spámaðurirm. 2. Og sjá, áhyggjurnar komu Og ’.jær komu vestan úr Vesturgjötu og Holtsgötu. Og þær komu alstaðar við. Alsstaðar áttu þær erindi. Þær fóru fram hjá Hóteli Island og héldu áfram. 3. Og þær héldu áfram austur að nýja húsgrunninum hans Einars Zoéga fyrir vestan Guðjón úrsmið og heilsuðu upp á landsbankann og bentu á stóru gryfjuna við Lækjartorgið, þar ;sem jiirðin er að opna sig fyrir hlutabankanum. Og sum- ar fengu sér hreint loft á Bæjarbryggjunni, en aðrar fjálgruðust við magasin Thom- sens. Og sjá, einhver varð eptir á hverj- um stað. 4. Og þær komust allar götur upp i Þingholtsstræti. Og ein komst suður í no. 26. I húsi mínu voru engin leiðindi. Öfund átti þar ekki heima, 5. áhyggurnar hugði jeg fyrir neðan læk, eða vestur á Vesturgötu. 6. En áhyggjan var komin; og mín áhygga líktist ekki áhyggju neins manns, einskis manns öfund líktist hún. V. kapítuli. 1. Og jeg heyrði hlátur. Það var glaður hlátur ungia drengja og ungra stúlkna. Og hláturinn kom beint aptan að mér úr gamla spítalanum. • Jeg sneri mér við. Allur spítalinn hló uppi og niðri, hló og masaði, með andlit í hverj- um glugga ung og glöð, 2. og roörg andlit í hverjum glugga. Allur gamli spítalinn var hlæjandi. 3. Ó þú glaða, létta æska, sagði jeg í hljóði. Vertu allt af glöð æska, hlæ þú allt af létt, áhyggurnar, öfundin og leiðindin koma nógu fljótt upp í Þing- holtsstræti, upp i no. 26, 4. upp á garnla spítala og upp eptir holtinu. Og jeg sagði enn fremur: aldrei hef jeg heyrt gamla spitalann hlæja. 5. Og jeg í’ann eitthvað á mér. Og jeg sagði við sjáffan mig: Hvað ætli þetta sé Og jeg sagði enn fremur: Þessir mislingar eru ekki eins og hinir misling- arnir. Getur þetta í mér verið mislingar? 6. En sjá, það voru ekki mislingar, og jeg byrgði mina ásjónu, snöggvast, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.