Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1905, Qupperneq 2
98
í>jÓBVLJIIIf N.
XIX., 25.
Annar pistill til vÞjóðviljans“.
(Uuldupistill).
Jeg ætla að skrifa svolítinn pistil sð
gamni um seinasta kvæðið, sem jeg hef
lært.
Þegar jeg iæri vísur eða kvæði, þá
er jeg opt að raula þau með sjálfum mér
lengi á eptir, búta úr þeim eða hending-
ar; stundum nokkra daga, stundum vikur;
auðvitað þó ekki í sífellu, heldur er eins
Og þau vakni við og við en dotti svo á
milli eða sofi, og þó er jeg hræddur um,
að eimurinn af þeim vaki þá allt af ein-
hvers staðar undir niðri, þangað til hann
deyr af sjálfum sér eða eitthvað annað
kemur, sem lætur hærra og þaggar hann
eða felur.
Svona hefir þetta verið siðan jeg man
en þó einkanlega síðan jeg var um þrít-
ugt, þegar það eins og rann upp fyrir
mér einn dag, hvað gildi hefði fyrir mig
í verkum annara manna og skildi sig eins
og sjáifkrafa frá hinu, sem verðlaust var;
eða í fám orðum sagt: allt frá þeim degi,
sem jeg lærði að gera greinarmun góðs
og ílls. Síðan hef jeg mátt reiða mig á
það, að mér hefir varia nokkurn tíma
seinna þótt koma til þeirra kvæða, sem
jeg lærði ekki eitthvað úr í fyrsta sinn,
sem jeg sá þau, hvort sem þau voru ný
eða gömul.
Núna í vor var orðið langt síðan að
jeg hafði lært kvæði eptir nokkurn mann,
síst heilt. Ymislegt laglegt hafðijegséð
hér og hvar, en varla ein hending tollað
í mér, þangað til jeg sá kvæðið, „Ljáðu
mér vœngiu, eptir Huldu*.
Jeg varð alveg hlessa þegar jeg sá
kvæðið. Mér datt ekki í lifandi hug að
þess konar kvæði yrði einu sinni ort nú
á dögum. Meðferðin á efninu, hreimur-
inn og rímið fannst mér allt vera komið
úr öðrum heimi en þeim, sem jeg var
vanur að sjá og bjóst við að sjá. Það
var ekkert eða lítið í ætt við allan skáld-
skap okkar hinna. Jeg hafði að eins við
og við heyrt óma úr þessum heimi í ljóð-
um islenzkra skálda, en jeg var strax
alveg viss um, að jeg hafði aldrei heyrt
úr þeim heimi eins innborinn og óbland-
aðan hljóm á ævi minni eins og þennan.
Mér fundust þessir tónar enn þá eigin-
legri en samkyns tónar hjá .Jónasi og
Guðmundi Guðmundssyni og fanst mér
það þó líkast þeim, en hér fanst mér
þetta standa enn þá dýpra. Mér fanst
svo mikið af veru söngvarans vera í þess-
ari og hinum þulunum í bókinni, meira
en hjá þeim. Þeir voru eins og ferða-
menn í þessum undralöndum. Mér fanst
Hulda vera alin þar upp.
Hver var þessi Hulda i rauninni?
Jú, jeg vissi það reyndar. Hún hét
Unnur og var dóttir Benedikts á Auðn-
um í Laxárdal, sem er þjóðkunnur mað-
ur. Jeg hafði líka séð stúlkuna og talað
við hana og mér hafði getist vel að þessu
rúmlega tvítuga, gáfaða, góðlátlega og
'*) Það er prentað í Sumargjöf þeirra Bjarna
Jónssonar frá Vogi.
óframfærna barni. Jeg hafði lika lesið
ljóðin hennar í „Ingólfi“ og sagt henni
óaðspurt, að mér þætti ekki nema sumt
gott í þeim og þó meira gott í þeim fyrri,
þau síðari þætti mér lakari.
Þetta vissi jeg nú um hana og hafði
að vísu búist við góðu, jafnvel mjög
góðu innanum, því jeg fann bæði í kvæð-
unum og viðtali við hana, að hún aðgætti
skarpt og að setningarnar hittu hvast
og létt eins og jafnan er hjá .ókúguðum
gáfubörnum, sem notið hafa menntandi 1
og þroskandi umgengni.
En nú söng og suðaði þetta kvæði í
mér:
Langt 1 burt jeg llða vil, ;
ljá mér samfylgd þína;
enga vængi á jeg til
utan löngun mína,'
utan þrá og æskulöngun mína.
Mér gramdist nærri þvi, að hafa ekki
getað séð þetta fyrir.
Það var að vísu satt, að það sem bezt
var í kvæðunum, og jeg hafði lært, benti
í þessa átt; þar var sama flugið sami j
draumheima ómurinn, svo sem þetta:
Jeg mæti þínum þöglu draumum,
er þúsund blika daggartár;
i árdagsgeisla undrastrauuium
mér ótal fagna morgun-þrár.
Jeg veit að önd þin vængi breiðir
i vonarhimins bláum geim,
og sál mín flýgur langar leiðir
að leita þín í draumaheim.
Þessi vísa var svo fögur, að hún hefði
prýtt Friðþjófskvæði Tegnérs, ef hún hefði
staðið þar. En hún var svo svipuð Grön-
dal, þar sem hann fer fegurst og léttast,
að jeg vissi ekki nema hér væri stefntí
áttina á eptir honum. Það var og satt,
að það, sem mér hafði fundist dýpst og
innilegast í kvæðum hennar, var ein-
mitt systurlíf hennar við lækina, blómin,
steinana, álfana og alla þá ástvini, sem
djúp tilfinning og auðugur skáldandi get-
ur átt um fagrar brekkur í kærum dal. Og
einmitt það, sem auk hljómanna hafði
laðað mig að ljóðum hennar, voru þessi
smáu leyni, þessir smáu felustaðir hjá
vinum hennar. bessir smáheimar, sem hún
átti sér þar hér og hvar, og þaut á milli
eins og fiðrildi eða huldustúlka. Og svo
kallaði hún sig Huldu. Mátti ekkert sjá
á því, eins og það var þó réttnefni? Jú,
að vísu, en jeg gat ekki vitað hvort hún
skildi sig sjálfa rétt, og hvað sem aðrir
hafa séð, þá hafði þetta ekki reynst nóg
i til þess, að jeg gæti vonast eptir slíkum
vængjatökum.
Jeg las nú upp aptur þau kvæði, sem
jeg fann og mundi eptir í nIngólfi“.
Nei, þar var ekkert, sem jeg hafði ekki
fundið áður. Jeg kunni áður þessar 8
línur, sem jeg tók hér til og einmitt eru
úr einu af fyrstu kvæðunum, og svo tvær
og tvær hér og hvar. Jeg sá reyndar
sumt glöggvar nú og fann fleira, sem
stefndi í sömu áttina, en þó jeg hefði
séð þar allt þá eins og jeg, sé það nú, þá
hefði jeg aldrei getið til þess, að jeg ætti
von á þessu kvæði.
En til þess að það skiljist, sem mig
langar til að segja hér meira, þá vona
eg að höfundurinn og útgefendur Sum-
argjafarinnar misvirði það ekki við mig
að jeg set hér kvæðið eins og það er.
Ljáðu. mér vængi.
Grágæaanióðir!
ljáðu mér vængi,
sv° jeg geti svifið
suður yfir höf.
Bliknuð hallast blóm í gröf,
byrgja ljósið skuggatröf,
ein jeg hlýt að eiga töf
eptir á köldum ströndum,
ein jeg stend á auðum sumarströndum.
Lang í burt jeg líða vil,
Ijá mér samfylgd þína.
Enga vængi á jeg til
utan löngun mína,
utan þrá og æskulöngun mína.
Lof mér við þitt létta fley
lítið far að binda,
brimhvit höf jeg óttast ei
eða stóra vinda.
Okkar biður blómleg ey
bak við sund og tinda,
bak við sæ og silfurhvíta tinda.
Eptir mér hún ekki beið —
yzt við drangann háa
sá jeg: hvar hún leið og leið
langt i geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa, bláa.
Hvað er þá svo merkilegt í þessari
lausrimuðu litlu þulu?
Jeg skal stuttlega benda á sumt a£
því.
Það eru yndisómarnir úr þulum okk-
ar og þjóðkveðskap, þeir, sem allra sæt-
ast hafa borgmálað í instu og viðkvæm-
ustu hjartastrengjum okkar allra, sem
höfum elskað þá, og þó man jeg hvergi
eptir að jeg hafi heyrt þá svo hreina
sem hér og lausa við alla truflandi auka-
hljóma úr ósamræmi daglegs lífs. Skáld-
ið segir grágæsamóður ekki einu sinni
eitt beiskyrði þegar hún heldur burt á
hafið og hefir ekki svo mikið sem litið
við til þess að sjá, hver sat þar einn
eptir á ströndinni og var að biðja svo
vel, og þó átti lmn svo hægt með að
lofa það, að binda við sig litla farið, eins
og vængirnir voru stórir. Yið heyrum
ekki á ströndinni eitt einasta kvein, ekki
eitt bituryrði yfir sárleikni lifsins. Að
eins í augunum sem horfa út á hafið,
þangað, sem vængirnir eru að hverfa yzt
við háa drangann, í þeim einum sjáum
við livað löngunin er sár.
Og uppgerð er það sannarlega ekki
hjá litla söngvaranum, sem mænir burt
af ströndinni; svo fagurt er landið hans
bak við sæ og silfurhvita tinda og við
sjáum á svipnum og heyrum á röddinni,
að óhætt var grágæsamóður að lofa hon-
um að vera með sér, því hann óttast
hvorki brimhvít höf né stóra vinda. Grá-
gæsamóðir gat farið, en geimurinn er
vegalaus fyrir þann, sem á ekkí vængina.
Þetta er einmitt þráin úr þulunum
okkar og kvæðunum, þráin í ljós og yndi;
en þar er hún óljós og búningurinn opt
bágur, smekklaus og tötróttur. Hún
er hvergi svona fríð og íallega búin.
En engu að síður er opnaður hér glæsi-
lega og með léttri hendi draumaheimur
allra stóru og smáu bamanna, þessi frið-
arheimur okkar, og liðið hér ásvoeterk-