Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aSarlok. ÞJOÐVILJINN —— ■ 1= Nítjándi ábganguf. —I .—-— | Vppsögn skrifieq, óqild \nema komin sétil útqef- ' anda fyrir 30. dag júní- g mánaðar, og kaupandi samhliöa uppsögninni j borgi skuld sína fyrir I blaðið. M 26. Bessastöðtjm, 21. JÚNÍ. 19 0 5. Ifna og lldavélar selur Kristjdn gorgrímsson. Yfidómunnn svívirtur. Hóflaus ofsi stjórnarliöa. Ofsi sumra stjórnarliða keyrir nú svo lír hófi, að stjórnarblöðin víkversku, rÞjóð- ólfur“ og Reykjavíkin“, svífast b©ss jafn vel eigi, að svívirða á ýmsar lundir yfir- dóm landsins, bregða yfirdómurunum um rangsleitni, er hljóti að vera sprottin af því, að þeir séu gagnteknir af flokkshatri, flokksíosing, o. s. frv. Orsökin til þessa svívirðilega áburðar er eigi (innur en sú, að yfirdómurinn hefir ný skeð kveðið upp dóm, sem „yfir-ráðkerr- anum", Stykkishólms-„dánumanninuma, líkar miður. Yfirdómurinn hefir, eptir fram komn- um gögnum — eiðfestum vitna framburði, skiptaréttargjörðnm o. fl. — taiið það víta- laust, þótt sagt hafi veráð, að téðtir „dánu- maður“ hafi verið dæmdur sannur að sök um fjárdráttartilraun, og eigi heldur talið það meiðandi fyrir hann, eins og atvik- um var háttað, þótt BIsafold“ hafi látið í Jjósi vafa um það, að þess myndu mörg dæmi um iúnn siðaða heim, að slikir merm væru látnir sitja í embætti. Út úr dómi þessum ríkur nefndur _dánumaður“ npp, með fúkyrði og brígsl- yrði urn tvo af yfirdómurunum, i „Þjóð- ólí'i“, 26. mai síðastl., og _kaupamaður“ stjórnarinnar tekur þegar í sarna st.reng- inn í „Reykjavikinni“, 4. júní þ. á., jafn framt því, er þeir rangfæra ýmsar máls- ástæður, til að gera brígslyrði sin trúan- legri. Auðvitað hafa ritsmiðar þessar engin áhrif, að því er skoðun skynsamra manna snerti-r, þeir rnunu, sem sjálfsagt er, meta meira dórn eiðsvarinna dómenda, sern kveðinn er upp i oinu hljóði, — og sem þar á ofan er samhljóða undirréttardóm- inum —, heldur en gremju-orð málsparts- ins sjálfs, eða matkleysu-fleipur slikra manna. sem Jóns Ohifssoriar, sem eigi stjórnar nú framar penna sínum sjálfur, heldur er undir dáleiðslu-áhrifmn sér enn ókærnari manna, og skortir auk þess þekk- ingu til að dæma um málið, bótt með sírm rétta ráði væri. Frá þessu sjónnrmiði eru því þessar ritsmíðar í blöðurn stjórnarinnar harla þýðingarlitlar, og verða eigi skoðaðar öðru vísi. en sem hvert amiað markleysn þvað- ur, ,er engan furðiir reyndar, sem kynnzt hefir þessum rþálgögnum En það er frá öðru sjónarmiðþ sem þessar svívirðilegu árásir á yfirdóminn eru ærið eptirtektaverðar, því að þær sýna, hve ofsinD, og ósvífnin, er komið á hátt stig. Af þvi að kumpánar þessir vita sig vera í náðinni hjá [ráðherranum, finnst þeim það einnig sjálfsagt, að dómstólarn- ir lúti sér, og dæmi eigi öðru vísi, en þeim þóknast. Þeir þykjast vera haínir yfir lögin, vilja vera „friðhelgir og ábyrgðarlausir“, eins og sjálfur konungurinn. og þegar dómstólarnir beita lögunum gegn þeim, sem öðrum, verða þeir alveg hamslausir, og ná ekki upp i nef sér. Ef til vill hugsa þeir sér einnig, að þeir geti hrætt dómendurna, til að lúta boði sínu og banni, er þeir mega vænta svívirðilegra aðdróttana, ef þeir dæma eigi, eins og vildarmönnum stjórnarinuar þóknást. Það er Daumast hugsanlegt, að tilgang- urinn sé annar. Og það er aðal-málgagn stjórnarinnar, _B,eykjavikin“ sem flytur þessar aðdrótt- anir um yfirdóminn, óefað með Ijúfu sam- þykki stjórnarhöfðingjanna, er stefnu blaðs- ins ráða. En þegar svo er komið, að dómendur eru hrakyrtir, og svívirtir á allar lundir, ef þeir haga eigi dómum sínum, svo sem stjórninni, og gæðingum hennar, þóknast, þá fer ástandið í landinu vissulega að verða iski/i/f/Ue'/t i meira lagi. Og við hverju öðru er að búast, en að strákurinn alist upp i ýmsum ójafn- aðarmönnum í liði stjómarinnar, þegar aðfarirnar af hennar hálfu eru, eins og dæmin gjörast á Snæfellsnesi? Ofsi stjórnarblaðanna, og svívirðilegar árásir á yfirdómendurna, er því í raun og veru eigi annað, en eðlilegur ávöxtur þess réttarástands, sem ráðherrann hefir skapað. En hvernig lízt nú þjóðinni á blik- una? Vill hún tvískipta þannig borgur- unum, að lögin nái eigi yfir stjórnar- gæðingana? Hvað verða þeir margir, sem vilja styðia þannig lagað stjórnar-ástand i landi voru? iiú|iiiiiiTitii»iiiiiiiiiiiiiiii'i|(iii'tiiiiiiiiiT:>ií|iii' Irekjan. Það er sýiit, að ráðherranurn er það last í huga, að smella á þjcðina kostnaði við landsimaiaguingU frá Atistfjöfðum til líeykiavíkiir, hvað sem þjóð og þinu sogir. Hann pantar verkefni tii Jandsima- lagniíigarinnar, ræður mælingarmenn, til i.ö ákveða, hvur landsíminn skuli lagður, • verkamenn, til að starfa að símalagning- unni frá Reykjavík til Hrútafjarðar o. s frv. Honum er það alvara, að binda oss á klafann hjá norræna ritsimafélaginu. Allt á auðsjáanlega að vera komið sem lengst á leið, áður en alþingi tekur til starfa, til þess að gera apturhvarfið sem örðugast. Hann ráðsmennskast með allt, eins og hann væri að fara með sitt eigið fé, enda þótt alþingi, fjárveitingarvald þjóðarinn- ar, hafi eigi. veitt einn eyri til landsíma- lagningar, og sýnilegt sé, að landsiminn hljóti að kosta að minnsta kosti 200—300 þús., auk þeirra 300 þús., er r itsímafélag- ið leggur fram. Þessi ráðsmennska ráðherrans minnir mjög á bankahúsbyggingu Iryggva gamla forðum, enda er opt margt líkt með skyld- um. Með frekjunni á að hnfa þetta fram, og púkkað upp á, að heimastjórnarmenn- irnir“ muni eigi hafa kjark til þess, að rísa gegn óhæfunni, þegar svo langt sé komið. Það er lrglegt þingræði, annað eins(!) Þi nsm álatiindargjörðir úr Norður-ísafjarðarsýslu. Ar 1905, 3. dag júnímánaðar, var hald- i inn þingmálafundur i Bolungarvík. sam- i kvæmt fundarboði Skída Iharoddsen’s, | þingmanns Norður-ísafjarðarsýslu. Fundarstjóri var kosinn Jóhann Bjarna- son á Ytri Búðujn, ,-en fundarstjóri Pétur Oddsson. Til umræðu og ályktmnar voru tekin þessi mál: I. mtrímamcdið. Eptir nokkrar um- ræður. voru samþykktar svo hljóðandi til- lögur, allar i einu hljóði: „a, Fundm inn skorar á alþingi, að hafna ritsimasamningi þeim, er ráðherrann hefir gjört við norræna ritsimafélagið, þar sem sa*iningur þessi fer í bága við gildandi fjárlög, leggur þjóðinni of miklar fjárbyrðar á herðar, og mis- býður í ýmsum greinum réttindum Islands. b, Verði kosfur.á loptskeytasambandi inilli íslands og útlanda, og ýmsra staða hér álandi. með aðgengilegum kjörumr sem þjóðinni eru eigi ofvaxin, skorar fundurinn á alþingi, að sinna sliku boði. c, Fundurinn skorar á alþingi, að hlutast til tin , að ísafjarðarkaupstaður kom- ist í hraðskeytasamband við útlönd samtímis öðrnm kaupstöðum“. II. Vndirsl.riptarmidið. Um það máf var eptir nokkrar urnræður, samþykkt í einu liljóði svo hljóðandi tillaga: „Futidurinn relur undirskript danska forsætisráðherrans undir skipunarbréf Islands-ráðherrans vera brot á latidsrétt- indnm vorum, laridinu afar*háskalegt, og skorar þvi á alþingi, aö mótmælu þeirri löglej'»u alvarlega“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.