Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1905, Blaðsíða 4
104 Þ JÓBYILJINN. XIX., 26. vöxtum og biður um samþykki hans til, að einhver yngri prinz af konungsættinni afsali sér erfðum í Svíþjóð og taki við konungstign í Noregi. Neiti konungur þeesum tilmælum, er það eindreginn vilji Norðmanna að gjöra Noreg að þjóðveldi. Konungur mótmælir harðlega tiltekjum etórþingsins, en svarar ávarpinu eigi að öðru leyti fyr en hann hefir borið málið undir ríkisdag Svía, er samkvæmt kon- ungsboði á að koma saman 20. þ. m. Haft er eptir konungi, að hvað sem í skerist, skuli þó aldrei verða gripið til vopna til að útkljá málið. Þeir sendi- herrar Norðmanna og Svía, sem norskir eru að ætt, hafa baiðst lausnar frá em- bættum sínum. 9. þ. m. var sambands- fíaggið dregið niður um allan Noreg og norska flaggið sett i þess stað. Er mælt, að margur Norðmaður hafi þá eigi getað tára bundizt. — Norðmenn hafa sýnt af' sér hina mestu ró og stillingu jafnhliða staðfestu og samheldni á þessum þýðingar- miklu tímum. Svíar halla destir á Norð- menn fyrir aðfarir þeirra og fylkja sér um konung sinn og æsa hann til stórræða. Lengra var málinu eigi komið, er síðast fréttist Ófriðurinn. I sjóorustu þeirri hinni miklu, er síðast var frá skýrt, misstu Kússar alls um 20 herskip, þar af 12 stór- skip. Sökktu Japanar 8 þeirra, en tóku 4 herfangi. Manntjón Rússa er mælt, að verið hafi um 70C0 manns og eru yfir 2000 þeirra í varðbaldi hjá Jöpunum. Hinir hafa farizt. Japanar hafa að eins misst 3 torpedóbáta og 7—800 manns, eptir skýrslu flotaforingja þeirra. Roosevelt Bandaríkjaforseti ber friðarorð milli Jap- ana og Rússa, og er mælt, að hvorirtveggja muni all-fúsir til friðarins, en ókunnugt er enn að mestu um friðarskilmála þá, er Japanar setja, og frásagnir blaðanna um það mál lítið annað en getgátur. Nánari útlendar fréttir verða að þessu sinni að bíða sökum rúmleysis. Stjórnarfrumvörp, er þingið á að fjalla um í sumar, eru alls um 40. Auk fjárlaga, tvennra fjáraukalaga, og reikn- ingslaga, eru þar meðtalin flest frv. fá- tækramálanefndarinnar Og landbúnaðar- nefndarinnar. Sumum þeirra er þó breytt í ýmsum atriðum. Af hinum frv. skulu hér talin nokkur hin helztu: 1. TJm bygginc/arsamþykktir. 2. Um jro:ðslu barna. 3. Um fyrning skulda qg nnnarn kröOiréttinda. 4. Um hefð. 5. Um heimild fyrir veðdeild landsbankans til að gefa út nýjan jtókk bankavaxtabréfa. 6 Um kjördœmaskiptmgu, (landinu skal skipt í 7 kjördæmi og kosningar verði hlat- fallskosningar). 7. Um landsdóm. 8. Um lögaldnrsleyfi handa konnm. 9. Um rit- hófnndarát, 10. Um ritsima, talMma. o. jl. 11. Um stofnun kennaraskóla i Reykjavik. Vráðkvaddur. Maður nokkur, Þórðwr Þórðarson að nafni, um sjötugt, ekkjumaður á Hjöllum i Þorskafirði. or fylgdist nioð Jóhannesi pósti Þórðarxyni, suður Þor.-kafjarðarheiði, 1. júní siðastl. varð snögg- lega bráðkvaddur uppi á heiðinni, og hné dauður niður af hostinum, svo að póstur varð að snúa við. til að koma líki hans til hæjar Þórður sálugi á tvær dætur á lífi: Valgerði yfirsetukonu á Hjöllun', ekkju Pálma sáluga Pálmasonar, er lengi bjó í Hraundal á Langa- daisströnd, og Hnlldórn, konu Guðbjartar Arna- boriur í Múb sveit. Frá Ísaíirði er „Þjóðv.u ritað 12. júní síðastl.: „ Tiðnrfar hefir í þ. m. verið nokkru vorlegia, en áður, svo að viðast er nú nokkuð farið að marka fyrir gróðri, og kýr farnar að bjarga sér úti, fyrir tsepri viku. , :3.—-10. þ. m. var hér oisa-suðyest- anrok, og rigningar svo ,að snjó hefir talsvert leyst til f.jalla,"þó að enn verði þess að líkind- unýjlangt að bíða, að fjall-vepir verði al-leystir. Aflabrögð hafa að undanförnu verið mikið góð við Djúp, enda íiskur genginn inn íjDjúpið, svo að styttra hefir þurft til að sækja. — Yfir höfuð er þó þegar mikili afli á land kominn, síðan”á páskunum; enda var þess sízt.vanþörf^eptir und- an gengið langvarandi aílaleysi. Danska herskipið „Hekla“ kom hingað, sunn- an úr Reykjavik, 9. þ. m., áýerð umhverfis land- ið, með ráðherrann og landritarann. — Yarð þá uppi fótur og fit á þessum fáu hræðum. er fylla stjórnarflokkinn hór í kaupstaðnum, og varð loks niðurstaðan, eptir miklar rekistefnur, að safna öllu liðinu „hjá Sölfa“ til að „drekka lítið glas með ráðherranum“. — Urðu þeir alls um 80, er til þessa unnust, og tæmdu nokkrar kampavíns- flöskur, með ráðherra og landritara, „bjá Sölfa“ sínum. — Voru það auk, tveggja venzlamanna landritaruns, allir höfðingjar og atkvæðasmalar ráðherraflokksins hér í kaupstaðnum, með „Arna- búðinga“, og annað skvlduiið, í flokki sínum; en kampnvínið vildi ekki freyða, og fremur hafði verið deyfðar-bragur yfir allri samkomunni, og alveg sne.ytt hjá allii hreikni yfir ritsíma eður öðrum politiskum þrekvirkjum yfirhershöfðingj- ans“. , Eptir fundarboði alþingismanns vors, hr. Jóh. Olafssonar, var þingmálafundur haldinn í gær að Mýrum, og hefir heyrzt, að ályktanir þess fundar hafi gengið á móti stjórninni, bæði irit- símamálinu og undirskriptarmálinu, enda fer álit- almennings í kjördæmi þessu einnig mjög i þá áttina“. Bcssartaðir 21. júní 1905. V eðrátta. Loks er nú komið sumar og sól, og hefir gróið til muna síðuslu daga. Þáin er 15. þ. m, á Landakotsspítala ungfrú Sigþrúður Guðmundsdóttir læknis i Stykkishólmi, gáfuð og efnileg stúlka nm tvítugt. Gullið í Öskjuhlíð. Bæjarstjórn Reykjavikur vill leigja námuna hlutafélagi. Skulu minnstir hlutir vei'a 50 kr., og sitja bæjarmenn fyrii* þeim hina fyrstu 3 mánuði, bá allir landsmenn um aðra 8 mánuði, en síöan skulu þeir boðnir er- lendis. Félagið greiði 500 kr. ársgjald í bæja: sjóð og auk þess af ágóðanum frá 5—26°/0, Va rtf á- góðanum frá 25—50°/0 og belming þess ágóða, som er fram yfir 50°/0. Embættispróli við prestaskólann hafa þeir Eiríhir titefánsson og Lárus Thorarenseu lokið og fengu báðir Ijl. einkunn. Lffiknuskólinu, Þar hafa ioltið embættisprófi Jón Jónsson og Þ&rður Si einsson[báðirmoðl. eink- unn. Sektaðir hotnverpingar. þegnr „Hekla“ kom til ísafjarðar, 9. júní síð- astl., hafði hún með sér botnverping, or hún hafði náð á Ðýrafirði. — Nóttina eptir, or „Hekla“ fór frá ísafirði, ínáði hi'm öðrum botnverpingi á Að- alvík, og kom aptur með hann til Isafjarðar. Botnverpingar þcssir voru sektaðir um 75 sterlingspund hvor, og afli og veiðarfæri gert upptækt. Yfir höfuð hefir núverandi yfirmaður á „Heklu“, kapt. Schack, sýnt alveg frábærilegan dugnað, þar sem hann hefir þegar handsamað 22 hotnverp- inga, enda kvað beir nú bera sig ærið aumlega, og telja sér lítt vært við veiðarnar, þar sem öll heztu mið þeirru eru hér og hvar á landhe'gís- svæðinu. Heimspekispróf viö iiáskólann hafa tokið: Guðhr. Björnsson, Jón Kristjánsson og Stefán Jónsson með ágætiseinkunn; Björgólfur Ólafsson, Björn Pálsson og Gunnar Egilsen með I. eink., Ól. Þorsteinsson með II. eink. Einn stúdent fékk III. einkunn. Embættisprófi í málfræði hefir Arni Þorvalds- son frá Brjámslæk lokið, og fékk I. einkunn. Úr Önundaríirði er „Þjóðv.“ ritað 10 júni síðastl: „Enda þótt ýmsir væru orðnir all-heyknappir hér i firðinum í vor, og þyrftu því að nota ýmiskonar fóður- hæti, urðu skepnuhöld almennings þó yfir höfuð góð. — Síðan vertíð byrjaði, fjórð.a í pásknm, hafa aflabrögð einnig orðið fremur góð, og ganga nú 6 skip frá Kálfeyri, og 4 úr Valþjófsdalnum og enn fremur nokkur frá Flateyri, auk tveggja mótorbáta, or þaðan fara öðru livoru til fiskjar. — Kúfiskur hefir verið eina beitan, sem notuð hefir verið, og er hann tekinn með plógum.fyr- ir Hjarðardalslandareign; en hætt er því miður við því, að sú náman verði fljótt upp unniri, þar sem Djúpmenn hafa í vor sótt þangað hvern sex- æringsfarminn eptir annari. Danskur, maður, Thomsen að nafni, hefirivor stundað kolaveiðar frá Flateyri, eins og nokkur und infarin ár, og aflað prýðisvel. —Notar hann mótorbál við veiðarnar, og veiðir eingöngu i iag- nct. — Kolann saltar bann í tunnur,, og sendir til útlanda. — Hefir kvennfólk haft þar npkkra atvinnu við.neta greiðslu o. fl. Hr. H. Ellefsen, sem nú stundar h'vilaveiöar á Austfjörðum, enda þótt b»nn hafi tjl þessa haft hér gufubáta, sín'-* að vetrinu-m, heldur enn áfram að sina byggð.arlagi voru satna velvildar- huga, og höfðingsskap, sem fyr. — í vor færði hann oss að gjöf fjórar járnbrýr, er nettar voru á ár, og loeki, á HvylftarStröndinni. i stað tré- brúa þeirrn, er hann hafði áður gefið. —í fyrra gaf hann og hrú á Breiðadalsá, auk .tnargra anpara. uöfðingsgjafa til sveitar vorrar. Próí' i forspjallsvísindum við prestaskólann hafa þessir stúdentrr tekið með þeim einkunn- um er hér segir: Guðmundur Guðfinnsson og Jóhann Briem ágætl. -4-, Gunnlaugur Þorsteins- son og Magnús Pétursson dáv. -þ, Jóh. G. Sig- urðsson dável, Jón Kristjánsson vel 4-. Einn stúdent stóðst ckki prófið. Tliorelélagsskipið „Kong Trygve“ kom írá útlöndum 19. þ. m. Meðal farþegja voru: Alþm. Valtýr Guðinundsson, prófessor Finnur Jónssonr cand. polyt Asgeir Torfason, tónskáldið Sigfús- Einarsson, stúdentnrnir Guðm. Óla.fsson, Gunn- ar Egilsen, Pctur Thoroddsen og Þorsteinn Þor- steinsson, frk. Sigríður Björnsdóttir, frk. Guð-- rún Aðalsteinsdótt-ir, frk. Valborg Hellemann, dönsk söngkona. —. Þýzki vjsindamaðurinn og íslandsvinurinn Karl Kuchler, kapt. Dan. Bruun o. fl. Funciíst liefir úti ; á sjó, Boje (dubl) merkt G. G. með í áföstu linísiiiu'ti. Réttur eigandi getur ; vitjað þess til undirritaðs, gegn fundar- t launum, og borgun fyrir auglýsingu þessa. i Svalbarða á Alptailesi 17. júni 1905. Porsteiun Eiríksson. imreiðin. Skemmtilogasta timarit á íslenzku. Ritgorðir. myndir, sögur, kvœði. Sc C/m SS Jviargarine srm/tU ten Beóste. 2

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.