Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.06.1905, Blaðsíða 2
102 Þjóðvljiinn. XIX.; 26. III. Þegndcylduvinnan. I því máli var, með öllum atkvæðum gegn 1, samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn er mótmæltur þegnskyldu- vinnu, og skorar á alþingi, að leggja enga þess konar skyldukvöð á þjóðina“. IV. Sala þjbð- og kirkju-jarða. í því i máli var samþykkt svo hljóðandi tillaga: j „Fundurinn skorar á alþingi, að greiða ' sem bezt fyrir sölu þjóð- og kirkju- | jarða til ábúanda, meðal annars með j hagkvæmum lánskjörum“. V. Skblaskylda. í því máli var með litlum meiri hluta atkvæða samþykkt svo látandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að lög- ! leiða skólaskyldu hér á landi, sem miði í þá átt, að öll börn, á aldrinum 8—14 ára, sóu skyld að ganga í barnaskóla, sem styrktir eru af opinberu fé, á vetri hverjum, ef þau búa svo nálægt skól- anum, að þau geti gengið heim, og heiman, daglega, nema sönnun sé fyrir því, að barnið njóti jafn góðrar kennslu heima“. VI. Gjafsokn embættismanna. — Skip- un setudbmara. Um þessi mál var í einu hljóði samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að afnema gjafsóknarrétt embættismanna. Enn fremur skorar fundurinn á alþingi að samþykkja lög í þá átt, að lands- sjóður greiði kostnað þann, sem leiðir af skipun setudómara, svo að engum með- lim þjóðfélagsins verði mál kostnaðar- samara, þótt setudómara þurfi að skipa, en ef hinn reglulegi dómari lögsagnar- •umdæmisins fjallaði um málið“. VII. Kosning lækna og syslumanna. Um það mál var samþykkt svo látandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja lög, er veita héruðum rétt til þess, að kjósa sér lækna og sýslumenn“. VIII. Sveitfestismálið. Samþykkt, ept- ir nokkrar umræður, með litlum atkvæða- mun, að halda 10 ára sveitfestistíma, og var tillaga um fæðingarhreppinn, sem framfærsluhrepp, þar með fallin. IX. Húsmennskuleyfi. Eptir nokkrar nmræður var, með öllum þorra atkvæða, samþykkt svo felld tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að afnema vald það, sem hreppsnefndir og bæjar- stjórnir hafa, til að neita mönnum um aðsetur í hreppum og bæjarfólögum“. X. Samgöngumál. Samþykktar svo hljóðandi tillögur: „a. Jafn framt því ,er funduriun væntir þess, að samgöngur á sjó verði fremur auknar, en fækkað, skorar fundurinn fasriega á alþingi, að samþykkja ekki jafn hófiausar fjárveitingar til „sam- einaða gufuskipafélagsins“, eins og á síðasta þingi, og kosta kapps um, að fá fargjöld og farmgjöld lækkuð. b7 Fundurinn æskir aukins styrks úr landssjóði til gufubátsferða um Isa-, ,, fjarðardjúp að vétrinum“. 4 XI. Veðdeildarlán. Samþykkt í einu hljóði svo hljóðandi tillaga: . „Fundurinn skorar, á alþingi, að breyta lögpm , þeim, er gilda um veðdeild landsbapkans í þá átt, að veðdeildar- lánjp, vwði .jcpstnaðarminni fyrir lán- , takendur“,v , XIL BwidindismáHð. . Um það mál- var samþykkt rsvo látandi tillaga: - „Fund'urinmer laótfallinn vínsölubanns- lögum, ogiihækkuðum töllum á áfengum . drykkjum. -e-n skorar.á álþingi, að semja l<jg . um aðflatningsbann á áfengum drykkjum“.. XIII. Oldúbrjbtur-í Bolungarvik. Sam- þykktar voru í einu hljóði svo látandi tillögur: „a, Fundurinn skorar á alþingi, að styrkja hinn nýmyndaða Brimbrjótssjóð Bol- ungarvíkur með svo ríflegu fjárfram- lagi, sem það sér sér fæit árlega, og með því skilyrði, að hann ávaxtist, undir umsjón sýslunefndar, þar til verkfræðingur landsins álítur sjóðinn nægilega stóran, til þess að framkvæma byggingu brimbrjótsins i Bolungar- vík. b, Enn fremur telur fundurinn æskilegt, að þingið samþykki lög, er heimila liverju sýslufélagi, að gjöra samþykkt- ir um allt að krónu gjaldi af hverjum hlut frá sjó yfir vertíð hvora, vetur og vor, til að bæta lendingar. XIV. Búnaðarskblamál. Samþykkt í einu hljóði svo látandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja ekki færslu búnaðarskólanna til Reykjavíkur og Akureyrar, eða þar í i grennd“. XV. Rœlctunarsjbðurinn. Samþykkt | var, að skora á alþingi, að hlutast til um, j að breytt sé reglugjörð Ræktunarsjóðsins í þá átt, að annar mælikvarði sé hafður, að þvi er verðlauna úthlutan snertir, i þeim héruðum, þar sem örðugt er, að gjöra jarðabætur. XVI. Stækkun verzlunaribðarinnar í Bolungarvík. Samþykkt var að skora á alþingi, að stækka verslunarsvæðið frá Hólsá að G-rundarhólsmerkjum á sandin- um, og 160 faðma á land upp frá hæsta sjávarmáli. XVII. Bátfiski. á fjórðum. Samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn telur æskilegt, að lögum um bátfiski á fjörðum sé breytt i þá átt, að sama regla gildi um útsyars- skyldu allra utanhreppsmanna". Fleiri mál ekki tekin fyrir. Fundi slitið. Jbliann Bjarnason. Pétur Oddsson. (fundarstjóri) (fundarskrifari) J fyrir Isafjarðar- kaupstað hélt alþingismaður kjördæmisins, síra Sigurður Stefánsson í Vigur, 81. maí síðastl., og var bæjarfógeti Magnús Jorfa- son fundarstjóri, en fundarskrifari Rögn- valdur Olafsson húsmeistari. A fundinum voru þessi mál tekin til umræðu: I. Ritsímarríálið. Um það mál voru, með samhljóða atkvæðum, samþykktar svo felldar tillögur: „a, Fundurinn telur ritsímasamning stjórn- arinnar við norræna ritsímafélagið ekki samkvæman fjárlögunum, og skorar á alþingi, að samþykkja ekki nein þau fjárframlög í þessu máli, er ofvaxin sé kröptum þjóðarinnar. b, Verði þess koStur á næsta þingi, að að komast að betri kjörum fyrir lands- } sjóð í þessu máli, en hingað til, skor- ar fundurinn fastlega á alþingi að sæta þeim. | c, Fundurinn skorar fastlega á alþingi, | að sjá um, að ísafjörður komist í i hraðskeytasamband við útlönd sam- tímis og hinir kaupstaðir landsins“.‘ II. Bindindiimáliðj Samþykktar svo látandi tillögur: „a, Þingmálafundurinn lýsir þvi yfir, að. hann er mótfallínn því,• að vínsölu- bannslög séu lögleidd hér á lan.di, en •telur æskilegt, að .aðflutrriiiRgbannslög . séu sett svo .fljótt, sem auðið er. b’, þingmálafundurinn er mótfallinn allri hækkun átolli af vínföngúin, svo og því, að hækkuð séu ■ leyfiágjöld fyrir . < vínsölu og veitingar“. i III. Undirskriptarmálið. Samþykkt, með öllum atkvæðum gegn einu („Vestra“- prentara) svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn telur undirskript forsætis- ráðherrans danska, undir skipunarbréf ráðherrans íslenzka, stjórnarskrárbrot, og skorar á alþingi, að mótmæla þeirri lögleysu, og sjá um, að hún verði ekki framvegis framin“. IV. Samgönyumál. Samþykktar þess- ar tillö^ur: „a, Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir fjáraustri síðasta þings til hins sam- einaða gufuskipafélags, og skorar á þingið, að gæta næst betur hagsmuna landssjóðs gagnvart þessu félagi. b, Fundurinn skorar á alþingi, að veita á næsta fjárhagstímabili 10 þús. króna til gufubátsferða á ísafjarðardjúpi árið um kring, og annist báturinn póst- ferðirnar um Isafjarðardjúp“. V. Sveitfestismálið. Svo látandi til- laga samþykkt: „Fundurinn lýsir yfir því áliti sinu, að sveitfestistíminn eigi ekki að vera lengri, en 5 ár“. VI. Beitu-hlunnindi jarða. Skorað á á þingið, að semja skýr laganýmæli um beitu-hlunnindi jarða, og notkun þeirra. VTI. Nýjum embœttum, og fjáraustri til bitlinga, tjáði fundurinn sig mótfall- inn. Fleiri mál hafði fundurinn eigi til M-.eðferðar. — Fundinn sóttu um 50 kjós- • mdur. Ðingmálaíundor fyrir Vestur- ísafjarðarsýslu var settur og haldinn að Mýrura í Dýrafirði 9. júni 1905, sam- kvæmt fundarboði er aljiingismaður Jo- hannes Ólafsson hafði gefið út Og látið berast um hreppa sýslunnar. Fundarstjóri var kosinn Friðrik Bjarnason hreppstjóri á Mýrum, en skrifari síra Böðvar Bjarna- son á Rafnseyri. Á fundinum voru mættir auk alþing- ismannsins 20 kjósendur; af þeim voru: 2 úr Auðkúluhreppi, 3 úr Þingeyrarhreppi, 8 úr Mýrahr, 2 úr Mosv.hreppi, og 5 úr Suðureyrarhreppi. Þessi mál voru íekin fyrir til meðferðar: 1. Undirskriptarmálið. Eptir nokkrar umræður var í einu bljóði samþ. svohljoð- andi tillaga: Fundurinn lýsir yfir því áliti smu, að með undirskript forsætisráðherrans danska undir skipun íslandsráðherra í fyrra vetur, hafi verið gengið beint á móti vilja þings og þjóðar og skorar á þingið að mótmæla þvi, að siíkt komi fyrir eptirleiðis. 2. Ritsímamálið. Eptir all-heitar umræð- ur í þvi máli, var borin upp svo hljóð- andi tillaga: Fundurinn er mótfallinn samningi þeim, sem ráðherra íslands hefir gert við danska ritsímafélagið (stóra oorræna) um ritsímalagning hingað til lands. Telur þar farið út fyrir fjárJög siðasta þings og skorar á alþingi að sambykkja ekkert það i þessu máli, sem kröptum þjóðarinnar er ofvaxið. Tillagan samþ. -með 15 móti 5, 3. Réttarfarið í landinu. Svo hljóðandi tillaga borin upp og samþ. með öllum atkvæðurn.: ■ Fúndurinn 'skorár a alþingi að rann- saka éða láta rannsaka hvernig stjórn- iö' • hefir, gætt réttarfarsins í landinu, sérstaklega ,með hliðsjón .af því, sem á :síðustu tíniumr.heíjr gjörzt í Snæfells- ness og Hnappa.dalssýsiu pg Dalasýslu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.