Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Blaðsíða 1
Terð árganqsins (minnst 52 arleir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 lcr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. - 1 — [= Nítjándi ÁBGANGUK. —1 -■— _>._RTTST.TÓRT: SKÚLI THOKODDSEK. =| fcxa®—J- I Vppsögn skrifleg, ógild | nema komin sé iil útgef- \anda fyrir 30. dag júní- \mánaðar, og kaupandi isamhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 30. Bessastöðum, 20. JlÍLÍ 19 0 5 fifna og ildavolai selur Kristjdn ||»orgrímsson. lítlöiicl. Helztu tíðindi, er nýlega haia borizt frá útlöndum, eru þessi: Danmörk. Konungur vor, Christian IX, brá sér til Gmunden, ásamt Hans, bróður sínum, seint í júní, og dvelur þar hjá tengdasyni sínum, hertoganum frá Cumberland, nokkra hríð. Aðfaranóttina 26. júní síðastl. vildi það sorglega slys til, skammt frá Amager, að enska gufuskipið „Ancona" rakst á danskt heræfingarskip, er á voru um 80 drengir, 14—17 ára að aldri, og sökk heræfingaskipið eptir tæpar tvær mínút- ur, og drukknuðu 22 drengir. — Mjög er gert orð á þvi, hve fábæra hugprýði, og stillingu, ýmsir drengjanna, er af kom- ust, sýndu við þetta tækifæri, og sömu- leiðis kona skipstjórans, er var eini kvenn- maðurinn á skipinu. ý Látin er nýlega Frederik Hörup, fyrrum skólakennari, faðir Hörup's sáluga ráðherra, fæddur 1811. Um 4 þús. vefarar hafa nýlega hætt vinnu í Danmörku, og krefjast hærri launa, og styttri vinnutíma. Nýlega hefir Albertí skipað milliþinga- nefnd. til þess að gjöra tillögur um.end- urskoðun hegningarlagalöggjafarinnar, og þykir hafa sýnt það þá, sem optar, hve mjög hann hallast að hægrimönnum í skoðunum sínum,þar sem hann hefir veitt ýmsum gömlum Estrupsliðum sæti í nefnd- inni, en gengið fram hjá ýmsum frjáls- lyndum mönnum, sem sjálfkjörnir þóttu í nefndina, frá sjónarmiði frjálslyndra manna. -— — Noregur 0g Svíþjóð. Aukaþingið („Ur- tíma“-rikisþingið), er kvatt var til fundar í Svíþjóð, er Norðmenn sögðu ríkja-sam- bandinu slitið, situr enn á rökstólum. — Hefir ráðaneyti Svía, er Ramstedt stýrir, viljað jafna allt friðsamlega milli þjóð- anna, en ýmsir aðalsmenn á þingi láta all-ófriðlega, og vilja berja duglega á Norð- mönnum. — Norðmenn hafa því þegar dregið nokkurt lið að landamærunum, og er enn óséð, hvað verða muni, þó að sennilegast sé. að þær raddir sigri í Sví- þjóð, er eigi vilja beita hervaldi gegn Norðmönnum, enda gæta Norðmenn að- dáanlegrar stillingar, en sýna jafn framt mestu festu, og eru einráðnir í því, að verja sjálfstæði sitt til hins ýtrasta. Talið er líklegt, að Oscar konungur muni eigi leyfa, að neinn ættmanna hans taki konungdóm í Noregi, og er bá Vatde- mar, prinz í Danmörku, talinn líklegt konungsefni: en þó eru mjög margir í Noregi, er helzt myndu kjósa, að Noreg- ur yrði lýðveldi, ef samþykki stórveld- anna ynnist til þess. — — -- Bretland. Nýlega hefir orðið uppv'st um ýmis konar fjárdrátt, er framinn hefir verið í Suður-Afríku. eptir Búa ófriðmn, og eru ýmsir, stjórninni mjög nákomnir, við þá pretti riðnir. — Ætlaði Balfour, íorsætisráðherra Breta, að hliðra sér hjá, að láta rannsaka má.lið, en mótflokkur stjórnarinnar hefir sótt málið svofast. að Balfour hefir loks séð sig til knúðan, að fela rannsóknarnefnd máiið til meðferðar. Frakkland 4. júlí samþykkti fulltrúa- þingið, með 341 atkv. eegn 233, frnmvarp stjórnarinnar nm aðskilvað ríkis or/ kirJcju, enda hefir Rouvíer, núverandi forsætis- ráðherra, sótt það mál engu linar, en CWióe.s-ráðaneytið gjörði. — Nú er fullyrt, að stjórn Frakka hafi loks samþykkt, að senda fulltrúa á ríkja- fund, til að ræða. um Marocco-málið, enda hefir Vilhjálmur, keisari Þýzkalands, ver- ið ærið berorður í garð Frakka, út af af- skiptum þeirra í ríki soldáns, og notað sér það, að bandamenn þeirra, Rússar, hafa nú öðrum blöðum að fietta, en að styrkja bandamenn sina. — Þó hafaFrakk- ar sett ýmsa skilmála, sem óvíst var enn, hvort Vilhjálmur keisari myndi ganga að, er siðast fréttist. 2.—7. okt. næstk. verður í París hald- inn alþjóðafundur, til þess að ræða um líklegust.u ráðin í bardaganum gegnberkla- veikinni. — •- — Spánn. Þar eru ný skeð orðin ráðherra skipti, og heitir sá Moniero Rios, er stýr- ir hinu nýja ráða.ueyti. — — — Balkanskaginn. Allan fyrri hluta júní- mánaðar gengu jsrðskjálftar miklir i Skút- arí, svo að þar hrundi fjöldi húsa, og kvað hafa látizt 70—80 menn. I Gfrikklandi er nýtt ráðaneyti nýlega sezt á laggirnar, og er RalK formaður þess. — — — Ungverjaland. Með því að Franz Jo- seppi keisara hefir eigi tekizt að fá neinn, til að taka að sér forstöðu ráðaneytisins, er njóti trausts þingsins, hefir hann falið Feiervary að veita ráðaneytinu forstöðu fyrst um sinn. — Feiervary barón er gamall maður, 72 ára að aldri, og var honum tekið svo fyrsta daginn, er hann mætti á þingi, að báðar deildir þingsins vbttuðu honum vantraust sitt. Ungverjar hafa nú þegar bundizt sam- tökum í ýmsum héruðum landsins, að greiða enga skatta, fyr en ráðaneytið þoki, þar sem það só eigi skipað i samræmi við þingræðisraglujia, og er sennilegt, að Foiervary óski, að losast við allan veg og vanda af stjórnarstörfunum, enda seg- ist hann að eins hafa tokið þau að sér til bráðabirgða. — — — Þýzkaland. Erfða-stórhertoginn í Meckl- enburg-Strelitz, er Adolph Friederich nefn- ist, er nýlega trúlofaðnr Olyu, dóttur her- togans af Cumberland. f 15. júní síðastl. andaðist Hermann v. Wissmann, sem frægur varð af land- könnunarferðum sínum í Afríku, einkum í Kongo-ríkinu. — Arið 1895 var hann landstjóri í landeignum Þjóðverja í Afríku, en gengdi því embætti að eins í eitt ár, sakir heilsuleysis, er hi nn hafði bakað sér á ferðum sínum. — Hann varð að eins 52 ára gamall. — — — Rússland. Rússneska stjórnin hefir nú eigi séð sér annað fært, en að láta hætta við sakamálið gegn skáldsagrahöf • undinum Maxim Gorld, þar sem eigi hafa fengizt nein gögn, er sýni, að hann hafi framið lagabrot. — Maxím Gorkí, dvelur um þessar mundir á Finnlandi, og hefir ný skeð lokið við nýja skáldsögu, er nefn- ist „Börn sólarinnar“. Mjög er enn róstusamt víða á Rúss- landi, enda eykur það mjög óánægju manna, að stjórnin er nú að bjóða út liði, til að senda austur í Mandsjúriið, og eru synir bænda og borgara opt teknir á næt- urþeli, og reknir á stað harðri hendi, án þess að fá að kveðja vandamenn sína. I verksmiðjuborginni Lodz á Pólverja- landi urðu götu-bardagar miklir 23. júní, og er mælt, að um 2 þús. manna hafi þá beðið þar bana, eða orðið sárir, og síðan hefir verið barizt þar öðru hvoru, og hafa verkamenn hrúgað upp vögnum, og öðru, sem hendi var næst til þess að gjöra skotgarða, sér til varnar. — 24 júni var í Lodz varpað sprengikúlu, er drap 4 hermenn, en særði 16, og fjöldi annara liryðjuverka hefir verið framinn. I stórborginni Odessa, við Svartahafið, hafa og mörg hundruð manna beðið bana í götu bardögum, og hefir borgin því verið lýst í her-kvíum. Á herskipinu „Knjas Potemkin“, sem er eitt af stærstu herskipum Rússa í Svartahafi, urðu og ný skeð þau tiðindi, að hermenn kvört- uðu undan matnurn, er þeir fengu, og sendu því einn félaga sinna, Omeltshuk að nafni, til þess að bera fram kvartanir sínar við yfirmenn skipsins, og með því að Omeltskuk hefir ef til vill verið miður kurteis, skaut einn yfirmannanna hann þegar; en er skipverjar sáu einn félaga sinn fallinn, réðu þeir á jdirmenn skips- ins, og drápu þá alla. — Þetta gjörðist á höfninni í Odessa, og fluttu hermenn- irnir siðan lík hins fallna félaga síns í land, og hótuðu að skjóta þegar á borg-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.