Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Blaðsíða 2
ÞjÓfiVLJIlNS. XIX.. 30. i:b iua, ef þeir feugju eigi að jarða Omelt- sliuk í fnði, og með slíkri viðköin, sem hermanni sæmdi. — 8iðan hefir „Knjas Potemkinu sveimað fiam og aptur um Svartahafið, með rauðan uppreisnar-fána, og hafa skipverjar nýlega hertekið gufu- skip, er lá á höfninni i Odessa, og var fermt 2 þús. smálestum af kolum. Yoru kolin flutt yfir i „Knjas Potemkín“, og hjálpuðu verkamenn i Odessa fúslega til þess. — Stjórnin hefir sent herskip á móti uppreisnarmönnum, en þeir höfðu þó enn eigi gefizt upp, er síðast fréttist, enda mælt, að hermenn á öðrum herskip- um Kússa á Svartahafi séu mjög ófúsir á, að ráða á félaga sína, enda mælt, að uppþot sé á 4 öðrum herskipum, og muni þau nú vera á valdi uppreisnarmanna, og vist er um það, að á sumum herskipun- um hafa hermenn skotið yfirmenn sina. — En yfir höfuð eru fregnir um þessa atbuiði mjög ógreinilegar, enda gerir rúss- neska stjórnin sitt ýtrasta, til að aptra því, að fregnir berist af óstandinu þar í landi. 28. júní síðastl. er mælt, að faliið hafi um 1000 manna í götu-bardögurn í Odessa, og svipaðar fregnir berast frá Sebastopol, og fleiri borgum við Svartahafið. I héruðum ítússa við Eystrasaltið er og mesta ókyrrð um þessar mundir. — Aðfaranóttina 29. júní brutust hermenn t. d. inn í vopnabúr í Líbau, og rændu þar vopnum, og hafa skotið á yfirmenn sína; en aðrir hermenn hafa ýmist neitað, að skjóta á félaga sína, eða skotið upp ,í loptið, svo að við ekkert verður ráðið. I höðuðborginni, Pétursborg, og í borg- inni Kronstadt, og viðar, er herinn einn- ig talinn mjög ótryggur. Seint í júni héldu fulltrúar úr fjölda- mörgum borgum í Rússlandi, er hafa yfir 60 þús. íbúa, fund í Moskva, og kröfðust þess, að þjóðin fengi stjórnarbót, og að stefnt væri tii þjóðfundar. — Fullyrt er, að Nicolaj keisari hafi og nýlega lýst því yfir, við sendinefnd, er fór á fund hans, að hann vildi, að efnt væri þegar til þings, þar sem allar stéttir landsins ættu fulltrúa; en hvað sem hæft er í þessu, þá er það víst, að ekkort er enn gjört, tii að fulJnægja þessu boði keisarans, enda mun það sannast, að hann ráði í raun og veru harla litlu, þegar öllu er á botninn hvolft. Nýlega varð það uppvíst, að ýmsir liðsforingjar í Pétursborg hefðu gjört sam- særi, til að myrða stórfurstana, og þeir þvi allir handteknir, áður en nokkuð yrði af framkvæmdum. Slys varð nýlega í námuhéraðinu Jek- aterinoslav, og biðu 500 menn bana. — Austroeni ófriðurinn. Þaðan er nú allt stórtiðindalítið, að eins smá-orustur i Mand- sjúriinu öðru hvoru, en engin stór-orusta, er nokkru skipti. Mælt er, að Rússar ætli nú að verja 70 milj. rubJa árlega í sjö ár, til að koma sér upp nýjum herskipaflota. Oðru hvoru er verið að tala um, að byrjað verði á friðarsamningum þá og þegar, en einatt dregst það. — Sennilegt er þó talið, að það dragist eigi Jengur, en fram í ágúst, að sezt verði á þing, líklega í Washington, til að semja friðar- skiimáíana. — — Cuba-iýðveldið. Látinn er nýloga Max- ímo Qomez, 69 ára. — Ásamt frelsishetj- unni Maceo gekkst hann fyrir uppreisn- inni gegn Spánverjum, er hófst í janúar 1895, og stóð sem hæðst, er Bandamenn skárust í ieikinn 1898, og yfirstigu siðan Spánverja, sem kunnugt er. — Sama dag- inn, sem Gomez andaðist, veitti þing Cuba-manna honum 100 þús. dollara heið- ursgjöf. »■'........ Hréttir frd aljDinqi. - Stórmálm á þingi. Að því er snertir undir.skriptarmálið, hefir það enn eigi verið flutt inn á þing, en verður nú að Jíkindum borið þar fram mjög bráðlega, og væri mikilsvert, að þingmenn gætu sem flestir fylgzt að ináli, þar sem hér er um það að ræða, að vernda réttindí landsins gegn ásælni danskra vald- liafa. Að því er kemur til ritsímamáhins, sem verður aðal-stórmálið á þinginu, hefir nefndin, sem skipuð var, til að íkuga það, enn ekki lokið störfum sínum, og getur það að likindum eigi komið til umræðu á þinginu, fyr en seinustu dagana í júlí, eða í öndverðum ágúst, og verður því enn engu spáð um forlög þess. Toll-hœkkunin. Það mál var til 2, umr. í efri deild 13. j júli, og flutti Jóhannes sýslumaður Jó- j hannesson þá einkar glögga ræðu gegn j toll-kækkuninni, sem kæmi þyngst niður j á lægri stóttunum, þar sem stjórnin á j hinn bóginn hlífði verzlunarstéttinni, eig- ! endum húsa og fasteigna, og landbænd- j um, er hvorki væri farið fram á hækkun ; tekjuskatts: húsaskátts, eður ábúðarskatts- j ins. Síra Siff. Stef. og sira Sig. Jensson fóru fram á, að tolJ-hækkunin næði eigi til sykurs; en óhæfa þótti stjórnarliðum það, og felldu því þá tillögu. Þriðja umræða um málið fór fram í efri deild 15. júlí, og stóðu þá, enn al.l- langar og heitar umræður um málið, og var, meðal annars, bent á, að sú aðferð, sem ráðherrann tjáðist mundu hafa, að því er staðfestingu laganna snertir, að fá undirskript konungs utan ríkisráðs, til þess að lögin öðluðust gildi sem fyrst, en leggja þau síðan fram í jríkisráði, er hann sigldi eptir þing, og fá gjörðina þar stað- festa á ný, væri eigi samkvæm stjórnar- skránni, þótt hagkvæm kynni að vera i stöku tilfellum. Að Joknum uinræðunum, var rnálið síðan samþykkt, með 8 atkv, gegn 5; þeir, sem aíkvœSi greiddu geqn málinu, voru: Jóh, Jóhannesson, Sig. Jensson, Sig, Stefáns- son, Þorgr. Þórðarson og dr. Valtýr. Þar sem lögin öðlast. gildi, er kon- ungur staðfestir þau, verður tollkækkun- in að öllum líkindurn komin á fyrir júlí- lok, eða Jöngu áður en almenningur hér á landi hefir frétt afdrif laganna á þingi. Það er vel að verið hjá stjórninni, og hennar liðum! Suður-Mulasýsiu-kosningm. Fundur var haldinn í sameinuðu al- þingi 17. |úií, til þess að ræoa um álit nefndar þeirrar, er kosin hafði verið, til að láta uppi álit sitt uœ misfellur á kosn- ingunni í Suður-Mulasýslu, er fór fram 3 júní 1903. Nefndarmennirnir (Magn. Stephensen, Július Havsteen, Lárus Bj., Jón Magnixsson og Guðl. (xuðm,) hafa kornizt að þeirri niðurstöðu, að „væri far- ið í strangan reikningsskap, ætti að ó- nýta kosmngu beggja þingmannannau, Quttorms Vigfussonar og 01. Jhorlacms, þar sem að eins hafði verið notuð rétt kjörskrá úr einum hreppi (Beruneshreppi), en að öðru leyti notaðar kjörskrár, er eigi voru í giJdi, og tilbúning kjörskránna þannig háttað, að allar formreglur er þar að lúta, höfðu verið brotnar. Þratt fyrir þenria vitnisburð leggja þó allir nefndarmenmrnir, nema Gudiaug- ur sýslumaður, það til, að kosningin só tekin gild(!)_ — A hinn bóginn báru síra Sig. Stef., Sk. Th., Stefán keDnari, og Björn Kristj., fram tillögu þess efnis, að fella kosninguna úr gildi, en vildu þó eigi, að kjördæmið væri gjört þingmannslaust, og skyldu því þingmennirnir sitja á þingi, unz yt’irstandandi al|jing«i væri lokið, en stjórnin síðan láta nýjar kosningar fara fram i Suður-Múlasýslu, áður en alþingi kemur saman næst. Urn þetta urðu töluverðar umræður, er loks lyktaði svo, að samþykkt var, með 20 atkv. gegn 19, að fresta umræð- unni að sinni. Mælt er, að æstustu stjórnarliðar muni þó frelsta, að fá málið tekið sem fyrst fyrir aptur, og samþykkja kosninguna, hvað sem öllum lögbrotunum liður. Gjafsóknarréttur embættismanna. Prv. um afnám gjafsóknarrétts embættismanna bera þeir Sk. Tb. og síra Ól. Ól. fram i neðri deild. Uin beitutekju hefir síra ■Sig. Stef. borið fram frv. í efri deild, of< fer frv. fram á, að hverjum, er heimild hefir 1il íiskiveiða í landhelgi, sé heimilt, að taka skelfisksbeitn fyrir annars manns landi, þótt í netlögum sé (netlög eru 60 faðmar frástórstraums- fjörumáfi), og setja far íð og beitutekjuverkiæri á land, en gjalda skal hann 10 af hundraði af beituaflanum, og sömuleiðis bætur fyrir, landspjöll og usla, eptir mati óvillhallra manna. Jtýir verzlunarstaðir. Frumvörp um löggildingu nýrra verzlunar- staða eru all-mörg á ferðinni á þingi, og eru staðirnir þessir: Maríuhöfn í Kjósarsýslu O'lutn- ingsm. Bj. KrJ, Gerðaleir í Gullbringusýslu (fl.m. Bj. Kr.). að Látrum í Aðalvík (flutningsm. Sk. Th.) að Lambhúsvík í Hánavatnssýslu (flutningsm. Herm. Jónasarson), og að SyðrarSkógarnesi í Snæ- fellsnessýslu (flutningsmaður L. Bj.). Verzlunarsvæðið i Bolungarvik fer Sk. Th. einnig fram á, að stækkað sé um landsvæðið frá Hólsá að Grundarhólsmerkjum á sandinum, 150 faðma á land upp frá hæzta sjávarmáli. Lög um þorskanetalagnir, frá 13. nóv. 1875, leggur Bj. Kr. til, að úr gildi séu numin.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.