Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Qupperneq 3
XIX. 80.
P.to©vilj.;n-k .
Bæjarstjórn i Hafnarfirði.
Frv. um kaupstaðarréttindi fyrir Ilafnarfjörð
flytja Björn Kristjáusson og Guðm. Björnsson.
Brú á Ytri-Hang'á.
Síra Eggert Pálsson ber fram frv. um 85 þús.
króna f járveitingu, til að byggja brú á Ytri-Bangá.
Skipting bœjarfógetaembœttisins í Reykjavík
þingmenn Reykvíkinga byra frarn frv. uin skipt-
ingu bæjarfógetaembættisins í Reykjavík, og vilja
því, að skipaðnr sé bæjarstjóri, er bafi 4 þús.
króna árs’aun úr landssjóði, og 1500 kr. ritfé úr
bæiarsjóði.
Bæjarstjóri hefir á hendi öli störf, er bæjar-
fógeti h-'fir haft á hendi. sem formaður bæjar-
stjórnarinnar, sér um manntal í Reykjavík, og
heldur uppboð, nema þvingunaruppboð og strand-
uppboð.
Bann gegn iunflutningi á útlendu kvikfé.
Frv., er bannar slíkan innflutning bera þeir
Jón í Múla og síra M. Andr. fram i neðri deild
Slökkvilið á Akureyri.
Frv. um stofnun slökkviliðs á Akureyri er bor-
ið fiam i neðri deild, og eru fl utningsmenn Guðl.
Guðmandsson og Magnús Kristjánsson.
Afengisveitingar á mannftutningsskipum.
Barnað að veita farþegjum, eða aðkomu’nönn-
um, áfengi, meðan skipið liggur hér i höfn, nema
boðsgestir útgerðarmanns, eða skipstjóra, sóu. —
Flutningsmenn: L. Bj., Guðm. Björnsson o. fl
Fjármálanefnd.
Tillaga er komin frarn um það, að efii deild
skipi nú þegar fjármálanefnd, og mun það gert
i því skyni, að sú nel’nd geti rannsakað tilboð
þau, er þinginu berast um strandferðir, án þess
beðið sé eptir því, að íjárlögin komi til efri dðilar.
Geðveikrahœlið.
Nefnd sú, er um það mál hefir fjallað ('Guðm.
Björnsson, síra Ól. Ól. og ÓI. Thorlaoíus) legg-
ur til, að ætlað sé húsrúm handa 50 sjúkling-
um, og gerir ráð fyrir, að stofnkostnaður nemi
þá alls 90 þús. króna fþar af 72 þús. fyrir sjúkra-
húsið, on 18 þús. til ýmis konar útbúnaðar, gripa-
kaupa o. fl.). — Sérstakur læknir er ætlast til,
að veiti spítalanum forstöðu, og annist hann jafn
framt innkaup og reikningsbald spítalaus. —
Nefndin leggur til, að geðveikrab olið verði reist
í Kleppslandareign, euda hefir bæjorstjórnReykja-
víkur lofað, að leigja 100 dagsláttur lands, fyrir
100 kr. eptirgjald á ári, auk lóðargjalds af byggðri
lóð.
Brú á Héruðsviitn
þingmenn Skagfirðinga fara fram á, að varið
sé 27 þús. krón;t, til að gera brú á Héraðsvötn
í Skagafirði hjá Ökrurn.
Maríu og Péturslömbin.
í efri deild hefir verið borið fram frv. um af-
nám fóðurskyldu svo nefndra Maríu og Péturs-
lamba, frá fardögum 1906, og sé hlutaðeigandi
prestum bættur tekjuhallinn úr landssjóði.
Mál þetta befir áður opt verið borið fram á
þingi, og óskandi, að það væri nú komið inn á
þingið i síðasta skipti.
Yarnarþing í skuldamálum.
I efri deild er borið fram frv. ('flutningsmenn:
Jón Ól., Jóh. Jóh. og Guðjón Guðl.), er ákveður,
að bérlendir atvinnurekendur, er hafa atvinnu
af viðskiptum, svo sem kaupmenn, lyfsalar, bók-
salar, veil ingamenn, iðnaðarmbnn, og kostnað; r-
menn blaða, eða rita, geti stefnt sökinni til varn-
arþings í þeirri þinghá, þar sem skuldin er stofn-
uð, enda só fyrirtökudagur málsins á misserinu
milli 1. maí og 1. nóv., og skulu málin rekin,
sem gestaréttarmál.
Bæjarstjúru Akureyrar
vill fá iagaheimild, til að skylda eigendur Glei--
ár, gegn fullum skaðabótum, til að láta af hendi
eignarétt yfir Glerá, og landinu meðfram henni,
að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er, til að
geta veitt ánni að kaupstaðnum, eða inn í hann.
- - --YYt
1» ingmálalundur fyrir Norður-ísaijarðarsýslu
var haldinn á tsafirði 20. júnf siðastl.. sam-
kvæmt fundarboði Skúla Thoroddsen’s, þingmanns
Noi'ðu r-ísfirðinga.
Á fundinum voru mættir 40—50 kjósendur,
úr ísafjarðar sýslu og kaupstað, og var síra S:g.
Steýánsson í Vigur kosinn fundarstjóri, en skrif-
ari Páll Jónsson, hreppsnefndaroddviti á Kirkju-
bóli.
A fundi þessum voru samþykktar svipaðar
tillögur í ritsímamálinu, og i undirskriptarmálinut
sem á þingmálafundinum í Bolungarvík 3. júnf
(sbr. 26. nr. „Þjóðv“. þ. á.)
Fundurinn tjáði sig einnig mótfallinn hækkun
á vínfangatolli; og á leyfisbréfagjaldi fyrir vín-
sölu og veitingar, en vildi, að aðflutningsbanns-
lög yrðu sett svo fljótt, sem auðið væri.
Utanþjóðkirkjumenn vildi fundurinn, að gjald-
frjálsir væru til prests og kirkju, þótt eigi væru
þeir meðlimirviðurkenndsutanþjóðkirkjusafnaðar.
Sveitfestistímann vildi fundurinn eigi stytta
moira, eu í 5 ár, og vildi enu fremur svipta
sveitanefndir og bæjarstiórnir leyfi til að synja
mönnum um aðsetursleyfi i sveitar- eða bæjar-
félögum.
Lögí'ræðisprúf.
Embættispróf í lögfræði hefir Ari Jónsson ný
skeð leyst af hendi, og hlaut hann 2. einkunn.
Fyrri hluta lögfræðisprófs tóku í vor stúdent-
arnir: Bogi Brynjólfsson, Gnðm. L. Hannesson,
og Vigfús Einarsson, er allir hlutu 1. einkunn.
IVJLiiuaiialát.
2. febr. síðastl. andaðist að Höfða i
Grun n a víkurh reppi í Norður-ísafjarðar-
sýsiu ekkjan Salóme Jóhannesdöttir, rúm-
lega háif-sjötug. Foreidrar hennar voru
Jóhannes Jónsson, er lengi bjóaðKvíum,
og kona hans Engiiráð Gísladóttir. — Hán
var eiginkona Jóns bónda Vagnssonar á
Höfða, er andaðist 24. des. siðastl., sbr.
7. nr. „Þjóðv.u þ. á., þar sem einnig er
getið bama þeirra hjóna. — Salóme sál-
96
hann, „Hjáess ræður karlmaðurinn öllu, og eins og staða
kvennfólksins hefir verið, skai hún halda áfram að verau
Daníra teygði úr sór, og var, sem eldur leeiptraði
í augum henni, er hún svaraði:
„En jeg er ekki eins og kvennfólkið ykkar, og ætla
mér aldrei að verða það, og því binzt eg engum yðar“.
Marco gramdist þetta svar hennar, sem vænta mátti,
en gat þó ekki að sér gert, að dást að henni, og hafði
eigi augun af henni.
„Já, þú ert öðru vísi, en aðrar — og einmitt þess
vegna get eg ekki sleppt þór“, mælti hann.
Það varð nú nokkur bögn.
Daníra fór að kasta trédrumbum í eldinn, tiil þess
að lífga hann, og var auðséð á höndum hennar, að hún
hafði unnið, og alls ekki hlíft sór.
Marco fylgdi henni eptir með augunum unz hann
spratt upp, greip í handlegginn á henni, og spurði á-
kaft:
„Hvers vegna fyrirlítur þú bónorð mitt? Jeg er auð-
ugasti, og mest metni maðurinn í ætt minni, jafn vel
ríkari, en bróðir þinn, Þú skait ekki þurfa að vinna,
eins og aðrar konur; þú skalt ekki vera þræll á heimili
mínu — ekki þú, Daníra — þvi lofa eg þér!“
Það var undarlegt sambland, af ógnun, þrá, og enda
bæn, er fólgið var í þessum orðuro.
Það leyndi sér eigi, að tilfinning sem þessi fífldjarfi
fjallabúi eigi hafði þekkt áður, bugaði dramb hans, og
karlmennsku, þar sem hann fór nú bónarveg, í stað þess
er bann þóttis hafa rótt til þess að heimta.
Daníra losaði handlegginn á sór ofur-stillilega’ og
mælti:
93
„Jeg bjóst við, að þú fiyttir mér bet-ri fregnir“,
mælti eldri maðurinn. „Ósigur að nýju! Voruð þér þó
ekki fleiri?“
„Að eins í byrjuninni“, svaraði hinn, „en svo kom
nýtt lið þeim til hjálpar, og menn mínir eru farnir að
verða hugdeigari. Sórðu það annars ekki, Marco, að ein-
att kreppir meira og meira að okkur, Við erum nú
þeir einu, sem enn veitum viðnám; en — hvað lengi
verður það ?“
v Viltu þá biðjast vægðar?“ æpti Marco. „Ætlarðu
að rétta þeim hendina, sem drepið hafa feður okkar beggja?
Þó að þú gleymir þvi, að þú ert sonur Hersovac’s — þá
heiti jeg Obrevic! Og enn gengur sá maður fríogfrjáls,
sem drap föður minn, og sem eg hefi svarið að koma
fram hefndum á“.
„Það er hann sem í dag veitti fjandmönnum vor-
um lið“, mælti Hersovac. „Jeg þekkti haun í fjarska,
og hann fellirðu ekki, því að honum fylgir sá töfrakrapt-
ur, að hann verður aldrei sár“.
„Það er engu líkara“, svaraði Marco, „Ragur er
hann ekki, einatt fremstur í bardaganum, — En hversu
opt sem eg hefi miðað á hann, og hversu opt sem eg
hefi reynt að ginna hann á mitt vald, með ýrnis konar
brögðum, hefir hann þó einatt komist undan“.
„En eigi er dagur enn að kvöldi, og jeg hefi brugg-
að ótal vélráð“, mælti Marco énn fremur „Takist ein-
hvern tíma að ginna hann frá mönnum sinum, þá er
hann á mínu valdi“,
Að svo mæltu greip hann trédrumb, kastaði hon-
um á eldinn, svo að gneistarnir flugu í allar áttir, og
spurði stuttaralega, og i hörðum róm: