Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1905, Blaðsíða 4
120 Þ JÓÐVILJINN. XIX., 30 nga haíði legið rúmföst allt síðastl. sumar, en iresstist þó aptur, svo að hún gat verið á fótum um það leyti, er maður hennar andaðist; en eptir lát hans, þyngdi henni brátt aptur, og varð því skammt á milH þeirra hjónanna. — Salóme sál- uga var atgjörfiskona og að mörgu leyti vel gefin. — I síðastl. aprílmánuði andaðist enn fremur að Suðureyri í Súgandafirðs í Vestui'-Isafjarðarsýslu bóndinn Þorbjörn GHssursson, 77 ára að aldri, bróðir Ölafs bónda GHsmrssonar á Osi í Bolungarvík. — Hann var kvæntur Sesselju Magnús- dóttur heitins Arnasonar í Þjóðólfstungu, og lii ir hún mann sinn, ásamt fimm upp komnum börnum þoirra, og eru þauþessi: 1, Gudmundur snikkari á ísafirði, kvænt- ur .Pátinu Ebenezersdóttir, Arnórssonar, 2, J(y>:, ókvæntur, sem lengi hefir verið fyrirvinna hjá föður síuum, á Suður- eyr • 8, SigröTur. gipt Halldóri Friðrikssyni, hús- manni á Suðureyri, 4, Elín, heitmey Friðberts Guðmundssonar, Gnðmundssonar á Suðureyri, og 5, Þómrinn, ókvæntur, á Suðureyri. Þorbjörn sáiugi Gissursson b]ó fjölda mörg ár á hálfri Suðureyri, og var í röð gildari bænda í sveit sinni, enda fyrir- hyggju, og sparnaðarmaður, er lítt samdi sig að nýrri týsku, og eyðslu-brutli, sem of víða á því miður drjúgan þátt í fjár- hagslegu ósjálfstæði manna. Besmsf.aðir 20. júlí 1905. Tíðin heíir að undanförnu verið óvanalega köld, sem án efa stafar af því, að hafísinn er úti fyrir. „Pervie“ kom frá útlöndum 14. þ. m., og með því skipi kom Thor E. Tuliníus stórkaupmaður, til að leita samninga við alþingi, að þvi er snert- ir millilanda- og strandferðir. Meðal farþegja, er komu með „Lauru“ frá út- lönaum, 13. þ. m. voru. Háyfirdómari L. E. Sveinbjörnsson, og frú hans, frú fíryndís Zo'éga, búfræðiskandídat Ralldór Vilhjálmsson, frá Rauð- ará, frú Gyðríður Þorvaldsdóttir, frá ísafirði, stúd- entarnir: Boyi Brynjúlfsson, Guðm. L. Hannes- son og Gunnlaugur Claessen, cand. mag. Arni Þorvaldsson, kaupmaður Sveinn Sigfússon, og margt enskra og þýzkra ferðamanna. — Prá Vestmanna- eyjum kom og héraðslæknir Þorsteinn Jónsson og kaupmennirnir Asg. Sigurðsson og Copeland. „Skálholt“ kom til Reykjavíkur 14. þ. m. norð- an og vestan um land. — Ti'Uuverður hafíshroði kvað vera á Húnaflóa, og út undan Korni á Horn- ströndum, þó að eigi teppti hann ferðir skipsins. — Meðal farþegja, er komu meö skipinu, voru: Kaupmaður P. .7. Thorsteinson, síra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, síra Guðlaugur Guðmunds- son, Skarðsþinga-klerkur, Guðm. stúdent Thor- oddsen, er farið hafði snögga ferð til ísafjarðar með „Vestu“ 1. þ. m., o. fl. f 13. þ. m. andaðist i Reykjavik prestsekkj- an Ragnheiður Pálsdóttir, 85 ára að aldri, fædd 12. júrn 1820, dóttir Páls sáluga prófasts Pálsson- ar í Hörgsdal. — Hún var gipt sira Þorkeli sál- uga Egjólfssyni, er síðast var prestur að Staðar- stað í Snæfellsnessprófastsdæmi (f 1891]. — Með- al hinna rnörgu harna þeirra hjóna, or upp kom- ust, er dr. Jón Þorkelsson, landsskjalavörður, þjóð- kunnastur. Jai'ðarför frú Ragnheiðar sálugu fer fram í Reykjavík í dag. Þýzkt skemmtiskip, er nefnist „Bismarck11 kom til Reykjavíkur 14. þ. m. og með því fjöldi þýzkra ferðamanna, karla og kvenna, alls um 140. — Skipið lagði aptur af stað frá Reykjavík 16. þ. m., og ætlaði til Noregs. Annað þýzkt skcmmtiskip, er „Hamhurg11 nefn- ist, kom til Reykjavikur 19. þ. m., og kvað það vera um 10 þús. smálestir að stærð. „Botnía“ kom til Reykjavíkur, frá Skotiandi 17. þ. m, og með henni 25 forðamenn, enskir og amerískir, er flestir munu ætla til G-eysis og Heklu. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. 2 liMI iil söli Skonnerta 41 ‘/2 tons og kutter 68 tons. Bæði skipin i góðu standi, hafa geng- ið og ganga á fiskveiðar frá Reykjavík. Alinr útbúnaður vandaður. Lágt verð. Ritstj. vísar á seljandann. er aftid den Sedste. PRENTSMIÐJA HJÓÐVIL.JANS. 94 „Hvar er Daníra? Yeit hún ekki, að jeg er hér?“ „Jú; en hún vill ekki koma“. „Neyddu hana þá tii þess“, mælti Marco. „Neyða Daníru? Þú þekkir ekki systur mínau. „Jeg skal kenna henni að lifa, þegar hún er orðin mínu, svaraði Marco. Reiddu þig á það, og láttu hana nú komau. Enda þótt þetta væri ekki bein skipun, hlýddi Stefán Hersovac,því að hann var ungur, og því eigi enn fylli- lega stöðu þeirri vaxinn, er atvikin höfðu sett hann í. Marco og Stefán höfðu alizt upp saman, á heimili I. Obrevic’s er hafði náð syni vinar sins, og frænda, til eín, er faðir hans var dáinn, og hafði Marco jafnan haft ráð fýrir þeim á uppvaxtarárunum. Stefán var því vanur, að láta undan, og hlýða, og gerði það nú, sem fyr Eptir nokkrar mínútur kom Danira. — Hún var í þjóðbúningi, og leyndi sér þó eigi, að yfir henni hvildi allt annar blær, en yfir þarlendu kvennfólki, sem auð- mýktin og undirgefnin, skein út úr. Hún hneigði síg ögn, er hún kom inn, og virtist frernur kuidaleg, og drombin í fasi. „Geturðu, eða viltu tkki heilsa gesti þeiin, er kem- ur til arins bróður þins?u spurði Obrevic, og var harka, og kuldi. í röddinni, enda þótt það dyldist eigi, að ástar þráin bálaði í augum hans. „Hefirðu saknað mín?u spurði hún aptur. „Þú komst hingað, til að ráðgast um eitthvað við Stefán, og fyrir mst handa ykkur var lmgsaðu. „Sama um þaðl“ mælti Obrevic, „Það fer betur á 95 því, að þú sért vingjarnleg við mann, sem þú veizt fyr- ir lÖDgu, að þú ert heitin af bróðir þínumu. „En þú veizt, að jeg viðurkenni ekki þetta loforð“, svaraði Daníra. „Jeg hefi aldrei samsinnt |r víu. „Hjá oss skiptir engu um vilja konunnaru, mæltú Marco drembilega, „Bróðir þinn er höfuð ættar þinnar, og ræður því yfir þér, og getur þröngvað þér til hlýðni — hann, eða jeg“. „Reynið það,u Þetta sagði hún svo stillileg, en þó svo ákveðið að Marco varð fokvondur, og stappaði í gólfið. „Þessa þvermóðsku hefirðu lært í Catara„, mælti Marco, „en hér tjair engin slík heimskau'. „Þér skjátlast“, svaraði Daníra, og skalf' i henni röddin. „Jeg hefst eigi undan, að starfa, sem mér er boðið, en eins krefst eg — að vera frjáls! En það er eg ekki, ef eg bind mig karlmanni, — Og jeg flýði ekki til þess að gjörast þræll, eins og giptu konurnar erm hjá yðuru. Um leið og hún mælti þetta, leit hún hálf-aumkv- unarlega, og hálf-fyrirlitningarlega, á konu bróður síns, er sat á hækjum sínum, við verk sitt, þar á gólfinu. — Hún var tæplega eins göinul, eins og Danira, en var þó orðin bogin af erfiði, er eingöngu hvíldi á hennar herðum. Hún hafði matreitt, fyrir mennina, án þess þeir virt- ust skipta sér neitt af henni, og horfði nú forviða á Daníru, er dirfðist að ávarpa karlmann slíkum orðum, enda bar allt útlit hennar þess augljós merki, að Daníra hafði rétt að mæla, og þess vegna varð Obrevic enn reið- ari, en ella. „Ætlarðuað fara að kenna okkur nýju siði“, mæltii

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.