Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borqist fyrir júnímán- aðarlok. M 32. ÞJÓÐVILJINN. -|= NÍT JÁNDI ÁBÖANGUK. =|===- -*■ -s*>«|== RITSTJÓRI: SKÚLI TEOllODDSES. =|=-*S- Bessastöðum, 5. ÁGÚST. Vppsögn skrifkq, óqild nenia komin sé til útqef- \anda fyrir 30. dag júní• mánadar, oq kaupandi 'samhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir \hlaðið. 19 0 5. Ifna og ildavélar selur Ijristján psorgrímsson. Bœndafundurinn í Reykjavík 1. ágíist 1905. Sögulegur viöburöur. Menn sendir á fund ráðherra. Ráöherrann veitir gallhart afsvar. Bœndur hrópa: „Niður með ráðherrann!“ Það þóttu mikil tiðindi, er fjöldi bænda úr nærsýslunum (Rangái valla-, Árness-, Mýra-, Borgarfjarðar- og Gullbringu- og Kjósar-sýslum) tók að flykkjast til Reykja- víkur 31. júlí síðastl, og morguninn eptir. Það er sjaldgæft, að bændnr leyfi sér að fara i langferðirnar um hásláttinn, jafn dýr, eins og hv„r stundin er þá, og mátti því vita, að nú þætti þeim meira, en minna, liggja við, er þeir fjölmenntu til höfuðstaðarins um þenna mesta annrik- istíma ársins. Það var orð og að sönnu, því að ýms- ir helztu bændur úr nefndum sýslum höfðu mælt sér mót í Reykjavík 1. ágúst, til þess að reyna á þann hátt, að hafa á- hrif á tvö stórrnál — undirskriptarmálið og ritsimamálið —, sem þjóðinni þykir nú mestu varða, að fái happasæl úrslit á þingi. Al!s mættu á fundinum um 230 bænd- ur úr greindum sýslum, langflestir auð- vitað úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, en 30—40 úr Rangárval lasýslu, 20—30 úr Arnessýslu, 20—30 úr Mýrasýslu, og nokkru færri úr Borgarfjarðarsýslu. Bændur, er komnir voru, áttu fyrst fund með sér í Báruhúsinu í Reykjavík 31. júlí að kvöldi, og kusu þá nefnd manna, til að íhuga, hvað vænlegast væri að gera, en síðan héldn bændurnir allir fund á sama stað á ákveðnum fundardegi, 1. á- </i(st kl. 11 f. h., og samþykktu þar í einu hljóði svo látandi ályktanir, eptir nokk- ur ræðuhöld: 1. Bœndafundurinn í Reykjavík skorar al- varlega á alþingi, að afstýra þeim stjórn- arfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar islen/.ku þjoðar stendur af því, að for- sætisráðherra Dana undirskrifi. skipun- unarbref íslandsráðherrans. 2. Bændafundurinn í Reykjavík skorar á alþingi mjög alvarlega að hafna algjör- lega ritsímasamningi þeim, er ráðherra íslands gerði síðastliðið haust við stóra norræna ritsímafólagið. Jafnframt skorar fundurinn á alþingi og stjórn að sinna tilboðum loptskeyta- félaga um loptskeytasamband milli ís- lands og útlanda og innanlands, eða fresta málinu að ððrum kosti, því að skaðlausu, og láta rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Ályktanir þessar samþykkti bænda- fundurinn eigi að eins, að senda alþingi, heldur kaus hann einnig 5 mannasendi- nefnd, til að flytja ráðherranum ályktan- irnar, og beiðast svars hans, og kusu bændur i sendinefndina sinn manninn úr hverju kjördæminu, og hlutu kosningu: 1, Fyrir Rangárvallasýslu: Þórður hrepp- stjóri Guðmundsson, fyr alþm. í Hala. 2, Fyrir Árnessýslu: Vir/fús bóndi Guð- mundsson, í Haga. 3, Fyrir Gulibringu- og Kjósarsýslu: Jens próf. Pálsson, fyr alþm., í Görðum. 4, Fyrir Borgarfjarðarsýslu: Björn bóndi Þorsteinsson í Bæ, og 5, Fyrir Mýrasýslu: Jón oddviti Guð- mundsson á Valbjarnarvöllum; en til vara var kosinn Sir/urður bóndi Guðmundsson i Helli í Rangárvallasýslu, og var hann einn þeirra, er gengu á fund ráðherr- ans, með því að fyrv. alþm. Þórður Guðmundsson hafði tafizt, og gekk því nokkru siðar á fund ráðherrans, en hinir. Enn fremur kaus fundurinn 12 menn úr hverju kjördœminu: Eangárvallasyslu, Arnessyslu ot/ Borgarfjarðarsýslu, til þess að fara á fund alþingismannanna: Magn- úsar Stephensens, sira Eggerts Púlssonar, Hannesar ritstjóra Þorsteinssonar og lectors Þórhalls Bjarnarsonar, tii þess að skora á þá, að fyigja fram átyktunum bœndafund- arins, og fá ákveðin svör þeirra i þvi efni, og skyldi skorað á þá, að leggja niður þing- mennsku, ef þeir hétu eigi fylgi sínu. Kl. 21 /„ e. h. tóku fundarmenn síðan aptur að safnast samaD í Báruhúsinu, með því að ráðherrann hafði lofað, að veita sendinefnd þeirra áheyrn kl. 3 e. h., og gengu bændur síðan í skrúðgöngu, með beztu skipan, frá Báruhúsinu alla leið til stjórnarráðshússins (gamla landshöfðingja- hússins), og var sendinefndin í fararbroddi; en mesti múgur, og margmenni, fylgdi. Bændur námu staðar við lækjarbrúna á Lækjartorgi, og biðu þar, meðan er sendinefndin gekk á fund ráðherrans, og sungu þá ýms ættjarðarkvæði; en svo var manngrúinn þar mikill saman kom- inn. að ekki að eins Lækjartorgið, og nokkur hluti Austurstrætis, var kolsvart af fólki, heldur og Bankastrætið, alla leið upp á móts við stjómarráðshúsið, og biðu nú allir svars ráðherrans, með mjög mik- illi eptirvæntingu, euda þótt fáir hafi að likindum vænzt þess, að svarið yrði, sem bændur kusu. Sendinetndin var tæpan hálf-tíma á tali við ráðherrann, og hafði prófastur Jens Pálsson orð fyrir nefndarmönnum, afhenti honum ályktanir bændafundarins, og beiddist svars' ráðherrans. — En er sendinefndin kom aptur, og það vitnaðist, að ráðherrann hafði veitt öllurn kröfum bœndafundarins gali-hart afsvar, var aptur og aptur kallað: „Niður með þá stjórn, er eigi vill hlýðnast vilja þjóðarinnar! Niður með ráðherrann!u, og tóku bænd- ur, og mannfjöldinn, undir það, með húrra- hrópum. Síðan gengu bændur, og mannfjöldinn, til Austurvallar, og skýrði prófastur Jens Pálsson þar, með nokkrum orðum, frá svari ráðherrans, og bað meðnefndarmenn sína, er stóðu þar hjá honum, að taka þegar fram í, ef ekki væri rétt skýrt frá. Kvað hann ráðherrann hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni, að sjálfstæði landsins staf- aði engin hætta af því, þó að danski forsætisráðherrann skrifaði undir skipun- arbréf Islandsráðherra(!), og að því er til ritsímamálsÍDs kæmi, væri sæ- og land- síminn, er gert væri ráð fyrir i ritsima- samninginum, tryggasta og ódýrasta hrað- skeytasambandið, er hægt væri að fá(!) Málið hefði verið skýrt meira frá annari hliðinni, og þráðlausu hraðskeytasambandi haldið meira fram. Enn fremur tók ráð- herrann þvert fyrir frestun málsins, taldi það málinu til óbætanlegs tjóns, og kvaðst eigi finna neina ástæðu til þess, að láta rjúfa þing, og efna til nýrra kosninga. En er prófastur Jens Pálsson hafði lok- ið máli sínu, gullu aptur við ópin: „Nið - ur með þá stjórn, er eigi vill hlýðnast viþa þjóðarinnar! Niður með ráðherrann !u, og svaraði mannfjöldinn í hvert skipti með húrra-hrópum. — Horn voru og blás- in þar á Ansturvelli. og aptur og aptur leik- inn, og sunginn „Islendingabragur“ o. fI., og lýsti gremja manna sér mjög eindreg- ið gegn stjórninni. — Nokkrar ræður voru og haldnar, og hvöttu menn hverir aðra til bróðurlegrar samvinnu, til þess að hrinda af sér okinu á löglegan hátt, er færi gæfist- — En eptir þetta gengu fund- armenn brott, og hafði þetta allt farið fram með aðdáanlegri prúðmennsku og stillingu, og bændunum til mesta sóma. Seinna um daginn gengu 12 manna sendinefndirnar, sem að framan er getið, á fund þingmannanna, er hverri nefnd- inui um sig hafði verið falið að tala við, og var svo til hagað, að i hverri nefnd væru að eins bændur úr kjördæmi þess þingmanns er nefndin átti að tala við. -- Einn þingmannanna synjaði þó nefnd- inni viðtals, þóttist ekkert liafa við hana að tala(!), og var það Magnús gamli Step- hensen. — Svör „Þjóðólfs“-mannsins, og sira Ey/erts Palssonar, höfðu og. sem vænta

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.