Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Blaðsíða 4
128 JÞjóbviljinn. XIX., 32. scm og síra Þórhallur, og enn fremnr Magnús Kristjánsson; en hinir fylgdust allir i hóp, eins og ráðherrann, og æst- ustu stjórnarliðar, vildu vera láta. Frá útlöndum hafa borizt þau tíð- indi, að Ramstedt ráðaneytið í Svíþjóð hef- ir beðizt lausnar, þar sem nefnd sú, er fjallaði um ríkja-skilnaðinn, hefir lagt það til, að Norðmönnum séu settir ýmsir skil- málar, sem þeir fráleitt geta gengið að, svo sem að kastalar séu engir á landa- mærum Noregs og Svíþjóðar, og að leit- að verði atkvæða norsku þjóðarinnar um skilnaðinn, og málið síðan borið að nýju undir samþykki Svía. Enn fremur vill nefndin, að Sviar hafi 100 rnilj. króna á reiðum höndum, til þess að vera við öllu búnir. — — — 21. júlí siðastl. var Tyrkja-soldáni veitt banatilræði, er hann kom frá bænagerð. — Tuttugu menn biðu baná, og um 30 meiddust, en soldáninn særði sprengikúl- an ails ekki. Að öðru leyti tíðindafátt frá.útlöndum. Yeitt læknishérað. Cand. tned. Halldór Gunnlögsson er skipaður læknir í Hornafjarðar-læknishéraði. Oþurrkar nyrðra. í Eyjafirði, og víðar á Norðurlandi, var 24. júlí síðastl. lítið, eða ekkert, hirt af töðu, sakir stöðugra óþurrka. Mislingar. A gufuskipinu „Tryggvi kongur“, sýktist telpa á 3. ári, er kom frá Noregi, af mislingum, skömmu áður en skipið hafnaði sig í Reykjavík 31. júlí .siðastl. Telpan, og raóðir hennar, voru fluttar á sótt- varnarhúsið i Reykjavík, og aðrir farþegjar, er eigi höfðu haft mislinga, voru sóttkvíaðir á gamla spitalanum i Reykjavík. Bessastaðir 5. ágúst 1905. Tíðin afar-köld siðustu dagana, sifelldir norð- an-kalzar- en þurrkar góðir, og var þeirra sízt vanþörf. Þýzkt herskip kom til Reykjavíkur 3. þ. m., og voru á þvi 500 manna, þar á meðal mesti fjöldi liðsforingjaefna. — Áformað er, að skipið fari til Spánar 8. þ. m. Strandbáturinn „Hólar“ kom 3. þ. m. til Reykja- vikur, austan og sunnan um land. — Með skip- inu var fjöldi farþegja, þar á meðal: bæjarfógeti Halldór Daníelsson, og frú hans, Jón prófastur Jónsson í Stafafelli, prestsfrú Ingunn Loptsdóttir, læknisfrú Ragnheiður Thorlacíus, sira Pétur Þor- steinsson i Eydölum, og kona hans, verzlunar- stjóri Gunnar Óla/sson í Vík, og frú hans, .70- hnnna Egþórsdóttir, Gísli kaupm. Johnsen frá Vestmannaeyjum o. fl. „Botnía“ kom frá Leith 2. ág., og með henni 29 ferðamenn, útlendir. „Tryggvi kongur“, skip Thore-félagsins kom frá útlöndum 31 f. m. — Meðal farþegja var Halldór læknir Gunnlögsson, og frú hans, ungfrú Dagmar Bjarnarson frá París, stud. jur. Sveinn Bjórnsson, frú Östlund, járnsmiður Sig. Jónsson, ungfrú Leop. Danídsson (bæjarfógetaj o. fl. o. fl. 2. ágúst kom gufuskipið „Modesta11 fráLeit'h, fermt ýmis konar vörum, er „Tryggvi kongur“ eigi hafði getað rúmað. Þjóðhátíðarminningu héldu Reykvikingar 2. ágúst, á Landakotstúninu. 'l'WTH';i"l"H l!l 11 n I I ITM 111 i'l 11 n 1111 i!i 11) i ‘'i1111111'111ii 11'l ll'l Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. TH e: North British Ropework C2L Kirkcaldy Contractors to H. M. Governraent búa til rússneskar og italskar fískilínur og focri, Manila, Coees og táörukaðal, allt úr bezta efni, og sérlega vandað. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim,- sem þér verzlið við, þvi þá fáið þér það, sem l»ezt er. er aCtid óen Beóste. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVIL.JANS. 102 mins, sem iiggur í sárum, og ætlar má ske að biðja mig að sýna sér síðasta greiða? En Ijúfast hefði mér verið, að fara eina, og stofna engum öðrum í hættu“. „Mig vilduð þér ekki hafa með yður", mælti JörgeD. „En fyrst þér viljið fyrir hvern mun leggja líf yðar í hættu, vildi eg þó heldur fylgjast með yður. — Annars er strákurinn, sem kom með skilaboðin, horfinn, eins og jörðin hafi gleypt hann. — Engu likara, en hver kjaptur fáist hér við töfrabrögðu. „Erengurinn hljóp á undan, til þess að tilkynna komu vora“, mælti Gerald, sem alls eigi virtist óttast, að hætta væri á ferðum. „En því miður gleymdi hann að segja okkkur, bvar Sslder lægi, svo að við verðum sjálf- ir, að grennslast epíir því, og þykir mér sennilegast. að hann liggi i stóra húsinu, sem þú sérð þarna, og ætla eg þvi að spyrjast þar fyrst fyrir1". -Q-uði sé lof, að hér getur maður þó dregið and- annL, mælti Jörgen. er þeir voru komnir í skjól, niður íyrir kletta-beltið. „Og þetta kalla þeir ekki ofviðri hérna! Jeg víldi óska, að það kæmi sunnanveður, sem sópaði þeim öllum til hins neðsta og versta, svo að við kæm- umst aptur heim tii Tyrolsu. Qerald kom nú að húsinu, og lagði þaðan út ofur- iitla ljósglætu, þó að hlerar væru fyrir gluggunum. Sakir stormsins heyrðist ekki, er þeir koinu að hús- inu, og þar sem engu var svarað, er Gierald barði að dyr- um, hratt hann upp hurðinni, og gekk inn. Búlið, er logaði á arininum, kastaði skærri ljósbirtu á þá, er inn kom, en gerði þeim á hinn bóginn slíka ofbirtu í augun, að þeir gátu í fyrstu eigi greint það, 103 sem umhverfis þá var, og sáu bví heldur eigi stúlkuna, er kraup við vegginn. Daníra hrökk við, og ætlaði að standa upp, en gat það ekki. — Það var engu líkara, en að hugsanir henn- ar hefðu íklæðzt holdi og blóði. En er Gerald kom nær, sá hún, að þetta var engim ímyndun, og kaliaði því ósjálfrátt upp: „G-erald!u _Daníra!u var svarað svo aiar-glaðlega, að Jörgen, sem kom inn á eptir Gerald, hraðaði ser til lians, til að vernda liann, og pískraði um leið, í hálfum hljóðum: „Hjálpi oss allt, sem heilagt er! — Það er hún — galdranornin!u Það varð nú nokkur þögn, unz Daníra reyndi, að koms tilfinningum sinnm í jafnvægi, þótt örðugt veitti. „Steinach liðsforingi! Jog hugsaði —jeg hélt ekki, að jeg ætti þnð eptir, að sjá yður“. „Jeg hafði heldur engan grun um það, að þér vær- uð í þessu húsiu, mælti Gerald, sem minntist nú þess, að Jörgen var viðstaddur, svo að hann varð að lata svo,. sem sér væri í engu brugðið. Hann sneri sér siðan, að Jörgen, og mælti ofur- stillilega: „Viltu ekki bíða fyrir utan, unz eg kalla á þig? Það er betra fyrir mig, að fá að vita það, sem mér er forvitni, ef við ernm tvö, ungfrúin og jeg“. Jörgen vissi vel, að konum bar að hlýða liðsfor- ingjanum tafarlaust, og það vai hann einnig vanur að gera, en þar sem hann taldi liðsforingjanu að þessu sinni vera töfraðan, eða heillaðaD, svo að hann vissi ekki hvað

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.