Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1905, Page 2
126
jÞjÓB VLJIINN.
XIX.. 32.
mátti, að eins verið ben/mál þess, er ráð-
herrann sagði, og báðir tjáð sig ófúsa^
að leggja niður þingmennskuna.
Það sér á, að nú eru ekki kosningar
í nánd, svo að nú þarf ekki loforðin, og
f agurmæ’.in(!) — En vari þeir sig, piltarn-
ir, þvi að óvist er, að bændur gleymi
þessum undirtektum þeirra.
Þingmaður Borgfirðinga, lector Þór-
hallur Bjarnarson, hafði á hinn bóginn
tekið sendinefndinni liðlega, sem honum
er lagið, og talað mjog líklega um það,
að hann myndi starfa að því, að málinu
yrði frestað, og eigi útkljáð á þessu þingi,
en þó eigi gefið ákveðið loforð í þvi efni.
— A hinn bóginn tjáði hann sig fúsan
til þess, að leggja niður þingmennsku, ef
meiri hluti kjósanda hans æskti þess.
Um kvöldið 1. ágúst komu menn sam-
an í Báruhúsinu, til þess að kveðja bænd-
ur, og mættu þar þingmenn framsóknar-
flokksins, og fjöldi þjóðræðismanna úr
Reykjavík. — Voru þar ræðuhöld mjög
fjörug, söngur og lúðraþytur, og skemmtu*
menn sér mæta vei, endaþótt djúp, poli
tisk alvara hvíldi yfir samkomunni, og
öllum væri ijóst, að nú ba>ri hverjum
manni að gera skyldu sína, svo að stjórn-
in sæi, að hún er eigi til þoss skipuð að
lítilsvirða vilja þjóðarinnar. — Mæltu það
og margir, að einu gilti, þó að stjórnin
sæi, að jafn vel „golu-þyturinn“ getur
stundum orðið að stormi.
Skilnaðarsamkvæmið endaði með því,
að héraðslæknir Þórður Pálsson söng mjög
snilldarlega, sem honuna er lagið, kvæðið
„Þú ert móðir vor kær“, eptir Þorst. Er-
lingsson.
Daginn eptir fylgdi fjöldi manna bænd-
um á leið, er þeir riðu heimleiðis.
Það bregst ekki, að atburðir þessir
verða lengi í minnum hafðir, því þeir
eru vottur þess, að þjóðin er vöknuð, og
lætur því eigi ómótmælt, er landsréttind-
in eru fótum troðin, og vilji þjóðarinnar
vettugi virtur.
. ............•
iustmannafull.
Hingað runnir
austan um unnir
ofar dynföldum
á djúpsöldum
skálmahijómar
og skjaldaómar
gjalla við eyra,
gott er að heyra.
Fylgjast þar allir
Austmenn snjallir,
róm sinn hefja
og réttar krefja,
enginn þar vikur,
enginn svíkur;
þar í landi
er líf og andi.
Yiljans stáli
og styrku máii
all-opt vörðu
þeir ættarjörðu.
Erlenda valdið
þó enn iét haldið
ögrunar brandi
yfir landi.
En harðstjórn kveldar
og hugans eidar
báii brenna
og bændur kenna
vald ættþjóðar
og vættir góðar
styðja afl andar
og átak handar.
Nú er svefn þorrinn
sifþjóð vorri
stælist armur
en ólgar barmur;
hlæja mun hugur,
en hvessast dugur,
ef fjendur brandi
fara landið.
Biti þeim vigur
og veiti sigur,
og frelsið góða
fremstri þjóða.
A afl og hreysti
hugur treysti
og andargull.
Svo er Austmannafull.
Bjarni Jónsson.
(frá Vogi).
fréttir frd alþingi.
-- ofþo-
Stofnun peninga-lotterís á Islandi.
Þingmaður Suður-Þingeyinga, hr. Pét-
ur Jónsson á Gautlöndurn, ber fram frv.
þess efnis í neðri deild, að veita ráðherr-
anum heimild til þess, að gefa einkaleyfi
til stofnunar íslenzks peninga-lotteris, og
má tala hlutanna vera allt að 5 þús., og
auk þeirra 8B0 til vara (allt, heilir hlutir),
og mega drættir fara fram 6 sinnum á
ári. — Iðgjaldið fyrir hvern heilan hlut
er 60 kr., en selja má einnig hálfa hluti,
‘ fjórðu parta, og áttundu parta.
Yinningarnir skuiu nema 75^ af upp-
■ hæð þeirri, er greiðist fyrir alla áður
j nefnda 5 þús, hluti; en leyfishafi greiðir
j landssjóði 8% af andvirði hluta þeirra,
j er seljast fyrir hvern drátt.
! !Laun hreppstjóra.
; Stef. Stefánsson, þm. Skagf., o. fl. bera
j fram frv. í neðri deild þess efnis, að laun
j hreppstjóra skuli vera 1 kr. fyrir hvern
j innanhreppsmann, er býr á 5 hndr. úr
j jörðu, eða rneira, og sömuleiðis 1 kr. fyr-
j ir hvern mann i hreppnum, er á haust-
j þingi telur fram eigi minna, en lausa-
j fjárhundrað. — Laun hreppstjóra moga
j þó aldrei vera minni, en 50 kr.
Enn fremur haldi hreppstjórar óskipt-
um uppboðslaunum, ef þau eru ekki hærri,
en 16 kr; en það, sem um fram er, renn-
ur í landssjóð.
Verzlunarstaður að Skildinganesi.
Frv. um löggilding verzlunarstaðar að
Skildinganesi við Skerjafjörð bera þeir
Ág. Fiygenring og Jón Ól. fram í efri
deild.
Sölutollar á bitterum o. fl.
Fimm þingmenn í efri deild (Jón Ól.
o. fl.) bera fram frv. þess efnis, að af
„öllum bitterum, og patentlyfjum, i giös-
um, flöskum, öskjum, eða því líkum í-
látumu skuli greiða sölutoll: I kr. af
hverjum pela, eða broti úr pela, eða jafn
stóru rúmi, og greiðist sölutcllurinn á
þann hátt, að tollheimtumaður lími toll-
frímerki á ílátið.
Beitutekju-frumvarpið.
Efri deild hefir eigi viljað samþykkja,
að beita sé tekin í netlögum (60 faðmar
á sjó, út frá stórstraums fjörumáii), nema
ábúandi jarðar leyfi. — Á hinn bóginn
skal öllum, er heimild hafa tii fiskiveiða
í landhelgi, heimilt, að setja á land skel-
fisksbeituverkfæri, og farvið af skipi, ef
taka skal beitu utan netlaga; en gjalda
skal þá 1 kr. gjald fyrir sólarhringinn.
Ekki kaupstaðarróttindi.
Nefnd sú, er neðri deild alþingis kaus,
til þess að íhuga frv. um bæjarstjórn í
Hafnarfirði, vili fella frumvarpið, t-elur
þörf hinna stærri kauptfma til meiri sjálf-
stæðis i sveitamálum nægilega borgið, er
þau fái rétt til þess, að verða sérstök sveit-
arfélög, eins og gert er ráð fyrir i 4. gr.
sveitarstjórnarlagafrumvarpsins, er alþingi
hefir nú til meðferðar, og geti enn frem-
ur gert heilbrigðissamþykktir, byggingar-
og lögreglusamþykktir, og fái einnig um-
ráð yfir vegafé sínu, og vegamálum, eins
og frv., er alþingi nú hefir til meðferðar,
gera ráð fyrir,
Útflutningsgjalds-lögin.
Lögum, er gilda um útflutningsgjald
af sjávarafurðum, vilja Magn. Kristjánsson
og Guðl. Guðm. safna í eina heild, og
breyta þeim jafn framt á þá leið, að „gjald-
ið greiðist einnig, er sjávarafurðir eru
fluttar úr veiðiskipum, eða bátum, í flutn-
ingaskip, sem liggur í landhelgi, og ætl-
ar að flytja þær til útlanda“, og sömu-
leiðis, er „veiðiskip flytja afla sinn sjálf
til útlanda, ef þau koma með hann í höfn
hér á landi, og eru afgreidd þaðanu.
Breytingin miðar einkum til þess, að
ná útflutningsgjaldi af síldveiði Norð-
manna.
Tollgeym8la og tollgreiðslufrestur.
Frv. þess efnis, að kaupmaður geti feng-
ið tollgreiðslufrest, ef hann leggur til hús,
eða herbergi, er toilheimtumanni þykir
full-tryggilega útbúið, og hann innsiglar,
flytja þeir Jón Ó1. og Ag. Flygenring í
efri deild.
Bygging opinberra bygginga.
Nefnd sú, er neðri deiid alþingis kaus,
til þess að íhuga frv. stjómarinnar um
stofnun byggingarsjóðs, og byggingu op-
inberra bygginga, fellst á þá tillögu stjórn-
arinnar, að selja Amarhólslóðina, ogtjáir
sig einnig samþykka sölu (>rfi riseyjar, og
vill leggja andvirðið í sjóð.