Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1905, Qupperneq 2
T54
Þ: ó &
XIX.. 3?.
ielenzkt vaeri ósamboðið siðuðu fóiki, og
þvi bæri Islendingum að leggja af sér
nllan sinn islenzka ham, þegar þær kæinu
til Danmerkur eða á önnur siðuð lönd.
Danir fundu því ekki að búningnum
af þvi hann væri ljótur eða færi ílla, held-
ur af því einu að hann var íslenzkur og
sæmdi því að eins mönnum á lægra stigi,
því mennirnir voru þá svo smekklitlir,
að þeir gátu ekki sóð að þetta var fag-
urt jafnvel þó það væri frá skrælingjum,
beldur stara þeir á það eitt, að þeir halda
að það sé frá hálfviltri þjóð og þá var
það óhafandi.
Dönum var að því leyti vorkunn. að
við höfum sjálfir styrkt þá hvað mest í
þessari trú á okkur, þar sem við höfum
opt verið svo lítilsigldir og istöðulausir
að roðna og fyrirverða okkur fyrir margt,
sem íslenzkt var og gott undir eins og
Dönum varð á að lita hornauga til þess.
þó það gerðu, ef til vill, alls ómenntaðir
jnenn, smekkiitlir og lítilsverðir*.
Það er í rauninni alls ekki láandi. þó
Danir fengi litið álit á menningu okkar
hafi þeir séð, að hún lá svo laust utan
á fólkinu, að ekki þurfti annað en benda
á buxur karlmannanna og brosa að húf-
um kvennfóiksins til þess, að okkur fynd-
ist minnkun að hafa þett.a utan á okkur.
Ef einhver útlendingur andaði dálít’.ð hvat-
skeytlega á Islenzkuna okkar, þá fauk
allt, húfan og buxurnar.
*) Mér er alls ekkí grunlaust um, að þessi
hafi einmitt verið cin af orsökunum til þoss, að af-
ar okkar lögðu niður á fyrra hlut síðustu aldar
sínar fallegu og hentugu stutthuxur og tóku upp
þessa ófögru langhrók. sem gerir allt jafnboÞ
og fótleggina jafn digra lærunum.
Ekki gátu þeir gert þetta til að spara efnið
og skítsælli eru skálmarnar að neðan. Það er
allt óhentugt sem vandhæfi er á, og á skálmun-
um eru einmitt töluverð vandhæfi. Opt eru
skálmar snúnar, og er ljótt; og séu þær of síð-
ar, þá hrukka þær á leggnum eða við rístina,
og ei þá líkast sem spíta sé innan í en ekki fót-
ur, en aptur á móti fer fátt eins illa með svip
karlmanna á velli eins og það, ef hann streng-
ir hrækurnar svo upp eða skálmarnar eru svo
stuttar, að slettast um öklann eða legginn
Því hefir að minnsta kosti ráðið eitthva 5 rmn-
að en fegurðartilfinningin þegar skipt var á stutt-
buxanum fyrir löngu hólkana Þegar þeir voru
orðnir hátíðska erlendis, þá þarf ekki neitt sér-
legt hugmyndaflug til að hugsa sér, að lærðu
yngismennirnir hali roðnað á stuttbuxunum ís-
lenzku þegar þeir komu til Danmerkur eða há-
skólanse ða heldri mennirnir og snyrtimennin þeg-
ar þau komu í kaupstaðinn og sáu þar Dansk- |
inn allann jafnbolan, en þeir sjálfir með gömlu j
lagi og íslenzku, og fór þá fyrir þeim „sigldu11 í
eins og fyrir kvennfólkinu „siglda11 að þeir „höfðu j
vanið sig við útlenda húninginn11 og gátu svo ekki j
verið að fara i hinn aptur.
Færeyingar fyrirverða sig enn þá flestir treynd-
ar ekki allir) fyrir að ganga á stutthuxum sín-
um um Hafnar götur og þó fer búningurinn þeim
mætavel þegar hann er vandaður og huxurnar
hæfilega viðar. Þegar nú Færeyingar 'tiafa reynzt
svo tryggir þjóðháttum sínum og húningi að
þeir bera hann enn þá nær allir saman og telja
það heiður sinn sem rétt er, og eru þó ekki upp-
burðameiri en þetta við Dani, þá er ekki líklegt
nð við höfum verið sterkir á svellinu, sem minni
áttum tryggðir við þjóðbúning okkar enþeirvið
sinn. Skotthúfu karlmannanna syrgi jeg þar á
móti ekki; hún er óhentug og ljót, ef hái er snoð-
klippt eða skellt af um eyru.
v;;.j:n n.
V.
•Jeg hef vikið á þetta til vara, ef eitt-
hvað kynni að vera satt í þvi, að kvenn-
fólk hafi haft óþægindi eða óvirðingu af
búningi sínurn i Danmörku, en mér þyk-
ir alveg eins sennilegt að þessi óþægindi
hafi að eins verið til í ímyndun þess
sjálfs eða þá annara kvenna heima, sem
hafa haldið, að það „ætti ekki viðu eða
væri „of almúgalegt“ að vera á íslenzkum
búningi erlendis eða í mannahóp; það hef
jeg bæði hlýtt á sjálfur og séð skrifað í
bréfum og verið spurður um optar en
einu sinni.
En sennilegast þykir mér að þessi ó-
þægindi af Dana hendi sé ekkert annað
en fyrirsláttur, og þær taki upp útlenda
búninginn og beri hann eptir að heim er
komið af þvi einu að þeim þykir hann
„fínni“, tilbreytinga meiri og _dömulegria
eins og „Kvennablaðið“ líklega myndi
orða það, og þær noti svo utanförina eins
og eins konar afsökun við sjálfar sig og
aðra, til þess að dylja eða breiða yfir hina
sönnu ástæðu, af því þær grunar að sú
ástæða verði kölluð hégómaskapur og
skortur á menntun og sjálfsvirðingu.
VI
Jeg er þess þó fullvís að utanförin ein,
eða skömm dvöl erlendis, hefir aldrei ver-
ið eina orsökin, og jafnvel ekki aðalor-
sökin til þess, að konur skiptu um bún-
ing. Hinar sönnu orsakir til þess eru
allt aðrar og verður síðar getið. Hitt er
í alla staði eðlilegt, að þeim sem lang-
vistum eru utanlands sé mjög óhægt og
jafnvel ókleift, að halda íslenzka búningn-
j um og er í rauninni tilgangslaust að streit-
ast við það þá, nema ef svo stæði á, að
þær af einhverjum ástæðum vildu taka
I sig út úr til þess að sýna, að þær væri
j íslenzkar, og er slík nauðsyn þó tæplega
j hugsanleg.
Þjóðemi okkar getur það naumast
! nokkurs staðar orðið að liði, ekk' einu
j sinni i Ameríku. þó konur héldi þar bún-
i ingi sínum.* Framh.
^pjcg almenna ódnxgju, út af
*) Þó landar okkar í Vesturheimi verji öll-
um kröftum með ritum og félögum til þess að
; halda þar við þjóðerni sínu, þá er oss nú flest-
um ljóst, eins og þeim er mörgum sjálfum, að
Iíf þjóðernis vors þar er ekkert annað, en von-
laust dauðastríð. Síðan menn hættu að hyggja
vonir sínar á sérstakri nýlendu er nú vízt öll-
um sýnilegt, að hver íslendingur undirskrifar
dauðadóm þjóðernisins þá stund, sem hann stig-
ur á land i Vesturheimi. sem útflytjandi, bæði
fyrir niðja sína og eins fyrir sjálfan sig, nema
hann hafi markað sér hér spor áður en hann fór
eða komi aptur til að marka það, nerna hann
hafi afl á að tengja sig þvi bandi við þjóð og
þjóöerni, eem tími og fjarlægð vinni ekki á eina
og Stefán G. Stetánsson hefir gert.
Jeg veit að fjöldi manna vestra, einkum eldri
kynslóðin, elskar ísland og þráir þaðstöðugtog
ann íslenzku þjóíerni meira en margur, sem heima
situr, en Islandi getur það ekki orðið til fram-
búðar, því þeir hafa engin tök á að verða þjóð-
erni sínu og okkar að liði, því þó ísland hafi
verið og sé enn látið ala þjóðernið þar vestra á
blóði sínu, eða halda í þvi Jífinu, þá er það frest-
ur en ekki bati, því allt ér kulnað út undir eins
og lánast að létta blóðtökönni \ „gamla landinu11,
þar sem við vitum, að nllt hverfur í þriðja og
jafnvel strax í annan lið eins og dreifð korn
ofan í þennan marghærða þjóðavelling.
ýmsum gjörðum stjórnarliðsins á alþingi,
er nú að frétta úr flestum kjördæmum
landsins, og gremjast mönnum sérstak-
lega úrslitin í ritsímamálinu, þvert ofan
í mjög eindreginn vilja þjóðarinnar.
Margir fara og mjög hörðum orðum
um gunguhátt stjórnarliða í „undirskrift-
armálinu“, og telja það hátterni pnhthka
dauða-synd flokksins; en þetta mál láta
þó færri til sín taka, en ritsímamálið, sem
beinlínis ræðst á buddu hvers einstakl-
ings, og er það að vísu skiljanlegt, þegar
þess er gætt, hve gjaldþol alls fjöldans
er lítið, og baráttan fyrir lifinu örðug.
Alls staðar heyrist því sama viðkvæð-
ið, að nú sé of langt til kosninganna, til
að hreinsa til á þinginu.
En það er ekkert hæít við því, að ráð-
herrann rjúfi þing, og stofni til nýrra
þingkosninga, fyr en hann er neyddur
til þess.
Hann veit, sem er, að hann getur al-
drei fengið þingið skipað betur að sína
skapi, en nú er.
Og að því er vilja þjóðarinnar snertir,
heldur hann naumast vöku fyrir ráðherr-
anum.
Það hefir þegar sézt.
Frá Isafirði
er „Þjóðv.11 ritað 15. sept. siðastl.: „Sumarið
óvanalega kalt, og stormasamt, og því miður hafa
þær vonir manna. að hauslið yrði skát-ra, enn
ekki viljað rætast. — 4. þ. m. gerði ákaft norð-
an veður, er stóð í nær viku, með all-miklum
kuldum, og fönn til fjalla. — Yeður þetta seink-
aði mjög ferðum „Lauru11, er eigi treystist fyrir
Hornbjarg, og lá því 3—4 daga á Aðalvik, unz
veðrinu tók að slota, — Á stöku bæjum misstu
bændur nokkur hey í veðrinu, cg var það mönn-
um því bagalegra þar sem heyfengurinn er víð-
ast í minna lagi, sakir íllrar sprettu. — Nýt'ng
heyja hefit' á hinn bóginn gengið nokkurn veg-
inn, þrátt fyrir töluverða óþurrka.
Sumar-róðrar hafa yfirleitt orðið fremur arð-
litlir við Djúp, sakir ótiðar, og einnig sakir þess
að síld hefir verið lítil, og stopul. — Stðku mó-
torbátar, er langt hafa sótt; hafa þó náð nokkr-
um afla, enda fer þeim bátum sí-fjölgandi hér
við Djúp, þó að þeir þyki eigi hafa reynzt vel
að vetrinum. — Afla-horfur fremur slæmar, að
því er komandi vetur snertir, þar sem alnienn-
ingut- má heita beitulaus, og margar fjölskyidur
munu því miður byrja veturinn með litlar, eða
engar birgðir, sakir afla-tregðunnar i fvrra vetur.
Verkafólk hér í kaupstaðnum hefir haft frem-
ut- góða atvinnu í sumar, og trésmiðirnir sjá
ekki út úr störfum sínum, sakir húsabygging-
anna—Meðal annars eritnú Good-Templara stúk-
urnar hér á Isafirði að láta reisa stórhýsi, sem
sagt er, að kosta muni að minnsta kosti um 16
þús. króna11.
Vcrðlag á Vesturlandi.
Verðlag á íslenzkum varningi á Vesturlandi,
var í sumarkauptíðinni, sem hér segir:
Málfiskur Dr. 1............70 kr. sk«í.
— — — 2.............48 — —
— — — 3................35— —
Smáfiskur nr. 1............60 — —
— — — 2.............40 — —
| Langa — 1.............60 — —
— — — 2............40 — —
— — — 3 ....... 25 — —
ísa — 1.....50 — —
— 2 ............35 — —
Upsi ....................25 — —
Keila .................. . 25 — —