Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1905, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1905, Qupperneq 4
156 Þjcbvljiinn. XIX., 39 sbr. 31. nr. „í>jóðv.u þ. á. —1- Helga sál~ nga var dugnaðar- og myndar kona, og vel metinn af þeim, er henni kynntust. — Hún andaðist eptir freklega viku legu, en hafði áður verið lasin nokkra daga. Bessastaðir 25. gept. 1905. Veðrátta afar rosasöm og köld. Skipakomur. „Kong Tryggve11 kom til Reykja- víkur frá útlöndum 18. þ. m. Meðal farþegja með honum voru: Steingrímur læknir Matthíasson og systir hans. frú Ingibj. Johnsen, kaþ. prestur Servaes, 1 nunna og m. fJ. „Skálholt kom að vestan til R.vikur 20. þ. m. með því var fjöldi fólks. Skiptapi. Það stórslys viJdi [til 16.|þ. m. að 11 manns drukknuðu á heimleið til 'Akraness frá Reykjavík. Af þeim voru flmrn systkini,“hörn HeJga bónda Guðmundssonar á Kringlu á Akranesi: Jón 32 ára, giptur Jætur eptir sig ekkju og 3 hörn. Helgi 26 ára, giptur. Gunnar 23 ára. Yalgerður 21 árs. Ólafur 19 ára. sömuleiðis voru þar á þrír bræður: ”” Jóhann 23 ára. Björn 20 ára Ingvar 16 ára. Voru þeir synir Björns Jóhannssouar á Innsta- vegi, og áttu þar allir heimili. Enn íremur Guðmundur Pétarsson 38 ára ó- kvæntur nf Akranesi. Arndís Kristjánsdóttir, um tvítugt, af Akran. Bjarni Ivarsson Helgasonar verzslunarmanns 19 ára, hann var úr Reykjavik, og var sem farþegi á bátnum, hinir höfðu allir verið á frskiskútum og voru á leið heim til sin. Dáinn er Hákon bóndi Eyjólfsson i Stafnesi, á sjötugs aldri, efna bóndi og merkismaður hinn mesti. ii iMU' i winuiii' n i i.i 1.11:1, itiHU n 11 iim i'i mm ititw—wn ilþí^RA 1. Sept. d. A. paatager Underteg- nede sig at kebe alle udenlanske Varer og sælge islandske og færoiske Produkter for de Handlende paa Island og Pæro- erne. Rimelige Betingelser. Hurtig Ex- pedition. Reel Behandling. Bedste og billigste Forbindelser i Ind- og Udland i alle Brancher. Prima Referencer. Chr. Fr. Níelsen. Holbergsgade 16. Kjobenhavn. Telegramadr.: Fjalllionan. Hjá Sigurði Erlendssyni Laugaveg 26. Reykjav. eru til sölu ýmsar bækur, svo sem: „Maður og konau „Piltur og stúlkau „Oddur lögmaður Sigurðssonu „Númarímuru „Víglundarrímnru „Sögusöfn Þjóðviljans“ „Quo vadisu og margar fl. Á ferðum mínum hefi eg opt íengið á- kaft kvef. og slím fyrir brjóstið, en þekki | ekkert meðal, er hefir hjálpað mér eins vel, eins og Kína-lífs-elexir hr. Valdemars Petersen’s. Neapel 10. des. 1904. M. Giglí, Kommandör. Biðjið beinum orðum um egtá Kiaa- lífs-elexír Valdemars Petersen’s. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. G-ætið yðar gegn eptirlíkingum. ur aftió óen Beóste. PRKNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS. 13C búið var, að hann myndi naumast halda því strikinu til lengdar, slíkur ákafa- og ofsa-maður sem hann var. Það var auðsætt, að Krívossingar voru orðnir ósátt- ir. þvi að háreystin var æ meiri og meiri, og var hávað- inn mestur í Marco. Stefán Hersovac reyndi auðsjáanlega að stilla til friðar. „Látið hann sjálfráðan !u mælti hann. „Hann fram- kvæmir ekki hótun sina! Er það ekki satt, Marco? Þú traðkar ekki friðhelgi Wílaquell’s? „Þessir tveir, sem í gjánni eru“, mælti hann enn fremnr „sleppa ekki, en vér verðum að bíöa, unz —“ „Bíóa!“ greip Marco fram í, og skalf í honum rödd- in. _Höfum ver eigi þegnr beðið, siðan um miðnætti? Þó að það sé fjandinn sjálfur, sem hefir skýrt þeim f:á friðhelgi staðarins, þá er það víst, að þeirn er húu kunn! Þeir hreifa sig ekki, hvort sem beitt er kænsku eða hót- unum. Eigum vér að bíða hér dögunum saman, unz sulturinn sveríur að þeim. svo þeir haldast þar ekki lengur við? Eða eigum vér að biða þess, að menn sakni þeirra i kastalanuin, og sendi þeim hjálp? Ef svo færi, hvernig fer þá?“ „Þá hefir Wílaquell frelsað þá, og ber þér að sætta þig við þaðw, mælti öldungur, hvítur af hærum, er var einn í hópnum. „Það skal aldrei verða!“ æpti Marco. „Fyr skyldi eg sjálfur sækja þá, þó að jeg vissi, að það yrði mér til glötunar. Jeg hefi leitað hans mánuðum saman, en hann hefir jafnan komizt undan. Nú er hann loks á minu valdi, og defctur mér ekki í hug, að sleppa hendinni af honum, fyr en eg hefi roðið hana i blóði hans. — Þessa 131 hefi eg unnið dýran eið, og þann eið skal eg halda. — Mig varðar ekkert um neina friðhelgi, þegar sá maður á hlut að máli, er drap föður minn, sem jafn framt var foringi yðaru. „Friðhelgi staðarins nær jafnt til allra!“ mælti öld- ungurinn, og lagði áherzluna á orðin. „Burt, Marco, burt með þig, vitstola maður! Ógæfa, og glötun, er oss öll- um vis, ef þú dirfisfc að raska friðhelgi þessa staðaru. „Haldið þér, að jeg þori ekki einn móti þeim?u mælti Obrevic hæðnislega. „Verið hér kyrrir, þar sem þér eruð! Jeg skal ábyrgjast. — Burt Stefán! Lofaðu mér að komast!u Enda þótt allir, UDgir og gamlir, hef ðu veitt Marco ótrauða fylgd gegn fjandmönnunum, til þess að hefna föð- ur hans, og foringja þeirra:, æptu þeir nú að honum, er hann sýndi sig liklegan til þess, að raska friðhelgi þessa staðar frá ómunatíð. Þeir slógu hring umhverfis hann. til þess að aptra honum með valdi, og það var eigi annað s^'nilegt, en að til vandræða, og blóðsúthellinga, leiddi, er Stefán Herso- vac gekk aptur á mill. _Kyrrir“ mælti hann, er hann ruddist fram, og nam staðar við hlið vinar síns. „Þér ætlið þó, vænti eg ekki að úthella blóði vorra eigin manna, sakir útlendingsins, fjandmanns vors? Stattu kyrr, Marco, því að þú veizt ekki, hvað þú geritu. Að svo mæltu lækkaði Hersovac röddina, og hvisl- aði að Marho, svo lágt, að hinir heyrðu ekki: „Ef þú úthellir blóði á þessum helga stað, hvilir bölvtm yfir þér svo að enginn vorra manna fylgir þér framar, en ella L.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.