Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1905, Blaðsíða 2
162 Þ JÓBVILJINN. XIX.. 41. bandsins fara í ávarpi, er þeir hafa birt, hörðum orðum um tilraunir keisarans til að bæla niður og lama umráð þjóðarinn- ar yfir sinum eigin málefnum. Samband Breta og Japana er enn mjög á orði í blöðunum á meginlandinu, og inælist allstaðar vel fyiir nema hjá þeim rússnesku, þau telja samninginn hafa að markmiði að auka veldi þessara þjóða í Aeíu. Góð uppskera. Skrifstofa landbúnað- ar mála Bandarikjanna skýrir frá því, að aldrei hafi verið betri uppskera en í sumar í ríkjunum Dakota, Nebraska, Iowa og Illinoa. ............... K v æ ð i flutt á 25 ára verzlunarafmæli j; Oeirs kaupm. Zoéga R. af dbr. og Dbrm. Gamli vinur, góðan dag! gleðin skin á kinnum, þegar á þinn heilla-hag hvern vér annan minnum. Lukku-höndin leiddi þig langa fram um veginn — hver einn mætti sjálfan sig svona lita feginn. 'Sólin kemur, sólin fer sína vana-göngu; altaf skín hún ölium hér eins i bliðu’ og ströngu. A þig alltaf hellti hún heiðursgeisla ljóma, og af hafsins happabrún heill þér gaf og blóma. Fyrirmynd þú margra varst mær um æfistundir; vit og gæfu vel þú barst — veröld samt þú rnundir: að hún flestum verður veil, valt er henni’ að treysta; en þin sálin hraust og heil helgan geymdi neista. Okkur varstú öllum hér eins og bezti faðir; hvað vér megum þakka þér, þess vér minnumst glaðir. Þú lézt afl í ótal menn, annars víst þei' sofa — þessa minnast allir enn Og þín verkin lofa. Því skal nú um þossa stund þinna minnast- daga! helgi þenna fegins fund fræg og minnug Saga! Þín skal æfi alla tíð okkar styrkja hjörtu, að vér fyigium ár og síð eptirdæmi björtu. Guð þín blessi börn og fé, bjartan krýni svanna öllu, sem til yndis sé, ást og heiðri manna. Lukkan æ þér skini skær skuggalausum ljóma, og þér lengi megi mær miðla lífsins blóma! Ur Súg-ainlafirði fVestur-Ísafjarðarsýslu) er „Þjóv.“ ritað 18. sept. síðastl.: „Hérífirð- inuin hefir heyskapurinu naumast orðið í meðal- lagi, og stafar það af slæmri grassprettu, og ó- tíð, og óþurrkum, sem verið hefir um heyskap- artímann. — Sumar-róðrar hafa verið hér lítt stundaðír, nema hvað 3 hátar hafa gengíð frá Suðurevrarmölum, og varð hæðstur hlutur 100 I kr., enda orðið mjög örðugt, að afla kúfisks til beitu, þar sem plóga verður á tíu faðma dýpi, og sargast þó lítið upp. Stofnun „Þjóðræðisfélagsins11 hefirfengið mjög góðan byr hér i firðinum, og hafa allir gengið í það nema 2—3 menn, sem ekki náðist til í svip. Fyrir nokkru andaðist í Selárdal Guðrún Gissursdóttir, ógiptur kvennmaður, um sextugt, systir Ólafs hónda Gissurssonar á Osi, og þeirra systkina". Hörmulegt slys. — Maður skotinn til bana. Það hörmulega slys vildi til á Isafirði 21. sept. síðastl., í verzlunarhúsi Leonh. Tang’s verzlunar, að einn verzlunarmanna, unglingspiltur, var að fara með byssu, er hann eigi vissi, að var hlað- in, og miðaði henni á annan pilt, sem var þar staddur, og eitthvað var einnig að handfara byss- una. — Boið þá skot úr hyssunni i höfuðið á piltinum, sem miðað var á. og heið hann hana þegar í stað. Piltur sá, er fyrir skotinn varð, hét Benóní Magnússon, efniiegur unglingspiltur, 19 ára að aldri,sonur Magnúsar husmanns Gíslasonar í Ivróki á ísafirði, og Elisu, konu hans. Annan son sinn, Gíslá að nafni, misstu þau hjónin við skipstapan í síðastl. marzmánuði, og hafa þau því orðið að reyna mjög sviplegan, og sorglegan, ástvinamissi á þessu yfirstandandi ári, enda hafa kaupstaðarhúar, og aðrir, almennt samhryggzt þeim hjónum, út af þessum sára sorgar-atburði. Pilturinn, sem óviljavex’k þetta framdi, er stilltur og vandaður dreneur, sem tók sér slys þetta svo nærri að hann var lengi lítt huggandi. Ætti slys þetta að vera mönnum bending j um það, að skilja ekki eptir tilaðnar hyssurinn I í húsum, eða annars staðar, sem auðveldlega j getur orðið að slysi, eins og raun varð á að ! þsssu sinni. ---------- j Leiðarþing' hélt ritstjóri blaðs þessa, þingmaður, Norður- . ísfirðinga, í þæjarþingstofunni á ísafirði laug- ardaginn 23. sept., og minntist þar ýmsra helztu gjörða síðasta alþingis, flokkaskipunar á þinginu. gat um stofnun Þjóðræðisflokksins o. fl. Fundurinn var mjög fjölsóttur. einkum úr i Ísafjarðarkaup8tað. Síra Sigurður Stefánsson, þingmaður ísafjarð- j ar kaupstaðar, sem áformað hafði, að taka þátt j í leiðarþingi þessu, er var fyrir bæði kjöruæmin, ! Norður-lsafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað, gat j þvi miður eigi mætt, þar sem dóttir hans var j þá nýlega látin, svo sem getið er á öðrum stað i i blaði þessu. [ Meiðyrðamál hefir ritstjóri „Þjóðv.“ nýlega höfðað 'gegn Kristjáni H. Jónssyni. áhyrgðarmanni „VestraL — Hann er vanur, að byðja dómstólana öðru hvoru að athuga kurteisis rithátt(I) „Vestra“ í sinn garð, en svarar eigi blaðinu að öðru leyti. Við fyrstu fyrirtekt málsins, 20. sept. síðastl. átti áhyrgðarmaður „Vestra“ þó kost á því, að sleppa við málsóknina, ef hann vildi „hiðja gott fyrir“ birta forlátsbónina í „Vestra“. borga máls- kostnað, og nokkrar krónur til fátækra; en hann hafnaði því sæmdarboði, maðurinn. í næsta réttarhaldi, 25. sept., ætlaði hann svo að réttlæta það, að hann hafði kallað rit- stjóra „Þjóðv.“ og sira Sigurb i Vigur, „Bakka- bræður“, á þann hátt, að leiða vitni að því, að maður nokkur, Gísli Hjálmarsson að nafni, er „Vesti-i“ telur „hálf-frávita“, hefði látið eitthvað afkáralega á þingmálafundinum á ísafii-ði 20. júní síðastl.; en bæði var það, að ekki vai-ð séð, hvað slík vitnaleiðsla kæmi málinu við, og svo hafði ábyrgðarmanni „Vestra“ láðzt, að stefna | mótpartinum, til að hlýða á framburð vitna, og eiðfestingu, svo að þessi merkilega(!) vitnaleic's’a náði ekki fram að ganga, og var málið síðan lagt í dóm, eptir að ábyrgðarmaður „Vestra“ hafði, meðal annars, fært sér það til varnar, að hann mínnti, að yfirdómurinn hefði „einhvern- tima“ sagt það „einhvers staðar“, að ekki mætti leggja annan skilning í orð manna, en þeir sjálf- ir viðurkenndu réttan(!) Frá Isafirði er „Þjóðv.“ ritað 26. sept. þ. á.: „Hér má beita sífelld ótíð, suðvestan stormar, og bleytu- slög, síðan noi-ðanveðrinu, er hófpt i öndverðum sept., iinnti, og hefir septemhermánuður því orð- ið almenningi mjög arðlítill, þar sem sjaldan hefir orðið snert á fiskþurrki, og aflatregt til sjávarins, þá sjaldan er á sjó liefir gefið. — Að eins 2—3 síðustu dagana hefir tíðin verið hæg- lát og mild. — Fyrir landbændur hefir ótíðin í sept. einnig verið mjög bagaleg. Ungfrú Elín Matthíasardóttir, skálds Joch- umssonar, las upp nokkur kvæði, og söng ýras sönglög, í bæjarþingstofunni hér x kaupstaðnum 22. og 24. þ. m., og hafði mikla aðsókn. — Þótti henni fax-ast þetta fremur vel, enda þótt rödd hennar sé fremur veikluleg, og ekki mikil. — En það vav auðséð, að hún hafði tamið sár upp- iestur og notið tilsagnar i þeirri gr»in“. Úr Austur-Sk aptafellssýslu er „Þjóðv.“ ritað 10. sept. síðastl.: „Heyja- tíðin hefir verið ágæt í sumar, og fremur hlý, og staðviðrasöm; engir vindar að ráði. — Hey öll náðzt góð, og óhrakin, svo að menn eru í bezta lagi heyjaðir, því að grasvöxtur var i góðu lagi. — Gai'ðaávextir hafa einnig vaxið vel“. Hiestiréttur hefir dæmt í meiðyrðamáli því, er Jón Jensson yfirdómari höfðaði gegn Hannesi Þorsteinssyni „Þjóðólfs11 ritstjóra fyrir ummæli hans út af verð- lagsskrármálinu í Snæfellsnessýslu. í undirrétti var H. Þ. sektaður 'um 100 kr., en hinn setti yfirréttur færði sektina niður í 50 kr. Hæsti- réttur hofir nú aptur hækkað sektina upp í 100 og þess utan dæmt ritstjórann til að groiða 80 kr, til málfærzlumanns Jóns yfirdónxara, og 10 kr. í dóm8málasjóð. Til mai'gi'ii liiuta nytsamlegur fer nú Guðjóa Stranda-þingmaður að vet'ða, þar sem nú er haft fyrir satt að hann eigi að fylla skarð það, som varð í kirkjumábnefndina við úr- sögn Kristjáns Jónssonar yfirdómara. Yafasamt þykir þó að hann verði scttur í formannssætið, sem Kristján hafði í nefndinni, þvi líklega linnst L. H. Bjarnason sér hæfa betur sá sessinn, og Guðjón vel sæmdur þó hann sitji skör lægn. Slys. Drengir tveir á fermingaraldri, frá Úlisstöð- um og Uppsölum, í Blönduhlíð í Skagafirði, drukknuðu nýlega í sýki úr Héi'aðsvötnum. Æt.1- uðu þeir til herja i svonefndan Steinstaðahólma, og fóru ríðandi yfir sýkið, veit enginn hvernig slys þetta hefir að borið. Bæði likiu bafa fundizt. Annað slys vildi og nýlega til á Sigriðarkoti í Fljótum. Barn 8—9 ára gamalt, var hoima á hænum, líkl. einsauialt, hafði kviknað i t'ötum þes:i. og það svo lagt á sti ð út á engjar til for- eldra sinna. Sést kafði til ferða þess frá næsta bæ, og sýndist sem litill reykjarmökkur liði á fram. Á leiðinni hafði það vætt sig oitthvað í lækjarsprænn en ekki tek’zt að slökkva eldinn Þegar það kom til foreldianna var það brunnið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.