Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.10.1905, Blaðsíða 3
XIX., 41. Þjóðviljinn . 163 mjög og hafði misBt mál og rænu, og dó^sam- dægurs. Lausn i'rá prestskup hefir síra Guðm. Guðmundsson i Gufudal feng- ið, án eptirlauna. Veitt prestakall. Sauðanes á Langanesi hefir konungur veitt Jóni presti Halldórssyni. á Skeggjastöðum, sam- kvæmt kosningu safnaðarins. Kopar heíir útlendur jarðfræðingur fundið í kartöplu- garði við Reykjarhól i Skagafirði. Begluboði Goodtemplara Sigurður Eiríksson hefir í sumar ferðast um Austurland i þarfir félagsins, hefir honum orðið •yel ágengt og stofnað þar 9 stúkur. Mannalát. í öndverðum aprílmán. síðastl. andaðist að heimili sínu Hælavík i JNorður-ísafjarðarsýslu Pétur Tryggni Jóhannsson, um ferrugt, sonur Jó- hans refaskyttu Halldórssonar í Lát.ravík. — Hann lætur eptir sig ekkju Pctilínu Elíasardóttur að nafni, og 5 hörn, sem öll eru í æsku. Pétur sál- ugi var dável greindur, og fékkst nokkuð við rímna-kveðskap.— Hann var lengi fremur veiklu- legur, og heilsu tæpur. — 7. maí síðastl. andaðist að Búðum i Hlöðu- vík Hjálmar bóndi Jóhannesson, 56 ára að aldri. — Hann var sonur Jóhannesar Saharíasarsonar, er lengi hefir búið að Rekavik bak Höfn, og enn dvelur þar, hjá Kr. Jöhannessyni, syni sínum, ■og er Jóhannes albróðir Sakariasar í Stakkadal, en bálí-bróðir Sig. bónda Gislasonar á Látrum, og Rósu Gísladóttur, ekkju Guðm. sál. Þorsteins- sonar á Hesteyri. — Hjálmar sálugi lætur eptir sig ekkju, Guðrúnu Ebenezersdóttur að nafni, og tvö uppkomin börn, Jón og Jóhönnu, sem bæði eru til heimilis í Rekavík bak Höfn. 15. sept. síðastl. andaðist í Hnífsdal Jón Jóns- son, er áður var um hríð bóndi að Tungu i Skut- ilsfirði, hátt á sextugs aldri. — Hann lætur ept- ir sig ekkju Jónfriði Jónsdóttur að nafni, og sjö börn, og átti hann eitt þeirra með Steinunni, fyrri konu sinni. — Jón sálugi var duglegur verkmaður, laginn sjómaður, og formaður opt, og fór vel úr hendi; en jafnan þótti hann ölkær um of, og átti lengstum við örðugan hag að búa. — Hann hafði legið rúmfastur mikinn part sum- ars. — f 17. sept. þ. á. urðu hjónin í Vigur, alþm. Sigurður Stefánsson, og frú hans, Þórunn Bjarna- dóttir, fyrir þeirri sáru sorg, að missa einka- dóttur sína, Margréti að nafni, einkar efnilega og laglega telpu, á 9 ári. — Hún var nýlega lögzt í taugaveiki, er foreldrar hennar komu heim í öndverðum sept., sunnan úr Reykjavík, og dró veikin hana til dauða. 3. f. m. andaðist Andrés Gunnarsson bóndi í | Haukbæjarkoti í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Hann var að eins 87 ára gamall. Hann dó úr lungnabólgu. Hildur Snorradóttir ljósmóðir í ‘Brautarholti í Eyjafirði, dó 29. ágúst, Var hún kominn á áttræðisaldur og hafði verið ljósmóðir yfir 40 ár 9. f. m. andaðist Arnfinnnr Bjömsson bóndi á Eyri í Koilafirði. Hann var hátt á áttræðis- aldri, og hafði búið á Eyri um 40 ár. Nýlega er og látin ekkjan Helga PAlsdóttir i Hörgsdal á Síðu. Hún var systir sira Páls heit- ins á Þingmúla og þeirra systkina. Bessastaðir 7. okt. 1905. Veðrátta köld og óstöðugt, ýmist norðan storm- ur eða rigning. Heiðurssamsœti hélt verzlunarmannafélagið í Reykjavík Geir kaupmanni Zoiiga R. af Dbr. og Dbrm, 26. f. m. i minningu þess að hann hafði þá rekið verzlun þar í bæ um.25 ára tíma. Verzlunarþjónar hans gáfu honum möppu, Stefán FAríksson hafði útskorið af hagleik mikl- um. Innan í möppunni var kvæði, er prentað er á öðrum stað í blaðinu, ort og skrautritað af Ben. Griindal, eegja þeir er séð hafa, að ekki sjáist apturför á handbragði þessa snillings þótt bann sé kominn fast að áttræðu. Geir kaupmaður er á áttræðisaldri, erútsjón- arsemi hans og atorka þjóðkunn, einkum hefir hann átt mestan og beztan þátt í að koma upp þilskipa-útgerðinni hér við Faxaflóa. Bœjarfðgeti Halldór Daníelsson hefir fengið áskorun frá bæjarstjórninni í Reykjavik, og auk þess fjölda mörgum öðrum, um að taka aptur embættisafsögn sína, ef hann sjái sér fært heilsu sinnar vegna. Ófrétt er enn hverju hann hefir svarað. Botnvörpungar vaða nú víða uppi á fiskimið- um, og missa menn sumstaðar veiðarfæri sín fyrir ágang þeirra. Þykir slælegt eptirlitið af hálfu varðskipsins síðan foringja skiptin urðu. Sanisæti. 28. f. m. var Bjarna kennara -Jóns- syni frá Vogi haldið samsæti í Iðnó. Er Bjarni á förum, eða þ^gar farinn, til útlanda, og komu því milli 50 og 60 vinir hans samun til að kveðja hann. Voru þar margar ræður fluttar. Skáldin Lárus Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson fluttu og sitt kvæðið hver. Gul'uskipið „Tryggvi kongur“ lagði á stað til útlanda 4. þ. m. Eptir áætlun átti hann að leggja á stað frá Reykjavík 29. f. m., en förin til Vestfjarða varð svo tafsöm, að hann komst ekki á stað fyr en hér segír. Nafn Þorsteins Erlingssonar haíði af van- gá fallið burt undir kvæðinu, í síðasta blaði, ept- ir Helga Helgason. Þetta eru lesendur beðnir að afsaka. 140 var honum þó sárast, að verða að skilja hana eptir hjá bróður hennar í bráð, þvi að annars staðar átti hún hvergi hæli. Þegar Marco lét þann grun i ljós, að Daníra uiyndi vera völd að því, að fjandmennirnir hefði fengið njósnir af fyrirætlunum þeirra, hafði enginn veitt þeim orðum épt- irtekt, -- nema Stefán, og hann kaus, að þegja, ekki sízt. er hann hafði sjálfur leitað sátta. Það er enginn efi á því, að Maico hefði hefnt þessa tiltækis Daníru mjög grimmilega, þótt hann ynDÍ henni hugástum; en Stefán var allt. örðu vísi skapi farinn, enda vissi hann. að Daníru væri dauðinn vís, ef grunur félli á hana. Lét hann því, sem hann tryði því, er honum. •og félögum hans, var sagt, að hermenDÍrnir hefðu orðið alveg forviða, er þeir hittu Gerald, og íélaga hans, og verið á ferð í allt öðrum erindum Þessa skýrslu létu fjallabúarnir sér nægja, og féll iþví alls enginn grttnur á Daníru, rerna hvað hún sagði -Stefáni, bróður sínum. hið sanna, er þau skildu, og kom honum þá fregnin alis eigi óvænt. Jörgen Moos hafði verið sæmdur medaííu. sakir hreysti þeirrar, er hanD þótti sýnt hafa í ófriðinttm, og hugði nú gott til þess. að hverfa heirn aptur til átt- haganna. Þegar hann kom aptur til kastalans, hafði Jovíka kastað 9er utn halsinn á honum, og Jörgen tekið því svo blíðlega, að sira Leonhard var meira, en nóg boðið, og gætti þeS9 því, að fundum þeirra bæri sern sjaldnast sam- an, og kunni Jörgen því miður vel. Síra Leonliard var annars í t.öluverðum vanda stadd- ’itr, að því er Joviku snertir, þar sern ókunnugt var um 137 Jörgen klifraðist nú alveg upp úr gjánni, og Gfer- ald á eptir honum, og varð þá sem geta má nærri, allra mesti faðnaðarfundur, og spurningarnar og svörin ráku hvert annað. Jörgen vatt sér á hinn bóginn að Bertel, og spurði mjög innilega, og áfjáður: „Kemurður ekki frá kastalanum, Bertel? Hvernig liður Jovíku? Sömu spurningunni varð síra Leonhard einnig að svara; en síðan gekk Gferald með honum á afskekktan stað og mæiti: „Hvar er Daníra? Yarð hún eptir í kastalanum ?“ „Nei; hún livarf aptur til þorpsins, er hún hafði sagt oss til vegar, svo að vér gátum eigi villzt. — Hún vildi eigi vera sjónarvottur að bardaganum sem vér bjugg- umst við. og þó að hún vildi ekki segja mér neitt um áform sitt, þá er eg hræddur um, að hún hafi ætlað að segja löndutn sínum, hvað hún hefði gjört, og þá er henni dauðinn vísu. „Ekki framar!“ mælti ungi liðsforinginn, og gat naumast leynt tilfinningum sínum. „Ófriðinum er lokið, og friður verður brátt saminn; því þegar Stefán Herso- vac hélt brott, kallaði hann til mín, að hann kæmi t.il kastalans á morgun, til að semja um friðinn, eDda hygg eg, að honutn hafi lengi verið það skapi næst og að það hafi að eins verið áhrif Obrevic’s, sem áður hafa aptrað lionum“. „Guði sé lof!“ mælti Leonhard klerkur. „Hann hef- ir þá enga ástæðu til þe9S, að hefna sín á systur sinni. — En vernd vora vildi liún ekki þýðast“. „Jeg ímynda mér, að hún feli sig vernd minni og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.