Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1905, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1905, Qupperneq 4
Þ JÓKVILJJNN. XIX.. 42. IfíS Menn segja, uem eðlilegfc er, að það skipti j minnstu, hvort atkvæða-gripir stjórnarinnar hoiti þessu, eða hinu, nafninu, þar sem hlutverk allra | sé sama, að segja já og amen, eins og hún vill vera láta. En þeii', sem vilja Jóni vel, og þeir eru þó nokkrir, er hafa til hans gamla tryggð, þykir hann hafa breytt mjög fljótfærnislega, og miður hyggilega, er hann kastaði af sér eina trompinu, sem hann hafði á hendinni, því að sá ótti stjórn- arinnar, að Jón kynni að bregðast henni þá og þegar, er verst gegndi á þingi, var einmitt all- ur hans styrkur. Vitaskuld heldur hr. Jón Olafsson enn áfram ritstjórn „Reykjavíkur11, og kynni því sunium að virðast, sem hann ætti þar nokkuð undir sér. En hvað lengi heldur hann því starfi? Að eins meðan stjórnin, og Thomsen vill bafa hann. En nú er Thomsen hr. Jóni Olafssyni vitan- lega sár-gramur, vegna vindlatolls-frumvarpsins, sem var banatilræði við blóðmörs-„magazíniðu, og myndi því feginn vilja reka hann frá blaðinu, ef liin þjóðkunna, lotningarfulla undirgefni þessa ný-krossaða stjórnholla borgara meinaði honum eigi; að láta nokkuð á því bera, fyr en ráðherr- ann ymprar á því að fyrra bragði, svo að hann geti hneigt sig, og samsinnt. En þorir nú stjórnin að trúa hr. Jóni Olafs- syni, eptir það, sem á undan er gengið? Það er líklega nokkuð hæpið, og þutta dylst ekki vitmanni, sem Jóni. Þess vegua skjallar hann nú ráðherrann enn gifurlegar, en nokkuru sinni fyr, og gengur ham- förum, til að verja gjörðir hans. Breytingin er því sú, að áður átti stjórnin talsvert undir Jóni, en nú á Jón ailt undir stjórninni. Og því er von, að mörgum verði að orði, að þetta sé ekki vel haldið á spilum. Ilm leiðarþingið, sem ritstjóri blaðs þessa hélt á Isaiirði 28. sept síðastl., flytur stjórnar-málgagnið „Yestri“ mjög ósanna, og villai di skýrslu, eignar oss ýms orð, sem, vér aldrei töluðum, o. s. frv. Ábyrgðarmaður „Vestra“ var sjálfur á fund- inum, og virðist því anr.aðhvort heyrnin, eða skilningurinn, hafa verið í ólagi hjá honum. — En eigi treystist hnnn til þess, að mótmæla neinu í skýrslu vorri á fundinum, þó að honum væri þar heimilt málfrelsi, sem öðrum. Til Jioregs var heitið forð þeirra hjónaefnanna Sigfúsar Einar88onar og fröken Ilellemarin. Bjarni kennari Jónsson frá Vogi, ætlar að fylgjast með þeim, ætlar hann að halda fyrirlestra en þau að syngja. Cand. jur. Ari Jónsson er og farinn til Noregs, fær hann atvinnu við blaðið „Verdens Gang“. Prestakallið Hvamm í Dölum hofir ráðgjafinn 16. f. m.[veitt prestaskólakand. Jísgeiri Asgeirssyni, frá síðustu iaidögum að telja. Uinsóknir. Um Torfastaði sækja síra Jónmundur Halldórs- son á Barði og cand theol. Eiríkur Stefánsson fi á Auðkúlu. Um Landeyjaþing sækir síra Þorsteinn Bene- i diktsson í Bjarnanesi. Dáinn er 27. f. m. ‘Davið próf. Guðmundsson R. af Dbr. að Hofi i Hörgárdal. Hafði hanu legið rúmfast- ur síðan i vor. Sira Davíð var talínn með merk- ustu prestum landsins; hafði hann þjónað em- bætti í 45 ár. Bessastaðir 17. okt. 1905. Veðrátta hefir verið all-góð fyrirfarandi daga, frost og hreinviðri optast. ý 9. þ. m. andaðist i Re.ykjavík stud. art. Sigurður Einarsson ritstjóra Hjörleifssonar, efn- is piltut- 15 ára gamall. Hann dó úr tæringu. Síra Magnús Helgason kennati við Flensborg- arskóla, varð fyrir því slysi að fótbrotna 7. þ. m. Kand. phil. Sigurjón Jónsson frá Seylu gegnir kennslustörfum hans meðan bann er frá verki. Bœjarfógetinn í Reykjavík helir orðið við áskorunum bæjarmanna og tekið aptur utnsókn sína um lausn frá embætti. Bæjarbúar þurfa því vonandi ekki í bráð að kvíða því að Lárus litli Zar verði yfir þá sottur. Póstskipiö „Laura“ kom frá útlöndum til Reykjavíkur 9. þ. m. Með henni komu, auk ann- ara, Frk. Ásta^ Thorsteinsson og Dr. phil. Björn Bjarnason frá Isafirði. Til Isafjarðar fór „Laura“ 14 þ. m. Eimreiðm. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. Samkvæmt uppiivatningu hefi eg við sjúklinga mína reynt Kína-lífs-elexír þann, sem herra Vatdimar Petersen býr til, og hefi að ýmsu leyti orðið var við lækn- andi áhrif iiaus. Eptir að tnér hofir gofizt kostur á. að kynnast samsotningu elexírsins, hlýt- eg að lýsa yfir því að jurta efni þau, sem notuð eru, eru að öllu leyti gagnleg, og að engu leyti skaðleg. Caracas í Venezuelu 3. febrúar 1905. J. E. Lucíaní. Dr^jned. Biðjið beirilínis um egta Kína-lífs-el- exir Valdemars Petersens. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. Gœtið yðar gegn eptirlíkingum. argarine§ eraihé öen 6eóste. PKEKTSMIÐJA T».Tf*>F)VTL.TANS . 142 inn áður — stóðu sór, og héiiuðust upp við öldustokk- inn. Daníra var í ferðafötum, sem voru mjög blátt áfram og iaus við ailan íburð. Sólm skein í heiði, og það var gleðibros á andlit- inu á Daníru, og allir skuggar horfnir, enda var Gerald eigi siður ánægjuiegur á svipinn. Ströndin hvarf nú smámsaman, og gufuskipið, var komið á móts við hús setuliðsstjórans, þar sem Daníra hafði staðið við gluggann forðum, er hún sá skipið koma Og datt henni þá sízt í hug, að koma þess myndi ráða framtíð hennar, eins og raun var á orðin. GJugginn, er Edith hafði þá staðið við, brosleit út undir eyru, er hún bjóst tii þess, að heilsa unnusta sín- um, var nú aptur. Endurminningarnar, sem sjón þessi vakti hjá Dan- íru, fengu svo mjiig á hana, að hún sneri sér undan, til þess að lóta ekki á því bera, að tárin voru að brjótast fram. G mald veitti þessu þó eptirtekt. „Jeg veit, að þór fellur það þungt, að kveðja heim- kynni þínM, mælti hann, og beygði sig niður að henDÍ. Daníra hrissti höfuðið, neitandi. „Mér þ.ykir að eins sárt, að fara burt, án þess að hafa kvatt bróður ininn“, mælti hún. „Enda þótt liann eigi opt leið til borgarinnar Cattaro, kom hann þó eigi brúdkaupsdaginn okkar, svo að eg varð að ganga upp að altarinu, án þess nokkur ættingja minna fylgdi mér". „Gaztu búist við öðru, er þú minDtist þess, hversu Stefán tók bónorði mínu?“ mælti G-erald. „Haun virtist helzt telja það móðgun vid sig, og gerði allt, sem hann 143 gat, til að aptra því, að við næðum sarnan. — Þú getur ekki ímyndað þór, hve sárt mór þótti það, að vita þig hjá nrönnum, er gerðn allt, til að aptra hjúskap okkaru.. „En var ekki sama reynt, að því er þig snertir ?“ mælti Daníra. „Heldurðu, að mér hafi eigi einnig sviðið það, ekki sízt þar sem sú mótspyrnan korn úr þeirri átt- inni, sem þú myndir sízt kosið hafa? Móðir þín hafir enn eigi lýst blessuninni yfir hjúskap okkar“. „Ekki er það mér að kenna“, svaraði Gerald. „Jeg hefi gjört allt, sem auðið var. til þess að öðlast samþykki heunar — Mánuð epfcir mánuð hefi eg beðið, og grátbænt hana í bréfum mínum, en því miður — árangurslaust. — AUt af var sama galiharða riei-ið, og sama blábera bannið, svo að eg gat eigi annað, en minnzt þess að lok- um, að jeg var eigi neinn krakki, heidur fuliorðinn mað- ur, sem sjálfur vill ráda gæfu sinni, hvað sem öllurn hleypidómum líður“. „Já, það er satt, sem þú segir“, mælti Gerala rmn fremur, „að við höfum orðið aö kaupa gæfu okkar dýru verði, orðið að afsala okkur fyrri heimilum okkar, og sjá á bak ást ættingjanna, en — finnst þór þó það verðid of bátt?“ Tillit ungu frúarinnar svaraði þessari spuringu Ger- alds, sem hann vænti. Eptir nokkra þögn, mælti Daníra síðan, ofur-stilli- lega: „Ætlarðu þá eigi að koma optar inn íýrir dyr í gamla heimkynninu þínu? Ætlarðu ekki að reyna, að hafa sjáltur áhrif á móðir þína ?“ „Nei“, greip Gerald fram í. „Hún vill ekki sjá þig, og þá kem eg þar eigi heldur inn fýrir húsdyr. Jeg

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.