Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.10.1905, Blaðsíða 2
171 Í?JÓB VLJII.VX. senaa þeiin, sömuleiðis fréttagreinar um afstöðu héraðsbúa í pólitík o. s. frv. Að lokum skal þess getið, að vér sendum yður hér með eintök af sérprentaðri grein úr .Þjóðólfi „Vefurinn rakinn'1, eptir mikilsvirtan stjórnmálamann úr Heimastjórnarflokknum1, og biðjum vér yður að útbýta þessum eintökum eptir því, sem yður þ.ykir bezt henta. I ritlingi þessum er allrækilega krufin til mergjar fram- koma Valtýinga á þinginu í sumar í öllum hin- um þýðingarmestu ágreiningsmálum, og sýnt fram á, hversu þeir nær alls staðar'2 hafa verið þeim megin, er ver gegndi, i öllu því, er landið varðaði mestu. Vér treystum yður tíl að sinna þessaiimáia- leitun vorri sem bezt, og óskum að fá einhverja skýrslu frá yður innan skamms um horfurnar í sveit yðar o. fl. Virðingarfyllst i umboði Heimastjórnarflokksins Sig/ús Eymundxson* ........... ■ rrrnTTa IN'ýtt t>lað íi Anstfjörðum. Það eru góð tíðindi, að blað á að fara að x) Hví ekki að uefrta þenna „mik- ilsvirta stjórnmálamann1', sem getið hefir annað eins afstyrmi, eins og „Þjóðólfsu- greinin: „Vefurinn rakinn"? Eða held- ur Sigfúfs vor, að nokkur telji hann bær- an um, að dæma um það, hvort höfund- urinn sé „mikilsvirturu, eða hafa vit á þvi, sem greiriin fjallarum? Svo heimtu- frekur rná hann ekki vera. En er ekki hætt við, að sumir kunni að lita svo á, sem þagað sé yfir nafni höfundarins einmitt af þeirri ástæðunni^ að stjórnarliðar hafi sjálfir enga trú á þvi; að áhrif greinarinnar myndu vaxa, ef hann væri nafngreindur? Það er nú almermt mál manna, að höfundur nefndrar „ÞjóðólfA-greinar sé rdánumaðurinn“ þjóðkunni i Stykkishólmþ — En hafði „agentinn“, og stjórnarliðið, ekki trú á því, að flagga með þvinafni? Hvi ekki það? Ritslj. 3) „Nær alls staðar“, segir í bréfinu, svo að i surnum greinum hafa þá stjórn- arliðar fylgt því fram, er ver gegndi; það játa þeir nú sjálfir, og það er þó ó- neitanlega framfaravottur. Ritstj. 8) Og undir þetta merkilega „docu- ment“ skrifar Siofús Eymundsson! Haun Sigfús Ef/nmnds.-on! Hver þekkir ekki stór-pólitikusanr' þann? Hljóta nú ekki j fandsmenn allir að sannfærast? En í alvöru talað, finnst oss þó, að stjórnarliðar hefðu heldur átt að velja sér einhvern annan merkisberann, og láta nægja, að Sigfús gamli borgaði vel í flokks- sjóðinn! Ekki af því, að oss virðist eigi nafn hr. Siyfúsar Eymundssonar sóma sér vel undir svona skjali, því að það erjafnvel vafasamt, hvort „lieiinastjórnarflokkurinn“ átti nokkurt nafn, sem bet.ur sóiudi þar, þótt úr miklu sé að velja. En það eru gárungarnir í heiminum, sem einatt verða að takast með í reikn- inginn. Og setjum svo, að einhver þeirra færi að hlægja, og segði, sem svo, að nú minnt- ist haDn málsháttarins: „Fíflinu skal á foraðið vísa“. Ja, það væri auðvitað ofur-óverðskuldað. En það er hláturinn í heiminum, sem opt hefir reynzt mörgu máli drepandi. koma út á Eskifirði um næstk. áramót, þvi að Austfirðingar hafa lengi harmað það, að sitja uppi með „Austra“ einan, eins og stefnu hans, og ritstjórn, er háttað. Ritstjóri þessa nýja blaðs, sem stór- kaupmaður 'Ilior. E. 7uliníus kvað eiga mestan þátt í, að stofnað verður, kvað vera ráðinn cand. jur. Ari .Tónsson, frá Hjöllum í Gufudalssveit. — Honum hafði boðizt atvinna við norska blaðið „Verdens Gang“, og var á leiðinni þangað, er það var ráðið i Kauprnannahöfn, að hann gjörc- ist ritstjóri þessa væntanlega Eskifjarðar- blaðs. Marconistöðin í Ile.vkjavik. Nú er kominn maður, i stað hr. Den- sham’s, til að annast loptskeytastöðina í Reykjavík. og er fullyrt, að Marconífé- lagið í Lundúnum sé einráðið í því, að halda henni átram, og hafi þegar skrifað ráðherranum, og krafizt viðurkenningar, samkvæmt 4. gr. ritsímaiaganna. Ekki hefir enn heyrzt, hverju ráðherr- ann svarar, en það dylst engum, að 4. gr. nefndra laga veitir félaa'inu skýlaus- an rétt til þess, að uota loptskeytastöð- ina áfram, og leitar þvi óefað dómstól- anna, ef ráðherrann skyldi, i vandræðum sínum, taka upp á því, að synja viðnr- kenningarinnar. Á hinn bóginn vekur eitt Kaupmanna- hafnarblaðið. „Extrabladet“, máls á þvi, 9. okt. siðast!.. að norræna ritsímafólagið hafi ástæðu, tit að höfða skaðabótamál gegn landstjórninni, fyrir hönd landssjóðs, ef Marconístöðin fái að starfa áfram, þar sem það komi i bága við einkarétt þann, sem félaginu er heitið í ritsímasamning- inum. Allt er þetta mjög mæðulegt hjá ráð- herranum. Heiðurssamsæti var Tryygva gamla Gunnarssyni haldið í Reykjavik 18. okt. síðastl., því að þá varð hann sjötugur, og hafði tekizt, að ! náí það um 110 mönnum, þegaralltertalið, j Það er aldrei tiltökumál, þó að þykkt isé smurt í veizlum, og þá eigi heldur, þótt lofið hljómi í hærra lagi við slík tækifæri, bæði í bundnu máli og óbundnu. Gamla Saga þekkir frádráttinn, sem þar á við. í Það er og sannast, að Tryggvi gamli hef- ; ir í mörgu gaurazt, og sumu þörfu — þótt í flest hafi það orðið þeim, er féð áttu, dýr- j ara, en ella —, og því mátti vel gera I honum glaðning. i Hann hefir verið vel settur um dag- ] ana, enda sannfæringin jafnan hitt á vilja j valdhafanna, hvað sem þrir hétu, og hver i sem stefnan var. — Það var lánið(!) En þegar s jórnarblöðin láta í veðri I vaka, að allir stjórnmálaflokkar hafi ver- i ið sammála um það, að heiðr.t gamla Tryggva, þá er það álls elcki rétt, því að þeir voru stjórnarliðar vol flestir, er sam- sætið sátu, þó að þangað slæddust oinnig stöku menn aðrir, sinn af hverri ástæðunni, som ekkert áttu við politík skylt, svo sem embættisbræður hans úr nýja bank- XIX.. 44. anurn (sem Tryggvi reyndi lengst að sporna móti), sumir félagar hans tír bæjarstjórn- inni, og svo stöku menn aðrir. er mikil hafa hiift viðskipti við Landsbankann. Yeitt sikólakennaraemboetti.. Rectorsembættið við „almenna mennta- skólann“ í Reykjavík er nýlega veitt settum rector Steingrimi Thorsteiusson, en yfirkennara-embættið Geir kennara Zoéga. — Hr. Jóhannes Sigfússon, er settur var yfirkennari í fyrra, hefir á hinn bóginn hrapað að mun, og verið skipaður fimmti (lægst launaði) kennarinn við skólann. Það er þakklætisvert, að ráðherrann hefir þannig gert yfirbót fyrir það, sem misráðið var í fyrra. — En bálf-óvið- felldin mun mörgum þykja meðforðin á hr. Jóhannesi Sigfússyvi, og er þó ekkert um það að segja, fyrst hann getur sætt sig við hana sjálfur. iiii?7iii?iiiiiiiii<ii»iiiiiiiiiiiíiTi7iiiiiiTMiiiiiniiii Mannalát. 23. júní síðastl. andaðist i Ytrihúsum í Neðri-Arnardal í Norður-ísafjarðarsýslu bænda öldungurinn Jón Hatidírrsson, 83 ára að aldri, íæddur í Fremri-Arnardal 18. maí 1822. Foreldrar Jóns sáluga Haltdórssonar voru: Hálidór bóndi Asgrímsson í Fremri- Arnardal, Bárðarsonar, Illugasonar, og konaiians, Ingibjörg Jónsdóttir, bónda Jóns- sonar frá Folafæti, og bjuggu þau hjón- in þar allan sinn búskap, enda var Hall- dór borinn þar, og barnfæddur, og átti þar heima allan aldur sinn. — Hjá for- eldrum sínum ólst Jón sálugi Halldórsson upp, unz hann, 12 ára að aldri, fluttist til merkisbóndans Gnðm. Pádssonar í Neðri- Arnardal, og dvaldi þar 10 ár, en færð- ist síðan aptur til foreldra ainna vorið 182!4, og var þar fyrirvinna hjá föður sinurn, unz hann byrjaði sjilfur búskap í Fremri-Arnardal vorið 1850. 20. okt. 1845 kvæntist Jón sálugi Guð- rúnn Jónsdóttur, rokkasmiðs Jón6sonar, or bjó að Ytri-Veðrará í Önundarfirði. — Bjuggu þau hjónin 13 ár í Fremri-Arn- ardal, á hálfri jörðinni, móti Sæmundi sáluga Árnasyni, föður Jóns sáluga Sæ- mundssonar, er síðar bjó lengi í Fremri- Arnardal, og þeitra systkina; en vorið 1863 færðist Jón sálugi að Ytrihúsum i Neðri-Arnardal, og dvaldi þar 3 ár, som húsmaður, en siðan sem bóndi, unz hann brá búi vorið 1885, með því að Guðrún, kona hans, hafði þá látizt haustið fyrir, 14. okt. Þeim hjónum varð alls ellefu barna auðið, og dóu 4 þeirra i æsku (2 piltar og 2 stúlkur), en þessi sjö komust til full- orðins ára: 1. Jens Jónsson, húsmaður í Neðri-Arnar- dal, kvæntur Sceunni Siynrðardóttur, frá Felli i Dýrafirði. 2. Halldór .Jónsson, húsmaður i Neðri-Arn- ardal, kvæntur Kristínu Er/gertsdóttur, frá Garðstöðurn í Ögursveit. 3. Guðjón Jónsson, er fluttist til Amer- íku, og dó þar árið 1885. — Hann var kvæntur H 'ddí Jakobsdóttur, sem enn er á lífi i Ameríku. 4. Sigríður Jónsdóttir, gipt Birni bónda Björnssyni i Fremri Gufudal.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.