Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.11.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.11.1905, Blaðsíða 2
178 Þ JÓBVILJINN. XIX.. 45. urinn samþykkt, að fella úr gildi sam- bandssáttmálann milli ríkjanna frá 1814, og vantar nú eigi annað, en samþykki konungs, sem bfiist er við mjög bráðlega. Deilurnar um stjórnarfyrirkomulag Nor- egs eru enn sóttar af hinu mesta kappi á báða bóga. Þó þykir nú flest benda í þá átt, að konungssinnar muni verða hlut- skarpari. Norsk blöð, er út komu í gær, skýra svo frá, að jafn skjótt og Sviakon- ungur hafi gefið samþykki sitt til skiln- aðarins, ætli norska stjórnin að snúa sér til Karls, sonarsonar konungs vors, og skora á hann, að taka að sér konungdóm yfir Noregi. Ef hann tekur tilboðinu, sem talið er víst, að hann gjöri, verður málið þegar lagt fyrir stórþingið, og kýs það landinu konung. Að þetta sé meira, en orðasveimur einn, þykir meðal annars mega ráða af því, að konungsskipinu „Dannebrog“ er haldið tilbúnu, tii að létta atkerum, hvenær sern á þarf að halda, en endra nær hefir þvi jafnan veriðiagt til lægis, og skipshöfnin send lieim, um þennan tima. Bússland. Blóðugar róstur og óeyrð- ir hafa átt sér stað í Moskva að undan- förnu. Er aðal-ástæðan sú, að fjöldi verk- manna hefir iagt niður vinnu. Heimta þeir hærri laun, og styttri vinnutíma, en áður. Verkmenn hafa viljað halda fundi, til þess að ræða mál sín, en það hafa þeir eigi fengið, og ef þeir hafa eigi þeg- ar skilizt að með góðu, þá hafa hermenn- irnir skotið á þá miskunnarlaust, og drep- ið og sært fjölda manna. Á einum stað söfnuðust margir verkmenn saman inn í húsi einu, og höfðu þeir konur og börn með sér. Þangað brutust hermennirnir inn, og varð þarhinn voðalegasti aðgang- ur. En svo lauk, að hermennirnir gengu af þeim flestum dauðum, er inni voru. í smábæ einum, í nánd viðWarshav, vildi sá atburður til, að latínuskóladreng- ur einn komst i missætti við liðsforingja nokkurn, og vildi drepa hann. Það mis- tókst þó, og lögregluþjónn einn, er kom þar að, ætlaði að tnka drenginn, en dreng- j urinn varð fyrri til, skaut lögregluþjón- inn til bana, og skar síðan sjálfan sig á háls. Látinn er nýlega Trubetzlcoi fursti, rektor við háskólann í Moskva. Hann var einn hinna frjálslyndustu og beztu manna á Rússlandi, og hefir löngum tal- að máli lægri stéttanna mjög einarðlega við keisarann. Hefir lát hans því valdið mjög almennri sorg að vonum. Kyrill stórfursti, bróðursonur Rússa- keisara, hefir verið rekinn úr hernum. og sviptur nafnbótum sínum, sökum þess að hann gekk að eiga konu eina þýzka, þrátt fyrir bann keisarans. Kona þessi | er Viktoría, er áður var kvænt stórher- j toganum yfir Hessen, en skildi við hann j fyrir 4 árum síðan. Nú hefir Kyrill keypt herragarð einn á Þ\zkalandi, og ætlar að setjast þar að. Stössel, hershöfðinginn nafnkunni frá Port-Arthur, liefir fengið bending frá æðri stöðum um að dvelja erlendis fyrst um sinn. Þykir það sannað, að hann hafi varið Art’úrhöin all-slælega, og á að refsa honum á þenna hátt. Nýlega hefir keisari gjört Witte að rússneskum greifa, fyrir hluttöku hans í friðarsamningnum við Japana. BretXand. í Lundúnum er mjöe mikil neyð meðal verkmanna. sökum vinnuLysis. Yerkmenn ætluðu að senda nefnd manna á fund Játvarðar konungs, til þess að biðja hann ásjár, en konungur neitaði að taka á móti nefndinni, og ollli það mikilli óánægju. Nú ætlar konungur að bæta úr skák með því, að taka á móti skriflegu ávarpi frá verkmönnum. Látinn er Inverclyde lávarður, einn af ríkustu mönnum Breta, og formaður Cun- ard-Hnunnar, sem er eitt hið stærsta gufu- skipafélag í heimi. Ungverjaland. Enn þá hefir eigi tek- izt, að mynda þar nýtt ráðaneyti, og er fundum þingsins nú frestað til 17. des. Sviþjóð. Feykileg víxilfölsun hefir nýlega komizt upp um forstjóra hlutafé- lags eins i Stokkhólmi. Nema hinir föls- uðu víxlar alls uin 800000 kr. Ríkisdagur Svia hefir samþykkt, að breyta ríkisflagginu þannig, að sambands- merkið hverfur, og kemur blár reitur í staðinn. Slys. A einu skipi Cunardlínunnar ensku, er „Campania“ nefnist, vildi það slys til á siðustu ferð skipsins yfir Atl- anzhafið, að brotsjór gekk yf:r þilfarið, og skolaði 5 mönnum útbyrðis; en margir meiddust. Á meðal þeirra, er drukknuðu, var íshnzkur hvennmaður, Elísabet Gríms- dóttir að nafni. ♦......... " 'ZlE< Ný bók. Matthía Jochumsson. 11. nbv. 1835— 11. nóv. 1905. — í tilefni af 70 ára af- mæli haDS. — Rvik 1905. — Kostnaðar- maður: Davíð Östlund. 112 bls. 8vo Bæklingur þessi er í 4 köflum. — í fysta kaflanum (bls. 9—54) ritar hr Þor- steinn Gíslason um helztu æfiatriði síra Mattlnasar, bernsku hans, uppvaxtar- og starfsár, og stj'ðst þar að nokkru leyti við sögusögn skáldsins sjálfs. — Annar kafl- inn (bls. 55—77) er eptir Guðm. lækni Bannesson á Akureyri, og er fyrirsögn þess kaflans: „Síra Matthías Jochumsson ( heima á Akureyri.u — Þá er þriðji kafl- i inn (bls. 78—90) „Matthías Jochumsmn á j skáldfáknurn“, og hefur hr. Þorst. Gísla- 1 son einnig ritað þann kaflann. — En síð- j asti kaflinn (bls. 91—112): „Matthías Joch- umsson við Likaböngu, er eptir hr. Guðm. Finnboyason. og er hann um erfiljóð sira Matthíasar, sem höfundnrinn telur beztan spegil lífsskoðana hans, og er það sá kaflinn, sem oss þótti mest um vert að lesa. Það var rnjög vel til fundið af hr. Östlund, og höfundunum, að minnast 70 ára afmælis hins aldna, en síunga, þjóð- skálds vors á þenna hátt, og teljum vér víst, að ýmsir, er hafa mætur á þessu þjóðskáldi voru. og langar til, að kynn- ast honum nánar, en kostur er á í kvæð- um hans, og ritsmíðum, afli sér bæklings þessa, enda þótt dómarnir verði ef til vill í siimum greinum nokkuð aðrir, en höfundarnir halda fram, sérstaklega að því er afskipti síra Matthíasar af lands- málum snertir, sem oss virðist, að höf- undarnir (Þorst. Gísl. og G. H.) hefðu vel mátt vera fáorðari um, en aptur fjöl- orðari um kveðskapinD, sem að mörgu leyti er þjóðinni ómetanlegur andlegur fjársjóður. Heiðnrssamsæti héldu Vestmanneyingar lækni sínum, hr. Þor- steini Jónssyni, 21. okt. síðastl., í minningu þess, að hann hafði þá gegnt læknisstörfum í Vest- mannaeyjum í 40 ár. — Á annað hundrað manna tóku þátt í samsæti þessu, og töluðu þeir sira Oddgeir Guðmuwlsen og Magnús sýslumaður Jóns- son fyrir minni heiðursgestsins, og sömuleiðis var honum flutt kvæði, er verzlunarmaður G. Engilbertsson hafði ort. Sektaöir hotnverpingar. Islenzka botnvörpuveiðagufuskipið „Seagull1*, eign Þorvaldar Bj'órnssomr frá Þorvaldsevri o. fl., var nýlega sektað um 1 þús krónur, og afli og veiðarfæri gert upptækt, sakir landhelgisveiða í Garðsjó. — Brot þetta sannaðist við réttarrann- sóknir, er sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjós- arsýslu hélt, án þess danska varðskipið kæmi þar nokkuð næiri. Á hinn hóginn náði „Hekla“ ný skeð í tvo erlenda hotnverpinga i Garðsjó, og fór með þá til Hafnarfjarðar, þar sem afli, og veiðarfæri, var gert upptækt, og skipstjórar sektaðir, annar um 2500 kr., en hinn um 1500 kr. Þetta er fyrsta þrekvirkið, sem „Hekla“ hefir urmið, síðan skipt. var um yfirmenn í sumar. Hégéniaskapurinn vaxandi. Breiðdælingar létust 11. okt. siðastl. vera að heiðra hreppstjóra sinn, hr. Pál Stefánsson, fyrir 27 ára hreppstjóra starf, og gáfu honum i því skyni hreppstjóra-einkennisbúninginn(!) Þeir kvað vera stjórnarmenn miklir, Breið- dælingar, og vilja því hafa einhverja sýnilega imynd valdsins sem næst sér. íiúsbruni. Aðfaranóttina 6. okt. síðastl. brann barnaskóla- hús að Bakkagerði í Borgarfirði eystra. — Þar brunnu og lestrarfélagsbækur hreppsins, og nokk- uð af vörum, er Jakob kaupmaður Jómsson átti. Húsið var í eldsvoðaábyrgð, ?n ekki vörurnar, né lestrarfélagsbækurnar. Ur Strandasýslu (Árneshreppi) er „Þjóðv.“ ritað 22. okt. síðastl.: „Veðráttan hefir verið hér mjög óstöðug í haust, svo að naumast hefir gefið þverfirðis, þar t.il um miðj- an þenna mánuð, er tíð breyttist, og hefir síðan verið ágætistíð. — Fiskafli brást hér algjörlega í haust, sökum ógæftanna, og nú er orðið fisk- laust, og er það ekki álitlegt, þegar þess er gætt, að eigi fór að fiskast, fyr en seint i júli. — Hey-afli varð i minna lagi, sakir óþurrka, er byrjuðu um miðjan júlí, svo að taða náðist ekki inn, fyr en um miðjan ágúst, og þá hálf- ónýt, enda eru hey yfirleitt meira og minna hrakin, þó að allt næðist inn á endanum. Almennt eru menn hér mjög óánægðir yfir gjörðum síðasta alþingis, er batt oss á klafa stóra norræna ritsímafélagsins, og smáði vilja þjóðarinnar í undirskriptarmálinu o. fl., enda hafa nú um !,/4 þeirra, er kosningarrétt hafa hér í hroppi, skrífað undir áskorun til ráðhei rans, um þingrof, og óttast þó margir, að það þeri engan árangur, meðan alþingi er skipað jafn mörgum stjórnargæðingum. sem nn er“. Ska rlatssótt hefir í haust gert vart við sig í einu húsi á Oddeyri, að þvi er skýrt er frá í „Norðurlandi“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.