Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.11.1905, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.11.1905, Qupperneq 3
XIX., 45 Þ JÓÐVILJINN. 179 14. okt. BÍðastl. — Blaðið telur þó sennilegt, að veikin muni eigi berast þaðan, þar ’sem beitt var þegar sottKVÍun. D<Unn af eitri. Aðfaranóttina i. nóv síðastl. serðist í Reykja- vík sá sorgar-atburður, að Þórður bóndi Þórðar- son á Leirá í Borgarfjarðarsýslu, sonur Þórðar sáluga Þorsteinssonar, er lengi bjó að Leirá. tók inn eitur (strykninj, og áður en lækni tókst að dæia eitrið ár maga hans, var hann örendur. Þórður sálugi, sem mun hafa rerið tæplega bálf-fertugur, var að mörgu leyti dugnaðarmað- ur, sem faðir hans, og má því telja eptirsjá að bonum, eigi að eins fyrir ekkju hans, og niarg- mædda móður, heldur og fyrir aðra, er honum kynntust. Höfuðbólið Leirá, ásamt hjáleigum, hafði Þórður sálugi, skömmu fyrir lát sitt, selt hr. Guðna Þorbergssyni, sælu- hússverði á Kolviðarhóli, fyrir 15 þús. króna, og tekur Guðni jörðina til ábúðar i næstk. far- dögum. Marconí-loptskeyti, er borizt hafa síðnstu dagana, segja voðaleg uppþot, og mannvig, í ýmsum borgum á Rússlandi, og má heita, að allt logi þar í uppreisnarbáli. — Járnbraut- armenn hættu og vinnu, svo' að flutning- ar tepptust, og horfði til stór-vandræða á sumum stöðum, sakir vista-skorts. — Síðustu fregnir segja þó járnbrautarlestir aptur farnar að ganga á aðal-járnbraut- unum í norðanverðu Rússlandi. Nicolaj keisari, sem við ekkert fær ráð- ið, þar sem herinn virðist nú víða á bandi uppreisnarmanna, hefir nú látið það boð út ganga, að þjóðinni skuli veitt löggjaf- arþing, almennt málfrelsi, og réttur til fundahalda og félagsskapar; en margir treysta ílla efndunum, og er því hæpið, j að uppreisnin verði stöðvuð. — Noregur. Svíar hafa nú loks sam- þykkt ríkja-skilnaðinn, og hefir norska stjórnin því beiðzt samþykkis stórþings- ins, til að bjóða Karli, syni Friðriks, kon- ungsefnis Dana, konungdóm í Noregi. og er talið víst, að stórþingið veiti samþykki sitt, og að norska þjóðin samþykki síðan konungdóm hans, með almennri atkvæða- greiðslu. Nánari fréttir bíða næsta blaðs. íslandsbanki — Háir innlánsvextir. i Það virðist vera ástæða til þess, að vekja sérstakt athygli almennings á aug- lýsingu frá Islandsbanka, sem birt er hér í blaðinu. það er nýtt, að eiga kost á 4% vöxtum af innlánsfé, eða reyndar freklega það, þegar þess er gætt, að vextirnir verða jafnan lagðir við böfuðstólinn á þriggja mánaða fresti. Skilyrðið, að féð standi í bankanum eigi skemur, en þrjá mánuði í senn, er mjög eðlilegt, og getur naumast verið fráfælnndi fyrir þá, sem á annað borð eru svo efnum búnir, að geta átt eitt- hvað fé á vöxtum. Iunlánsskírteinið, sem bankinn gefur fyrir sliku fé, getur og gengið kaupum og sölum, og orðið viðskiptunum að ýmsu leyti til léttis. Mannalát. 11. marz síðastl. andaðist að Læk i Sléttu- hreppi í Norður-ísafjarðarsýslu Sigurður bóndi Friðriksson, 43 ára að aldri, fæddur að Steinólfs- stöðum i Grunnavíkurhreppi 10. apríl 1862. Foreldrar Sigurðar sáluga voru: Friðrik Ein- arsson, Sigurðssonar. og Herborg Sigurðardóttir, bónda Jónssonar frá Sléttu. — Með foreldrum sínum fluttist hann að Hælavík á Strör.dum,og ólst upp hjá þeim. unz faðir hans drukkaaði í fiskiróðri í nóv. 1S74. — Fór Sigurður þá til móðurbróður síns, Hermanns sáluga Sigurðssonar á Sléttu, og dvaldi hjá honum, unz hann 20. sept 1883 kvæntist eptirlifandi ekkju sinni, Krist- ínu Arnórsdóttur, og dvöldu þau hjón í vinnu- mennsku, og húsmennsku, unz þau tóku hálfa jörðina Garðar í Aðalvík vorið 1900. — Bjuggu þau þar að eins eitt ár, og fluttu síðan að Læk, og þar bjó Sigurður til dánardægurs. — Þeim hjónum varð alls 12 barna auðið, og dóu 7 þeirra í æsku, en þessi 5 eru álífi: Ingveldur, Ingibjörg, Sigurður, Bcrgmundur og Hjálmfríður. Snemma þótti bera á því, að Sigurður sálugi væri mörgum fremri að hagleik, og fókkst hann því mikið við smíðar og byggingar. og þótti leysa þau störf af hendi flestum fremur, enda var hann yfir höfuð mesti dugnaðarmaður, er le.vsti öll störf sín mjög vandvirknislega af hendi, og var hann jafnan talinn á við tvo, er hann gekk að verki, enda var hann í hærralagi meðai- maður, og að því skapi þrekinn, og þéttur á velli. Hann var mesti stillingarmaður, grandvar i orðum, og mínntist þess enginn, að hann sæ- ist reiðast. —- Sakir mannkosta hans: starfsemi, listfengni, og aðdáanlegrar hógværðat- í umgengni, báru allir, sem Sigurð sáluga þekktu, ntjög hlýj- an hug til hans, og þó að efnahagur hans væri jafnan fremur þröngur, sakir barnafjöidans, urðu margir tii þess, að greiða úr fyrir honum, sakir vinsælda þeirra hjóna. Sigurður sálugi var ástríkur eiginmaður, og faðir, og er hans almennt saknað af öllum, er I honuin kynntust. X. 156 Síra Leonhard hafði i raun og veru alls ekkert út á Jovíku að setja, en var jafn vel farið að verða hlýtt til ungu, kurteisu og bliðlyndu stúlkunDar. — En þegar hann hugsaði til þess, hvernig foreldrar Jörgen’s myndu taka flheiSiingjanum“, hrissti hann böfuðið áhyggjutullur, enda þótt hanu hefði lofað, að reyna að miðla málum. Ýmsir at embættisbræðrum prestsins höfðu komið, til járnbrautarstöðvanna, til þess að heilsa honum, og vai hann nú að tala við þá. Gerald, og Daníra, voru nú rétt komin út úr mann- þrönginni, en námu þá snögglega staðar, alveg forviða er þau sáu nngan kvennmann koma á moti ser. Þau þekktu hana bæði ofur-vel, og Gerald sleppti handlegg konu sinnar, sem stóð náföl, og orðlaus. — Hann ætlaði sér að verða fyrir svörunum, þótt honum þætti fundur þessi all-óþægilegur. En unga stúlkan var nú þegar komin til þeirra, og -vafði höndunum um bálsÍDn á Daníru. „Danira! slæmi flótta-fuglinn! Hérna í Tyrol átti jeg þá að hitta þig aptur,u „Edith, hvernig komst þú hingað!u mælti Danira, ■og var bæði hálf-glöð, og hálf-hrædd. „Er þetta tilviljun?u „Nei, engan veginn!u svaraði Edith. „Eg kom hing- að auðvitað, til þess að taka á móti ykkur, og verða fyrst, til að heiisa ykkur.“ Hiin hugsaði sig svo um i nokkrar sekundur, en sneri sér síðan Hjótlega að fyrverandi . unnusta sínum, rétti honum hendina, og mælti: „Beztu heilla-óskir n.ínar, Gerald! Vertu velkomimi heim, ásamt konu þiuni!u Gerald hneigði sig þegjandi, en veitti þvi eigi 158 en hún veitti þó alls enga mótspymu, heldur leit hún broshýrum, og leiptrandi augum á unga manninn, og tók glaðlega upp orðin, sem honum hafði veitt svo örðugt að kenna henni. „Svona gengur það nú, er menn eru komnir i hjóna- bandið, og reyndar á uadanu, mælti Jörgen. „Munurinn er að eins sá, að á undan giptingunni, setur presturinn sig á móti, og harðbannar, en leggur blessun sína yfir á eptir, og finnst það þá sjálfsagður hlutur". „En farðu nú til liðsforingjans, og frúar hans“, mælti Jörgen enn fremur, „því að þau verða fyrst allra manna að fá að vita, að við séum mi orðin ásátt um þettau. — „En segðu fyrst orðið einu sinni aptur, Jovíka“, mælti Jörgen, og skerpti aptur skilninginn með nokkrum koss- um. „Það er svo skemmtilegt, að heyra þig segja það, og fer þér svo dæmalaust vel í munni, af þvi að þú hef- ir rétt njlega lært þaðu. Og Jóvika, sem nú var komin í fullan skilning, hafði orðin svo vel upp aptur, að kennari hennar, og til- voDandi eiginmaður, var fyllilega ánægður. Gufuskipið hafði haldið sömu stefnunni, rreðan er þetta fór fram, og var nú að fara út úr fióanum. Gerald og Danira horfðu enn einu sinni til lands, og virtu héraðið fyrir sér. Bárurnar vögguðu sér hægt, og glitruðu i sólskin- inu; en að baki gnæfðu dimm fjöllin, með öllum tind- unum og fjallaskorunum, og varpaði morgun-sólin yfir þau leiptrandi geislum sínum. Skipið hélt nú gegnum opið, þar sem flóinn end- aði, og sáust þá rísa dimmir, og ógnandi, klettar úr sæ, er virtust myndu teppa íör skipsins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.