Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1905, Blaðsíða 3
XIX., 46 Þ JCÐVILJINN. 183 að slík sakamál ættu að vera úr sögunni á þess- um tímum. Frá ísafirði er „Þjóðv.“ ritað 3. nov. síðastl,: „Tíðin stirð að undanförnu, norðangarður, með fannkomu og frosti, síðustu daga f. m. — Sjógæftir mjög stop- ular, og haustið jivi óvanalega arðlítið almenn- íngi. — Hlutafélagi ei verið að koira á fót hér í kaupstaðnum, til að gefa út. nýtt blað er ræði landsmál fremur að skapi almennings, en mörg- um þykir „Vestri“ gjöra, og fær þ ið mál von- andi nægan hyr, þó að „Vestra“, og stjórnarlið- um, só eðlilega íila við það“. Óspart var brosað, þegar næst síðasta nr. „Reykjavíkur11 kom út, því að þar var ritstjórnargreinin á dönsku! Fer þeim nú eigi að sæma hetur „Baunverja11- en „heimastjórnar“-nafnið, stjórnarliðum? spurði margur rnaðurinn. — Danir hafa taumhaldið í politíkinni, sem kunnugt er, og nú gota þeir eigi notast lengur við veslings íslenzkuna, en 8krifa á dönsku, þegar mest skal við hafa, Umburöarbréf stjórnarliða. Ekki hefir umboðsmaður stiórnarliðs- ius, vesturfara-agentinn, signor Sigf'ús Eymundssun, svarað neinu athugasemdum vorum, út af umburðarbréfi stjórnarliða, er birt var í 44. nr. blaðs vors, 30. okt. síðastl. A hinn bóginn þykír sennilegt, að einhverjum hafi þótt komið þar fremur óþægilega við kaun sín, þvi að fáutíi dögum siðar barst oss bréf úr Reykjavík, sem sent hafði verið með bæjarpóstinum, og var ekkert innan í umslag'nu, nema — eitt nr. af blaðinu „Gjallarhorn“ frá f.á., og strikað þar, með bláu striki, við skammagrein um oss, sem „Þjóðv.“ hafði löngu svarað, og rækilega hrakið, svo að hún var oss engiu nýjung. „Ojæja! Fátæklegt er þetta! Og eigi munu þar rnikil andans efnin fyrir!“ varð oss að orði. En geta nú eigi lesendur vorir gizk- að á, hver brófið muni sent kafa? — Gleti þeir það, sem vér vonurn, þekkja þeir einnig þann piltiun ögn betur, en áður. vfarconi-loptskeyti, er síð- ast hafa borizt, herma engin stór-tíðindi, nema róstur enn víða á Rússlandi. --I borginni Minsk skutu hermenn á varnar- lausan manngrúa, og drápu, eða særðu, á svipstundu um 400 manna. — Víða hefir lýðurinn gert aðsúg að Gryðingum, svo að íiiargar byggðir þeirra eru gjör- eyddar, enda hafa trúbræður þeirra í New-York, og í Lundúnum, þegar tekið að efna til samskota þeim til líknar. — Fregn frá Odessa segir, að 8. nóv. hafi verið jörðuð lík 300 manna, er drepnir hafi verið í þessum gyðinga-ofsóknum, og að tala drepinna manna sé þá al!s orðin 964. — Atvinnuleysi mikið í Lundúnum, og hafa verkamenn gert sendinefnd á fund Bcdfoio-’s, forsætisráðherra, sem neitaði, að veita hjálp af ríkisins hálfu. Bessastaðir 15. nóv. W05. Tiðaríarið votviðra- og rosasamt, en þó yfir- leitt hið hagstæðasta, að þvi er landið snertir. Slii]) Thore-fðliigsins, „Tryggvi kongur“ lagði af stað frá Reykjavik til útlanda 11. þ. m. — Með skipinu fóru um 20 farþegjar, þar á meðal: Bjarni skipasmiður Þorkelsson, kaupmaður Björn Ólsen frá Patreksfirði, skipherra Einar Jónsson frá Grarðstöðum, hæjarfógetaskrifari Ghtðm. Guð- mundsson o. fl. „A'esta4' lagði einnig af stað til útlanda 11. þ. m. Húsbriuii í Reykjiivik. Aðfaranóttina 11. þ. m. kviknaði i svo nefndu Félagsbakaríi, sem var stærsta bakaríið i Revkjavík, og brann það til kaldra kola. ásamt miklum birgðum ai mjöli, kolum o. fl. — Opptök eldsins segja menn hafa verið, að ofnpípa niðri i húsinu hafi sprungið. Enn fremur þrann íbúðarhús, sem var eign sama brauðgerðarfélags, og að nokkru leyti einn- ig hlaða, er stóð þar skammt frá. Latínuskólinn, sem stendur þar í grenndinni, ! var um hríð i all-mikilli hættu, og sömuleiðis I hús Gunnþórunnar HaUdórsdóttur, en þó tókst j slökkviliðinu að verja hús þessi. Húsiu, sem brunnu, voru í 50 þús. króna j eldsvoðaábyrgð, en vörur kvað á hinn bóginn eigi hafa verið tryggðar nægilega hátt, einkura þar sem all-miklar birgðir voru nýlega komnar. linglingspiltur slasaðist nýlega í trésmíða- verksmiðju hr. Jóh. Reykdal i Hafnarfirði, og missti tvo fingur á vinstri hendi. ttm n mi iT.1 i'i n .,,,, ii 11 m,, m , ii,, n 1111., w i u 11111, it Kína-ilís-elexír j er að eins egta, só hann frá Valdimar Petersen i Frið- rikshöfn —Kaupmannahöfn. A þeirn tímum, er siðir manna eru svo úr lagi færðir, að jafn vel verzlunar- menn, sem að öðru leyti eru heiðvirðir, og mikils metnir, svifsst eiai, að hafa á i boðstólum stælingu af vörum, sem í marga 160 „Hann bannaði mér harðlega að svara þér, og jeg lét, und- an; en áður en við lögðum af stað frá Cattaro, hafði ég þegar ásett mér, að svara þór, eins og ég nú hefi gjört“. „Að visu fór óg að vantreysta sjálfri mér“, rnælti ’Edith enn fremur, „þegar frænka min> bauð okkur að vera nokkra daga um kyrrt í höllinni Steinach, því að þar stóð þá ekki vel á. — Ykkur Gerald mátti ekki nefna þar á nafn, og faðir minn veitti oliu í eldinn, svo að ég gat alls ekkert áunnið, meðan er hann var þar. — En svo gat óg komið því til leiðar, að hana fór einn heim, og .levfði inér að dvelja nokkrum dögum lengur“. „Og þá talaðirðu okkar máli?“ „Mér tókst það vonum fremur“, svaraði Edith. „Frænka reyndi að hugga mig, út af missi unnustans, og sneri eg rnálinu á þá leið, að átelja hana fyrir það, hve harðbrjósta hún væri við ykkur. — Og síðast, en ekki sízt, lét eg mér um það hugað, að koma henni á þá skoðun, að þú værir i raun og veru prinsessa frá Dal- matíu“. „En Edith!“ „Er það þá ósatt?“ svaraði Edith. „Faðir þinn var höfðingi þjóðflokks sins, og bróðir þinn er það enn. — Eu höfðingi, fursti, kongur, það er i raun og veru að ■ eins nafn á sömu hngmyndinni, eins og jeg skýrði frænku minni frá. — Enu frernur sagði ég henni margt rain hreystiverk föður þíns, er henni fannst mikið um, og að lokurn sýndi ég henni bréf þitt, og gat hún þá ©igi annað, en dáðst að því, hvaða hugprýði þú sýndir, er þú frelsaðir lif Gerald’s í Wilaquell, og þá fór hún nú loks að linast,, og gafst svo alveg upp, svo að eg hlausf fagr- ,an sigur. og sýndi þannig, að eg var í æft við föður minn“- 157 eptirtekt, að titringur kom á hönd hennar, sem hún hafði rétt honum, er hann snart hana með vörunum. Hann tók að eins eptir brosinu, sem var á andliti hennar, og var þá, sem létt væri af honmn þungri byrði, því að hann þóttist þess nú vis orðinn, að frá hennar hálfu væri sér allt fyrirgefið. „Komstu hingað okkar vegna?“ spurði Daníra glað- lega. „Þú veizt ekki, Edith, hvað mér, og okkur báðum, þykir vænt urn komu þína.“ „Bíddu nú ögn við“, mælti Edith, „og gættu still- ingarinnar, göfga frú! Jeg er komin hingað, sem nokk- urs konar sendiherra, til þess að bjóða ykkur velkoinin til hallarinnar Steinach. ■— Hérna er bréf frá móður þintii, G-erald, að eins nokkrar línur, þar sem hún óskar bess, að þið komið til hallarinnar“. „Edith — það er ómögulegt —; er þetta þér að þakka?“ mælti Gerald, um leið og hann veitti bréfinu móttöku, og sá, að rithönd móður sinnar var á því. „Já, það er i fyrsta skipti, er eg hefi fengizt við þess konar störf”, svaraði Edith, „og kalla eg, að mér hafi eigi tekizt illa, þar sem eg hafði þau bæði, föður minn, og frænku mína, á móti mér. — En nú verðurðu að lofa mér, að spjalla hálf-tima við Daníru i einrúmi, þar sem við verðurn brátt að skilja“. „Skilja? Hvers vegna? Jeg hélt, að þú yrðir okk- ur samferða ?“ „Nei!“ svaraði Edith. _Eg legg at stað til föður mins, sem er í G..., með fyrstu hraðlest, er héðan fer. En frænka mín býst við komu ykkar ídag, og það má ekki bregðast, því að hún hefir látið hafa mikinn viðbúnað, til að fagna lcomu ykkar“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.