Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Blaðsíða 2
186
Þ jói’ VILJINN.
XIX.. 47.
munu þar hafa misst aleigu sina. Eins
og va,nt er, þá safnaðist múgur og marg-
menni þegar að eldi þessum; mun það
liafa verið, bæði þjóðræðisskrill og heima-
stjórnarskrill, og varð ekki viðráðið, því
óstjómin ríkti með sinu kringlótta Ó —i
þar eins og annars staðar í heiminum, og
skyldu menn halda, að sú danska „póli-
tík“ væri hér að halda sigurhátíð. Sagt
er — og hefur lengi verið sagt, að bruna-
málastjórinn hafi ekki getað við neitt
ráðið, enda ekki völ á neinum mannafla,
til að bægja óviðkomandi fólki frá, að sletta
sér fram í þetta. Kerlingar, og ýmsar
kvennpersónur, æddu inn í húsin, þar sem
þær gátu, þó engin hætta væri orðin þá,
og gripu allt, sem höndum varð á fest,
leirílát og glerhlutir — og margir dýrir
og brothættir hlutir — öllu var fleygt í
vitleysu-æði út á götuna, og mölbrotið; —
það er annars merkilegt, hvað fólk verð-
ur vitlaust hér — og það miklu fremur,
en annarstaðar — og gerir miklu meira
tjón, en eldurinn — enda vantar, að reka
það burtu, og leyfa því ekki að komast
að. Nú bætist þar við, þegar enginn
kann að segja fyrir, eða hefir verksvit,
allir vitlausir, og orga hver í kjaptian á
öðram; slökkvitólin ónýt, og eptirlitslaus
mánuðum saman, nerna eitt gamalt skrapa-
tól — og svo dæla Ólafs Hjaltesteds; hún
var það eina, sem dugði — engar æfingar
nú á síðari timurn — reykháfar raunar
hreinsaðir að nafninu til, en varla, eða ekki,
fæst nokkur maður, til að hreinsa ofn - -;
hvernig skyldi fara, ef Reykjavík skyldi
brenna í stórviðri, og frosti, Jregar ekk-
ert vatn fæst? Menn verða ekki varir
við neÍDar varúðarreglur, en það er eins
og menn forðist þær, svo sem unnt er.
En samt sem áður lét fólkið ekki sitt eptir
liggja að hjálpa, að verja húsin i kring;
var það gert með votuin seglum, og járn-
plötum (sem sumar munu ekki hafa dug-
að mikið, enda er það járn, sem nú flyzt,
miklu þynnra og verra, en það, sem áður
fluttist); — allir gerðu allt, sem þeir gátu,
með orgi og óhljóðum, og var ekki unnt
að segja, hver betur gekk fram, þjóðræð-
isskríllinn, eða heimastjórnarskrillinn; og
víst var það, að embættisskríllinn ham-
aðist lika, og stóðu þar pilsklæddar stáz-
róður, með dugnaði og sóma, í vatnsburð-
inum, og réttu föturnar, með svo miklum
fitonskrapti, að aílt fór úr þeim jafn óð-
um, svo þær komu tóaaar, og fóru tómar;
•en þeirra gerð var hin sama, þær vildu
hjálpa eptir megni, og stóðu þarna, svo
svitinn rann af þeim, með fossfalli, ofan í
lækinn, svo aldrei minnkaði vatnið í hon-
um, enda voru þær spikfeitar, og vel ald-
ar af landsfé til kynbóta, eins og lirút-
arnir í „Þjóðólfi“. Sagt var, að latínu-
skólinn sálugi hefði verið kominn hætt,
og var öllu fleygt út úr honum, sem fleygt
varð; — þar hefði brunnið geymsluhús
skólans, og likiega skólinn sjálfur, ef ekki
liefði orðið vitinu komið fyrir einhverja
hjálparmenn, með mestu fyrirhöfn, þar
sem allt var vitlaust og hálf-vitlaust. En
íveruhús forstöðumannsins brann með öllu
því, sem hann átti þar inni, allt til kaldra
kola.
Hér ber annars margt skrítið við, þeg-
ar brennur. Sumir neita að hjálpa, eða
rétta hönd, segjast ekki vera í brandlið-
inu, en standa iðjulausir, og vefjast fyrir
hinum; þegar „Glasgow“ brann, þá var
einn maður beðinn að hjálpa, tíl að koma
gömlurn og blindum manni út úr bæ þar
við hliðina á, en hann neitaði því. Nú,
þegar bakaríið brann, þá þótti hætt við,
að kviknaði í húsi Guðmundar Björnsson-
ar héraðslæknis, og beiddu stúlkur þar
menn um að hjálpa sér, til að vellta einni,
eða tveim, steinolíutunnum burt (en eld-
ur var ekki nærri þangað kominn) — en :
þessir náungar fengust ekki til þess með I
nokkru móti, svo stúlkurnar gerðu það j
sjálfar. "Þannig mætti telja fleiri dæmi
upp á illgirni og lúaskap, sem hér kemur j
fram, þegar mest liggur á hjálpinni; en j
Danir greyin hafa æfinlega komið af skip- |
unum hér á höfninni, og gert allt sem í !
þeirra valdi stóð, til að hjálpa í slíkum I
tilfellum, bæði nú og endranær, svo þó j
að þeir séu pólitískir asnar, þá eru þeir >
góðhjartaðir, og allra beztu grey, skinnin j
þau arna; og þó að sumir sé að bulla <
um Danahatur, til þess að koma sér vel j
við þá, þá sér ekki á því hér, því Danir j
og Islendingar vinna ætíð vel saman í j
mesta bróðerni. Það eru einkum stjórn- j
armenn, og ríkisdagsmenn, sem bulla um i
eitthvert „bróðerni“, sem ekki er til, og j
aldrei hefur verið til, og aldrei verður til. j
S. D.
im „spíriiismann“. j
_____ i
„Þjóðv.“ hefir nýlega vorið sent til umsagn- !
ar nr. 18—19 af danska hálfsmánaðar-blaðinu
„Sandhedssögeren“, sem cand. mag. Sigurd Trier
byrjaði að gefa út í Kaupmannahöfn i ár.
Blað þetta er málgagn „spíritista“ i Danmörku,
eða þess flokks manna, er á íslonzku hafa stund-
um verið nefndir „andatrúarmenn11; nn það nafn
á engan veginn við — eins og ritstjóri Einar
Hjörleifsson hefir sýnt fram á —, því að það er
alls ekkert einkenni „spíritista11, að þeir trúi til-
veru anda; það gera kristnir menn, og flestir
aðrir trúarflokkar, einnig.
t>að, sem einkennir „spíritista11, er á hinn bóg-
inn það, að þeir halda því fram, að það sé ekki
að eins trúaratriði, heldur séu óyggjandi sannan-
ir fengnar fyrir því, að einstaklings lífið haldi
áfram, eptir breytingu þá, er vór nefnuœ dauða,
og að andar framliðinna manna geti staðið i sam-
bandi við menn, sem enn lifa hér á jörðinni, svo
að vér geturn þannig ögn skyggnzt inn fyrir
blæjuna, er skilur sýnilega og ósýnilega heiminn
Enda þótt „spiritisminn“ sé enn að eins á
sextugs aldri — það voru reimleikarnir miklu í
Hydesvílle árið 1848, sem komu honum af stað
—, skiptir þó tala „spíritista“ þegar nokkrum
milljónum, og talið er, að 80 þús. binda hafi jieg-
ar verið rituð um þessa miklu andlegu vakn-
ingu.
Það eru einkum ensku-mælandi þjóðirnar, er
fengizt hafa við rannsóknir, er „spíritismann“
snerta, og þaðan hefir hreifing þessi borizt til
annara landa, einkum til Erakklands og Þýzka-
lands, og snnið marga áhangendur.
í Danmörku, og öðrum Norðurlöndum, má
hreífing þessi enn teljast fremur ný, en ryður
sér nú óðum til rúms þar, sem annars staðar,
eins og eðlilegt er, þar seu* um það málefni er
að ræða, sem hefir meiri þýðingu fyrir hvérja
einustu mannssál, en nokkurt annað málefni.
Að fyrirburðir þeir, er „spíritistar“ byggja
skoðanir sínar á, gerist i raun og veru, en séu
ekki hégómi, sjálfsblekking, oða svik — þó að
stöku loddarar hafi vitanlega gert sér atvinnu
úr því, að reyna að beita blekkingum í þessu
efni — viðurkenna nú orðið flestir, sem þessi
efni hafa rannsakað, og þeir eru engir fábjánar
sumir, er teljast helztu merkisberar „spíritism-
ans“, heldur i merkustu röð vísindamanna, svo
sem þýzki heimsspekingurinn Carl du Prel, prófes-
sor William Crookes, er fyrstur fann frumefnið
thallíum o. fl., prófessor dr. Alfred R. Wallace,
samverkamaður Darwín’s, rússneska ríkisráðið
Alexandre Aksakof, William Stead, hinn heimsfrægi
útgefandi tímaritsins „Roview of Reviews“, o.
fl. o. fl.
En rnest og bezt hefir þó enska náttúrufræð-
ingafélagið „Society for psychical research11 unn-
ið að þvi, að rann-aka þessa fyrirburði, með allri
þeirri v73Íhd.!alegu nákvæmni, sem unnt var; en
í því félagi eru allir merkustu sálarfræðingar
Breta.
Félag þetta tók árið 1882 að safna öllu, er
hér að lýtur, til þess að grennslast eptir, hvort
auðið væri, að sanna sjálfstæða tilveru sálarinnar,
og áframhald lífsins eptir dauðann, og fórust þá
Gladstone sáluga þannig orð: „Þetta starf hefir
meiri þýðingu, en nokkurt annað starf í heim-
inum — langtum meiri þýðingu“,
Arangurinn af þessu starfi félagsins hefir nú
orðið sá, að fengin þykir full visindaleg sönnun
fyrir því, að einstaklingslífið haldi áfram eptir
dauðann, og hefir skrifari félagsins, Fr. W. H.
Myers, ritað all-mikla bók (1400 bls.) um rann-
sóknir þessar, sem svo mikils þykir um vert,
að hún hefir þegar verið gerð að kennslubók í
sálarfræði við tvo háskóla í brezka heimsríkinu.
í þeim nr. blaðsins „Sandhedssögeren11, sem
nú liggur fyrir framan oss, eru prentuð ummæli
ofan greindra, og ýmsra annara mei’kra manna,
að því er skoðun þeirra á „spiritismanum11 snertir.
Balfour, núverandi forsætisráðherra Breta, seg-
ir: „Spíritisminn er óendanlega miklu þýðing-
armeiri, en hvert annað málefni, er að politíkinni
eða þjóðfélaginu lýtur“.
Victor Hugo, frakkneska skáldið, sagði: „Að
sneiða hjá fyrirburðum „spíritismans", og neita
þeim um það athygii, sem skylt er, er sama,
sem að gjöra sannleikann gjaldþrota“.
Norska skáldið Arne Garborg ritar: „Allt, er
áhrif getur haft, sem ofsókn gegn „spíritisman-
um“, mun verða honum til oflingar. — Rannsókn-
ir, er að þessu ofni lúta, eiga athygli skilið“.
William Stead skrifar í tímariti sínu „ Review
of Reviews11: „Aðar en mörg ár eruliðin, mun
að líkindum hver heiðvirð sál viðurkenna, að
það er jafn tryggilega, og vísindalega, sannað,
eins og hver önnur sannreynd í náttúrunní, að
tilvera einstaklingsins heldur áfram, eptir dauð-
ann, og að unnt er, að standa í sambandi við
þenna einstakling. — Mönnum þykir þetta ef
til vill djörf fullyrðing, en það er engin full-
yrðing, heldur spádómur, á sannreynd byggð-
ur, byggður á minni eigin reynzlu, sem eg er
jafn sannfærður um, eins og um hvað annað, sem
fyrir mig hefir borið“.
Norska Hlwildið síra Kristofer Janson segir:
„Spíritisminn“ ætti að vera, sem súrdeig, er á
þessum trúleysistímum ætti að gagnsýra trúfé-
lögin, til óbilandi trúar á andann, og baráttuna
fyrir hann, og til alvoru, og einlægni, í guðs-
dýrkun þeirra. — Tilgangur „spíritismans“ er
að eins sá, að lypta huganum til guðs, styrkja
barnslegn einlægni, og knýja oss til þess, að
starfa alvarlega að umbótum, er til góðs horfa
hér á jörðinni, og til þess, að tengja allt hið
skapaða saman í óslitna, samstarfandi festi, er
til guðs leiðir. — Mér skilst því eigi, hvernig
nokkur alvörugefinn, og skynsamur, maður, er
sleppt hefir trúnni á hinar gömlu kreddur „orþo-
doxiunnar11, getur gert „spíritismann11 hlægi-
legan“.
En hverjir eru þá þessir fyrirburðir, er „spíri-
tistar“ telja anda framliðinna manna geta vald-
ið, og telja óyggjandi sönnun þess, að einstakl-
ingslífið haldi áfram eptir dauðann?
Þeir eru mjög margvislegir, bæði þeir, er vart
verður, án tilverknaðar manna, svo sem svipir
og draumsýnir, ýmis konar, og hinir, er menn
reyna sjálfir að knýja fram.
Meðal hinna siðar nefndu fyrirburða er al-
gengastur „borðdansinn11 svo nefndi, og „anda-
skriprin11, sem honum er samfara; borðið gerir
þá ýmsar hreifingar, er valda því, að blýantur,
sem „miðillinn11 styður á pappírsblað, er á borð-
inu liggur, og án þess að stjórna honum, eða
hreifa hann að nokkru leyti, færist til, eptir
hretfingum borðsins, svo að á pappirinn koma
stafir, og setningar, er greina t. d. nafn þess
anda, er mættur tjáist vera, og annað, er hann
vill sagt hafa, eða svar hans upp á spurningar,
sem til hans er beint, því andinn tjáist heyra
allt, sem. saet er, og sjá alla, sem inni eru; og
eptirtektavert er það, að þegar lesið er úi skript-