Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Blaðsíða 1
Verð Arganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- a larlok. Þ J Ó£) VILJINN. -— [= NÍTJÁNDI ÁKGAN9UH. =| -- —&r«|=RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ^ I Vppsögn skrifleq, óqild \nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir iblaðið. M 47. Bessastöðum, 22. nóv. 19 0 5. Ifna og lldavélar selur Kristjdn jgcrgrímsson. 111111111111.11111.1111 ■. 11111.1111' 1111 m 11 ■ 111... i ■... 11 m n Úiclönd.. Helztu tíðindi, er borizt liafa frá út- löndum síðustu dagana, eru: Noregur. Þar hefir verið nokkur á- greiningur um það, hvort Noregur skyldi halda áfram að vera konungsriki, eða nota skyldi nú tækifærið, til að koma þar á lýðveldisstjórn. — Stjórnin, og allur þorri stórþingsmanna, töldu Lyggi- legra, að velja landinu konung, og munn þá hafa talið sjálfstæði ríkisins út á við betur borgið, einkum ef konungsættin væri venzluð einhverjum þjóðhöfðingja, er mikið ætti undir sér, enda stjórnarskrá landsins þaimig háttað, að konungstignin verður í raun og veru eigi annað, en nafnið. — Þetta mun hafa valdið þvi, að lýðveldismenn, eins og t. d. Björnstjerne Björnson, hafa sætt sig við, að Noregur só konungsríki áfram. A hinn bóginn héldu þó nokkrir vinstri- menn, og „socialistar“, því fram, að sjálf- sagt væri, að gera nú landið að lýðveldi, og fengu þeir það áunnið, að stórþingið samþykkti, að leita atkvæða þjóðarinnar um það, hvort bjóða skyldi Karii Dana- prinz konungstignina. — Karl, sem fædd- ur er 3. ág. 1872, er kvæntur Maud, dótt- ur Játvarðar Bretakonungs, og á sér því hauk í horni, enda er hann og sonur bróðurdóttur O.scars II. Svia konungs. Þessi almenna atkvæðagreiðsia fór sið- an fram í Noregi 12. og 13. nóv. síðastl., og samþykkti þjóðin, að Karli prinz sé boðin konungstignin, og hefir hann tekið því boði, og nefnir sig Hákon sjöunda. — En Hákon sjötti (f 1380) var síðastur konungur í Noregi, meðan Noregur var sérstakt konungsriki, þvi að við fráfall hans sameinaðist ríkið Danmörku, sem kunnugt er, þar sern Olafur Hákonarson og Margretav Vatdeinarsdöttur, er ríki tók í Noregi, eptir föður sirrn, hafði orðið konungur í Danmörku 1376. Árið 1905 verður því mikið merkis- ár í sögu Noregs, enda aðdáanlegt, hví- líka stillingu, og samheldni, norska þjóð- in hefir sýnt á þessum alvarlegu tímum. Pinnland. Um mánaðamótin siðustu hófust verkföll um land allt, og áður en landstjóri Rússa vissi af, höfðu Finn- lendingar stöðvað allar járnbrautarlestir til Rússlands, og náð ritsíma- og talsíma- stöðvum á sitt vald; en landstjóra, og fylkisstjórana, höfðu þeir i varðhaldi á lieimilum þeirra, án þess til vopnaviðskipta kæmi. — Sömuleiðis stöðvuðu Finnlend- ingar allar skipaferðir, og voru þess al- búnir, að verjast svo í lengstu lög, enda kvað þeir hafa aflað sér nokkurra vopna síðastl. sumar, þó að leynt hafi farið. Nicolaj keisari sendi þegar 30 þús. hermanna af stað, er honum komu fréttir þessar, til að jafna á Finnlendingum; en er herinn átti skammt til landamæra Finn- lands, kom hraðskeyti frá keisara, er stöðv- aði herinD, og í þess stað gaf keisari út auglysingu, er nemur úr gildi aliar tilskip- anir, sem út hafa verið gefnar á árunum 1899—1905, og fara í bága við þjóðrétt- indi Finna. — JaÍD framt hefir keisari kvatt löggjafarþing Finna til fundar 20. des. næstk., og lofar, að leggja fyrir það frv. um almeDnan kosningarrétt, og fleiri réttarbætur. Úrslit þessi hafa, sem von er, vakið almennan fögnuð á Finnlandi; en Nicoiaj keisari hefir eigi séð sér fært, að beita hörðu, sakir ástandsins á Rússlandi, þar sem allt logar í uppreisnarbáli. — — Rússland. 30. okt. hefir Nicola j kcis- ari skipað Witte forsætisráðherra sinn, og boðið honum, að koma á þingbundnu stjórnarfyrirkomulagi, og mynda ráðaneyti, eins og tíðkast í þeim löndum, er þing- bundna stjórn hafa. —- Witte hefir skor- að á blaðamenn, að styðja sig, til að leysa þetta ætiunarverk sitt að hendi, og friða landið, og er þegar lögleitt almennt prent- frelsi. Ymsir eru þó vantrúaðir á el'ndirnar enn, og uppreisn því enn mjög víða í landinu. Mikil brögð að ofsóknum gegn Gyð- ingum i Bessarabíu, og liafa margir Gyð- ingar verið lamdir til bana, og sumir brendir lifandi, hellt steinoliu í föt þeirra, og kveikt í. — I þorpinu Ismail í Bess- arabíu efndi skírllinn til brennu, og kast- aði á bálið 11 Gyðingum, er leitað höfðu athvarfs í heystakki. I borginni Kronstadt, við Eystrasalt, hafa voðaleg manndráp verið framin, og borgin logar í björtu báli, en konur og börn hafa hundruðum saman flúið. — Hermenn hafa háð snarpa orustu við sjó- menn. Stead, ritstjóri tímaritsins „Review of Reviews“, hefir vakið máls á því við Landsdoivne, utanrikisráðherra Breta, að senda herskip til Kronstadt, til þess að flytja þaðan brezka þegna. Bænda-uppreisnir eru víða á Rússlandi, og landeignir einstakra manna rændar. RothschUdarnir í Lundúnum hafa gefið .10 þús. sterlingspunda til líknar bág- stöddum mönnum á Rússlandi, og banka- eigandi í New York, Scldff að nafni, hef- ir gefið aðrar 10 þús. Warshaw, höfuðborg Pólverjalands, hefir verið lýst i herkvium, og eigna menn það Vilhjáimi, Þýzkalandskeisara, og eru Pólverjar honum því afar-gramir; en tilefnið var það, að Gyðingar þar í borginni voru farnir að afla sér vopna, til þess að geta varið sig, ef á þyrfti að halda. —- Austurríki. Þar hafa járnbrautarmenn tekið upp á því, að fara svo vandlega eptir öllum reglugjörðum, er að starfi þeirra lúta, að stór-tafir hafa hlotizt af, og mikil vandræði, að því er alla flutn- inga snert-ir. — Munu þeir á þenna hátt ætla sér, að knýja fram umbætur á kjör- um sínum. — — — Bandaríkin. Kosning borgarstjóra er nýlega um garð gengin í New-York, og heitir sá Mc. Clelian, er kosningu hlaut. — Studdi hið íllræmda Tammany- félag kosningu ha.us, og kvað hafa beitt stórkostlegum mútum, svo að í ráði var, að kært yrði yfir kosningunni. ♦.■■■■■...... ■ a ,Bakaríis4-brunmnlO.—ii.nóvemberl905. Fleslir munu hafa tekið eptir þvi, hversu stutt og ómerkilega blöðin segja frá ýmsu þvi, sem almenning varðar, en flytja langar fréttagreinar um hryðjuverk og atburði í útlÖDdum, sem oss varðar ekk- ert um. Þá er það og segin saga, að ef bent er á annmarka á einhverju, og ráðið til bóta, eða sýnt fram á, hvernig betur megi fara, þá er það hin sterkasta hvöt til þess, að sinna því ekki, heldur láta allt dumma við gamlan slóðaskap, og heimsku. Sá er því ekki tilgangurinn með þessum línum, að óska eptír, eða benda á, að varúð sé höfð, eða bætt úr einhverjum göllum, heldur einungis að sýna nokkuð nákvæmar, en gert er í blöð- unum, hvernig til hafi gengið við þann bruna, som var einhver hinn stórkostleg- asti, siðao „Glasgow“ brann. Þess má og geta, að í stórhýsum ytra (og vér ætlum í landsbankanum hér) eru víða hafðir næt- urverðir, til þess að gæta þeirra bygginga, og þess, sem inni er — enda hefði ekki veitt af því i „Glasgow“, þar sem svo mörg heimili voru, og margar fjölskyld- ur — sumt óvarkárt og hirðulaust, eins og gerist. En það er eins og engum. hér detti í hug, að eldur sé til í heim- inum. Hver sé orsök til brunans, það or eins hulið hér, eins og vant er; enginn veit neitt, getur ef til vill ekki vitað neitt. En það má telja sem vist, að þessi bruni er ekki af manna völdum viljandi, en samt sein áður hlstur einhverju að hafa verið ábótavant i byggingunni, svo dýrt og vandað hús sem þetta var, enda ekki smámenni, né fátæklingar, sem reisthöfðu, gólf lögð með cementi, og allur annar útbúnaður svo vandaður, sem bezt mátti verða. Hvað, sem um það er, þá varð eldsins ekki vart, fyr en allt stóð i björtu báli; lá við sjálft, að piltar, sem sváfu uppi í húsinu, varla kæmist lifandi út úr eld- inum. Bæði þeir, og forstöðumaðurinD,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.