Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.11.1905, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.11.1905, Qupperneq 1
Ytr(t árganqsins (minnst \ !í2 arkir) 3 kr. 50 anr.; trlmdis 4 kr. 50 aur., og í Ameríkn doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- a larlok. ÞJOÐVILJINN. -"■ |= Nítjándi ÁRöANGDF. ■ -— Vppsögn skri/teg, ógiid nema komin só iil útgej- anda fyrir 30. dag júni- mánaöar, og kaupandi ^samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. jYs 48. Bessastösum, ‘27. nóv. 1 9 0 5. Ifna og Sldavélar sseliir rímsson. i.rn.M.nini #ingið og þjóðin. Jón Ólafsson er einlægt að streitast við, að sanna það í „Reykjavíkinniu, að það geti ómögulega verið, að þjóðin sé ó- ánægð með síðasta þing, og gjörðir þess. Þjóðin geti ekki haft neinn annan vilja, en þingmennirnir, fulltróar hennar, iáta í Ijós á þinginu. Þess vegna hljóti allar þessar yfirlýsingar, sem nú koma úr öll- um áttum, og láta í ljós annan vilja, en þann, sem varð ofan á á þinginu, að vera eintómt fals. Það er svo að sjá, sem hann telji öll ávörp, og yfirlýsingar, frá kjós- endum marklausar; það sé aldrei auðið, að byggja á þeim með neinni vissu. Ef ætti að taka nokkuð mark á þeim, þá segir hann, að það þurfi að tryggja jafn- örugglega, að kjósandinn njóti fulls sjálf- stæðis, þegar hnnn undirskrifar ávarpið, eins og sjálfstæði kjósenda sé tryggt við kosningu til alþingis, og talar þar um heimullegar kosningar. Það er eins og Jón minni, að allir þjóðarfulltrúarnir séu kosnir eptir lögun- um heimullegar kosningar. Nei! þvi miður eru flestir þjóðarfull- trúar þeir, sem nú eru, kosnir eptir kosn- ingalögum, sem ekki tryggja, að kjós- andinn njóti fulls sjálfstæðis sins við kosninguna, og það, sem ef til vill er enn verra, þeir eru kosnir eptir kosn- ingalögum, sem víða á landinu gjöra meiri hluta. kjósenda ómögulegt, að neyta kosn- ingarréttar síns. Eins og kunnugt er, sá Alberti það hentugast, að geyma lögin um heimul- legar kosningar, og um fjölgun kjörstaða, þangað til hann væri búinn að koma því fram, sem hann vildi. Það er þess vegna óþarfi, að gjöra svo rnikið úr þvi, að þjóðin hafi svo greini- lega látið í Ijós vilja sinn við síðustu kosningar, að hún geti nú ekki viljað annað, en þingmennirnir vilja. Vér eig- um að vísu til góð kosningalög, en þau hafa aldrei komið til framkvæmda enr>, þar sem þörfin er mest á þeim, og það gæti vel farið svo, að þau komi aldrei til framkvæmdar, að rninnsta kosti, með- an þeir ráða, sem nú hafa völdin. Það er enn timi, til að breyta þeim, og aflaga þau, áður en aptur verður kosið. Þess vegna er þjóðin nú óánægð, að hún sér, að hún á allt of fáa fulltrúa á þinginu, frjálsa og óháða fulltrúa, sem þó séu bundnir, til að fylgja sannfæringu sinni, eru ekki bundnir neinu öðru. Sið- asta þing hefir sannfært kjósendur um, að stjórnin á margfallt fleiri fulltrira á þinginu, heldur en henni er ætlað, að eiga þar að lögum. Stjórnin hefir sitt ákveðna. umráða- svið, en á þinginn á þjóðin að ráða, og því verður hún að eiga þar fulltrúa, sem stjórnin hefir ekkert vald yfir. Annars er allt stjórnarfyrirkomulag vort hégóm- inn einber, og ekkert annað, en dularklætt einveldi. Á þiriginu talar og semur þjóðin við stjórn sína, ogseturhenni lífsreglurnar. Vér skulum nú uthuga, hvernig fram fór á síðasta þingi, milli stjórnar og þjóðar, og hvað mikið er til í þvi, að rm-iri hluti þingsins hafi í sumar talað og ályktað 'í nafni meiri hluta þjóðarinnar. I efri deildinni fylgdu þrír þjóðarfull- trúar stjórninni að málum. Stjórnin hafði sitt fram í þeirri deild með hjálp full- trúa, er hún sjálf hafði kosið. Þar átti Jón Ólafsson sjálfur sæti, sem fulltrúi stjórn- arinnar, og því er von, að hann stagli á setningunni: Þingræði hjá oss er sama, sem þjóðræði. Honum hefir eflaust fund- izt, að hann hefð> þar alla þjóðina með sér, þegar hann var í samvinnu við þessa þrjá fulltrúa hennar. Raunar voru tveir þeirra ólöglega kosnir, og þriðji heldur umboði sínu í trássi við kjósendur sína. Svona er þá varið jþjóðræðinu í efri deild- inni. Það mun vera í neðri deildinni, að þjóðræðið sýnir sig í allri sinni dýrð. Þar eru fulltrúarnir allir kosnir af þjóðinni, og þar ætti því þjóðin að geta komið fram vilja sínuin fyrirstöðulaust, án nokk- urs aðhalds eða takmörkunar frá stjórn- arinnar hálfu. En fulltrúar verða þá að vera sjálfstæðir menn, og stjórninni með öllu óháðir. Þetta viðurkenna allir. Eg sé á þingtíðindunum, að jafu vel Lárus Bjarnason sýslumaður talar um sjálfstæði, sem eitt, af þvi, sem hverjum sé nauð- synlegt, tilýað geta verið nýtur þingmað- ur, og nefnir hann sérstaklega fjárhags- legt sjá.lfstæði, Hann tekur það reyndar ekki fram, að í þessu efni er hættan mest fyrir sjálfstæði þingmannsins, þegar hann rnænir augunum upp á stjórnina, og vænt- ir þaðan viðréttingar á fjárhag sinum. Það geta víst. allir verið samdóma um, að eigi samvinna þjóðar og stjórnar á þinginu að fara í lagi, þá verður þjóðin að eiga þar frjálsa og sjálfstæða fulltrúa. Þegar eg nú virði fyrir mér þenna meiri hluta fulltrúanna í neðri deild, sem hefur i sumar ráðið lögum og lofum, t'yrir þjóðarinnar hönd, þá finnst mér sumir þeirra naumast geta skoðast, sem um- boðsmenn þjóðarinnar gagnvart stjórninni. Fyrst skal Jrægan telja, ráðherrann, sem fyrir þjóðarinnar hönd semur við sjálfan sig. Þogar hann var kosinn, var hann ekki orðinn ráðherra. Það var því sjálfsögð skylda hans, að leggja niður um- boð sitt, þegar þann varð ráðherra. Hefði hann þá verið endurkosinn, þá var ekki hægt að segja neitt við þvi; en undar- lega er þeim kjósendum farið, sem fela ráðherranum, að semja við sjálfan sig, og hafa eptirlit með eigin gjörðum. Þó líkt tiðkist í öðrum löndum, þar sem tala þingmanna skiptir hundruðum, þá á það illa við hjá oss. Alveg sama er að segjaum skrifstofu- stjóra Jón Magnússon. Þó hann væri margfallt atkvæða meiri maður, en hann er, þá er hann í þeirri stöðu, að hann getur ekki kornið fram á þingi, sem sjálf- stæður fulltrúi þjóðarinnar. Þeir, sem kjósa hann fyrir þingmann, lýsa því yfir, að þeir gefi stjórninni ótakmarkað um- boð, til að gjöra, hvað hún vill. Um Tryggva riddara þarf ekki að tala. Hann er aðsjálfsögðu bergmál ráðherrans, og mun aldrei segja annað, en já og amen við öllu, sem frændi hans vill. SýslumenDÍrnir Lárus Bjarnason og Björn Bjarnarson erubáðirsvoeinkennilega settir, vegna stöðu þeirra, að þeim er I ekki hent, að hafa stjórnina á móti sér. Það er því ekki hætt við, að þeir fari að taka málstað þjóðarinnar gegn stjórninni, því að sjálfsbjargarfýsnin er öllurn mönn- um innrætt, í hvaða stöðu, sem þeir eru. Eg get naumast skilið, að jafn vel Jón Olafsson vilji halda því fram, að þjóðin hafi látið í Ijós vilja sinn á þinginu fyr- ir munn þessara fulltrúa, sem eg nú hefi nefnt. Þá eru enn fremur í þessum rneiri hluta þrir fulltrúar, sem hafa náð kosn- ingu með þvi beinlínis að blekkja kjós- endur. Þeir þóttustvera utanflokksmenn, það er óháðir stjórninni, en ætluðu sér þó frá upphafi, að fylla flokk stjórnarinn- ar.* Eg læt mér nægja, að minna á það, sem blöðin höfðu eptir Jóni Jónssyni frá Miila, þegar hann var að koma sér í mjúk- inn hjá kjósendum. Ef það fer að t.íðk- ast, að leika þannig -á kjósendur, þá verð- ur það seint hér á landi, að þingræði verði sama, sem þjóðræði. Eg æt.la ekki að fara lengra út í þetta mal. Eg hefi að eins bent á það, sem allir vita, og það nægir, til að sýna, hve mikil óskammfeilni það er, að bera það fram, að þingræði hjá oss sé nú sama, sem þjóðræði. Það hefir verið gumað af þvi, að nú j hafi þjóðin fengið þá sjálfstjórn, sem hún j '*) Þetta er auðvitað ekki auðið að fullyrða, I eins og gi'einaihöfundurinn gerir. Ritstj,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.