Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.11.1905, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.11.1905, Síða 3
XIX., 48 í> JÓÐVXLJINB . 191 og fluttist Auðunn þá aptur í Hnífsdal, tæplega tvítugur, ásamt móðnr sinni, til merkisbóndans Páls Össurssonar i Heima- bæ, en var síðan tvö ár vinnumaður Arna prófasts Böðvarssonar á Isafirði, og síðan tvö ár vinnumaður merkisbóndans Bjat'na sáluga HaHdórssonar í Heimabæ, og þar kvæntist hann árið 1870 fyrri konu sinni, Guðbjörgu Rannveigu Isleifsdóttur, og dvöldu þau hjónin síðan í húsmennsku í Hnífsdal (Fremri-Hnífsdal og Heimabæ), unz þau reistu bú að Svarfhóli í Álpta- firði í Norður-ísafjarðarsýslu vorið 1874. Þeim hjónum varð alls 8 barna auðið, og náðu 6 þeirra fullorðins-aldri, og eru þau þessi: 1. Lárus Auðunnsson, húsmaður á Svart- hamri, kvæntur Rannveigu Sigurðardótt- ur, bónda Þorsteinssonar á Svarfhóli, Sigurðssonar í Ogri. 2. Hermann Auðunnsson, húsmaður í Tröð í Álptafirði, kvæntur Ólöfu Hannibals- dóttur, úr Grufudalssveit. 3. Islcifur Auðunnsson, uppeldissonur Hail- dórs bónda Sölfasonar í Fremri-Hnífs- dal, er drukknaði á Isafjarðardjúpi í mannskaðaveðrinu mikla 6. nóv. 1897. 4. Sigríður Auðunnsdöttir, ógipt, á Svart- hamri. 5. HaUdór Auðunnson, húsmaður í Hnífs- dal, kvæntur Margréti Þórðardóttur, og 6. Margrét Auðunnsdóttir, gipt Haraldi Blöndal, ijósmyndasmið í Reykjavík. Fyrri konu sína missti Auðunn sálugi mislingaárið. -- Hún andaðist 27. júli 1882, eptir nýafstaðinn barnsburð, og harmaði Auðunn sálugi hana mjög. — Hann hélt þó áfram búi að Svarfhóli, og kvæntist 6. nóv 1886 eptirlifandi ekkju sinni, Sigríði Sigurðardóttur, bónda Þor- steinssonar á Svarfhóli, Sigurðssonar í Ögri. Með seinni konu sinni eignaðist Auð- unn heitinn 5 börn, sem öll eru á lífi, og eru nöfn þeirra: Olína Guðbjörg, Guð- björg Rannveig, Sigurgeir, Kristján og Unn- ur, og öll uppkomin, nema hið siðast nefnda 6 ára. Auðunn sálugi Hermannsson var mjög laginn sjómaður, og lánsmaður til sjávar- ins, enda var hann formaður á bát sín- um, eptir að hann kvæntist fyrri konu sinni, bæði yfir vetrar- og vorvertíð, lengi fram eptir æfinni, og síðan jafnan að vor- inu, nema þrjú vorin síðustu, er hann reri með Lárusi, syni sinum. — En þó j að hugur hans hneigðist meira til sjávar- ' ins, en til landbúskapar, sat hann þó vel ábúðarjarðir sinar, og vanD t. d. töluvert að þúfnasléttun á Svarthamri. — Hann var maður vel lagtækur, og yfir “höfuð sýnt um öll verk, sem hann lagði stund á. — Hreppstjórn hafði hann á hendi í Súðavikurhreppi nokkur ár. — Hann var skynsemdarmaður, mjög hneigður fyrir allan fróðleik, og hafði því gaman af að lesa, bæði blöð og bækur, er jhann náði i, enda fylgdist hann all-vel með í poli- tik seinni ára, og studdi andvígisflokk valdhafanna hér á landi, er honum virt- ust lítt beita valdi sínu réttlátlega, eða þjóðinni til heilla. Börnutn sínum var Auðunn sálugi | mjög umhyggjusamur faðir, og konum sinum ástrikur eiginmaður. — Hann var karlmenni að burðum, svipmikill, og hinn gjörvilegasti, en þótti nokkuð ölkær á seinni árum, einkum eptir lát fyrri konu sinnar, enda hefir það mörgum orðið, að reyna að drekkja sorgum lifsins í óminnis- elfum Bachusar, þó að sízt séu þær að vísu bölvá bætir. Jarðarför Auðunns sáluga fór fram að Eyrarkirkju í Seyðisfirði 12. okt. siðastl., og talaði sira Sigurður Stefánsson í Vig- ur þar yfir kistu hans, og fylgdi margt sveitunga hans honum til grafar. flfm „spíritismann“. fj I^Eins og vér gátum um í síðasta nr. blaðs vors, er vér minntumst á „spírit- ismann“, þykir „spíritistuma það miklu skipta, að „andaru framliðinna manna, er við tilraunir þeirra mæta, færi sönnur á það, að þeir séu í raun og veru þeir, sem þeir látast vera, og nefnir hr Severín Lauritzen ýms dæmi þess i bók sinni: „Overtro contra Kirken, Videnskaben og Graven“. Þar er, meðal annars, sagt frá þessu: Það bar við í Ameríku, að maður, sem ekkert hafði við „spiritisma41 fengizt, var einu sinni staddur viðtilraunir „spíritista“, og gerir þá bróðir hans, sem látinn var, vart við, að hann ,sé þar viðstaddur, og mælist til þess, að bróðir hans afhendi stúlku nokkurri hring einn, er hann hafði látið eptir sig. Bróðir hins látna notar þá tækifærið, 168 pískrað var, því að hann var einatt að leitast við að hugga Jóvíku, sem enn var hágrátandi. „Þú skalt verða konan mín á býlinu okkar, hérna i Tyrolu, mælti hann. „Gráttu ekki Jovika! Síra Leon- hard hefir tekið málið að sér og þá má þegar telja það unnið að hálfu leyti, og meira, en það, því að prestarnir jafDa allan ágreining hér í Tyrol.u Síra Leonhard brást og eigi þvi trausti, er borið var til hans. Það var að vísu eigi fyrirhafnarlaust, að telja for- eldrum Jörgen’s hughvarf; en hann kunni lagið á því. Hann benti þeim á, að hér væri um það að ræða, að frelsa sál frá glötun, og því væri það mikilla umbuna maklegt, að Jörgen hefði tekið að sér veslings heiðna telpu, og ætlaði að gjöra hana að kristins manns eiginkonu. Ef foreldrar hans risu eigi öndverðir gegn þessari kristilegu starfsemi hans, myndu þau einnig hljóta nokk- urn hluta umbunanna. Gömlu hjónin voru, eins og áður var á vikið, guð- hræddar manneskjur, og máttu orð prestsins sér því mjög mikils. Að einka-erfingi þeirra gengi að eiga útlendan, mun- aðarlausan aumingja, virtist þeim i raun og veru slík fjarstæða, að ekki kæmi ti) neinna mála En hér var og um það að ræða, að snúa heiðingja til kristinnar trúar, og afla guðsríki einnar sálar, og það gerði allan rnuninn. Það gat ekki hjá þvi farið, að þess yrði viða get- ið, og að það varpaði frægðar-ljóma yfir foreldra Jörg- en’s. 165 fyrirtaks stúlka! Og þó að hún hafi til þessa verið ve9l- ings heiðingi —“ Meira komst hann eigi upp með, enda hafði hann stungið á þvi kýlinu, sem sárast var. Bóndakonan hvæsti af skelfingunni, er hún heyrði þessi voðalegu orð, og bóndinn krossaði sig aptur og aptur. „Heiðingi! — Guð sé oss öllum næstur!—Ætlarðu að koma með heiðingja heim til okkar Jörgen?“ — Er sá Vondi sjálfur hlaupinn í þig ‘?“ Jóvíka skalf, og titraði. — Henni skildist vel, að það var hún, sem þau höfðu þennan viðbjóð á, og fór hún þvi að gráta svo sáran, að Jörgen missti nú alveg þolinmæðina. „Kæru foreldrar!u æpti hann, og sló út höndunum, sem óður væri og svo sem hann myndi ráða á foreldra sína. „Jeg hefi ávallt verið ykkur hlýðinn sonur, en ef þið takið svona á móti unnustu minni, þá má skollinn sjáltur, og allir hans árar — u „Jörgen!u kallaði Jóvika, og greip um hönd hans, „Jörgen !u „Já, auðvitað — í sonarlegri auðmýktu, mælti Jörg- en, er sefaðist þegar, er hann heyrði rödd hennar. Foreldrar Jörgen’s létu þó eigi sefast, og deiian var að harðna sem nest, er sira Leonhard sást koma. Hann svaraði stuttiega kveðju hinna mörgu, er heilsuðu honum glaðlega, og flýtti sér þangað, semj Jörg- en, og fbreldrar han9, voru, ein9 og hann vissi, að þang- að þyrfti hann að koma. „Góðan daginn, Moos!u mælti hann. „Þér, ogkon- an yðar, eruð vist kát yfir því, að hafa heimt son ykkar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.