Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1905, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1905, Qupperneq 2
Þ JÓBVILJINN XIX., 49. 194 nú fremur valt í sessi, og ýmsir vinstrimenn teknir að snúast gegn því. — Hormálaráðherr- ann Berteaux sagði sig úr stjórninni í nóv. f Frakkneski málarinn Qirard var nýlega skotinn til bana. — Verkið framdi kvennmaður, er hann hafði bundið ástir við um tíma. Fjölmennur læknafundur hófst í París 2. okt., til að ræða um líklegustu ráðin gegn berklavaik- inni. — Þar lýsti þýzki læknirinn Behrinq því yfir, að hann teidi sig vel á veg kominn, að finna ráð gegn veikinni, en rannsóknum yrði þó eigi lokið, fyr en að sumri, meðalið hefði enn að eins verið reynt á dýrum. — jAmerískur auð- maður hefir boðið Behring 50 þús. dollara, ef hann skýri strax frá meðali þessu; en því boði hefir Bebring hafnað. — Behring er sami mað- urinn, er fann upp „serum“ gegn barnaveiki, og byggja menn því mikið á orðum hans. — — — Belgía. Þar er nú áformað, að heímssýning skuli haldin í höfuðborginni Briissel árið 1910. Spánn. Við bæjarfulltrúakosningar, er fram fóru í nóv., urðu víða óeyrðir; i Valladólíd urðu t. d. 6 sárir, og 1 drepinn, i Sommorcssto urðu 20 sárir, o. s. frv. 24. okt. kom Loubet, forseti Frakka, til Mad- rid, til að heimsækja Alfonso konung, og fundu lögreglumenn nokkruáðursprengivélar, ergeymd- ar voru í kassa, og huldar blómum. —Með vél- um þessum ætluðu „anarkistar“ að vinna á kon- ungi, og forseta, og var einn þeirra félaga, Mo- reillo að nafni, tekinn höndum. PÍU8 páfi X. kvaddi sendiherra sinn brott frá Madrid, meðan er Loubet forseti dvaldi þar. — Þýzkaland. Alfonso, Spánar-kongur, kom til Berlínar í kynnisför 6. nóv., og segja sum blöð, að hann hyggi til mægða við Vilhjálm., enönnur blöð nefna Maríu Antoinettu, dóttur bertogans í Mecklenburg-Schwerín, sem drottningarefni. f Látinn er ný skeð Ferdínand von Bicht- hofen, 72 ára, frægur jarð- og landfræðingur, er ferðazt hafði til rannsókna í Asíu, —— —•— Austurriki — Ungver jaland. Þar er víða all- ókyrrt, og lúta kröfur almennings einkum að því, að krefjast almenns kosningarréttar. — I Prag særði borgarmúgurinn 22 lögregluþjóna með grjótkasti, og i Vín hefir brytt á smá-uppþotum, svo að Cautsch, forsætisráðherra í Austurríki, hef- ir eigi séð sér annað fært, en að lofa að leggja frv. um almennan kosningarrétt fyrir þingið. „Þjóðv.“ hefir áður getið um aðfarir járnbraut- j armanna, og krefjast þeir 20°/# launahækkunar, | og rýmkunar á kosningarrétti.------------------- Baikanskaginn. 5. nóv. kom vatnavöxtur mikill í Skutarí-vatnið, og í árnar Brojana og Drína, svo að vatnsflóðið gekk yfir bakkana, og gerði spjöll mikil í 30 þorpum; fórst þar margt gripa, og nokkrir inenn drukknuðu. Gríska yfirbisbupinum í Constantínopel, Joae- him Monartis að nafni, var nýiega voitt banatil- ræði, og hlutu tveir menn bana, cg biskupinn varð sár. f I síðastl. okt. andaðist Edhem pasha, er var aðal-hersböfðingi Tyrkja í grísk-tyrkneska ófrið- inum, og átti þá jafnan sigri að hrósa. Nú er mælt, að Pétur, kongur i Serbíu, vilji feginn afsala sér, og niðjum sínum, konungstign- inni, og fá hana i hendur Mirko, prinz i Monte- negro. Honum leiðist, að vera aigjörlega i vasa konungsmorðingjanna, en hefir eigi þrek, til þess að brjóta bág við þá.--------------- Rússland. 4. nóv. síðastl. komu blöðin á Rúss- landi í fyrsta skipti út, án þess ritskoðun hefði áður fram farið, enda má í raun og veru telja, ,að dagar einveldisins væru taldir, er boðskapur keisara frá 30. okt. þ. á. birtist, þar sem heitið var löggjafarþingi, mjög ríflegum kosningarrétti, prentfreisi, almennu funda- og félaga- frelsi, per- sónufrelsi o. fl. Pohjedonoszew, formanni „synodunnar holgu“, er lengi hefir verið öflugastur formælandi ein- veldisins, hefir og verið vikið frá embætti, enda gjörðist hann nú all-gamall, 78 ára að aldri. — Heit- ir sá Al. Oholenskí, 58 ára að aldri, er embættið hefir hlotið. Enn fremur heiir keisari náðað menn, er dæmdir höfðu verið fyrir politiskar yfirsjónir, og svipt fjölda manna embættum, er þóttu hafa mis- beitt valdi sínu á ýmsa vegu. En þó «ð Witte, forsætisráðherra, bafi unnið Nicolaj keisara til ýmsra gagnlegra fyrirskipana, þykír þó mjög hæpið, að honum takist að friða landið, eins og allt er þar í uppnámi, enda spill- ir það mjög, hve ílla Witte hefir tekið frelsis- kröfum Pólverja, þvi að það hefir leitt til þess, að fjöldi frjálslyndra manna, er höfðu heitið hon- um fylgi sínu, hafa snúizt gegn honum. T. d. um ósköpin, sem á hafa gengið, má geta þess, að í Tomsk í Síberíu voru 800 manna, er voru að rifa upp járnbrautir, reknir inn í tré- skúr, og brenndir þar allir lifandi, svo að eptir var að eins öskuhrúgan. Frá borginni Odessa var símritað 5. nóv., að síðustu dagana hefðu verið drepnir þar 3500 manna en 12 þús. særðir, og hafði mörgum verið kast- að þar út um glugga á húsum, jafnt körlum, sem konum og börnum. — Þar höfðu og lögreglu- menn tekið þátt í ránum, og drápum, sem víðar Svipaðar morðsögur berast frá Kiew, og fleiri borgum, og víða hefir þess orðið vart, að íhalds- menn æsa lýðinn, til grimn.darverka, til þess að reyna á þann hátt að spilla fyrir stjórnarbótinni, og sýna keisara fram á, að ekki gangi betur, þótt frelsi sé veitt. í Moskwa tóku lyfsalar sig saman, og neituðu, að láta nokkurt meðal af hendi, fyr en stjórn- arbreytingin væri kornin í framkvæmd. í Kronstadt hefir stjórninni tekizt, að kúga byltinguna, og hafði herréttur nýlega dæmt til dauða 300 hermenn, er tekið höfðu þátt í upp- reisninni, eða tíunda hvern, því að þeir munu hafa verið um 3 þús. alls. Nú segja Marconí-loptskeyti ástandið í Rúss- landi yfirleitt ískyggilegra, en nokkuru sinni fyr, og búist við almennri byltingu á hverri stundu, enda herinn víða að snúast í lið með uppreisharmönnum. — — — Suður-Ameríka. Miklar gull-námur eru ný fundnar suður við Magelhan-sundið. — Þriðji pistill til „Þjóðviljans“. Vœri jeg kvennmaður. fFramh.) X. Islenzki bóningurirm hefir um langan aldur tekið mjög litlum breytingum, og mér liggur við að segja, að svo hafi hlot- ið að verða. Aðal-tilgangur klæðnaðarins hér á landi, hefur verið, að skýla iíkam- anum, og skreyta hann, en það krefur hvorugt í sjálfu sér neinna mikilla til- breytinga. Búningurinn getur verið hiýr, og skrautlegur, þó hann sé öldum saman með líku sniði, og svo hald-góður, að hann endist árum saman. En erlendis hefur búningurinn, auk þessa, þann þýðingarmikla tilgang, að sýna mönnum auð heldra fólksins, og hve miklu það hefur efni á að eyða í klæðin ein. í búningabúðum ytra mun það ekki fátítt, að ársreikningar auðkvenna sé frá 5 til 10 þúsundir króna, og sumra mikiu meira. Þetta verður á þann hátt, að aldrei er verið nema i dýrum silkikjól- um, og aldrei nema einu sinni í einum eða hæzt tvisvar, og þessi reikningur er auðvitað auk allra skrautgripa, sem bornir eru á sér, gulls og gimsteina. En enginn skyldi halda, að frúrnar, eða fraukurnar, finni upp þessar, tilbreyt- ingar, eða sé ö'lum vel við þær, þvi svo er ekki. Margar sárhata þær, og fjöldi verður að hálf svelta sig, og neita sér um mörg önnur þægindi og nauðsynjar, til þess að geta fylgt hinum, eða sýnt, að maðurinn sinn sé slíkur auðmaður, að hann geti þetta. Það eru búningasalarnir, og silkibúð- irnar, sem sjá fyrir þessu öllu, sjá um, að ný snið og dúkar komi við hver árstíða- skipti, og margar verzlanir iauna drátt- listarmenn og konur, sem ekki vinna ann- að, en hugsa upp, og mála, nýja búninga og nýja gerð i dúka. Auðvitað gera verzl- anirnar þetta, til að geta selt sem mest af búningum og fataefnum, og gert þarf- irnar sem allra mestar, og eptir þessu er svo kvennþjóðin út um löndin að spreyta sig, optlega sér um megn, og þaðan fá flestar konur smekk sinn, því Reykjavík er engan veginn sá eini staður, þar sem smekkur og fegurðartilfinning eru ínn- flutt og aðfengin Hér eru nú útlendu búningarnir enn þá, sem komið er, frenaur fábreyttir og fátæklegir að sjá, og þó dansbúningar og kvöld- eða veizlubúningar sé fjölbreytt- ari og snotrari, þá eru þeir þó ekki nema lagleg byrjun, og daufur svipur, hjá hin- um útlenda iburði, til að sýna auð sinn, og stafar þetta óefað engöngu af því, að hér þekkir hver maður efni annars nógu vel til þess. að enginn treystir því, að hann verði haldinn ríkari, eða sór gangi betur að fá lán fyrir það, þó hann setti nokkrum hundruðum króna meira utaná konu sína eða dóttur; þess konar gróða- hnykkur hefur ekki verið sagður hér, nema af einum manni, og óvís sannindi á. Því neitar svo sem enginn maður, að danski búningurinn sé tilbreytinga mikill, ef ekki þarf að horfa i peningana, og verður vafalaust ærið sárbeittur skattur hér, sem annars staðar. En hjá þessu mætti hæglega komast, óg hafa þó bæði meira yndi og sóma af búningi sínum, heldur en þó hann væri danskur, og það má með því, að leggja raikt við íslenzka búninginn okkar. Hann má bæði laga og skreyta, ef konur, sem listfengi hafa, þekkingu og smekk, gæfu sig að honum. Ir*ilssið, eða niðurhluturinn, verður allt af tilbreytinga minnstur, og þó gæti farið vel, að leggja haDn með borðum, knipl- ingum, eða öðru skrauti, eins og gert hef- ur verið við niðurhlut samfellunnar, eða í þá átt. Ytri-kjólar, eða yfirkjólar, sem er einna smekklegasta tilbreytingin á nið- nrhlutnum útlenda, sé þeir teknir alveg upp í hliðina, komast hér ekki að, enda eru sléttir kjólar, eÍDS og pilsin okkar, svo smekklegir og fríðir, að eriendis líða aldrei mörg ár, svo að þeir sé ekki hæzta tízka, og á léttum búningnm ævinlega hinir lang tíðustu Þar sem okkar pils, slétt og óskreytt, eru einmitt með því lagi, sem snyrtileg- ast þykir á útlenda búningnum, þá ætti að mega una við það. En hvorki er það ó- íslenzkt, né úrhendis, þó það væri skreytt á einhvern hátt, ef líf eða tizka lægi við. Svuntan er einna ósélegust á öll- um okkar búningi, einkum þegar hún er

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.