Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1905, Blaðsíða 3
XIX., 49. f3 JÓÐVIIiJINN. 195 rsvo breið, og svo felld, að hún gúlpar i hring um maga og mjaðmir, eins og þar væri meðfætt björgunarbelti. Jeg kann þó ekki við, að missa hana, þó hún só I reyndar ný hér á landi, að kalla má, og ekki fremur innlend, en útlend, því hún getur verið mikil prýði, og hún hefur þann mikla kost, |að meðj’’ ofurlítilli út- sjón og lagi, mætti breytajsniði hennar á ótal vegu, og gera hana barfa ogismekk- lega búningsbót. Sloppsvunturnar nýju eru ágæt nýbreytni, bæði hagfelldar og smekk- legar, og má bæði æfa og glæða smekk sinn á smábreytingum á þeim. (FramhJ Staðfest lög-. ðll lög síðasta alþingis hafa hlotið kgl. stað- Jestingu, ýmist 20. okt eða 10. nóv. þ. 4. Jpetta er eðliieg afleiðing þess, að nú semur ráðhet-rann sjálfur við alþingi, og munu flestir fagna þvi, að hinar íllrsemdu lagasynjanir eru jnú væntanlega úr sögunni. A hinn bóginn ætti þessi gleðiloga brryting að vera almenningi rík hvöt til þess, að vanda sem bezt þingkosningar, svo að meiri hluti þing- manna sé ekki að eius viljalaus, eða vilja-litill leiksoppur í hendi ráðherrans, eins og því mið- ur þótti lýsa sér œjög berlega á siðasta þingi. ítýtt stjórnarblað kvað vera í vændum nu um áramotin, og segir sagan, að hr. Þnrst. (ríslason, fyrrum rit- ■stjóri „Bjarka", eigi að hafa ritstjórnina á hendi, -og þykjast menn þá skilja, að sumar greinar hans i „Óðni“ hafi verið skrifaðar, sem æfingar. Heyrzt hefir því einnig fleyvt, að einhverir úr stjórnarflokknum, liklega belzt lector Þór- hcillur Bjarnarson, og forngripavörður Jón Jakobs- son, muni verða ritstjóranum til aðstoðar, sem vfir-ritnefnd, að því er snertir politískar rit- smíðar; en stjórnarráðið kæztiréttur, eins og gefur að skilja. j Svona gengur sagan, og seljum vér hana eigi dýrara, en vér keyptum, eins og „sannsöarlinnar málgagn11 kemst að orði. Bessastaðir 6. des. 1905. Tíðarfar fremur stirt síðasta vikutímann, útsynnings-kafaldshríðar, og umlileypingar. „Hólar“ komu frá útlöndum til Haf»arfjarðar 1. þ. m., og fóru þaðan til Reykjavíkur. — Voru sendir með vörur, sem „Laura“ gat eigi rúmað. „Reykjavíkin11 er farin að skálda ýmsar sög- ur um sívaxandi kaupenda-fjölgun(l), og vita menn af reynzlunni, hve mikið er að marka slíkar gamansögur, eða hitt þó beldnr. „ísafold“, gufuskip Bryde's, kom frá útlönd- um til Hafnarfjarðar 1. þ. m. Skip Thorefélagsins „Kong Inge“ leggur af stað frá Kaupmannahöfn 9. jan. nœstk., og fer til Reykjavíkur og Yesturlandsins; en „Kong Trygve“ fer 1. febr., sömuleiðis til Reykjavikur og Vesturlands. ðláliiiteliigimi í Reykjavík kvað enn eigi hafa tekizt, að afla nauðsynlegs hlutatjár, til að byrja störf sin, enda sundurlyndi toluvert i höfuðstaðn- um, þar sem stofnendurnir þykja vilja tryggja siálfum sér meiri völd, og ráð, i félaginu, en góðu hófi gegnir. Það eru nú þegar liðnir átta mánuðir, síðan menn þóttust fyrst verða þess visir, að málm- ar vœru í Öskuhlíðarmýri, svo að óneitanlega virðist nú kominn tími til bess, að fullnœgjandi raryisókn fari fram sem allra bráðast. ímmmm 11 .... 11111,111 i.mjiuifiM.n.mT Eimreiðin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. Lesið! Það mun reynast, að allur fjöldinn af fólki mun verða hissa, þegar það kemur, og lítur á vörurnar, sem eru í búð minni; þær eru vandaðar, og svo margar sortir, að það er alveg ómögulegt, að telja þær. Sérstaklega vil eg benda fólki á, að bíða með kaup á skótaui, þangað til „Kong Trygveu kemur, því þá fæ eg úrval af þvi, og skal eg ábyrgjast, að það er svo vandað, að annað eins hefur aldrei þekkst vestanlands, að því er þessa vöru snertir, enda hef eg tekið að mér einka- sölu á því í Isafjarðarkaupstað. Yirðingarfyllst. S. A. Kristjánsson. Kndurbætta seyðið. Það vottast, að ný-tilbúni elexírinn er tölu- vert kraptmeiri, og þó að jeg væri vel ánægður með elexír þann, erþérbjugguð til áður, kysi eg þó fremur, að kaupa hinn nýja tvöföldu verði, uieð þvi að læknandi áhrifin koma miklu fljótar í ljós, svo að jeg var, sem nýr maður eptir fáa daga. Svenstrup á Skáni. V. Eggertson Meltingarörðugleikar. Enda þótt jeg hafi jafnan verið einkar ánægð- ur með hinn alkunna elexir yðar, verð jeg þó að skýra yður frá því, að jeg tek endurbætta seyðið fram yfir, þar sem það hefir miklu fljótari áhrif gegn melting- | arörðugleikum, og virðist langtum gagn- Ki oss-örið. Eptir Fr. Whíte. Nokkrir menn ruddust skyndilega inn i spilahúsið í Monte Carlo, og jafn harðan hófst áköf senna, og glainpa úr skammbyssu brá fyrir. Mönnunum, sem við spilaborðið voru, skildist brátt, að tilraun var verið að gjöra, til að ræna fé bankans, ■ enda hafði einn ræningjanna þegar slökkt rafmagnsljósið, svo að hálf-dimmt var í salnum. Féhirðir bankans, sem í líkt hafði komizt áður, grúfði sig yfir gull-hrúguna, eins og hænan reynir að vernda unga sina, er valurinn er i nánd; en jafn harðan var honuin greitt heljarhögg í höfuðið, með staf, er var með blýhnúð á endanum, svo að hann hne i ómegin, ■og lá, sem dauður væri. Það var um liríð eigi annað sýnna, en að þessi fifldjarfiglæpur œyndi lánast. Nú heyrðust tvö eða þrjú skammbyssuskot; kvenn- fólkið þyrptist samaB, og blásið var í ýskrandi hljóðpipu i fjarska. Þrír Englendingar., sem voru að koma inn í spilasalinn, horfðu vandræðalega hver á annan, og vissu eigi, hvað gera skyldi, þó að þeir væru að visu eigi hræddir. iHeyra þeir ,þá, að maður, sem var að brjótast um 169 Og er sira Leonhard sagði þeirn að lokutn frá gipt- ingu GLerald’s, er móðir hans hefði samþykkt — hann varaðist að geta þess, er á undan var gengið —, urðu hjónin mjög hugsandi. Fyrst hún, þessi rikiláta frú, gat sætt sig við það, að fá tengdadóttur frá Dalmatíu, sat það ekki á þeim, bændatolkinu, að vera harðari í kröfum. Að lokurn varð niðurstaðan sú, að gerð voru boð eptir Jörgen, og lét hann þá ekki standa á sér. „Jörgen! Þú átt nú að aka heirn með foreldrum þínum, og vera þeim hlýðinn sonur“, mælti sira Leon- hard alvarlega. „Og þegar þú hefir fært þig úr hermanns fötunum, þá áltu að sýna, hvaða dugur er í þér, sem bónda. Jovíka verður á hinn bóginn hjá frú Steinach um hríð, til þess að læra tungu og siði landsmanna. — I næsta mánuði ímynda eg mér, að eg geti skírt hana, og hafa hinir góðu foreldrar þínir lofað, að vera guðfeðg- in, er sú kristilega athöfn fer framu. „Já, prestur minnu, mælti bóndinn. „En viðböfn rnikla vil eg hafa, svo að hljóðbært verði um allan Tyrolu. „Og allir nágrannaprestarnir verða að vera þar við staddir“, bætti bóndakonan við. Jörgen hoppaði upp af kátínunni, og kyssti i ákafa hönd prestsins. „Þessu skal eg aldrei gleyma yður, prestur minn! Það er, sem eg segi, að prestamir geta komið öllu í lag. — Og nú hrópa jeg húrra fyrir tilvonandi húsfreyjunni! Hún Lifi lengi' Húrra!“ * * * Hálf-tima siðar ók vagn af stað til Stainach-hallarw

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.