Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.12.1905, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.12.1905, Blaðsíða 3
:39 Bessaataðir 14. des. 1905. Tíðarfar afar óstöðugt, og stormasamt, síðasla vikutímann, ýmist rigningar, eða kafaldshríðar. Skip Thore-félagsins, „Tryggvi kongur11, kom frá útlöndum 7. þ. m. — Meðal farþegja, er með skipinu komu, voru: consúll D. Thomsen, og frú hans, kaupmennirnir Bj'&rn Olsen frá Patreks- firði og Garðar Gíslason frá Leith, verzlunar- agent Ghr. Fr. Níelsen, skipherra Bj'&rn Ólafsson* og Bjarni Þorlcelsson, bátasmiður. Skipið lagði af stað til Breiðaflða, og Vest fjarða, 18. dtis. Meðal farþegja var útvegsmaður Eðvarð Asmundsson frá Isafirði. f 4. þ. m. andaðist í Reykjavík kaupmaður Theódór Matthíesen, 52 ára að aldri.— Foreldrar hans voru: Arni Matthíeaen, verzlunarmaður í Hafnarfirði, sonur Jóns prests Matthíassonar i Arnarbæli, og Agnes Steindórsdóttir Waage. —- Theódór sálugi var lengstum verzlunarmaður fí Hafnarfirði, en kaupmaður i Reykjavík síðustu árin. — Hann var regluraaður, og margt vel gefið, svo að telja má að honum eptirsjá, okki eldri manni. Hann lætur eptir sig okkju, Þuríði Gwðmnnds- döttur að nafni, og þfjár dætur, nllar upp komn- ar, og er ein þeirra gipt. Máimfélagið í Reykjnvik hefir nýlega aug- lýst, að tími sá, er Reykvikingar hafa forgangs- rótt, að því er kaup á hlutabréfum fólagsins snertir, só út runninn 29. þ, m.; en nú hefir bæj- arstjórnin maelt svo fyrir, er fullnaðarsamningar voru gerðir við félagið, að frestur þessi skulj lengdur til febrúarloka, svo að fólngið tekur eigj til starfa, fyr en í naestk. marzmánuði. Stjórn fóiagsins kvað nú hafa ráðið, að kaupa ekki demantsbor, svo sem fyrst mun hnfa vorið hugað — þeir taka upp stöngla af jarðlaginu, svo að rannsaka má, hvaða efni eru á hverri dýpt, sem er —-, heldur ieigja borinn, og menn, til að annast borunina, og er gert ráð iyrir, að kostnaðurinn við hverja borholu fari eigi fram úr 1 þús. krónum i mesta lagi. Væntanlega verður það þá í næstk. úíarzmán- uði, sem leyst vorður úr þeirri hpurnitlgúnni, hvort málmnám muni borga jsig í ‘Oskjuhlíðar- ! mýrinui. Bráðkraddur. Sá atburður gerðist á hingað- leið „Tryggva kongs“, milli Kaupmannahafnar og Leith, að oinn farþegjanna, Guðm. GuðmunAs- son, fyrrum fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík, varð bráðkvaddur, og var lík hans flutt í land í Leith. Skipabryggja við Skerjafjiirð. Mælt er, að eigendur Skildinganess, í félagi við L. Z'óllner ^ Newcastle on Tyne, og íleiri erlenda auðmenn, hafi í huga, að byggjajjhafskipabryggju viðJSkerja- fjðrð, milli Skildinganess og Nauthóls, reisa þar vörugeymsluhús, Og flytja vörurnar þaðan með járnbraut tíl Reykjavíkur, og er gert ráð fyrir, að kaupmenn i Reykjavík geti.á þann háttfong- ið vörur sinar öllu kostnaðarminna frá skips- fjöl, en nú, meðan er notast er við hafnarlevsið í Roykjavík. Fyrirtæki þetta, er hlýtur að hafa afar-mikla þýðingu fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkurkaup- staðar í heild sinni, mætir þó megnri mótspyrnu af hálfu þeirra, er lóðir eiga i grennd við gömlu höfnina, sem munu óttast, að lóðir þeirra hækki þá eigi frekar í verði en orðið er. — En ólík- legt er, að Reykjavíkurkaupstaður fari að leggja fram stórfé, er skipta myndi óefað hundruðum þúsunda, til að gera við núverandi hafnarómynd, að eins til þess að halda eignum nokkurra manna i óeðliiega háu verði, og iáta ‘almenning bera þann óþarfa kostnað. Félag eitt í Reykjavík, er ráðherrafrú Ii. Hafstexn veitir forstöðu, og ætlar sér, að koma á fót eine konar barnahæli, þar sem fátækar mæður geti komið börnum sínumjfyrir umjtíinajað sumr- inu, svo að þær geti leitað sér artvinriu, hefir nýlega gefið út merki, nokkuð stærri, en vana- leg frímerki, sem seld eru á 5 aura hvert, og er ætlast til, að þeir, sem félagið vilja styrkja, kaupi merki þessi, og lími þau á sendibréf, auk vanalegra frimerkja. — Merki þetta er hvítur fálki, á blám grunni, og stendur orðið „barna- hælið“ yfir, en „karítas“ íkærleikij umlir, og hefir þó fálkanum lengstum verið önnur list lagnari, sem kunnugt er. Því verður eklti neitað, að tilgangur félags- ins er lofsveiður, eins og allt, sem til þessmið- ar, að gora hinum efna-minui lífsbaráttuna auð- veldari, og væri þvi æskilegt, að félaginu gæti áskotnazt nokkuð fé við sölu þessara merkja, enda munar það litlu hvern einstakan, sem bréf sendir, að bæta einu 6 aura-merkinu á það, en safnast þó er saman kemur. Enn þá einu sinni vil eg minna karl og konu á, að líftryggja sig. Það er stórkostlegt íhugunarleysi, að draga það dag frá degi, því þó maður ekki deygi í náioni framtið, — sem ekki er þó hægt að segja um þá getur maður jafnt í dag, sem á morgun, inisst heilsuna, eða slasazt, og þar af leiðandi orðið ófær til líftryggingar. Smiið yður því seni fyrsttil S- -A.. Kristjánssonar á Isafirði, sem er aðal-Agent á Vesturlandi, fyrir lifsá- byrgðarfélagið „I >an“, sem samkvæmt óhrekjandi samanburðum, er hið langbezta lífsábyrgðarféiag, sem kostur er á. Heilnæmasti og bragðbezti oíð-bittBrinn er egta Kína-líís-elexírinn, þegar honum 176 pg vel menntaðir, og gamlir skólabræður; en hvorugur þeirra þekkti Duckworth neitt til muna. Þeir vissu að eins, að hann hafði verið í Kalitorn- iu, og auðgazt þar mjög við gull-gröft, og verið við ýrns æfintýri riðinn. Duckworth bjó í Hill-stræti, sem piparsveinn, virtist koma vel fram, og hélt þar ágætar miðdegisveizlur, svo að Herries og Grilroy, sem voru hreinir og beinir, en ef til vill eigi að því skapi glöggskyggnir, töldu hann „bezta lagsbróður.a Annars var ekki að sjá, að hr. Duekworth væri alls kostar rólegur, er hann stóð fyrir framan spegilinn í svefnherbergi sínu í Gtordon-veitingahúsinu, og var að hnýta á sig hálsbindið, áður en hann gengi á fund fé- Jaga sinna. Liðagígtin, sem hann hafði legið í, hafði haft mjög veiklandi áhrif á hjartað, og var það þó ekki það, er olli því, hve órór hann var, heldur hitt, að hugsanir tiaus hvörftuðu eitt ár aptur í timann. Hann minntist næturinnar i Rómaborg, er Gilroy barg lííi hans, er maðurinn, með örið á hendinni, veitti honum banatilræði, sami maðurinn, er orðið hafði á leið hans í dag. Honum flaug i hug, að hann hefði eigi sagt Gilroy, nema rnndan og ofan af, að því er snerti orsökina til þessara leyndárdómsfullu banaráða. Hann hafði minnzt eitthvað á hefnigjarnan vitfirr- ing, er þættist hafa sætt órétti, er lagt var löghald á gullnámu eina, inann, sern hann atdrei hetði séð; og þessa skýrslu hafði Gilroy látið sér nægja. 173 í mannþvögunni á gólfinu, og átti þar ærið að starfa, kallar til þeirra: „Halló! Þið þarna ! Komið, og takið rauðhærða skrattann hérna, og haldið honum! Hitt skal eg svo ann- ast.“ Tveir af Englendingunum hlupu þegar til, en hinn þriðji hreifði sig hvergi. Hann var grennri, en félagar hans, og drættirnir kringum munninn virtust benda á mikla festu, eða jafn vel á grimmd. Það var auðséð á honum, að hann hafði verið veikur, og eigi náð sér fytlilega aptur. Nú stóð hann þarna, alveg hreifingarlaus, svo sem einhver kynlegur fyrirburður hefði töfrað huga hans. Sterkleg hönd, með einkennilegu kross-mynduðu öri, sást i mannþvögunni, sem var að byltast um, og berjast, á gólfinu. „Hjálpaðu okkur, Duckworth!“ mælti annar félaga hans. „Beygðu hendina á karlinum hérna aptur fyrir bakið á honum“. En Duckworth hreifði sig ekki úr sporunum. — Það var engu likara, en hann hefði séð apturgöngu, og nú var hÖDdin þó horfin, án þess hann hefði séð þann, sem höndina átti. Svona stóð hann, er ljósið lék aptur um salinn, og ruddust þá inn ýmsir monn, er i einkennistrúning voru. Allt var nú dottið í dúnalogn, en báðir Englend- ingarnir blésu þó enn mjög ínæðilega, eptir viðureignina. „Amerískur ræningjaflokkuru, mælti annar þeirra, „og foringinn illræmdur í tveim heimsálfum. Rækalli

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.