Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.12.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.12.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqstuK (minnst 5 2 arlcir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og Ameríkti doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- alarlok. ÞJÓÐVILJINN. — ■=!= NÍTJÁNDI ÁEGANQDR. Z=r! —17— *^|= EITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. I Vppsegn skrifleg, ógild jnema komin sé til útqef- anda fyrir 30. dag júní- mánadar, og kaupandi samhliða nppsögninni jborgi skuld sína fyrir jbladið. M 51. Bessastöbum, 21. DES. 19 05. Ifna og ildavélar selur Kristjdn Jorgrímsson. tr^iöna. Síðustu tíðindi, er frá útlöndum hafa borizt, mestmegnis með Marconí-loptskeyt* um til íteykjavíkur, eru þessi: Noregur. Þar sem Noregur er nú orðinn sérstakt, og óháð, konungsríki, hef- ir stórþingið þegar veitt fé, til þess að launa sendiherrum Norðmanna í öðrum rikjum, og er talið, að sá kostnaður nemi árlega um 8u5 þús. króna, enda eiga sendiherrarnir i Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, Lundúnum, og i Washington í Bandaríkjunum, að hafa 40 þús. að árs- launum hver. — — — Bretland. Frjálslynda stjórnín, er CatnpbeV- Bannerman stýrir, ssttist að vöid- um 12. des., og er búist við þingrofi um 10. janúar næstk., og er sennilegt, að í'rjálsiyndi flokkurinn verði þá hlut-skarp- ari, þar sem þjóðin var farin að þreyt- ast á stjórn Tory-manna, er völdin hafa haft, síðan 1895, enda eru stjórnarliðar nú missáttir, út af tollverndunar-tiliögum Chamberlain’s. A tundi írska þjóðræðisfélagsins, er Redmond stýrði, var þó nýlega álykt- að, að þingmenn íra skuli ekki styðja ! frjálslynda flokkinn, nema hann taki sjálfatjórn írlands á stefnuskrá sína. Eldsvoði varð í borginni Giasgow í nóv., kviknaði í stórhýsi, or ýrnsar verk- mannafjölsky 1 dur bjuggu í, og biðu þar 39 menn bana, en 32 fengu ineiri, eða minni brunasár. — — Bðlgía. 17. nóv. andaðist Philip, greifi af Flardern, bróðir Leopótd's konungs, 68 ! ára að ahlri. Slzti sonur hans, Albert j prinz, er því ríkiseríingi í Belgiu, þar | sem lronungurinn á engan son. — - f í stórhertogadæminu Luxemburg j andaðist 17. nóv. Adolph stórhertogi, á | 89. ári, og var hann eiztur allra stjórn- anda í Evrópu. — Hann var áður her- togi í Nassau, en snerist í lið með Aust- urríkismönnum í ófriðnum 1866, svo að Prússar ráku hann frá ríkjum, og var hann eptir það valdalaus, uuz VUhjálm■ nr III., Hollands konungur, aDdaðist 23. nóv. 1890, er hann varð stórhertogi i Luxemburg, héraði, er hefir um 250 þús. ibua. Anuars var þessi framliðni öfd- ungur nafnkunnastar af því, hve miklar, og góðar, vinbirgðir hann átti jafnan i kjallara sinum, og er mælt, að hanu hafi verið ölluin stjórnendum fremri i þeirri grein. — — Frakkland. Efri máistofan hefir í des. samþykkt frv. um skilnað rikis og kirkju. Forseta-kosning á fram að fara í næstk. janúarmánuði, og eru ýmsar getur um það, hvört Loubet muni leita endurkosn- ingar. — - Balkanskaginn. Stórveldin hafa slak- að til við Tyrkja-soldán, svo að soldán geti, að heiðri sinum óskertum, fullnægt kröfum þeirra um umbætur i Makedoniu. í Monastír-béraðinu hafði griskur prest- ur nýlega verið myrtur, og hefndu Gfrikk- ir sin á þann hátt, að þeir réðu á nokkra Bulgara, er sátu að brúðkaupsveiziu, brenndu húsið, drópu 19 karlmenn, og einn kvennmann, af veizlufóikinu, en særðu 8 konur og börn. — — Rússland. Astandið enn hið iskyggi- legasta, og þykjast menn vita, að menn séu í flestum héruðum að búa sig .undir vopnaða uppreisn, sem talið er liklegt, að hefjist i næstk. janúar. Fyrrum hermálaráðherra Saybaroff, er sendur hafði verið til Saratoff, til að sefa bænda-óeyrðir, var nýlega skotinn til bana, er hann var staddur hjá landshöfðingjan- um þar. —r Yerkið vann kvennmaður einn úr byltingaflokknum. Herliði og jafnaðarmönnum lenti Dý- skeð saman i borginni Warschaw, og biðu 4 ,,socialistar“ bana, en margir urðu sárir. Stjórn verkmannafélagsins i Pétursborg hefir skorað á verkinenn, að íakafé.það, sem þoir eiga á vöxtum í böukum, og er mæit, að það nemi um 943 milj. rubla, og mjög hætt við, að þetta setji bankana í vanda. Uppreisn i borginni Ríga við Eystra- salt, og hafa kirkjur verið skemmdar, og mikil brögð að ránuu.i, og spillvirkjum. — Þjóðverjar, sem þar búa, kvað hafa aflað sér vopna. í bæ einum, þar sem stjórnin liafði setulið, náðu verkamenn vopnabúrinu, og gerðu liðsforingja einn að foringja sinum. Um 80 þús. rússneskra flóttamanna voru komnir til Berlínar, og gistihús öll því troðfull þar i borginni. i'"... Jllur varinn góður. „Þjóðólfur11 er farinn að gera ráð fyrir, að svo kunni að fara, að stjórnarliðar bíði ósigur við kosningarnar 1908, en huggar sig við það, að ráðherrann þuifi þó ékki að víkja, fyr en 1911(!) Svona. er þá þingræðið hugsað(!) — Ráðherranum ætlað, að sitja að völdum 2—o árin fram yfir kosningarnar, hvað sem vilja þings og þjóðar líður. Vér skulum engar getur að því leiða, hvernig kosningarnar fara, þegar þar að kemur. — Þjóðin er yfirleitt fátæk, og ístöðulítil, og menningin víðamikluminni, en skyldi, svo að hæpið er, að mótstöðu- aflið reynist nægilegt, þegar embættis- og peningavaldið leggst á eitt, með lyg- unum og rógnum, til að halda núver- andi ráðherra við völdin, og þeir leggjast allir á sama bandið, sem þá verður búið að kaupa — svona óbeinlínis —, því að þeir verða sjálfsagt nokkuð rnargir, eptir byrjuninni að dæma. Það hefir og viða tekið miklu lengri tima, að iosna við lika btjtrn, sem nú eigum vér Islendingar við að búa. En hvað sem þessu líður, þá verðum vér að fylgja fast fram þeirri skoðun, að það sé skýlaus skylda hvers ráðherra, er ósigur bíður við kosniugar, að vikja þeg- ar, og láta mótflokkinn hafa veg og vanda af stjórninni. Að ^innbyrðis lifsábyrgðarfélag“ eigi leysist sundur, fyr en í fulla hnefana, það er auðvitað aimað mál. Þridjí pistiH ti! „Þjóðviljans11. Yœri jeg kveimmaður. XI. Niðurlagsorð. Mér er ekki í uöp við útienda bún- ' inginn, af því jeg telji han ijótan í heild sinni; sumar tizkur hans eru ein- rnitt fallegar, þó sumt sé afskræmi. Slikt i er hrein tilviljun. Ekki óttast jeg held- ; ur í alvöru fyrir, að hann eÍDn aflagi, eða j eyði, þjóðerni okkar, ef annað er í lagi, sem á að vernda það. Ekki heldur af þvi, að mér þyki allt íslenzkt fagurt. Ham- ingjan v. ,u, að það er margt ófagurt. Mér er illa við hantt af þvi einit, að hann er iitlendur, af því hann er tekinn og settur í hásæti hugsunarlaust, eingöngu af því, að hann er þá tizka hjá einhverj- urn erlendis, og án þess tekið sé tillit til, hvort það er Ijótt eða fagurf, sem manni er boðið. Að kaupa smekk sinn og fegurðar- hugsjónir eingöngu í búð er hörmung hverjum hugsandi mannsanda, þvi afleið- ingin er sú, að hver fegurðarhugsjón, og sjálfstæður sinekkur, dofnar eða kuln- ar út. Hugurinn venst af, að starfa sjálf- ur, og lætur aðra eingöngu ráða vilja sin- um og iöngunum. Smekkur og fegurðar- tilfinning verður sem ósjálfbjarga. Það er litill háski, þó smekklitlar stúlk- ur, eða konur, ungar eða gamlnr, taki upp búning af því þær vilja vera eins og ein- hver önnur, eða rfþvi þeirn þykir danski búningurinn fínni, og halda, að þær verði I metn r nieira, þó þær séu þá einmitt a3

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.