Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.12.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.12.1905, Blaðsíða 2
208 Þ JÓPVILJÍNN XIX.. 51. koma því upp um sig, hvað tómur þeirrá litli heili er. Háskiun felst ekki í þessu. Háskinn er það, þegar þ»r, sem fremstar •'ru að menningu, leggja svo árar í bát, <ið þær iangar ekki einu sinnu til, að halda eða hlúa að þvi, sem þær eiga sjálfar þjóðlegt og fagurt, og láta níða úr sér allan sjálfstæðan smekk. Þær reyna •’kki að gera sér grein fyrir, af hverju það og það sé ljótt, eða fagurt, og þykir það því iyndælt eptir viku, sem ótækt var í dag. Hvað yrði úr listum og andlegu lifi þess- arar þjóðar, ef allir vendu sig svona á, að láta leggja upp i hendur sér, bæði efni og form, og vendu sig af að hugsa sjálfir? En hér er nóg hugvit og list, bæði hjá konum og körlum enn þá, til þess að láta búninginn islenzka lifa fögru og blómlegu lífi, og til að gera hann marg- fallt fegri og fjölbreyttari, en hann er enn orðinn. Það sýna þær breytingar og bæt- ur, sem gerðar hafa verið allt fram á þennan dag. Allir sjá, hvað Sigurði mál- ara gat orðið úr skautinu, og sjálft hefir kvennfólkið lagað í hendi sér djúpu húf- una, og stutta skúfinn marglita, og gert hann, eíns og nú er. Slipsin eru alís- lenzk, því þau voru fyrst búin til erlendis eptir fyrirsögn íslenzkra kaupmanna, og fyrir tilstilli þeirra, að því er jeg bezt veit, og þau eru alls ekki fallin í fyrstu af himnum ofan, eins og Danabtog, því þau eru ekkert annað, en beinir afkorn- endur gömlu silki-hálsklútanna, sem síð- ast var farið að nota á treyjukragann, og binda i hnút að framan. Þetta er vel lagað í hendi sinni, þó í litlu só, því með slipsinu fæst hentug og sóleg tilbreyting, og kostnaðarlitil, hjá ó- sköpunum hinum. Eins hefir og smekk- urinn verið nógur til þess, að möttullinn hefur aldrei dáið alveg, þó hempurnar hafi vafalaust leitt hann langt á 17. og 18. öld, og nú er hann að rísa við aptur, í nýrri og fegurri mynd, og fleira mætti telja, en þetta. Vœri jeg kvennmaður, þá skyldi jeg reyna að safna saman i fé- lagsskap með mér þeim, sem smekk befðu, vilja og menningu, til þess að vernda og prýða íslenzka þjóðbúninginn, halda við húfunni, taka upp kyrtilinn, með silfur- beltinu, og upphlutinn, við hlið dagtreyj- unnar og stakkpeysunnar, og svo mött- ulinn yztan, eða jafn vel líka skikkjuna fornu, og fá svo hugvitsmenn og málara, til þess að gera það hentugra, sem óþjált væri, og bæta úr þeim lýtum, sem á þættu vera. Þetta er að vísu nokkuð erfitt, og þó ekki meira, en mannsverk handa konu, I sem dálitla menntun hefði og smekk, og i einkum þó alvöru og framkvæmdadug, og löngun, ti! að gagna þjóðerni okkar allra, og sjá einhver merki verka sinna önnur en þau, að myndunum og smáglingrinu só vel raðað i stássstofunni, og dúkarnir sléttir. En það væri fagurt verk, að koma föstutn fótum undir þjóðbiíning, sem bæði innlendir menn og útlendir litu til með virðingu og aðdáun, og smálaga mætti, eptir tíma og þörfum. Það styrkti mjög virðingu þjóðarínnar á sjálfri sér, oggæfi hverri einstakri konu eins og gildi og göfgissvip, og athöfnum hennar tilgang. Húd þyrfti ekki að fleygja peningum sínum í nýjan kjól, og nýjan hatt, við byrjun hverrar árstiðar, en gæti varið þeim í fagra skartgripi (með nafni sínu, ef vill), sem geDgju að erfðum, og verða þeim mun dýrmætari, sem þeir verða eldri. Þegar mönnum skilst það, að nöfn vor og saga eiga að eins eptir að mygla á bókasöfnum, þegar þjóðernið er farið, þá verður dómurinn yfir útlenda búningn- um ekki mildari, en rninn er nú. Þorsteinn Eriingsson. Nýjar bækur. í’erðaminningar frá Þyzkalundi, Sviss og Etv/landi, eptir Gitdtn. Magnússoii. Rvík 1905. 199 bls. 8- Árið 1903 veitti alþingi Guðm. skáldi Mar/nússyni nokkurn styrk til utanfarar, sem hann varði, til þess að ferðast um ofan greind lönd, enda fékk hann einnig nokkurn styrk í Danmörku í sama skyni. — í bók sinni, „Ferðaminningar", lýsir hr. Guðm. Magnússon ýmsu, er fyrir hann bar á þessu ferðalagi, og getur hann þess í formála ritsins, sem bókin einnig ber með sér, að hann hafi, að því er ýmsar upplýsingar snertir, stuðzt við ýms rit, sem ferðamönnum eru ætluð til leiðbem- ingar i útlöndnm, og að sumu leyti við alfræðisbækur (lexikon). Ferðaminningar þessar eru yfirleitt fjörlega ritaðar, og skýra frá ýmsu, sem alþýðu manna hér á landi mun þykja skemmtun og fróðleikur að, því að höf- UDdurinn hefir auðsjáanlega notað tím- ann rækilega, og kemur því mjög viða við i riti sinu, sem einnig” flytur myndir af nokkrum merkum stöðum o. fl. Að því er snertir dóma, eða hugleið- j ingar, höfundarins um ýmislegt, sem hann j minnist á, verða auðvitað (skiptar skoð- • anir í sumum greinum, og stöku villur j hafa slæðzt inn, eins og um hinn fræga ! málara „Derselbe14, sem höfundurinn hef- j ir sjálfur bent á í blöðunum, og margir j hafa brosað að; en ekki er það merkilegra, j en sagan um „Jedochu Faraósdóttur í j einni isleDzku biblíuþýðingUDni, og situr j því ílla á lærðu mönnunum að láta mikið. j Eins og kunnugt er, eru bókmenntir í vorar býsna snauðar, að því er snertir j ferðasögur, og má því vænta þess, að ! nFerðaminningar“ þessar fái góðar viðtök- ■ ur, enda á bókin það yfirleitt skilið, að ! með henni sé*mæ!t, sem fróðlegri skemmti- j bók, almenningi til dægrastyttingar. Nokkur kvæði eru einníg í bókinni, j sem öll eru snotur, og létt kveðin, enda 1 verður því eigi neitað, að hr. Gaðm. Maqrt- ! vssyni er mjög létt um kveðanda, þó að j fremur muni, þeir fáir, sem lært hafa j kvæði hans. — Það er mikilsvert, að 1 geta verið kjarnyrtur, og stuttorður, hvort sem ritað er í bundnu, eða óbundnu, máli; en það er list, sem eigi er öllum lagin. Quo vadis? (Hvert ætlarðu?). Saga frá tímum Neros. — Eptir Henry Síenlúewicz. — Þorsteinn Gíslason þýddi. — Rvík 1905. XV+519 bls. 8V" Skáldsaga þessi, sem er eptir frægan pólskan skáldsagnahöfund, hefir verið þýdd á fjölda mörg tungumál, og má teljast orðin heimsfræg. — Það fer því mjög vel á því, að Islendingar kynnist henni einnig. — Hún lýsir mæta vel lifnaðarháttum Rómverja á dögum Nerhs keisara (54—68 f. Kr.), þegar siðspilling- in, og nautnafíknin, var komið á hæzta stig í Rómaborg, sem þá var miðstöð menntaða heimsins, og kristin trú tók smám saman að ryðja sér þar til rúms* — Segir þar margt frá grimmdar-æði Nerós keisara, og frá ofsóknum þeim, er kristnir menn urðu að sæta, og hversu margír þeirra þoldu glaðir ýmis konar píslir, og enda dauðann, fyrir trú sína* Jafn framt því er skáldsaga þessi get- ur orðið mörgum, er mætur hafa á skáld- sögum, til dægrastyttingar, veitir hún því ýmis konar fróðleik, og má því telja mikilsvert, að eiga hana á isleuzku, enda vonandi, að vér Islendingar eignumst smám saman þýðingar ýmsra merkra er- lendra skáldsagna, ekki sízt þar sem bók- menntir vorar eru enn mjög fátækar, að því er frumsamin, islenzk skáldsagnarit snertir. ÞýðÍDg hr. Þorst. Gíslasonar á skáld- sögu þessari virðist yfirleitt vera vel af hendi leyst, málið viðast blátt áfram, og lipurt; og þó að sumstaðar virðistbregða fyr- ir n okkurr i hroð virkn i, hál f-dönskum orðum, og setningaskipun, nær þoð ekki til heildarinnar, enda ékki við öðru að bú- ast, meðan hinn „almenni menntaskóli“ vor, og æðri skóiarnir hér á landi, vinna eíns öfluglega að misþyrmingn móður- málsins, með notkun danskra kennslu- bóka, eins og nú á sér stað. Að pappír, og prentun, er bókin vel vönduð, þó að prentvillur óprýði hana nokkuð. Frekir tveir þriðju lilutar af því litla lesmáli, sem er í stjórnurmálgagn- inu „Reykjavik4 1G. des. síðastl., eru ritaðir á dönslcu, og er það eigi í fyista skipti, er blaðið bregður því máli fyrir sig, enda hæfir það ó- neitanlega stefnu biaðsins öllu betur, en ís- lensskan. Stjórnarliðar hafa um hríð látið sér all-mjög urn það hugað, að koma þeirri skoðun inn hjá Dönum, að binn ný-stofnaði þjóðræðisflokkur reyni að æsa upp Dana-hatur hér á landi, og þykir það þvi auðvitað handhægra, að þurfa ekki [að leita greinum sínum hælis í dönskum blöðum, og heíir því hugkvæmzt það snjallræði, að láta „Reykjavíkina“ flytja greinarnar á dönsku, og íslenzka blaðlesendur borga brúsann. En jlla er þá íslendingum aptur farið, ef þeii eigi >eka þenna tianska ódrátt at nóndurn sér sem allra bráðast. Eins og kunnugt’Ter, er það ráðherra fí. fígf- stein, og nánustu kunmngjar 'bans, og venzla-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.