Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1906, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1906, Page 3
XX., 3. PJOÐVXLJI NN. 10 iYilji menn vernda heilsu sína eiga meun daglega að neyta hinnar viðurkenndu vöru, er ekkert tekur t'ram, en það er: Klíxia-líís-elexír, því að við notkun hans, hafa margar þúsundir manna komizt hjá þungum sjúk- dómum. Kína-ufs-elexírinn ætti ekki að vanta á neinu heimili, þar sem heilsan er mikils metin. Með því að tnargir hafa reynt, að iíkja eptir vöru minni, þá er hver neytandi, sakir eigin hagsmuna sinna,"beðinn að biðja beínum orðum um Kína-lífs- elexír Yaldimars Petersen’s. Að eins; egta, er hann ber naín verlismiðjueig- andans, og í innsiglinu i grænu lakki. Fæst allstaðar á 2 kr. flaskan. Gætið yðar gegn eptirlíkingum. 1. Ýmsir kveðhngar, sem enda á 48. bls. 2. Þyðingar ýmsra lcvœða eptir Gerok (bls. 49—101) og 3. Erfiljóð (bls. 102—256). Allur fjöldi Ijóðmæla þessara hefir áður birzt á prenti, enda eru ljóðmæli síra Matthíasar tíðast gripin á lopti, er þau hrjóta úr pennamim. Eins og eðlilegt er, hefir við útgáfu þessa bindis verið fytgt sömu reglunni, eins og við fyrn bindin, að safna öllu í eina heild, sem síra Matthías Jochumsson hefir kveðið, eða látið fjúka í hendingum, enda þótt margt af þessu hafi ekkert framtíðargildi, neina að því eina leyti, að það er bundið við persónu skáldsins. og sýnir hvað gripið hefir huga hans í hvert skipti, og getur þvi haft sína þýðingu, ef einhvern tíma yrði samin sönn og ná- kvæm „karakter“-lýsing skáidsins. Kvæði síra Matthíasar eru svo þjóð- kunn, að óþarfi er, að fara að lýsa kveð- skap haus fyrir almenningi. — I þessu bindi eru erfiljóðin lang-stærsti kaf’inn, ■og er það kunnara, en frá þurfi að segja, hve síra Matthíasi t-ekst þar löng- um snilldarlega. — Hann er að eðlisfari góður maður, og tilfinninganæmur, og trúmaður einlægur, upp á sinn máta, og þessir eiginleikar lýsa sér viða mjögfag- urlega í erfiljóðunum. — Annað mál er það, að eigi myndi sagnariturum henta, að byggja yfirleitt á kvæðum þessum ó- rannsakað, þvi að þau eru tíðum, eins og gengur, fremur lýsing á því, hvernig skáldið vildi hugsa sér manninn, en hvern- ig hann var, og er það „skáldaleyfi“. — Líkt má og segja um kvæði síra Matthí- asar, sem ort eru til ýmsra" höfðingja, eða valdamanna, og myndu ýmsir hafa kosið þau kvæðin heldur færri. Að þvi er prentun, og annan ytri frágang, snertir, þá er útgáfa þessi vönd- uð, eins og útgáfa fyrri bindanna, og er þaðkostnaðarmanninum, hr. David Östlund, til sóma. — Nokkrar prentvillur hafa þó slæðzt með, sem væntanlega verða leið- réttar, er fimmta bindið birtist. Óveitt prestakall. Bjarnanes í Austur-Skaptafellssýslu (Bjarna- nes- og Einholtssóknir) er auglýst laust, og er umsóknarfresturinn til 20. febr., og brauðið veit- | ist frá næstu fardögum. — Mat: 1193 kr. 56 a., en á prestakallinu hvíla lánseptirstöðvar, að upphæð 239 kr. „Alþýðublaðið11 Hr. Pétur G. Guðmundsson, ritstjóri ofan- nefnds blaðs, biður þess getið, að „Alþýðublað- ið“ standi alls ekki i neinu sambandi við verkmannafélagið „Dagsbrún“, heldur sé blað þetta stofnað af hlutafélagi fimmtán manna, og sé enginn þeirra neitt við „Dagsbrún“ riðinn. Ritsí m a stau rar ni r, sem legið hafa í Reykjavík, en áttu að fara upp í Borgarnes, hafa nú loks komizt þangað upp eptir, bvað sem um flutninginn verður þaðan. — Stjórnin leigði „kúttara“, sem Ásgeir kaup- maður Sigurðsson átti, til að flytja staurana, og lét gufubátinn „Beykjavík“ draga hann upp í Borgarnes, og hlýtur þetta, ásamt fram- og upp-skipuninni, að hafa kostað talsvert fé, sem enginn eyrir var þó áætlaður til. — En um kostnaðinnvið þetta þegja stjórnarblöðin auðvitað. 4 „Mjög aeninlegta, svaraði Gregory, og starði mjög áfjáður á spilin sin. „Þessir vesalingar eiga á hættu, að vera vistaðir i Síberiu æfilangt, eða verða enn harðar úti, ef þeir hætta sér inn fyrir laudamærin“. Gregory bjó sér nú til nýjan vindling, sýnilega all-hugsandi, og nöldraði síðan í barm sór: „Þeir neyta óefað allra bragða um þessar mundir, til þess að laumast inn yfir landamærin, enda er þeim nauðugur einn kost- ur, að búa sér til nýtt tákntnál, til að nota við hrað- skeyta-sendingar, eða leggja algjörlega árar i bát. — En þeir hafa stór-fé til umráða, og mörgum slungnum, og fífldjörfum starfsmönnum á að skipa“. „Já, það hafa þeir vafalaust“, svaraði hinn, og stokkaði spilin. — „Sendiherrann, frændi minn, hefir sagt mór, að rnargir símritarar sóu flokksbræður þeirra, °g viljug verkfæri í þeirra hendi“. „Mór er sama, hve kæair þeir eru“, svaraði Gregory, „Yfirmaður leyni-lögreglunnar er kænni, en þeir allir, og mun reynast beím snjallari“. Já, ef þeir verða þá eigi fyrri til, og myrða hann“, mælti Alexis, um leið og hann — ragnandi yfir óheppni sinni í spilunum — rétti Gregory nokkra bankaseðla. Gregory hló, taldi peningana vandlega, stakk þeirn á sig, Og mælti: „Nihilistarnir verða naumast heppnari, en þú, gamli, góði vinur. — En raannstu eptir skraut- lega salnum hennar Troubetskoi prinsessu í Paris? Alexis brosti, og strauk ánægjulega ljósa yfirskeggið. Mér datt í hug, hvort ekki væri hugsanlegt, að fáeinir stolnir kossar leyndust enn á vörum þessa hrausta herinanns. „Þú mátt trúa því“, mælti Gregory, „að það eru Konan mín, svo nefnda. Eptir Richard Ilenry Savmrc. Með fljúgandi ferð nálgaðist hraðlestin óðum Kön- igsberg, sem er æva-gamall — en afar-óálitlegur — kaupstaður. Yér sátum í járnbrautarvagninum, skjálfandi af kulda, og sáum hús, og þorp, stöðuvötn og skóga, þjóta íyrir gluggann, hvað innan um annað. Herbergin i hraðlestinni voru lítil, en þægilega fit- búin, og höfðu farþegarnir vafið utan um sig ábreiðum, og reyndu að stytta sór stundirnar, sem föng voru á. Sumir ræddu fram og aptur um nýjustu viðburð- ina, aðrir reyktu, og sumir sváfu, og alls konar tungu- málum ægði þar saman, eins og í Babylon forðum. Eimreiðin hafði lagt af stað frá Berlin um mið- nætti, og var eigi trútt um, að járnbrautar-yfirvöldin á Þýzkalandi fengju vitnisburð sinn ósvikinn. Þegar vér komum til járnbrautarstöðvanna í Frið- riksgötu i Berlín, hafði eg notað hálf-timann, sem eim- ■reiðin staldraði þar við, til að senda hraðskeyti til vina minna í Pétursborg, og gera þeim aðvart um brottför >mína frá Berlin. Sömuleiðis hafði eg notað biðtímann, til þess að íkaupa mér farseðil, er gilti alla leið til Pótursborgar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.